Morgunblaðið - 15.12.1995, Side 19

Morgunblaðið - 15.12.1995, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ TOSTUDAGUR 15. DESEMBER 1995 19 _______________VIÐSKIPTI_______________________ Fokkerað dauða kominn hollenzku flugvélasmiðjunum við bát, sem leki væri kominn að og væri að sökkva. Nederkoorn sagði í viðtali við hol- lenzkt tímarit að Fokker kenndi veik- um dollar um flesta erfiðleika sína, en ætti að beina spjótum sínum að stjórn fyrirtækisins. „Ég sagði starfsmönnum þegar haustið 1993 að skera ætti fram- leiðslukostnað niður um 30%,“ sagði hann og bætti við að þótt nú loksins hefði verið hafizt handa um það væri það „of lítið og of seint.“ Hvatt til ríkisaðstoðar Þrýstihópur seljanda og yfírvalda í Amsterdam hefur hvatt til stuðn- ings við ríkisaðstoð til að tryggja framtíð Fokkers.. Þeir sem að þessum hópi standa segja að störfum í iðnaði á Amsterd- am-svæðinu hafi fækkað um helming á 25 árum og að ekki sé hægt að una því að missa umsvifamesta vinnuveitandann á svæðinu. Wim Mateman, þingmaður úr flokki kristilegra demókrata, sagði að stjómin ætti ekki að vera nízk á að hjálpa Fokker að ráða fram úr erfiðleikum sínum. „Við verðum að sýna heiminum að Fokker muni halda velli,“ sagði hann. Sjálfstæðri til- veru flugvéla- smiðjanna lokið? Amsterdam. Reuter. GÍFURLEGT tap Fokker-flugvéla- verksmiðjanna í Hollandi bendir til þess að þær eigi ekki framtíð fyrir sér sem óháður aðili að sögn keppi- nauta og fréttaskýrenda. Fyrirtækið kemst ekki af án margra milljarða gyllina aðstoðar frá aðalhluthöfunum, hollenzka ríkinu og móðurfyrirtækinu Daimler Benz Aerospace (DASA), og lítill tími er til stefnu, því að mikilvæg lán falla í gjalddaga um áramót. Henri Paul Puel, stjóprnarformað- ur sameignatfyrirtækis Frakka, Breta og Itala, Aero Intemational Regional (AIR), sagði Financial Tim- es að hann teldi ekki að Fokker ætti framtíð fýrir sér. Hann sagði að DASA væri vel- komið að koma til liðs við evrópska sameignarfyrirtækið, sem líkur eru á að geri mikilvæga og ábatasama samninga samninga við Kóreumenn og Kínverja um þotusmíði. Stjómarformaður Fokkers þar til í fyrra, Erik Jan Nederkoom, líkti Hörður Sigurgestsson, stjórnarformaður Flugleiða, í fréttabréfi hluthafa Afar brýnt að gæta fyllsta aðhalds HORÐUR Sigurgestsson, stjórnar- formaður Flugleiða hf., segir það afar brýnt fyrir flugfélag í örum vexti, líkt og Flugleiðir séu í dag, að gætt verði fyllsta aðhalds í út- gjöldum. Þetta kemur fram í nýju frétta- bréfi Flugleiða til hluthafa þar sem gerð er grein fyrir stöðu félagsins. Þar segir Hörður að um þessar mundir sé áætlanagerð vegna starf- seminnar á lokastigi. „Markaðsáætl- un Flugleiða fyrir árið 1996 gerir ráð fyrir rúmlega 15% fjölgun farþega. Mestan þátt í þessari viðbót eiga tvær nýjar áætlunarleiðir, til Boston í Massachusetts og Halifax i Nova Scotia í Kanada, sem verða opnaðar í apríl og maí. Markaðsáætlun félagsins gerir ráð fyrir um 5,5% fjölgun farþega að meðaltali á ári næstu fimm ár.“ Þá segir Hörður að við undirbún- ing rekstraráætlunar fyrir næsta ár hafi verið lögð megináhersla á fram- leiðniaukningu, sem sé lykill að fram- tíð félagsins í nýju samkeppnisum- hverfl. „Góðar vonir eru bundnar við framtíðina, þar sem ýmsar þjóðhags- stæðir í helstu markaðslöndum sem ráða miklu um afkomuna, hafa þró- ast með jákvæðum hætti. Afkoma flugfélaga á alþjóðamarkaði hefur verið betri á þessu ári en mörg und- anfarin ár. Það er hins vegar afar brýnt fyrir flugfélög i örum vexti, líkt og Flugleiðir eru í dag, að gætt verði fyllsta aðhalds í útgjöldum.“ Boeing 757 mun þjóna Halifax að hluta Einnig kemur fram hjá Herði að svo virðist sem hagkvæmara sé að nota Boeing 757 vél hluta úr ári á leiðinni til Halifax, en áður var gert ráð fyrir að eingöngu yrðu notaðar Boeing 737-400 vélar. Þetta má rekja til þess að góðar horfur eru nú á meiri fragtflutningum milli Halifax og Evrópu, en ráð var fyrir gert. Villa í yfirfærslu aðflutningsskýrslna Innflutningstölur vanmetnar KERFISVILLA við yfirfærslu að- flutningsskýrslna úr tölvukerfí Ríki- stollstjóra hjá SKÝRR í gagnabanka utanríkisverslunar Hagstofu íslands gerði að verkum að færslur innflutn- ings í september og október féllu niður. Þetta olli því að Hagstofan vanmat verðmæti innflutnings í þess- um mánuði en hún hefur nú sent frá sér leiðréttar tölur. I septembermánuði sl. voru fluttar út vörur fyrir 10,0 milljarða kr. og inn yrir 8,5 milljarða fob. Vöruskipt- in í september voru því hagstæð um 1,5 milljarða kr. og í september 1994 voru þau hagstæð um 3,1 milljarð kr. á föstu gengi. í októbermánuði sl. voru fluttar út vörur fyrir 8,8 milljarða kr. og inn fyrir 9,7 milljarða fob. Vöruskiptin í október voru því óhagstæð um 0,9 milljarða kr. en í október 1994 voru þau óhagstæð um 1,9 milljarða kr. á föstu gengi. Fyrstu níu mánuði þessa árs voru fluttar út vörur fyrir 94,4 milljarða króna en inn fyrir 83,8 milljarða króna fob. Afgangur var því á vöru- viðskiptunum við útlönd sem nemur 10,6 milljörðum króna og á sama tíma í fyrra voru þau hagstæð um 14,5 milljarða kr. á föstu gengi. Fyrstu tíu mánuði þessa árs var verðmæti vöruútflutningsins 4% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 74% alls útflutningsins og var verðmæti þeirra 2% minna en á sama tíma árið áður. Þá var verðmæti útflutts áls 14% meira en á sl. ári og verð- mæti kísiljáms rúmlega fjórðungi meira. Opið laugardag 10.00 -18.00 og sunnudag 12.00 -16.00 “HYUNDAI Vinsælasta margmiðlunartölvan + lltandl Jólatré fylgir með til jóla* Kynntu þér hina öflugu Hyundai Pentium P586/75 margmiðlunartölvu m/ Windows 95,1 GB hörðum diski o.fl. úrvals búnaði. * Hyundai Pentium ervinsælasta margmiðlunar- tölvan hjá Tæknivali. Til jóla fylgir jólagjöf frá Tæknivali: Lifandi jólatré að eigin vali fyrir andvirði kr. 3.650 (Normansþinur 1.5-1.75 m). Jólatilboð kr. 168.000 stgr.m.vsk. I 4 I M » . ,1 Listaverð kr. 230.000 m.vsk. HP LaserJet 5L geislaprentarinn Hljóðlaus og áreiðanlegur geislaþrentari. Upplausn 600 dpi + REt. Minni 1 MB + MET. Ódýr prentari sem þolir mikið álag! Jólatilboð kr. 40.000 stgr.m.vsk. HP DeskJet 600 m/litamöguleika Vandaður prentari með litamöguleika og sá allra vinsælasti hjá Tæknivali (dag! Frábær útþrentun. Litaprentun má bæta við fyrir kr. 3.000. Jólatilboð kr. k 25.800 stgr.m.vsk. Listaverð kr. 69.063 m.vsk. Llstaverð kr. 36.316 m.vsk. rnr.Aumtt.w iivjtrrvtA DlCrriONARY Hugbúnaður, leikir, fræðsluefni. Vandað efni. Yfir 100 titlar. Skoðið úrvalið. Internetið með vönduðu mótaldi Innihald: Microcom 28.800 bps mótald, kapall, Intemet- hugbúnaður og 1 Intemet-tenging við Miðheima, innifalin áskrift (heilan mánuð. K/' Jólatilboö kr. 21 .OOO stgr.m.vsk. Innihald: 4ra hraða vandað . geisladrif, 32ja radda 16 bita i hljóðkort, tveir Stereo hátalarar og 4 magnaðir margmiðlunarieikirl Jólatilboð kr. 20.000 stgr.m.vsk. Listaverö kr. 27.000 m.vsk. Llstaverö kr. 37.000 m.vsk. ATHUGIÐ: Jólatilboö gilda aöeins til 31. desember 1995. Jólatré m/tölvu gildir aöeins til jóla. Áskilinn er réttur til verðbreytinga án fyrirvara. Hátækni til framfara Skeifunni 17 • Sími 568-1665 • Fax 568-0664 Allt fyrir tölvuáhugamanninn ENCYCLOPEDIA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.