Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 20
P & ó hf. augtýsingostofa 20 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1995 URVERINU MORGUNBLAÐIÐ FJARÐARKAUP Hólshrauni 1b, Hafnarfirði, sími: 555 3500 Allfaf góð kaup! 1. BKI KAFFI 2x400gr.............. kr. 389,- 2. GÓU RÚSÍNUR 1/2 kg............. p kr. 198,- 3. LINDU KONFEKT 1 kg............ kr. 1 .495,- 4. PIASTEN KONFEKT 400 gr........ kr. 299,- 5. FANTA APPELSÍN 21......... ... kr. 99,- 6. PIPARKÖKUR FRÁ FRÓN 400 gr..... kr. 129,- 7. JÓLASÍLD FRÁ ÍSL. MATVÆLUM.... kr. 328,- 8. RÚGBRAUÐ FRÁ POTTABRAUÐUM...... kr. 42,- 9. ARDOMA FERSKJUR 1:1 DÓS........ kr. 79,- 10. ARDOMA BLAND. ÁVEXTIR 1:1 DÓS... kr. 99,- 11. KRAKUS JARÐARBER 1:1 DÓS...... kr. 129,- 12. DOLE ANATIAS 3x227 gr......... kr. 95,- 13. PIC NIK KARTÖFLUSTRÁ 113 gr... kr. 144,- 14. PIC NIK KARTÖFLUSTRÁ 225 gr... kr. 249,- 15. SKÓLASKYR 3 TEGUNDIR.......... kr. 33,- Stk. 16. ELDHÚSRÚLLUR 4 stk............ kr. 149,- 17. WC PAPPÍR 8 stk............... kr. 149,- 18. ALWAYS ULTRA DÖMUBINDI 2 pk, innlegg fylgja.... kr. 590,- 19. TVÖFÖLD JÓLAKORT 20 Stk....... kr. 298,- 20. FRIÐARLJÓS 2 stk.............. kr. 119,- GEISLADISKAR: 21. Borgardœtur................... kr. 1.599,- 22. Pottþétt, 35 pottþétt lög..... kr. 2.499,- 23. Kardemommubœrinn............. kr. 1.199,- MYNDBÖND: 24. Skógarlíf..................... kr. 998,- 25. Flintstones og plakat......... kr. 1.098,- SPIL OG UPPTÖKUSPÓLUR: 26. Spectrangle spil og 2 upptökuspólur kr. 1.295,- 27. ASCOM SÍMAR, FRÁ SVISS, 6 lltlr.... kr. 3.980,- 28. SANYO VASADISKÓ .............. kr. 2.998,- OPIÐ ALLA DAGA TIL JÓLA „Fiskiskipaflotinn er nánast allur á skrapi“ GUÐJÓN A. Kristjánsson, skip- stjóri og formaður Farmanna- og fískimannasmabands íslands, segir að rétt sé að draga úr veiðum á karfa og grálúðu, en auka þorsk- veiðiheimildir smám saman á móti. „Gráðlúðan og karfinn eru ofnýttir stofnar eins og er, en töluverð sókn- arfæri eru í þorskinum, enda mikil þorskgengd við allt land. Komi ekki til auking á þorskkvótanum munu langflestar útgerðir lenda í vand- ræðum, þegar líður á kvótaárið og hvað markaði fyrir þorskafurðir varðar, borgar sig einnig að auka kvótann smátt og smátt til að draga úr líkunum á verðfalli, komi mikil auking inn í einu,“ segir Guðjón. „ÞAÐ er mikil þorskgengd við allt landið, ekki bara úti fyrir Vestfjörðum," segir Guðjón. „Flotinn er hins vegar nánast all- ur á skrapi vegna þess hve lítill þorskkvótinn er. Það eru helzt líhubátarnir, sem eru að nýta sér tvöföldunina, sem geta beitt sér í þorskinum. Aðrir reyna að forðast að taka nema smá- skammt í hveij- um túr. Línubát- arnir virðast fá þorsk alls staðar, en netabátarnir fá minna af hon- um, enda reyna þeir að forðast þorskinn. Þorskurinn er á grálúðu og ýsuslóðinni og menn hafa verið á fá þorsk á veru- legu dýpi í sjó, sem er undir núll gráðu hita. Sá guli er i Skeijadýp- inu, á Melsekknum og fleir slóðum, þar sem hans varð varla vart áður. Þorskurinn orðinn meðafli Þorskurinn kemur nánast alls staðar sem meðafli og flestar út- gerðir hljóta að lenda í miklum vandræðum, þegar líður á fiskveið- iárið. Mér finnst skynsamlegast að draga nú þegar úr heimildum í grá- Guðjón A. Kristjáns- son vill auka þorsk- kvótann en draga úr veiðum á karfa og grálúðu lúðu og karfa, sem eru ofnýttir stofnar nú, -og auka kvótann að sama skapi í þorskinum. Við sjáum að staða þorskstofnins er mun betri en verið hefur og því ætti að vera óhætt að fara að auka heimildirn- ar. Bezt er að gera það sem fyrst, en smátt og smátt, svo aukingin hafi ekki þau áhrif að verð á þorsk- afurðum lækki á mörkuðunum. Takmarkaður markaður fyrir þorskafurðir Nú eru að veiðast um 1,3 milljón- ir tonna af þorski úr Norður-At- lantshafinu, Norðursjó og Eystra- salti. Það stefnir í að aflinn verði kominn í 1,5 milljónir tonna eftir tvö ár og þá er ekki gert ráð fyrir aukningu hjá okkur. Aukum við ekkert við þorskkvótann fyrir þann tíma, verða aðrar veiðiþjóðir komn- ar inn á markaðina á undan okkur og veruleg þorskaflaaukning hjá okkur eftir það, myndi vafalítið þýða að erfitt yrði að halda uppi verðinu á mörkuðunum. Þegar þorskaflinn dróst saman á sínum tíma, komu aðrar fisktegund- ir inn á markáðinn í hans stað. Þær hafa fest sig í sessi enda ódýrari en þorskurinn og því er markaður- inn fyrir þorskinn langt frá því að vera ótakmarkaður. Staðan á salt- fiskmörkuðunum er reyndar nokk- uð góð um þessar mundir, en hún er mun þrengir á freðfiskmarkaðn- um. Margþætt skýring Skýringin á þessari auknu þorsk- gegngd er vafalítið margþætt. Frið- un á smáfiskaslóðinni fyrir Norður- landi síðastliðin tvö ár hefur haft mjög mikið að segja. Nú er góð- æri í sjónum og mikið af loðnu, en hún liggur mikið í köntun- um út af Vest- fjörðunum og því safnast fiskurinn þar saman í æt- inu. Þegar þorskurinn hefur nóg að éta eins og nú, er hann mjög fljótur að vaxa og því eru menn nú að taka miklu færri fiska í hveiju tonni en áður. Stofninn hefur þyngzt verulega þó fisk- um hafi kannski ekki ijölgað mik- ið. Þá skiptir það einnig miklu máli að togslóðin hefur fengið mikla hvíld undanfarin ár, eftir að togar- arnir fóru að sækja í Smuguna, á Reykjaneshrygginn og Flæmska hattinn. Það hafa oft verið tugir íslenzkra togskipa við veiðar utan lögsögu á undanförnum misserum og það hefur einnig sitt að segja. Við þurfum ekkert að vera að krumpa okkur yfir þorskinum. Það er þorskur um allt, en við þurfum að gæta mjög vel að því hvað við erum að gera í karfa og grálúðu,“ segir Guðjón A. Kristjánsson. Barilii) > _____' Horn- LMlavik/ Kögttr-'-—-'' Stranda- banki OlfofíHaU grunn Srunn Stórayik / . s#' Barða- * W grtinn Vfainik / KÓPanesk’run" tlamfr- iðjuf tori ÞORSKURINN liggur í kantinum allt frá Víkurál, norður og aust- ur um í Sneiðina. Hann er einnig á grálúðuslóðinni út á Hampiðju- torg, en gengur aðallega inn á Barðið, sem er yzta tota Halans og inn á Halann. Auk þess, segja sjómenn þorsk um allan sjó. ÚRSMÍÐAMEISTARI ©UUCAVEGI 15-101 REYWAVfK SÍMI 552 8555 Fanleg ráðgjöf og þjónusla. Arthur Bogason, formaður LS Væri rétt að auka kvóta smábátanna „MÉR fmnst illa farið með Ijármuni, -þegar ætlunin er að veija 500 millj- ónum króna til að kaupa smábáta út úr fiskveiðum við ísland. í fyrsta lagi tel ég enga þörf á því, og í örðu lagi væri miklu hagkvæmara fyrir alla aðila að auka kvóta smábátanna lítillega, fremur en að skattleggja atvinnuveginn vegna óþarfs niður- skurðar," segir Arthur Bogason, for- maður Landssambands smábátaeig- enda, í samtali við Morgunblaðið. Arthur segir að nýjustu fréttir um þorskgengd á miðunum umhverfis landið, bendi alls ekki til þess að fækka þurfi smábátum, enda sé það Ijóst í hans huga að önnur fiskiför séu meiri ógnun við lífríkið en smá- bátarnir. Samkvæmt reglum um úrlendingu smábáta verður eigendum þeirra greitt allt að 80% af húftryggina- verði bátanna gegn því að þeir hætti veiðum í atvinnuskyni. Eigendurnir mega hins vegar eiga bátana áfram og nýta í öðru atvinnuskyni eins og ferðamennsku eða selja úr landi. Arthur segir að ómögulegt sé að átta sig á því hve margir eigendur smábáta velji þann kost að afsala sér veiðirétti gegn greiðslu. Eigendur rúmlega þúsund báta hafi möguleika á því að fara þessa leið, en hann vonist til þess að menn þrauki þar til veiðiheimildir aukizt á ný. Veiðar smábáta séu ekki aðeins umhverfis- vænar, heldur skapi meiri atvinnu en aðrar fiskveiðar. „Það er svigrúm til að auka kvóta smábátanna,“ segir Arthur. Scetir sófar á óviðjafnanlegu verði HÚSGAGNALAGERINN Smiðjuvegi 9 (gul gata) - Kópa - simi 564 1475 Opið v.d. 10-19 lau. 11-17, sun 13-17.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.