Morgunblaðið - 13.12.1995, Side 56

Morgunblaðið - 13.12.1995, Side 56
V Í K G L#TT# alltaf á Miövikudögum MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVlK, SlMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Jafningjafræðsla gegn fíkniefnum í framhaldsskólum Nemar þjálfaðir til fíkni- varna FÉLAG framhaldsskólanema hefur fengið styrk frá menntamálaráðu- neyti til sérstaks verkefnis sem nefnt hefur verið jafningjafræðsla, en í því felst að nemar verða þjálfaðir til að starfa að fíknivörnum og vinna að því að félagar þeirra og jafnaldrar neyti ekki fíkniefna,- Þetta kom fram í utandagskrár- umræðu á Alþingi í gær um fíkni- efnavandann. ■ Björn Bjarnason menntamálaráðherra sagði þar að markmið jafningjafræðslunnar væru að draga úr neyslu tóbaks, áfengis og annarra fíkniefna meðal fram- haldsskólanema, að breyta því við- horfi nema til áfengis og annarra fíkniefna að þau séu sjálfsögð, draga úr neyslu áfengis á samkomum framhaldsskólanema, efla vitund nema um hættu áfengis- og fíkni- efnaneyslu, stuðla að því að fram- haldsskólar setji sér stefnu í áfeng- is- og fíkniefnamálum og aðstoða nemendur sem eiga í erfiðleikum vegna áfengis- og fíkniefnaneysiu. Tilraunaverkefni Meðal annars verður sérstök þjálf- un og fræðsla fyrir nemendur sem hyggjast sinna verkefninu, haldnir verða umræðufundir og gefið út blað. Um er að ræða tilraunaverkefni og fer það eftir árangri hvort fram- hald verður á. En Björn Bjarnason sagði að innlendar rannsóknir sýndu að vinahópar og aimenn viðhorf fé- laga og samfélags hefðu mjög mikil áhrif á neyslu unglinga. Komið hefði í ljós, að það virtist hvetja unglinga meira til drykkju ef vinahópurinn drykki en það að foreldrar drykkju og ekki síst þess vegna byndi ráðu- neytið vonir við að jafningjafræðslan geti skilað árangri. ■ Kröfur um auknar/28-29 GILJA- GAUR DAGAR TIL JÓLA 100 kind- ur brunnu inni Togarar fá tvö tonn af þorski á mínútu á Vestfjarðamiðum „Miðin ekki á sömu leið og við Nýfundnaland“ UM EITT hundrað ær drápust þegar eldur kom upp í hlöðu á bænum Grjótgarði í Eyjafirði í gærmorgun. Einnig brann tölu- vert af heyi. Heimafólki og slökkviliðsmönnum frá Akureyri tókst að bjarga kúm og kálfum úr fjósi sem er áfast hlöðunni. Tómas Búi Böðvarsson slökkviliðsstjóri segir að hlaðan hafi verið alelda þegar slökkvil- iðið kom á staðinn og aðstæður verið erfiðar til slökkvistarfs, meðal annars vegna erfiðleika • með vatnsöflun. I gær var hafist nanda við að hreinsa til í rústum útihúsanna. Er það mikið verk. ■ Mikið tjón í eldsvoða/14 GÍFURLEG þorskgengd er nú fyrir Vestfjörðum og eru togararnir að fá upp í tvö tonn á mínútu í trollið og toga þeir bara í 10 til 15 mínút- ur til að taka ekki of mikið í einu. „Ég hef aldrei séð annað eins,“ seg- ir Björn Valur Gíslason, skipstjóri á Sólbergi. „Það er þorskur um allan sjó, en þó ekkert í iíkingu við kökk- inn sem er þarna norðarlega á Hal- anum og Barðinu. Það væri hægt að veiða alveg óhemju magn þarna.“ Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrann- sóknastofnunarinnar, sagði í gær að þetta væru „mjög góðar fréttir". Togarinn Sólberg frá Ólafsfírði var í vikubyijun á Barðinu og tog- urðu þeir í 10 mínútur, en það skil- aði um 20 t í hali. Þeir tóku svo nokkur enn styttri og fengu meðal annars 4 tonn eftir örfáar mínútur. Sá guli flæðir inn á slóðina Björn Valur segir að þorskurinn hreinlega flæði inn á slóðina og hann hafi aldrei séð aðrar eins fískilóðn- ingar. „Þessi kökkur er búinn að vera þarna mánuðum saman og hvort sem rétt er talið að veiða meira úr þessu en gert hefur verið, væri örugglega fróðlegt að fá físki- fræðingana á miðin til að finna út hvað er að gerast þarna," segir Björn Valur Gíslason. Mjög góðar fréttir Jakob Jakobsson fískifræðingur sagði að þetta væru mjög góðar fréttir og sýndi að tekin hefði verið rétt ákvörðun um veiði. Þetta sýndi að miðin hér væru ekki á sömu leið og við Nýfundnaland, þar sem stofn- arnir hefðu hrunið. Aðgerðir væru greinilega að bera árangur gagn- stætt því sem þeir segðu sem vildu auka sóknina. Hins vegar yrði að hafa í huga að hér væri aðeins um eitt svæði að ræða og eftir væri að vita hvemig ástandið væri annars staðar við landið.- ■ Fá upp í 2 tonn/C2 Morgunblaðið/Kristján HLAÐAN á Gijótgarði var alelda þegar slökkvilið kom á vettvang og voru aðstæður til slökkvistarfa erfiðar. Tilmæli framkvæmdasijórnar Vinnuveitendasambands íslands til fyrirtækja Allir fái óskerta desemberuppbót FRAMKVÆMDASTJÓRN Vinnu- veitendasambands íslands ákvað á fundi sínum í gær að mæla með því við aðildarfyrirtæki sambands- ins að þau greiði félagsmönnum þeirra stéttarfélaga sem höfnuðu samkomulagi um hækkun desem- beruppbótar óskerta uppbót nú í desember. Þetta er gert í trausti þess að samningar umræddra fé- Í£ga fái haldið gildi sínu út næsta ár, en að sögn Olafs B. Ólafssonar formanns VSÍ er þetta ekki gert til að ögra þeim félögum sem um ræðir heldur sé þetta skref í þá átt að ná aftur sáttum. Framkvæmdastjórn VSÍ sam- þykkti á fúndi sínum fyrir sitt leyti samkomulag launanefndar um ækkun desemberuppbótar á laun r 13 þúsund krónum í 20 þúsund krónur á þessu ári og 24 þúsund krónur á næsta ári. Olafur sagði í samtali við Morgunblaðið að jafn- framt hefði verið fjallað um þá stöðu sem upp væri komin eftir að nokkur stéttarfélög ítrekuðu upp- sögn kjarasamninga. „Við teljum að einn liður sem skýri niðurstöðu þessara atkvæða- greiðslna hjá stéttarfélögunum sem höfnuðu tilboði um hækkun des- emberuppbótar hafí verið sú að þegar njóta nokkrir félagar þessara félaga þessarar uppbótar og eru þá engu nær.“ Munu sækja á „En þátttakan í þessum at- kvæðagreiðslum var mjög lítil og þess vegna finnst okkur mjög óeðli- legt að örlítill hluti félagsmanna í þessum stéttarfélögum skuli afsala sér og félögum sínum þessum kjara- bótum,“ sagði Ólafur. Hann sagðist télja að þeir sem ekki tóku þátt í atkvæðagreiðslum stéttarfélaganna myndu sækja á um að fá desemberuppbótina sam- kvæmt samkomulagi launanefndar. Þess vegna hefði VSÍ þótt eðlilegt að hafa eina línu í málinu ella yrði það ástæða til óvissu og óróa með- al þeirra félaga sem bíða eftir úr- skurði í Félagsdómi. „Sums staðar er jafnvel sá mis- skilningur að með úrskurði í Félags- dómi um að samningarnir yrðu samþykktir þá kæmi desemberupp- bótin sjálfkrafa inn, en svo er ekki. Með því að við ákveðum þetta svona þá erum við komnir með hreint borð og við teljum að það sé betri grunnur fyrir framhaldið heldur en að hafa tvær mismunandi útgáfur af þessu,“ sagði Ólafur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.