Morgunblaðið - 15.12.1995, Side 12

Morgunblaðið - 15.12.1995, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Akureyrar afgreidd eftir helgi 310 mílljónírí FJÁRHAGSÁÆTLUN bæjarsjóðs Akureyrar og stofnana hans verður afgreidd á fundi bæjarstjómar Akureyrar á þriðjudag. Á fundi bæjarráðs í gær var m.a. samþykkt skipting fjárveitinga til gjaldfærðra og eignfærðra ljárfestinga. Fjár- veiting til gjaldfærðra fjárfestinga nemur 165 milljónum króna og til eignfærðra fjárfestinga rúmlega 151 milljón króna. Fram kemur m.a að áætlað er að veija rúmum 35 milljónum króna vegna framkvæmda við Sundlaug Akureyrar og 24 milljón- um vegna viðbyggingar við leik- skólann Lundarsel. Til gatnagerðar og holræsaframkvæmda verður alls varið 113 milljónum króna, tekjur af gatnagerðargjöldum nema 39 milljónum króna þannig að útgjöld bæjarins vegna málaflokksins nema um 74 milljónum króna. Þá var á fundi bæjarráðs gengið frá nokkrum breytingum á frum- varpi að fjárhagsáætlun. Fram kom í bókunum frá fulltrú- um minnihlutans í bæjarstjórn framkvæmdir nokkur óánægja með slakan undir- búning við gerð fjárhagsáætlunar. Sigríður Stefánsdóttir, Alþýðu- bandalagi, kvaðst í bókun sinni gera fyrirvara við nokkra liði áætl- unarinnar. „Þetta varðar t.d. þá skoðun að réttlætanlegt væri að Rafveita Akureyrar greiddi afgjald til bæjarsjóðs eins og fulltrúar Al- þýðubandalagsins lögðu til á síð- asta ári. Eins er ástæða til að vekja athygli á að betri stöðu Fram- kvæmdasjóðs vegna sölu eigna sér ekki stað í auknum framkvæmdum, þrátt fyrir fyrirheit þar um í bókun meirihlutans. Vandanum skotið á frest Sigurður J. Sigurðsson, Sjálf- stæðisflokki, nefndi í sinni bókun að bæjarstjórn hafi sett sér ákveð- in markmið við gerð ljárhagsáætl- unar bæjarsjóðs fyrir yfirstandandi ár. Þeim hefði ekki verið náð og endurspeglaðist það m.a. í fjár- hagsáætlun næsta árs. „Verkefn- unum er ýtt á undan sér og vandan- um skotið á frest.“ Bæjarsjóður Gjaldskrá hækkar hjá nokkrum stofnunum BÆJARRÁÐ hefur lagt til að gjald- skrá hjá nokkrum stofnunum bæj- arsjóðs hækki um 5%, en samtals er áætlað að gjaldskrárhækkunin auki tekjur bæjarsjóðs um tæpar 8,6 millj- ónir króna. Um er að ræða hækkun á dag- gjöldum á leikskólum, heimilisþjón- ustu, tímaleiga og leiga fyrir kapp- leiki og veisluhöld í íþróttamannvirkj- um, lyftugjöld í Hlíðarfjalli, útseld þjónusta slökkviliðs, verk sem unnin eru fyrir aðra hjá gatnagerð, útseld vélavinna og fleira, auk hækkunar á aðgangseyri að leikvöllum, söfnun, félagsmiðstöðvum og sundlaugum. Lagt er til að gjaldskrárbreyting hjá leikskólum taki gildi 1. febrúar á næsta ári, en aðrar breytingar á gjaldskrá taka gildi 1. janúar næst- komandi. Þá samþykkti meirihluti bæjarráðs að leggja til að greiðslur starfsmanna fyrir léttar máltíðir í öllum mötuneytum bæjarins verði 150 krónur máltíðin frá 1. janúar næstkomandi og 200 krónur máltíðin frá 1. júní á næsta ári. Áætlað er að þessi breyting auki tekjur bæjar- sjóðs um tæpar 1,4 milljónir króna. Messur LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkjuskóli í Svalbarðskirkju laugardag kl. 11. Aðventukvöld í Grenivíkurkirkju á sunnudags- kvöld. Kyrrðar og bænastund í Svalbarðskirkju mánudagskvöld kl. 21. Kvöldstund við kertaljós í Laufáskirkju þriðjudagskvöldið 19. desember kl. 21. Kórsöngur, helgileikur, upplestur, hljóðfæra- leikur og söngur söngnemenda Tónlistarskóla Evjafjarðar. Sr. Sigríður Guðmarsdóttir, prestur í Ólafsfírði, flytur jólahugleið- ingu. ...................' " | -------- ■ ............V-.-........--.......... Jóla- skreyt- ingin í ár TVEIR togarar Mecklenbur- ger Hochseefischerei, dóttur- fyrirtækis Utgerðarfélags Ak- ureyringa, liggja nú við Torfu- nefsbryggju, .jólaskreyting bæjarins í ár,“ segja gárung- arnir, en þeir þykja ekki mikið augnayndi. Auk þeirra tveggja við Torfu- nefið eru aðrir tveir við Slipp- kantinn, en allir munu þeir fá andlitslyftingu hjá Slippstöð- inni-Odda í vetur. Morgunblaðið/Kristján VÍS greiði Akur- eyrarbæ bætur RANNÍS Fundur Rannsóknarráðs íslands um matvælavinnslu og matvælarannsóknir boðar til almenns fundar um rannsóknir og nýsköpun í íslenskri matvælafram- leiðslu í Borgartúni 6 mánudaginn 18. desember kl. 12.00—13.30. Dagskrá: Matvælarannsóknír - Einar Matthíasson. Umsóknir til Tæknisjóðs - Snæbjörn Kristjánsson. Fundarstjóri: Magnús Magnússon. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt Váttyggingafélag ís- lands til að greiða Akureyrarbæ rúmar 4,3 milljónir króna með dráttarvöxtum, frá uppsögu dóms þann 19. september sl. til greiðslu- dags og hálfa milljón króna í máls- kostnað. Þessi dómur er vegna verktryggingar sem Brunabótafé- lag íslands gaf út vegna bygginga- framkvæmda Híbýlis hf. að Helga- magrastræti 53 fyrir nokkrum árum. Bæjarráð samþykkti á fundi sín- um í gær að áfrýja dómi Héraðs- dóms til Hæstaréttar, þar sem gerðar verði kröfur um dráttar- vexti í samræmi við dómkröfu í héraði. Baldur Dýrfjörð bæjarlög- maður segir að bærinn telji sig eiga rétt á dráttarvöxtum, til við- bótar við áðurnefnda upphæð, frá þingfestingu dómsins fyrir rúmu ári. Þar geti verið um verulega upphæð að ræða og því hafi verið ákveðið að áfrýja dóminum til Hæstaréttar. Brunabótafélagið gaf út nokkr- ar verktryggingar vegna fram- kvæmda Híbýlis en fyrirtækið varð gjaldþrota haustið 1989. Öll málin voru uppgerð nema vegna Helga- magrastrætis 53 en Vátrygginga- félag íslands tók yfir ábyrgðir Brunabótafélagsins við samein- ingu félaganna á sínum tíma. Jólavaka Minjasafnsins JÓLAVAKA verður haldin í Minja- safninu á Akureyri sunnudags- kvöldið 17. desember og er það í þriðja sinn sem safnið gengst fyrir slíkrí dagskrá. Jólavakan hefur verið vel sótt undanfarin ár og er orðinn fastur liður í jólaundirbúningi margra Akureyringar og nærsveitar- manna. í ár verður söngur megin- atriði jólavökunnar, að ógleymdum jólasveininum Askasleiki sem heilsar upp á yngstu kynslóðina á leið sinni til byggða. Þau Rósa Kristín Baldursdóttir og Þórarinn Hjartarson syngja gömul og ný jólalög, fyrst kl. 13.30 og síðan kl. 16. Gengið verður í kringum jólatré við orgelleik kl. 14.30 og má þá búast við að Aska- sleikir reki inn nefnið og bregði á leik með safngestum. í boði verður kaffi og jóladrykkur auk gamal- dags góðgætis í kramarhúsi. Minjasafnið verður opið frá kl. 13 til 17 á sunnudaginn og er aðgangseyrir 250 krónur fyrir full- orðna en ókeypis fyrir börn 16 ára og yngri, einnig frá eldri borgarar ókeypis inn. Frissi fríski Selja fjór- ar milljón- ir lítra ÁV AXTADRYKKURINN Frissi fríski, sem framleiddur er í Mjólkursamlagi KEA hefur fengið mjög góðar viðtökur en drykkurinn kom á markað í mars í fyrra. Tii að byrja með var drykkurinn aðeins til sölu á Norðurlandi en fljótlega var hann seldur um allt land. Páll Þór Ármann, markaðs- stjóri KEA gerir ráð fyrir að Frissi fríski seljist í fjórum millj- ónum lítra á þessu ári. Drykkur- inn er að stærstum hluta seldur í tveggja lítra fernum en einnig í 33 cl. femum. Páll Þór segir að samkvæmt þessari tölu verði um 2,6 milljónir fema seldar á árinu. „Þessar viðtökur eru langt framar okkur vonum og ekki síst fyrir það að samkeppnin á markaðnum hefur harðnað mik- ið á árinu. Ástæður þessa árangurs eru ýmsar, við komum nokkuð snöggt inn á mark- aðinn, nafnið hefur fallið í góð- an jarðveg og þá sérstaklega hjá börnunum, fernustærðin þykir góð, verðið er gott og þetta þykir góður drykkur," segir Páll Þór. Frissi fríski er framleiddur í tveimur bragðtegundum og vinna 6-7 mar.ns að framleiðsl- unni að staðaldri. Hangikjötið frá KEA hefur verið sífellt að styrkja sína stöðu á markaðnum um allt land og vonast Páll Þór til að fyrirtækið selji 50-60 tonn af hangikjöti á þessu ári. „Við höfum lagt mikla áherslu á að vinna markaði á höfuðborg- arsvæðinu í gegnum dótturfyrir- tækið Vöruborg og hefur það gengið mjög vel. Þar höfum við sameinað fjölda norðlenskra fyr- irtækja í sterku dreifingarfyrir- tæki,“ segir Páll Þór. Aðventu- kvöld í Greni- víkurkirkju AÐVENTUKV ÖLD verður í Grenivíkurkirkju næstkomandi sunnudagskvöld, 17. desember og hefst það kl. 20.30. Kór kirkjunnar syngur nokk- ur aðventu- og jólalög undir stjórn Bjargar Sigurbjömsdótt- ur. Aðventuljósin verða tendruð og jólasaga lesin. Börnin úr kirkjuskólanum syngja nokkur lög og nemendur úr Tónlistar- skóla Eyjafjarðar leika á hljóð- færi. Valgerður Valgarðsdóttir djákni flytur kirkjugestum að- ventuhugleiðingu og í lokin lesa fermingarböm spádóma um fæðingu frelsarans og allir syngja jólasálminn Heims um ból. Verðstríð á bókamarkaði VERÐSTRÍÐ hefur geisað á bókamarkaði að undanfömu. Það tók á sig nýja mynd á Akureyri í vikunni þegar bók- sali lagði leið sína í Hagkaup og keypti þar um 50 bækur, alls þijá titla en þeir voru boðn- ir á 50% og 42% afslætti. Kaupmaðurinn greiddi fyrir bækurnar með visakorti sínu og þar sem nýtt kortatímabil er hafíð þarf hann ekki að greiða bækurnar fyrr en i febr- úar. Bækurnar fór hann með heim í bókabúð en hann býður bæjarbúum að kaupa valda titla, allt upp í 50 titla í senn á 10%-30% afslætti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.