Morgunblaðið - 15.12.1995, Síða 21

Morgunblaðið - 15.12.1995, Síða 21
MORGUN BLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1995 21 FRÉTTIR: EVRÓPA Leiðtoga- fundur undirbúinn LEIÐTOGAFUNDUR Evrópu- sambandsins hefst í Madrid í dag og voru starfsmenn borgarinnar uppteknir við að skreyta götur af því tilefni í gær. Spánverjar eru nýög varir um sig vegna sprengjutilræða i Madrid að und- anförnu og hafa einhverjar mestu öryggisaðgerðir í sögunni verið skipulagðar í tilefni fund- arins. Stuðningur við Iberia heimilaður < Brussel. Reuter. NEIL Kinnoek, er fer með sam- göngumál í framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins, sagði í gær að samkomulag hefði náðst um að heimila Spánverjum að aðstoða ríkis- flugfélagið Iberia með 87 milljarða peseta styrk. Kinnock sagði að í ljósi aðstæðna væri vel hugsanlegt að fram- kvæmdastjórnin myndi taka jákvætt í frekari styrkveitingu á árinu 1997. Það færi þó eftir því hvernig gengi að stokka upp rekstur félagsins. í samkomulaginu felst einnig að Iberia selji nærri 90% af hlut sínum í flugfélaginu Aerolinas Argentinas og allan hlut sinn í chilenska flugfé- laginu Ladego og argentínska félag- inu Austral Airlines. Framkvæmdastjórnin og Iberia hafa átt í níu mánaða samningavið- ræðum um hvernig endurskipu- leggja megi rekstur Iberia, er stend- ur mjög illa. „Við höfum greint spænskum stjórnvöldum frá því að komi í ljós við skoðun reikninga ársins 1995 og 1996 að Iberia stendur við þær kröfur sem gerðar eru ... verðum við reiðubúnir að íhuga að leyfa frek- ari styrkveitingu upp á 20 milljarða peseta,“ sagði Kinnock. Leiðtogafundur ESB hefst í Madríd í dag Innanlandsdeilur mörgum efst í huga Brussel. Reuter. INNANLANDSDEILUR eru mörg- um leiðtogum aðildarríkja Evrópu- sambandsins sennilega efst í huga þegar þeir koma saman til fundar í Madríd í dag. Sennilegt er að deilur heima fyrir, sem margar hveijar snúast — öðrum þræði að minnsta kosti — um Evrópumál, setji svip á fundinn. Óttast sumir að minna verði um tímamótaákvarðanir en stefnt var að og að leiðtogarnir hafi ekki hugann við hagsmuni heildarinnar í Evrópu, heldur hvað komi þeim sjálf- um bezt í baráttunni á heimavelli. • Jacques Chirac, forseti Frakk- lands, er undir mestum þrýstingi heima fyrir. Frakkland er nánast lamað vegna mótmæla gegn niður- skurði á velferðarkerfínu, sem er nauðsynlegur til þess að Frakkland uppfylli skilyrðin fyrir þátttöku í Efnahags- og myntbandalagi Evr- ópu (EMU). Aukinheldur er Chirac illur út í marga hina leiðtogana, þar sem tíu ESB-ríki studdu tillögu gegn kjarnorkutilraunum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna fyrr í vikunni. • John Major, forsætisráðherra Bretlands, stendur nú frammi fyrir enn einum klofningnum í flokki sín- um vegna deilna um Evrópumál. Á þriðjudag heimtaði hluti flokksins að Major afneitaði EMU fyrir fullt og allt, en Evrópusinnaðir áhrifa- menn kröfðust þess á móti að hann héldi öllum möguleikum opnum. • Felipe Gonzalez, forsætisráð- herra Spánar, er gestgjafi í Madríd. Hann vonast til að fundurinn verði árangursríkur og styrki stöðu hans, en hún er nú veik vegna hneykslis- mála. Hæstiréttur Spánar hefur haf- ið yfírheyrslur yfir einum nánasta samstarfsmanni Gonzalez, sem grunaður er um aðild að morðum á baskneskum aðskilnaðarsinnum. Gonzalez mun á mánudag tilkynna hvort hann gefur kost á sér sem leiðtogi flokks síns að nýju á næsta ári. • Lamberto Dini, forsætisráðherra Ítalíu, veit ekki hversu langt hann á eftir í embætti og slíkt skapar óvissu um formennskutíð Ítalíu í ráðherraráði ESB, sem hefst um áramótin. Rétt fyrir áramótin mun þingið ákveða hvort það treystir stjórn Dinis til áframhaldandi starfa. • Kanzlari Austurríkis, Franz Vranitsky, er í þeirri óþægilegu stöðu að þingkosningar eru í landi hans á sunnudag, daginn eftir að leiðtogafundinum lýkur. Jafnaðar- mannaflokkur Vranitskys á undir högg að sækja, en Frelsisflokkur Jörg Haiders, sem er á móti Evrópu- sambandsaðild, sækir í sig veðrið. • Ingvar Carlsson, forsætisráð- herra Svíþjóðar, þykir ekki sterkur í sessi. Fjármálahneyksli Monu Sa- hlin hefur veikt stöðu hans og hann á skammt eftir í embætti. • Andreas Papandreou, forsætis- ráðherra Tyrklands, er fársjúkur og flokksbræður hans bítast um það hver eigi að verða eftirmaður hans. Einn þeirra verður staðgengill hans á fundinum. Bosnía og Króatía vilja aðild • MOHAMED Sacirbey, utanrík- isráðherra Bosníu, sagði á ráð- stefnu í Þýzkalandi á miðvikudag að aðild Bosníu og Króatíu að NATO og Evrópusambandinu sé fdrsenda friðar á milli ríkjanna til Iengri tíma litið. Mate Granic, utanríkisráðherra Króatíu, tók í sama streng á ráðstefnunni. • NOREGUR og Evrópusam- bandið hafa náð samkomulagi um að draga mjög saman kvóta á makríl, síld og skarkola í Norð- ursjó til að vernda stofnana, en þeir ganga bæði um lögsögu Nor- egs og ESB-ríkja. Þorskkvóti var aukinn til að bæta brezkum, hol- lenzkum og dönskum fiskimönn- um upp aflamissi vegna sam- komulagsins. m ÞAÐ ER SVO EINFALT m ÞAD m DÝNAN SEM SKIPTIR MALI Þegar þú ákveður að kaupa þér amerískt rúm skaltu koma til okkar og prófa hvort þér líkar millistíf, hörð eða mjúk dýna. 65 ára reynsla við dýnuframleiðslu hefur kennt SERTA heilmikið um það hvernig dýna verður fullkomin. SERTA dýnan sameinar frábær þægindi, góðan stuðning og langa endingu. Við eigum Serta dýnurnar alltaf til á lager og þeim fylgir allt að 20 ára ábyrgð. ' öll dýnuverð miðast við dýnur á ramma TEG: TRANQILITY millistíf Twin 97x190,5 kr. 52.610,- TwinXL 97x203 57.520,- Full 135x190,5 60.820,- FullXL 135x203 65.850,- Queen 152x203 71.790,- Cal.king 183x203 94.710,- King 193x203 94.710,- TEG:LEXUS millistíf hörð Twin 97x190,5 kr. 63.240,- 60.670,- TwinXL 97x203 68.270,- 65.010,- Full 135x190,5 73.970,- 72.130,- FullXL 135x203 77.160,- 75.530,- Queen 152x203 84.970,- 83.490,- Cal.king 183x203 117.920,- 113.390,- King 193x203 117.920,- 113.390,- Mest selda ameríska dýnan á íslandi TEG: T.ELITE mjúk millistff hörð 97x190,5 kr. 80.510,- 73.970,- 97x203 85.550,- 79.010,- 135x190,5 91.250,- 83.870,- 135x203 96.280,- 88.900,- 152x203 101.810,- 93.760,- 136.880,-128.150,- 136.880,-128.150,- Twin TwinXL Full FullXL Queen Cal.king 183x203 King 193x203 67.580, - 72.160,- 76.580, - 117.190,- 117.190,- ^ || HÚSGAGNAHÖLLIN Bildshöfði 20-112 Rvik - S:587 1199 TEG: AZTEC millistíf Twin 97x190,5 kr. 48.640,- TwinXL 97x203 53.680,- Full 135x190,5 57.200,- FullXL 135x203 62.230,- Queen 152x203 67.260,- Cal.king 183x203 89.070,- King 193x203 89.070,- TEG: EURO hörð Twin 97x190,5 kr. 42.100,- TwinXL 97x203 47.130,- Full 135x190,5 50.490,- FullXL 135x203 55.520,- Queen 152x203 58.370,- Cal.king 183x203 86.220,- King 193x203 86.220,-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.