Morgunblaðið - 15.12.1995, Side 32

Morgunblaðið - 15.12.1995, Side 32
32 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SAMANTEKT FÉLAGSVÍSINDASTOFNUNAR Á SÖLU BÓKA FYRIR JÓUN 1995 6. - 12. DESEMBER 1995. UNNIÐ FYRIR MORGUNBLAÐIÐ, RÍKISÚTVARPIÐ, FÉLAG ÍSLENSKRA BÓKAÚTGEFENDA OG FÉLAG BÓKA- OG RITFANGAVERSLANA. Bóksölulisti 1KARLAR ERU FRÁ MARS, KONURERU FRÁ VENUS (10) Dr. John Gary. Útg. Bókaútgáfan Vöxtur 2AFREK BERTS (4) A. Jacobsson og S. Olsson. Útg. Skjaldborg hf. 3EKKERT AÐ ÞAKKAl (2) Guðrún Helgadóttir. Útg. Vaka-Helgafell hf. 4MARÍA, KONAN BAK ViÐ GOÐSÖGNINA (3) Ingólfur Margeirsson. Útg. Vaka-Helgafell hf. 5VILHJÁLMUR STEFÁNSSON LANDKÖNNUÐUR 0 William R. Hunt. Útg. Hans Kristján Árnason 6ÚTKALL - ÍSLENSKA NEYÐARLÍNAN 0 Óttar Sveinsson. Útg. íslenska bókaútgáfan 7ÁFRAM LATIBÆRI (6) Magnús Scheving. Útg. Æskan 8PAULA (1) Isabel Allende. Útg. Mál og menning 9HIN HUÓÐU TÁR () Sigurbjörg Árnadóttir. Útg. Vaka-Helgafell hf. Æ A SEX AUGNABLIK (5) B Þorgrímur Þráinsson. Útg. Fróði Einstakir flokkar: Skáldverk 1 HRAUNFÓLKIÐ Bjöm Th. Björnsson. Útg. Mál og menning (D 2 MYRKRANNA Á MILLI Sidney Sheldon. Útg. Skjaldborg hf. (3) 3 HJARTASTADUR Steinunn Sigurðardóttir. Útg. Mál og menning (2) 4 VETRARELDUR Fríðrik Erlingsson. Útg. Vaka-Helgafell hf. (S) 5 ÖRLÖG Stephen King. Útg. Fróði (9) 6 MUNDU MIG Mary Higgins Clark. Útg. Skjaldborg hf. (8) 7 Á HÆTTUSLÓÐUM Jack Higgins. Útg. Hörpuútgáfan (6) 8 KONAN SEM MAN Linda Lay Shuler. Útg. Vaka-Helgafell hf. (10) 9 DYRVÍTIS Alastair MacNeill. Útg. Iðunn 0 10 SÆKJANDINN John Grisham. Útg. Iðunn 0 Almennt efni 1 KARLAR ERU FRÁ MARS, KONUR ERU FRÁ VENUS (4) Dr. John Gary. Útg. Bókaútgáfan Vöxtur 2 MARÍA, KONAN BAK VIÐ GOÐSÖGNINA (2) Ingólfur Margeirsson. Útg. Vaka-Helgafell hf. 3 VILHJÁLMUR STEFÁNSSON LANDKÖNNUDUR (9) William R. Hunt. Útg. Hans Kristján Ámason. 4 ÚTKALL - l'SLENSKA NEYÐARLÍNAN (8) Óttar Sveinsson. Útg. íslenska bókaútgáfan 5 PAULA (1) Isabel Allende. Útg. Mál og menning 6 HINHUÓÐUTÁR (6) Sigurbjörg Ámadóttir. Útg. Vaka-Helgafell hf. 7 MILLIVONAROGÓTTA (3) Þór Whitehead. Útg. Vaka-Helgafell hf. 8 ÞEIR BREYTTU ÍSLANDSSÖGUNNI 0 Vilhjálmur Hjálmarsson. Útg. Æskan 9 LÍFSGLEÐI - MINNINGAR OG FRÁSAGNIR (10) Þórir S. Guðbergsson. Útg. Hörpuútgáfan 10 JÖKULHEIMAR - ÍSLENSKIR JÖKLAR () Arí Trausti Guðmundsson Ljósmyndir: Ragnar Th. Sigurðsson. Útg. Ormstunga. Börn og unglingar 1 AFREK BERTS (2) A. Jacobsson og S. Olsson. Útg. Skjaldborg 2 EKKERT AÐ ÞAKKAI (1) Guðrún Helgadóttir. Útg. Vaka-Helgafell hf. 3 ÁFRAM LATIBÆRI (4) Magnús Scheving. Útg. Æskan 4 SEX AUGNABLIK (3) Þorgrímur Þráinsson. Útg. Fróði 5 SIMBIÆFIR SIGI (5) Walt Disney. Útg. Vaka-Helgafell hf. 6 SKORDÝRAÞJÓNUSTA MÁLFRÍDAR (8) Sigrún Eldjárn. Útg. Forlagið 7 UFSILON 0 Smárí Freyr og Tómas Gunnar. Útg. Skjaldborg hf. 8 EPLASNEPLAR 0 Þórey Friðbjörnsdóttir. Útg. Vaka-Helgafell hf. 9 RÖNDÓTTIR SPÓAR FUÚGA AFTUR 0 Guðrún H. Eiríksdóttir. Útg. Vaka-Helgafell hf. 10 POCAHONTAS 0 Ævintýrabækur Disneys. Útg. Vaka-Helgafell hf. Jólatón- Síðasta leikar sýningarhelgi ÍSLENSKI dansflokkurinn sýnir ballett laugardaginn 16. desember kl. 14 í Ráðhúsinu. Flutt verða verk af efnisskrá sýningarinnar „Sex ballettverk" er sýnd var í Borgarleikhúsinu í nóvember. Sérstakir gestir dansflokksins á þeirri sýningu verða nemendur og kennarar Miðskólans. Aðgangur er ókeypis. „VIÐHORF", góðar stelp- ur/slæmar konur er yfirskriftin á síðustu sýningu Nýlistasafnsins í ár. Sextán amerískar konur, allar myndlistarmenn og meðlimir í hinu Artemisia galleríi í Chicago- borg taka þátt í sýningunni. Sýningin er opin daglega frá kl. 14-18 og henni lýkur 17. des- ember. Opið hús VINNUSTOFUR myndlistar- mannanna Guðbjargar Lindar Jónsdóttir, Lísbet Sveinsdóttur, Magdalenu Margrétar Kjartans- dóttur og Valgarðs Gunnarssonar á Suðuriandsbraut 26 (áður Teppabúðin) verða opnar um helg- ina frá kl. 14 til 18 Gengið er inn um bláar dyr að vestanverðu upp á aðra hæð. Suzukisam- bandsins SÍÐASTA kvikmyndasýn- ingin í bíósal MÍR, Vatns- stíg 10, á þessu ári verður sunnudaginn 17. des- ember kl. 16. Sýnd verður kvik- myndin „Óróleg æska“, sem gerð var árið 1957 undir stjórn þeirra Alex- anders Alovs og Vladimirs Naumovs, en þeir voru senni- lega einu kvikmyndaleikstjór- arnir í fyrrum Sovétríkjum sem unnu saman að kvikmyndagerð alla starfsævi sína. Efni kvikmyndarinnar er byggt á skáldsögu eftir V. Beljajev og fjallar um atburði á tímum borgarastríðsins í Úkraínu, æsku- fólk á umbrotatímum og samtök þeirra. Skýringartextar eru á ensku. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Sex ballettverk í Ráðhúsinu ÁRLEGIR jólatónleikar Tónlistar- skóla íslenska Suzuki-sambands- ins verða laugardaginn 16. des- ember í Fella- og Hólakirkju. Að þessu sinni verða tvennir tónleikar, þeir fyrri eru með yngri nemendum skólans og hefjast kl. 11 f.h. Þar koma fram samleiks- hópar fiðlu- og sellónemenda, píanónemendur og sönghópur. ' Á seinni tónleikunum, sem hefj- ast kl. 13, koma fram eldri nem- endur, samspils.hópar fiðlu- og sellónemenda og píanónemendur. Einning kemur þar fram strengja- svéit. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Síðasta kvik- myndasýning MÍR á árinu Veröld ný og góð BOKMENNTIR S k á I (I s a j* a HEIMIR eftir Þorvarð Hjálmarsson. Reykholt 1995 —192 siður. 1.470 kr. HEIMIR er táknrænt heiti á ný- útkominni skáldsögu eftir Þorvarð Hjálmarsson. Titill sögunnar vísar í grundvallaratriðum í tvær áttir, ann- arsvegar inn á við í hugarheim aðal- persónu sögunnar en hinsvegar út á við til ytri veruleika. í samspili þess- ara tveggja heima er fólgið gang- virkni sögunnar því það sem býr innra með hverri manneskju er veröld út af fyrir sig. Umfjöllunarefni Þorvarð- ar snýst að stærstum hluta um vanda manneskjunnar í óræðum og fjand- samlegum heimi þar sem trú, vísindi, geðveiki, ást, hindurvitni, hugsjónir, hlýja og mannvonska er allt af sömu rót runnið. Manneskjan er í eðli sínu saklaus og góð og jafnvel guðleg vera en vegna áhrifa umhverfisins birtist ásjóna hennar í mörgum og síbreytilegum mynd- um. Sagan er að stofni til hefðbundin þroskasaga sem lýsir ferli söguhetj- unnar Heimis frá fæð- ingu og þangað til fullri sjálfsvitund er náð. Saga Heimis markast öðru fremur af óvirkri og viljalausri leit hans að nýrri og betri veröld. Hann rekst áfram fyrir tilverknað annarra í ólgusjó lífsins og persóna hans tekur mið af því. Örlögin haga því þannig að hann fæðist einn fagran júnídag í fiskibáti úti á rúmsjó og þaðan ligg- ur leið hans í land. Hann elst upp í Stykkishólmi, er eftirlæti allra, róleg- ur og íhugull. Hann er sendur í sveit þar sem undarlegar persónur búa og veröldin hættir um stund að vera ham- ingjurík. Hann leitar huggunar í lestri bóka og hrífst einkum af Birtingi Voltaire og al- heimsskynsemiskenn- ingu prófessors Altungu sem segir að allt í þess- um heimi stefnir til hins besta því allt er gott. Með þá hugmynd í far- teskinu heldur Heimir af stað til Reykjavíkur, leigir sér kvistherbergi á Framnesveg- inum og kynnist meðal annarra furðu- fuglinum og vísindamanninum Horm- ón Mormón sem þekkir alheiminn Þorvarður Hjálmarsson öðrum mönnum betur og nær sam- bandi við yfirnáttúruleg öfl. Ástin gerir vart við sig í lífi Heimis en þar rekst sakleysi hans og góðmennska illilega á vonsku heimsins. Eftir nokk- ur stormasöm og viðburðarík skeið í lífi Heimis nær hann að lokum áttum og rís í bókstaflegri merkingu upp frá dauðum. Hann er sporgöngumaður Birtings * enda er niðurstaða þessa skáldverks umfram allt bjartsýn. Sú niðurstaða byggist ájákvæðri og vilja- fastri afstöðu manneskjunnar að tak- ast á við lífið af fullum heilindum og eigin sannfæringu: Hann svipti pappaspjaldinu ofanaf sér og náði taki á öskutunnubrún og vó sig upp af veikum mætti. Stóð valtur á fótunum og svimaði. Langaði til að æla en gat það ekki. Bölvaði heimsku sinni og fljótfærni í hljóði, dustaði af sér mesta snjóinn og skjögraði útúr portinu. Yfir götuna og niður Klapparstíginn og tók stefn- una á Lindargötuna. Andaði léttar þegar hann sá ljósið í glugganum, fíkraði sig upp tröppurnar og studdi á hnappinn. Skáldsagan Heimir er að ýmsu leyti vel gerð saga. Stíll Þorvarðar er ein- faldur og skýr en skortir þó dýpri undirtón fyrir skáldsögu af þessu tagi. Sögunni er skipt í fjóra nokkuð jafna hluta og liggur þráður hennar í grund- vallaratriðum milli sköpunar og eyð- ingar með manneskjuna í miðpunkti. Sagan er að stærstum hluta færð í búning fortíðar og atburðarás hennar og frásagnarmáti byggir að mestu leyti á goðsögulegum minnum. Heim- ir er umfram allt nokkurskonar tákn- mynd sakleysis í siðspilltum og öfga- kenndum heimi og fyrir vikið nær persóna hans aldrei að verða Ijóslif- andi nútímamaður. Veröld Heimis er aflokuð enda lýtur tíminn í skáldsög- unni ströngum lögmálum liðinnar sögu sem tekur að flestu leyti mið af þeim tíma og hugmyndum sem giltu í Upplýsingaverki Voltaires. Því má fullyrða að táknsæi þessarar sögu beri sjálfa frásögnina ofurliði og jafn- vel má ganga svo langt að túlka hana sem trúarrit þar sem sögupersónan sannfærist að lokum um upplýsta bjartsýnistrú prófessors Altungu: að allt stefni til hins besta íþessum heimi allra heirna. Jón Özur S.norrason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.