Morgunblaðið - 15.12.1995, Page 26

Morgunblaðið - 15.12.1995, Page 26
MORGUNBLÁÐIÐ 26 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1995 oröaðu þaö við Fálkann 'EKKING REYNSLA ÞjÓNUSTA LISTIR Þnár slj örnur TÓNLIST Borgarlcikhúsiö SAMLEIKUR Flytjendur Trio Nordica; Auður Hafsteinsdóttir fiðla, Bryndis Halla Gylfadóttir selló, Mona Sandström pianó. Þriðjudagur 12.12. EFNISSKRÁ tónleikanna í Borgarleikhúsinu var í fátæk- legra lagi og verður líklega að kenna Borgarleikhúsinu það hugsunarleysi, en Leikfélagið stendur fyrir tónleika röð í húsinu í vetur og eftir því sem kunnugir segja mér, fá fjárhagsstyrk tii framtaksins sem er vel og ætti því að geta splæst í hefðbundna efnisskrá þar sem t.d. er getið þáttaheita verkanna, svo sem venja er, en ekki er gefið að áheyrendur allir þekki svo ná- kvæmlega það sem fiutt er að óþarfi sé að nefna heiti þáttanna, þó ekki sé nú um að ræða að flutt séu ný og óþekkt verk, eins og raunin var í kvöld. Reyndar læddist að manni sú hugsun að áhugi Leikfélagsins fyrir aðsókn að tónleikunum, fram yfir nánustu ættmenni flytj- enda, hafi verið takmarkaður, svo lítið áberandi voru tónleikarnir auglýstir og svo afar fáir komu til að hlusta á tónleika í háum gæðaflokki. Trio Nordica hefur ekki komið mikið fram í dagsljósið hér heima og því ekki mikið þekkt sem slíkt, en hefur aftur á móti haldið marga tónleika erlendis við mjög góða gagnrýni. Þær Auður og Bryndís Halla eru þó þekktar hér heima sem framúrskarandi hljóð- færaleikarar, nákvæmar, með mikla tækni og skapheitt spil og hefði það átt að nægja til að draga að fleiri áheyrendur. Að vísu verður að segjast að nú er ekki heppilegasti tíminn fyrir alvarlegt tónleikahald, allt að kafna í kórtónleikum og köku- bakstri og kaupmenn allir á kafi með fingurna ofan í pyngju manns. Litli salurinn í Borgarleikhús- inu var forvitnilegur fyrir einleik og kammermúsík, engin endan- leg reynsla fæst eftir eina tón- leika, það æskilegasta er hann ekki, en hann er heldur ekki al- ómögulegur, nokkuð lítill að vísu en trúlega mundi hljómurinn batna mikið ef baktjöldin hefðu verið dregin til hliðar. Píanótríó 1 eftir Áskel Másson var fyrst á efnisskránni. Tríóið mun upphaflega hafa verið skrif- að fyrir fjögur hljóðfæri-en höf- undur síðan umskrifað fýrir Trio Nordica. Tríóið er í einum þætti og byggist upp á tvíundarskrefi í margskonar umbreytingum og síðan endar þátturinn á einskonar eftirmála sem fiðlan flytur. Þetta er traust verk, kannski meðal bestu verka Áskels. Bryndís og Auður hafa sýnt frábæran flutning á nútímaverk- um og því héldu þær áfram nú að viðbættri Monu Sandström sem féll mjög vel inn í spilamáta hinna tveggja. Samleikur þeirra þriggja er mjög nákvæmur, svo að varla sá á hrukku, ef eitthvað ætti að reyna að finna að, þá var það helst að Auður var óþarflega hógvær í sínu spili og kom stund- um ekki nógu vel í gegn, sem þó kannski að einhveiju leyti gæti verið húsinu að kenna. Þessi hógværð kom einnig fram í Be- ethoven-tríóinu sem á eftir kom, en Auður þarf sko ekki að vera feimin við fiðluna sína. Mona Sandström er mjög góð- ur kammertónlistarmaður, örugg og áberandi ryþmísk. Ásláttur hennar á píanóið er afar mjúkur og lá við að maður saknaði stund- um krafts og glits í tónstigana, sem um of minntu stundum á Debussy eða Mozart snemma á ferlinum. Samkvæmt efnisskrá skyldi næst koma Tríó eftir Ravel, en í stað þess fluttu þær Tríó eftir Beethoven op. 1 nr. 3, ekki veit ég ástæðuna, en Ravel hefði gefið tónleikunum léttara yfirbragð en Beethoven-tríóið gerði með svo Brahms-tríó í lokin, sem gerði tónleikana ansi matarmikla. Beet- hoven-tríóið léku þær stöllur mjög vel, en sem fýrr sagði hvarf fíðlan um of á köflum og þrátt fyrir mikla kammermúsíkhæfileika Monu, hefði ég kosið meiri innri átök við píanóið. I Brahms-tríóinu op. 101 í c-moll sýndi Trio Nordica kannski sínar bestu hliðar og hreinlega töfraði mann upp úr skónum, t.d. i öðrum þættinum. Ég trúi að þær stöllur muni áfram vekja óskipta athygli og gef þeim þijár stjömur. Ragnar Björnsson \arpottm SIEMENS að er gaman aö gefa vandaðar og fallegar jólagjafir. Gjafir sem gleðja og koma aðgóðum r i"' notum lengi, lengi. i __ . __ Þannigeru ( Matvinnsluvélar frd 7.900 kr. ) heimilistcekin frá —rTT K t| \\ oi______ „ _____________L____L 1 Siemens, Bosch og ( Kaffivélar frd 2'.gOO kr. ímtteki frá 3.117kr. j Rommelshacher. ( Handþeytari á 2.99Ö kr. J ■ Raclette-trggi metr^a steikingarsteini á 9.900 kr. _; ( Samlokiigrilljí3 900 SMITH& NORLAND Umboðsmenn: Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs • Borgarnes: Glítnir • Borgarfjörður: Ratstofí Hallgrimsson • Stykkishólmur: Skipavik • Búöardalur: Ásubúð • Isafjörður: Póllinn • Hvammstangi: Skja • Húsavík: Öryggi • Þórshöfn: Norðurraf • Neskaupstaður: Rafalda • Reyðarfjörður: Rafvélaverkst. Árna E • Höfn i Hornafirði: Kristall • Vestmannaeyjar: Tréverk • Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga • Selfoss:, • Keflavík: Ljósboginn • Hafnarfjörður: Rafbúð Skúla, Álfaskeiði. ík: Rafborg » G Noatuni 4 • Simi 5113000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.