Morgunblaðið - 15.12.1995, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 15.12.1995, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Sverrir Rættum sfld við ESB í dag EKKI er enn komin niður- staða úr viðræðum Færey- inga, íslendinga, Norðmanna og Rússa um norsk-íslenska síldarstofninn, sem nú standa yfir í Þórshöfn í Færeyjum, en að sögn Guðmundar Ei- ríkssonar, formanns íslensku sendinefndarinnar í viðræð- unum, gæti komist lokamynd á þessi mál í dag. „Það er ekkert komið til að segja frá,“ sagði Guð- mundur í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi. „Við mun- um sofa á hinu og þessu. Það er verið að fara yfir ákveðna möguleika, hugsanlega skipt- ingu stofnsins til langs tíma og því næst hvort hægt verði að gera skammtímasamn- ing.“ Söguleg skipting eða núverandi staða Að sögn Guðmundar er spumingin sú á hvaða grund- velli verði samið; hvort mið verði tekið af sögulegri skipt- ingu eða stöðunni eins og hún er nú. Rætt hefði verið hvort fara ætti milliveg í skamm- tímaskiptingu, en til dæmis miðuðust kröfur Norðmanna við núverandi stöðu. Tilgangur þessa fundar var meðal annars að reyna að ná samkomulagi um sameigin- lega afstöðu gagnvart kröfum Evrópusambandsins (ESB) um aðild að stjómun síldveiða í Síldarsmugunni. Guðmundur sagði að í dag yrði haldinn fundur með full- trúum ESB, en hann teldi ótímabært að tala um sameig- inlega afstöðu. Viðræðurnar í dag miðuðu að því að leita upplýsinga um kröfur ESB. Til heiðurs meisturum DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra lék fyrsta leikinn á Guðmundar Arasonar mótinu sem sett var í Hafnarfirði í gær, en efnt er til þess í heiðursskyni við íslensku Olympíumeistarana í flokki 15 ára og yngri sem sigruðu á Kanaríeyj- um í vor. Þátttakendur eru 26 talsins frá sjö þjóðum. Mótið er kennt við Guðmund Arason, fyrr- verandi forseta Skáksambands ís- lands og heiðursfélaga þess, en hann er jafnframt aðalkostunar- aðili mótsins, 76 ára gamall. Kaupmenn vilja lengri afgreiðslutíma banka um jólin Opið verði til 23 á Þorláksmessu FRAMKVÆMDASTJÓRN Kaup- mannasamtaka Íslands samþykkti á fundi sínum í gær ályktun þar sem skorað er á banka og spari- sjóði að einhveijir afgreiðslustaðir þeirra verði opnir fyrir innlegg og afgreiðslu skiptimyntar til klukkan 23 á Þorláksmessu. Sigurður Jónsson, framkvæmda- stjóri KÍ, segir kaupmenn hafa tals- verðar áhyggjur af fyrirhuguðum afgreiðslutíma bankastofnana, þar sem þeim verði væntanlega lokað kiukkan 16 föstudaginn 22. desem- ber og þær ekki opnaðar aftur fyrr en 27. desember. Ottast vaxtatap Breyti bankastofnanir ekki þess- um afgreiðslutíma verða þær lokað- ar í alls fimm daga á tímabilinu, vegna þess að aðfangadag ber upp á sunnudag, og þar af er stór hluti af næststærsta verslunardegi árs- ins, 22. desember, öll Þorláksmessa sem er þá mesti verslunardagurinn, og til hádegis á aðfangadag. „Menn vilja geta lagt inn (nnkomu af söl- unni til að fá vexti, en að öðrum kosti eru þessar háu ijárhæðir vaxtalausar í fimm daga samfleytt. Það er erfitt að giska á hversu háar fjárhæðir um er að ræða, til að gefa mönnum einhveija hug- mynd má'benda á að dagarnir þrír fyrir jól eru stærstu söludagar í desembermánuði í nær allri verslun og umfang veltunnar í desember er þrefalt eða fjórfalt á við veltuna í venjuiegum mánuði. Hagsmunir verslunarinnar eru því gífurlegir í þessu sambandi," segir Sigurður. „Auk þess skiptir öryggisþáttur- inn máli, því að menn vilja ekki liggja með stórar upphæðir í fórum sínum, sem er viðbúið jafnvel þótt að þeir notfæri sér þjónustu nætur- hólfa að einhveiju leyti. Afbrot eru sívaxandi vandi og óöryggið varð- andi peningameðferð hefur aukist að sama skapi. Jafnframt er nauð- synlegt að hafa greiðan aðgang að skiptimynt því að þörfin fyrir hana er brýn á þessum tíma. Við teljum eðlilegt að bankarnir komi til móts við óskir verslunarinnar að þessu Samkomulag um ankin framlög til Ríkisspítalanna Aukafjárveiting til að leysa halla 1994 VEITTAR verða 150 milljónir króna til Ríkisspítalanna á fjáraukalögum fyrir þetta ár, samkvæmt samkomu- lagi heilbrigðisráðherra og fjármála- ráðherra í gær. Þetta kemur til viðbótar 90 millj- óna króna fjárveitingu sem þegar er inni í fjáraukalagafrumvarpinu og myndi leysa uppsafnaðan rekst- arhalla Ríkisspítalanna frá 1994. Þá er gert ráð fyrir því að um 200 milljónir af fjárveitingum til Ríkisspítala, Sjúkrahúss Reykjavík- ur, St. Jósefsspítala í Hafnarfirði og Sjúkrahúss Suðurnesja verði á næsta ári sett í sérstakan pott sem heil- brigðisráðherra skipti á grundvelli sameiginlegrar hagræðingar í rekstri stofnananna. Einnig verða 150 milljónir króna á fjárlögum 1996 settar á sérstakan lið í fjármálaráðuneyti til að kosta hagræðingarátak í rekstri ríkisstofn- ana og létta undir með stofnunum til að ná varanlegum sparnaði. Gert er ráð fyrir að stofnanir geti sótt í þennan sjóð fyrir tímabundnum kostnaði sem fellur á við varanlega hagræðingu, svo sem til greiðslu biðlauna. Hægt að ná hagræðingu „Ég dreg ekki dul á að ég hef verulegar áhyggjur af rekstri sjúkra- húsanna en þessar tillögur breyta nokkru um rekstrarstöðuna. Það koma 240 milljónir til Ríkisspít- alanna á fjáraukalögum og þá má gera ráð fyrir að af þeim 150 millj- ónum sem veija á til hagræðingar komi mest í hlut spítalanna sem eru jú stærstu rekstareiningar ríkisins," sagði Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra. Hún sagðist telja að hægt væri að ná fram töluverðum sparnaði ef alvöru samvinna næðist milli spítal- leyti, enda greiðir hún fyrir þessa þjónustu og bankarnir hljóta að vilja koma til móts við þarfir viðskipta- vina sinna," segir hann. Tekið til athugunar Sverrir Hermannsson, banka- stjóri Landsbanka, segir að til sé samkomulag milli bankastofnana um afgreiðslutíma, sem hann geri ráð fyrir að áformaður afgreiðslu- tími um jólin ráðist af. Erindi kaup- manna sé hins vegar íhugunarefni. „Vitanlega munum við ræða þessa uppákomu, en það hefur ekki verið gert ennþá og verður ekki fyrr en formlegt erindi þar að lút- andi berst okkur í hendur. Vafa- laust verður þessi ósk tekin til at- hugunar, enda stendur sérstaklega á nú því að Þorláksmessu ber upp á laugardag. Við gætum kannski komist af með að hafa nokkra staði opna og hafa þá fáliðaða, en það er hins vegar of snemmt að svara nokkru um endanlega niðurstöðu fyrr en við tökum málið til af- greiðslu,“ segir Sverrir. anna. Þetta ætti einkum við um bókhald, tæknideildir og aðra þjón- ustuþætti. Umræddar tillögur voru kynntar í fjárlaganefnd Alþingis í gærkvöldi í samræmi við samkomulag sem gert var fyrr um daginn við stjórn- arandstöðuflokkana. En þegar 2. umræða um fjárlagafrumvarpið átti að hefjast í gærmorgun kröfðust stjómarandstöðuflokkarnir þess að umræðunni yrði frestað þar sem ekki lægju fyrir tillögur heilbrigðis- ráðherra um rekstrarþætti heil- brigðiskerfisins. Oiafur G. Einarsson forseti Al- þingis frestaði þingfundi og kallaði saman fund formanna þingflokka og ráðherra. Niðurstaðan varð sú að fjárlagaumræðan færi fram gegn því að ráðherrarnir myndu síðar um daginn leggja lokatillögur sínar varðandi stöðu sjúkrahúsanna fyrir fjárlaganefnd. Allt að 16% rúma yrði lokað STJÓRNARNEFND Ríkisspít- ala fjallaði á fundi í gær um drög að rekstraráætlun, sem miðast við það að frumvarp til fjárlaga nái óbreytt fram að ganga. Samkvæmt því þyrfti að skera niður um 200 milþ- ónir króna í rekstri sjúkrahúss- ins án þess þó að uppsafnaður 400 milljóna króna rekstrar- halli yrði gerður upp. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins fela tillögurn- ar í sér að fækka þurfi sjúkra- rúmum á spítalanum um rúm- lega 16% og starfsfólki um allt að 80 manns. Erfitt í framkvæmd Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra sagði við Morgunblaðið að tillögur stjórnarnefndarinnar væru mjög erfiðar í framkvæmd. Hins vegar hefðu talsmenn Ríkisspítalanna tekið fram að nefndin hefði haft mjög stuttan tíma til að vinna tillögurnar. Eigendur höfundarréttar hafa óskað eftir flutningsbanni á jólalag vegna textabreytinga Höfundur breytinga játar handvömm ERFINGJAR Þorsteins Ö. Stephensens hafa farið þess á leit við Ríkisútvarpið að lag með texta Þorsteins á jólaplötunni Göngum við í kringum verði ekki leikið fyrr en búið er að athuga réttarstöðu þeirra. Textanum er breytt á ein- um stað af Magnúsi Kjartanssyni tónlistarmanni, sem viðurkennir að um brot og handvömm sé að ræða. Bergþóra Jónsdóttir hjá tónlist- ardeild RÚV segir að starfsmaður stofnunarinnar hafí þekkt texta Þorsteins við lagið Krakkar mínir komiði sæl, og tekið eftir breyting- um á einu erindi kvæðisins, án þess að þeirra væri getið. Hann hafí síðan haft samband við Guðrúnu Stephensen sem kannaðist ekki við að Magnús hefði óskað eftir því að fá að gera breytingar á lagi föður hennar heitins. Guðrún sendi RÚV erindi í kjölfarið með fyrrgreindri beiðni. Guðrún segir málið vera leiðin- legt í alla staði. „Tvær línur í text- anum eru ortar upp og ekki er það sérlega góður kveðskapur. Ég hafði samband við Magnús sem er fullur iðrunar yfír athæfí sínu, en hef jafnframt óskað þess að lagið verði ekki leikið á meðan við könnum rétt okkar í þessari stöðu. Málið fer í hendur lögfræðings Samtaka tónskálda og eigenda flutningsréttar (STEF) og hann mun taka til þess afstöðu, án þess þó að ég útiloki að sátt takist á milli okkar Magnúsar,“ segir Guð- rún. í texta Þorsteins stendur „auð- vitað góði, það erum bara við/við sem hérna stöndum, að syngja í útvarpið," en kvæðið er frásögn af jólasveini sem kemur í heimsókn til Útvarpsins og furðar sig á því nývirki. I útgáfu Magnúsar segir hins vegar eitthvað á þá leið að „auðvitað góði, þú getur okkur séð/ að dansa og syngja kringum jólatréð." Magnús kveðst gera ráð fyrir að málið verði tekið fyrir á stjórnarfundi hjá STEF í dag, en hann geti lítið sagt um hveijar lyktir málsins verða. Tal um útvarp óviðeigandi „Ég er ekkert að fela þá hand- vömm mína að hafa ekki haft sam- band við erfingja Þorsteins. Breyt- ing mín byggðist hins vegar á því að kvæðið er tækifæristexti frá hendi Þorsteins, sem hann samdi þegar hann tók þátt í jóladansleikj- um í Ríkisútvarpinu, og mér fannst það ekki eiga heima á hljómplötu að tala um söng í útvarpið. Þess vegna fann ég þá lausn að snúa þessu upp á dans í kringum jóla- tré. Ég bar þessa breytingu undir útgefanda bókar sem kom út fyrir löngu með þessum texta Þor- steins, og án þess að eiga nokkra sök, var hann sáttur við breyting- ar mínar sem hafði þau áhrif að ég hélt áfram,“ segir Magnús. Hann kveðst ekki eiga von á að gripið verði til aðgerða í málinu og helst eigi hann von á að menn reyni að leita sátta. „Þetta er brot og ég ásaka sjálfan mig alveg jafnmikið og ég myndi ásaka aðra fyrir handvömm af þessu tagi.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.