Morgunblaðið - 15.12.1995, Síða 23

Morgunblaðið - 15.12.1995, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1995 23 ERLENT Vestrænir fjármálasérfræðingar Kosningar ógna ekki umbótum í Rússlandi London. Reuter. \ ' v-íIk ■ \ v#\ \ r . Vv. V Reuter 49 fórust EFNAHAGSUMBOTUM rúss- nesku ríkisstjórnarinnar er engin hætta búin af niðurstöðum þing- kosninganna í Rússlandi á sunnu- dag, að mati sérfræðinga vest- rænna banka- og íjármálastofn- ana. Niðurstöður forsetakosning- anna næsta sumar og aðdragandi þeirra munu, að mati vestrænna bankamanna, ráða miklu meiru um afstöðu erlendra fjárfesta til fjárfestinga í Rússlandi. Þingið áfram sundurleitt „Hugsanlega raskar það ró manna eitthvað lítillega ef komm- únistar fá mikinn fjölda þingsæta. Þingið verður þó áfram fremur sundurleitt. Forsetakosningarnar hafa miklu meiri þýðingu," sagði sérfræðingur bandarísks banka sem fylgst hefur náið með þróun mála í Rússlandi. Rúmlega 40 flokkar bjóða fram við kosningamar til neðri deildar þingsins á sunnudag. Samkvæmt skoðanakönnunum njóta kommún- istar mests fylgis. Þeir hafa boðað afturhvarf til sovétskipulagsins að sumu leyti en þó sagst sætta sig við fjölflokkakerfi, tjáningarfrelsi og eignarrétt einstaklinga. „Jafnvel þó kommúnistar vinni stórt munu þeir ekki ráða gangi mála á þingi,“ sagði Susanne Gahl- er, hagfræðingur og sérfræðingur í málefnum Austur-Evrópu hjá bandaríska fjármálafyrirtækinu J.P. Morgan. Óljóst er hvernig Borís Jeltsín forseti mun bregðast við úrslitum kosninganna. Hann gæti notað þau sem ástæðu til að stokka upp í ríkisstjórninni. Víktor Tsjernomýrdin forsætis- ráðherra sagði í vikunni, að ekki yrði um neina stefnubreytingu hjá stjóminni að ræða eftir kosningar. Kvaðst hann sömuleiðis þess full- viss að hann héldi starfi sínu þó flokkur hans, Rússneska föður- landið, fengi ekki stóran skerf þingsæta. ÍTALSKIR björgunarmenn við brak rúmenskrar farþegaflug- vélar sem fórst skömmu eftir flugtak frá Verona á Ítalíu í fyrradag. Flugvélin var smíðuð í Rússlandi og af gerðinni An- tonov-24, ekki DC-9 eins og fyrstu fréttir hermdu. Hún var á leið til Rúmeníu með 49 manns innanborðs, farþega og áhöfn, og fórust þeir allir. Steyptist flugvélin til jarðar er hún hafði aðeins náð 500 feta flughæð. Flugumferðarsijórar sáu loga standa úr öðrum hreyflinum. Rúmenskir embættismenn sögðu útilokað að um skemmd- arverk hefði verið að ræða. Kólumbía Ekkisann- anir gegn Samper Bogota. Reuter. ÞINGNEFND í Kólombíu úrskurð- aði í gær, að ekki væru sannanir fyrir því, að Ernesto Samper, for- seti landsins, hefði þegið fé af eiturlyfjahringunum í landinu og notað í kosningabaráttunni á síð- asta ári. Nefndin, sem var skip- uð 15 mönnum, þar af 11 úr flokki Sampers, samþykkti með 14 at- kvæðum gegn einu, að ekki hefðu fundist sannanir fyrir því, að Sam- per hefði þegið milljónir dollara af Cali-eiturlyfjahringnum. Voru fjölmiðlar í Kólombíu löngu búnir að spá fyrir um þessa útkomu. Stjórnarandstaðan heldur því fram, að niðurstaða nefndarinnar hafi verið ákveðin fýrirfram og samkvæmt skoðanakönnunum er meirihluti almennings viss um, að Samper ljúgi þegar hann segist ekki hafa þegið fé af Cali-hringn- um. Samt sem áður er meirihluti fyrir því, að Samper sitji áfram i forsetaembættinu. Erlendir stjórnarerindrekar segja, að ástæðan sé fyrst og fremst sú, að eiturlyfjaféð gegn- sýri allt þjóðfélagið í Kólombíu og hugsunarhátturinn sé sá, að hver sé sjálfum sér næstur. Við höldum áfram að bjóða sprengjuverð..!! ________1 þvottavél 850 snúningar. ^ 17 þvottakerfi. í Tekur 5 kg. af þvotti ísskápur C37TR, tvær hurðir. 175x59,5x59 hxbxd, Frystir niðri -1001. Kælir uppi - 2351. 2 pressur. Hljóðlátur. * ísskápur ^ , D28, tvær hurðir. yL 146x55x58 hxbxd. M > Frystir uppi - 571. Kælir niðri - 2231. Hljóðlátur. Fallegt útlit. lísskápur F-1320. Ein hurð. 140x59,5x58 hxbxd, Frystir 22I - Kælir 288 Ein pressa. Hljóólátur. Sterk innrétting. Sansui Micro 1400 Hljómtækjasamstæðá' Geislaspilari, útvarg segulband, stór skjár, Fullkomin fjarstýring" Öflugir hátalarar. Verið velkominn í nýja og glæsilega verslun okkar að Skútuvogi 1. " T 1 Greda compact þurrkari ^3 kg. 2 hitastig. HxBxD:67x49x48 smr Veltir tromlu í báðar áttir. Barki fylgir. Creda autodry ^ þurrkari Tekur 5 kg. 2 hitastig. <s3»Veltir í aðra áttina. ® Krumpvörn. Barki fylgir. Crsda REVERSAiR þurrkari ^5 kg. 2 hitastig. 41 Krumpvörn. Veltir í báðar áttir. Barki fylgir. P CredaCONDENSAl „ þéttiþurrkari v ,spBENeJ«',«*®;e 5 kg. 2 hitastig. ^ frQ OOOf- .{jveltir í báðar áttir. ^ Notar ekki barka. L—L Rétt verö: 63 -9° • Krumpvörn. Rakaskynjari.^ Opið: Mán-Fös. 10-19 Laugardag 10-18 Sunnudag 13-18 VISA Raðgreiðslur - 24 mán. JSL Raðgreiðslur - 36 mán, ANNO 1929- RíirTfEKdílUtRZLUN ISLdlÍDS IL Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax: 568 0776

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.