Morgunblaðið - 13.12.1995, Page 2

Morgunblaðið - 13.12.1995, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Dregíð í HHÍ 45millj. á 5 númer DREGIÐ var í 12. flokki Happ- drættis Háskóla íslands í gær- kvöldi og stærsti vinningurinn, 45 milljónir, var aðeins dreginn úr seldum miðum. Trompmið- inn, 25 milljónir króna, kom á miða nr. 58813, sem seldur var í urnboði Þóreyjar í Kjörgarði. 5 millj. á sama númer lentu á miða sem seldur var í umboði Frímanns í Tryggvagötu og 5 millj. komu á hvern eftirtalinna miða, nr. 25455, sem seldur var á Akureyri, nr. 2135, sem seldur var í umboðinu á Akra- nesi og á nr. 51188, sem seldur var í bókaverzluninni Snotru í Alfheimum. Drátturinn fór fram seint í gærkvöldi og því var þá ekki ljóst hverjir vinningshafar voru, þar sem öll umboðin voru lokuð. ■ Vinningaskrá HHÍ/37 Tillögur fjárlaganefndar Meiri sparn- aður vegna yfirlýsingar um kjaramál FJÁRLAGANEFND vann í gær að því að leggja síðustu hönd á breytingartillögur við fjárlagafrumvarpið fyrir aðra umræðu sem ráðgert er að fari fram á Alþingi á morgun. Þing- skjölum með tillögum nefndar- innar verður dreift á Alþingi í dag. Að sögn Jóns Kristjánsson- ar, formanns fjárlaganefndar, hefur reynst taisvert verk að ganga frá ýmsum þáttum sem varða heilbrigðismál, stofn- kostnað og niðurskurð vegna nýrra ákvarðana sem teknar voru í tengslum við endurmat launanefndar ASÍ, VSÍ og VMS um mánaðamótin en þá gaf ríkisstjómin aðilum vinnu- markaðarins loforð um aðgerð- ir sem taldar eru kosta ríkissjóð um einn milljarð kr. á næsta ári. Sagði hann að þessum við- bótarkostnaði verði einkum mætt á útgjaldahlið fjárlaga. Svigrúmið væri þó takmarkað til að valda ekki óróleika á vinnumarkaði en tillögur ríkis- stjórnarinnar voru settar fram til að skapa vinsamlegt and- rúmsloft gagnvart verkalýðs- hreyfíngunni. Borgarráð Neyðarlínan hf. í Slökkvi- stöðina BORGARRÁÐ hefur samþykkt að heimila að byggt verði við Slökkvistöð Reykjavíkur og að viðbyggingin verði leigð Neyð- arlínunni hf. I erindi borgarverkfræðings til borgarráðs kemur fram að viðbyggingin er rúmir 307 fer- metrar, þar af er helmingur húsnæðisins í kjailara. Áætl- aður kostnaður við bygginguna er 26 milijónir króna. Samþykkt borgarráðs nær einnig til heimildar um að gengið verði til samninga við forsvarsmenn Neyðarlínunnar hf. um leigu á húsnæðinu. Mið- að er við að leigan standi und- ir viðhaldskostnaði, fasteigna- gjöldum, vöxtum og afskriftum af stofnkostnaði miðað við 6% vexti og 30 ára afnot. Oánægja vegna stöðulækkunar 5 flugfreyja Skuturinn yfirbyggður Verið er að byggja yfir skut Haffara frá Þorlákshöfn í höfn- inni þar sem hann lá við bryggju. Neyðarkall af Kleifarheiði NEYÐARKALL barst Tilkynninga- skyldunni úr skýli Slysavamafélags- ins á Kleifarheiði kl. 20:20 í gær- kvöldi. Björgunarsveit Slysavamafé- lagsins á Patreksfirði var ræst út, þar sem erfitt reyndist að heyra hvað amaði að og hélt sveitin á heiðina. Um kl. 21:30 kom hún að skýiinu og fann þar mann heilan á húfi en bíllinn sem hann var á hafði bilað. Þama sannaðist enn á ný hversu mikilvæg skýli Slysavamafélagsins eru. Morgunblaðið/RAX HAGNAÐUR íslenzka álfélagsins (ÍSAL) á þessu ári er talinn munu verða um 400 milljónir króna eftir skatta, að sögn Rannveigar Rist steypuskálastjóra. Rannveig segir að tekjur álvers- ins séu hærri en í fyrra og sölu- verð að jafnaði 3% hærra. Hins vegar hækki skattgreiðsla fyrir- tækisins og hagnaður eftir skatta verði því minni en á síðasta ári, en þá var hann um 722 milljónir króna samkvæmt ársuppgjöri ÍSAL. Flugfr eyj ufélagið gagnrýnir Flugleiðir ÁKVÖRÐUN Flugleiða um að lækka fímm flugfreyjur í tign hefur kallað fram gagnrýni Flugfreyjufé- lagsins. Erla Hatlemark, formaður Flugfreyjufélagsins, sagði í gær að samkvæmt kjarasamningum mætti ekki lækka svokallaðar fyrstu flug- freyjur, sem eru verkstjórar um borð, í starfi, en Einar Sigurðsson, talsmaður Fiugleiða, sagði að ekki hefði verið brotið gegn samningum, enda hvorki verið haggað við laun- um, kjörum né fríðindum umræddra starfsmanna. Fimm fyrstu flugfreyjur voru gerðar að fjórðu og fimmtu flug- freyjum um síðustu mánaðamót. Erla sagði að þetta mál hefði verið leyst tímabundið. Erla sagði að þær yrðu flugfreyjur númer þijú út þennan mánuð, færu á námskeið eftir áramót og yrðu að því loknu fyrstu freyjur á ný. Tekjur álversins hærri en í fyrra og söluverð að jafnaði 3% hærra. Skattgreiðsla ÍSAL í íslenzka ríkissjóðinn er samkvæmt núgild- andi samningum tengd við heims- markaðsverð á áli og súráli, sem hefur hækkað talsvert á árinu. Númer flugfreyja gefa til kynna stöðu þeirra um borð. Fyrsta flug- freyja er verkstjóri og jafnan fremst í vélinni. Önnur flugfreyja gegnir einnig verkstjórahlutverki. Gefst kostur á að vinna sér fyrri sess Einar Sigurðsson sagði að hér væri verið að tryggjá að Flugleiðir væru í fremstu röð hvað varðaði þjónustu um borð. Ekki væri verið að leita að sökudólgum, heldur taka á máli sem þarfnaðist aðgerða. Flugleiðir gætu ekki afsalað sér eðlilegum stjórnunarrétti. Að sögn Einars munu viðkom- andi einstaklingar sitja fyrsta nám- skeið sem haldið verður á næsta ári, með það fyrir augum að þeim gefíst kostur á að vinna sér sinn fýrri sess. Erla Hatlemark sagði að deilan hefði eingöngu snúist um lækkan- irnar og hún gagnrýndi þær eftir sem áður. Það væri „ekkert mál að láta fólk á námskeið án þess að lækka það niður“. Rannveig segir að nokkur seinkun verði á að sú hækkun komi fram í söluverði framleiðslu fyrirtækis- ins og þess vegna hækki skattam- ir meira en hagnaðurinn. Sömu skattar samkvæmt nýjum samningi Samkvæmt hinum nýja samn- ingi íslenzka ríkisins og ÍSAL um stækkun álversins í Straumsvík mun fyrirtækið greiða sama tekju- skatt og önnur íslenzk fyrirtæíd. Hagnaður ISAL 400 milíjónir eftir skatta \ \ \ Athugun á jafnréttismálum í fjármálaráðuneyti og stofnunum þess Launamunur minnkar með aukinni menntun Settar verði skýrar starfsreglur og réttur til fæðingarorlofs jafnaður HÁSKÓLAMENNTAÐIR kariar í fullu starfí hjá fjármálaráðuneytinu og stofnunum þess voru að jafnaði með tæplega 17% hærri mánaðar- tekjur en konur með háskólamenntun á síðasta ári. Þetta er mun minni munur en fram kom í athugun Fé- lagsvísindastofnunar sem unnin var fyrir Jafnréttisráð um kynbundinn launamun o.fl. hjá hinu opinbera og á einkamarkaði sem kom út í febr- úar sl. Þá virðist launamunur kynj- anna minnka með aukinni menntun. Þessar niðurstöður koma fram í skýrslu starfshóps sem fjármálaráð- herra skipaði í mars sl. til að athuga jafnréttismál í fjármálaráðuneytinu og stofnunum þess. Starfsmenn þessara stofnana eru kringum 1.000 talsins, en þar er m.a. um að ræða skattstjóra- og tollstjóraembætti, ÁTVR, Ríkiskaup og Fasteignamat ríkisins. Fjármálaráðherra hefur þegar beint þeim tilmælum til for- stöðumanna ráðuneytisins að þeir taki mið af niðurstöðum skýrslunnar við mótun og framkvæmd starfs- mannastefnu innan sinnar deildar eða stofnunar. Hjá starfsmönnum sem taka laun samkvæmt kjarasamningum BSRB var munurinn tæplega 30% körlum í hag. Þetta er einnig heldur minni munur en fram kom í athugun Fé- lagsvísindastofnunar. Minni munur virðist vera á ýmsum launatengdum þáttum milli kynjanna í fjármáia- ráðuneyti og stofnunum þess en á opinbera markaðinum í heild skv. niðurstöðum Félagsvísindastofnun- ar. í tillögum hópsins er lögð áhersla á nauðsyn skýrra starfsreglna, svo starfsmanni sé ljóst hvers er vænst af honum og um möguleika á aukn- um starfsframa. Áhersla er lögð á virkari samskipti yfírstjórnar og starfsmanna um ýmis mál, s.s. end- urmenntun, sveigjanlegan vinnutíma og skipan í nefndir. Þá vekur hópur- inn sérstaka athygli á nauðsyn þess að jafna rétt karla og kvenna til töku fæðingarorlofs og greiðslu bóta. Karlar með lengri vinnutíma og hærri aukagreiðslur Nefnd á vegum fjármálaráðherra vinnur um þessar mundir að mótun starfsmannastefnu ríkisins og hvern- ig tryggja megi jafnrétti karla og kvenna sem starfa hjá ríkinu. Áhersla verður lögð á endurskoðun fæðingarorlofsins til að ná fram jafn- arí stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Einnig ætlar fjármálaráðherra að láta fara fram sérstaka kynningu á jafnréttismálum hjá ríkisstofnunum á næsta ári. Starfshópurinn komst að þeirri niðurstöðu að karlar hjá fjármála- ráðuneyti og stofnunum eru almennt með lengri vinnutíma en konur. | Aukagreiðslur í formi þóknunarein- k inga og akstursgreiðslna hækka dag- F vinnulaun karla mun meira en I kvenna. Þá virðist launamunur kynj- anna ekki aukast með auknum völd- um og ábyrgð sem var ein af niður- stöðum athugunar Jafnréttisráðs. I Ekki virðist mikill munur á launum kvenstjórnenda og karlstjómenda í stofnunum fjármálaráðuneytisins. j Starfshópurinn telur að verulega skorti á að unnið hafi verið eftir | framkvæmdaáætlun fjármálaráðu- neytisins um jafna stöðu og jafnan f rétt karla og kvenna. I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.