Morgunblaðið - 13.12.1995, Side 53

Morgunblaðið - 13.12.1995, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1995 53 Morgunblaðið/Kristinn BUBBI Morthens: Minningu Hauks sómi sýndur. Gcisladiskur í SKUGGA MORTHENS í skugga Morthens, geisladiskur Bubba Morthens. Söngur: Bubbi Morthens, söngur í „O borg mín borg“ ásamt Bubba: Haukur Morth- ens, söngur í „Þrek og tár“ ásamt Bubba: Kristjana Stefánsdóttir. Bak- 9 ETIENNE AIGNER STATEMENT simi 551 9000 Frumsýning rinmynd ársins Aðalhlutverk: Hugh Grant (Four Weddings and a Funeral), Julianne Moore (Assasins), Robin Willams (Mrs Doubtfire), Jeff Goldblum (Jurassic Park) og Tom Arnold (True Lies). Leikstjóri Chris Columbus (Mrs Doubtfire). 11 L Boðsmiði gildir á allar sýningar. “P'? ------Sýnd ki. sTyTToiTT----------------------- Atakanleg mynd byggð á sannsögulegum atburðum. Sýnd kl. 5, 7 og 9. B. i. 12 ára. Otrúlega raunsæ samtímalýsing. Ein umdeildasta mynd seinni tíma. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. B.i. 14 ára. MEL GIBSON Braveheart Sýnd kl. 9. b.ms liMU'-TTHTl im THE FIRST Sýnd kl. 4.45, 6.50 og 11. b.í /DD/ Statement ÉORNNE AIÖN6R „...ÍÍáÍii.f1*'* NÝR HERRAILMUR raddir: Þórir Baldursson. Hjjóðfæra- leikaran Gítarar: Tryggvi Hubner, Guðmundur Pétursson. Tenor Sax: Rúnar Georgsson, Óskar Guðjóns- son. Klarinett: Sigurður Flosason. Trompet: Snorri Valsson. Básúna: Ami Elvar. Bassi: Jón Kjell Setfe- seth, Þórir Baldursson, Tómas R. Einarsson. Hljómborð, raddir, út- setningar: Þórir Baldursson. IRjóm- borð, útsetningar: Jon Kjell Selje- seth. Trommur: Einar Scheving. Fiðla: Zymon Kuran, Daniel Cassidy. Stjóm upptöku á söng: Þórir Bald- ursson. Tæknimaður: Arnþór Ör- lygsson. Hljóðblöndun: Arnþór Ör- lygsson, Þórir Baldursson og Jon Kjell Se(jeseth. Skífan gefur út. Verð: 1.999 krónur. ÞAÐ ÞARF kjark og áræði til að setja sig í spor Hauks heitins Morthens. Hann var ekki aðeins einn ástsælasti dægurlagasöngvari þjóðarinnar frá upphafi, heldur gerði hann dægurlagasöng að virð- ingarverðri atvinnugrein, með framúrskarandi söng sínum, reglu- semi og prúðmannlegri framkomu. Bubbi Morthens ræðst því ekki á garðinn þar sem hann er lægstur á nýrri plötu sinni, þar sem hann syngur lög, sem frændi hans heitinn gerði ódauðleg á sínum tíma. Og liklega hefði engum liðist þetta nema Bubba, vegna frændsemi þeirra Hauks. Þegar ég heyrði fyrst af þessum áformum Bubba leist mér því satt að segja ekki á blikuna. En eftir að hafa hlustað á plötuna er ég sáttur við útkomuna. Bubbi sleppur vel frá þessu erfiða verkefni og plat- an er hinn eigulegasti gripur, ekki síst fyrir þá sem dáðu Hauk og lögin hans. Kemur þar bæði til góð- ur söngur Bubba og skemmtileg túlkun á lögunum og ekki síst vel- heppnaðar útsetningar þeirra Þóris Baldurssonar og Jons Kjells Selje- seths. Hljóðfæraleikur á plötunni er sannfærandi enda úrval góðra tón- listarmanna í undirleikssveitinni og ástæðulaust að nefna þar einhvern einn öðrum fremri. Vert er þó að geta þess að ánægjulegt var að heyra að Rúnar Georgsson hefur dustað rykið af tenorsaxafóninum í lögunum Með blik í auga og Ég er farmaður fæddur á landi og væri óskandi að fá oftar að heyra í þessum snjalla tónlistarmanni. í útsetningum er surhs staðar mátu- lega brugðið út frá upprunalegri útgáfu, oftast með góðum árangri að mínu mati. Sem dæmi um þetta get ég nefnt lögin Hvar ertu vina, Frostrósir og Lítið lag. Bubbi sleppur vel frá söngnum eins og áður segir og sýnir hér enn og aftur að hann er söngvari í fremstu röð og eru eftirminnileg tilþrif hans í laginu Simbi sjómað- ur. Það lag sem hreyfði þó mest við mér var Ó borg, mín borg, þSr sem samsöngur þeirra frænda skerpir óneitanlega minningarnar um hinn látna söngvara. Og víst er að minningu Hauks Morthens er fullur sómi sýndur með þessari plötu. Sveinn Guðjónsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.