Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1995 43 AÐSENDAR GREINAR Vondir heilbrigðisráðherrar? HVER skyldi nú vera lakastur heilbrigð- isráðherra, Guðmundur Árni, Sighvatur eða Ingibjörg? Þessa spurn- ingu má álykta af um- ræðum í þjóðfélaginu frá síðustu árum, jafn- vel síðasta áratuginn. Marga má nú heyra bölsótast yfir aðgerð- um Ingibjargar Pálma- dóttur í starfi heilbrigð- isráðherra. Riíjast þá upp öll ósköpin sem á gengu meðan t.d. Sig- hvatur Björgvinsson sat í stól ráðherra heil- brigðismála. Lítum ögn nánar á málið. Ætli einhver inanneskja, sem vill telja sig sanngjarna, trúi því í raun og veru að ráðherrum þessum gangi eitthvað illt til - að Ingi- björg, Sighvatur, Guðmundur Árni, Guðmundur Bjarnason eða Svavar Gestsson (svo mætti halda áfram að rekja sig eftir heilbrigðisráðherr- um þjóðarinnar í réttri tímaröð) séu vondar manneskjur sem vilja sjúkl- ingum illt, ráðist glaðhlakkalegir á eldri borgara, ekkjur og öryrkja? Trúir nokkur manneskja því að skýringanna sé að leita í mann- vonsku þessara ráðherra? Varla. En hvað rekur þá ráðherra til hinna óvinsælu verka? Sjúkrahús á lánum? Hefði Ingibjörg Pálmadóttir átt að bregðast með jákv'æðum hætti við öllum beiðnum, er til ráðuneytis hennar bárust, ættu útgjöld til heil- brigðismála ekki að vera 40 millj- arðar króna heldur 70 milljarðar. Þá væri fátt eftir til menntamála, félagsmála og allra hinna mála- flokkanna. Þrátt fyrir umdeildan niðurskurð síðustu ríkisstjórnar jukust skuldir ríkissjóðs á því kjörtímabili um heila 40 milljarða króna eða sem sam- svarar útgjöldum til heilbrigðismála á einu ári. Á þessu ári borgar ríkis- sjóður tæpa 13 milljarða í vexti af erlendum lánum. Þetta er þriðji stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs. Við erum sem sagt farin að fjjrmagna velferðarkerfið á lánum. Gallinn er bara sá að afborganir og vextir af þessum lánum eru byrjuð að naga ríkissjóð niður í rætur. Þetta þýðir m.ö.o. að velferðarkerfið er við að springa í andlit okkar. Gerist það verður spurningin ekki sú hvort taka eigi upp innritunargjöld eða verðtengja bætur ýmiss konar held- ur verður spurningin sú hvort til verði eitthvert velferðarkerfi yfir höfuð. Þetta eru óneitanlega óþægi- legar staðreyndir en staðreyndir eigi að síður. Þó að Ingibjörg Pálmadóttir sé sögð „skera“ niður um 2,3 milljarða við fjárlagagerðina þá samt aukast útgjöld til heilbrigð- ismála um nærri þrjá milljarða frá fjárlögum yfirstandandi árs. Stafar það m.a. af ýmiss konar sjálfvirkni í kerfinu, mest þó í launahækkun heilbrigðisstétta. Við þessu þarf að bregðast. Um það eru allir stjómmálamenn sam- mála en munu örugglega lengi deila um leiðirnar. En það er sannarlega mikil einföldun að skýra málið með því að úthrópa einstaka heilbrigðis- ráðherra úr hvaða flokki sem þeir koma. Hér er róttækra aðgerða þörf. Og koma þar ýmsar leiðir til greina. Hækka skatta barnanna um helming? Einfaldasta og örugglega vinsæl- asta leiðin er sú að láta bara skeika að sköpuðu og halda áfram á sömu braut. Taka lán og halda kerfínu gangandi. Afleiðing þess verður sú fyrr eða síðar að kerfið hrynur. Við gætum líka ávísað vandanum á böm okkar og afkomendur. Þannig þyrftu skattar bama okkar þá líklega að hækka um 50-60% innan fárra ára. Frammi fyrir þessu standa flestar þjóðir í dag. Allir virðast sammála um að slík ákvörðun væri ekki bara ábyrgðarlaus heldur líka eigingjörn í alla staði. Hin leiðin er sú að ráðast á vandann og stokka upp. Hafa verður í huga að marg- ar skýringar era á því hversu dýrt velferðar- kerfíð er orðið. Nefna má þar m.a. stöðugt vaxandi sérfræðikunn- áttu á öllum sviðum. Gildir þar einu hvort um er að ræða á sviði læknavísinda, lyfja, fé- lags- og sálfræðiþjón- ustu eða öðram svið- um. Er ekkert nema gott um þessa þróun að segja. Hins vegar fylgir henni stöðugt vaxandi kostnaður. Enginn efast um vilja þjóðarinnar til að halda uppi öruggu velferðarkerfi. Hins vegar virðist vera að renna upp sú stund að við spyrjum okkur hversu langt við get- um gengið í þeim efnum. Ég nefni sem dæmi einstakling, íjölfatlaðan, sem 10 manns á vegum hins opin- bera hlúa að í fullu starfi. Þá má hafa í huga að hlutfall eftirlauna- þega meðal þjóðarinnar mun fara hækkandi sem og hlutfall náms- fólks. Eftir stendur þá að stöðugt fækkar þeim sem afla tekna til að standa undir „batteríinu". Forvarnir eða vandamál í stuttri blaðagrein verður vandi heilbrigðismála ekki leystur. En það verkefni, sem ríkisstjórnin hlýtur að glíma við á kjörtímabilinu, mun fela í sér róttæka uppstokkun. Markmiðið er augljóst: að vernda velferðarkerfi þjóðarinnar frá hruni. Við það endurmat verðum við að svara ýmsum grundvallarspurning- um. Hversu langt viljum við ganga í samhjálpinni? Hversu miklu viljum við kosta til? Viljum við varpa skuld- inni á afkomendur okkar? Þessar og ámóta spurningar hljóta að verða Það er fullkomið ábyrgðarleysi af stjórn- arandstöðu, segir Hjálmar Árnason, að hrópa í dramatískum ræðum um tilræði stjórnarflokka að vel- ferðarkerfinu. leiðandi í umræðunni. Ingibjörg Pálmadóttir hefur þegar hafíð und- irbúning þessa starfs og verður fróðlegt að sjá tillögur þær sem fram koma. Ekki má heldur gleyma hinum miklvæga þætti forvarna. Núverandi kerfi í rauninni gerir ráð fy#ir kostnaði eftir að vandinn rís. Mikilvægara er að leggja í kostnað til að fyrirbyggja vanda, s.s. sjúk- dóma, atvinnuleysi o.s.frv. Ég hygg að frá því kvikmynda- sjóður og listskreytingasjóður fengu sérmarkaða tekjustofna þá hafí nán- ast undantekningalaust verið skorið af þessum mörkuðu tekjum. Gildir sú ákvörðun um ráðherra allra flokka. Ástæðan er sú sama, menn hafa verið að veija hið dýra heil- brigðiskerfí okkar og í örvæntingu reynt að kroppa fé af öðram liðum. Þannig snertir vandinn flesta þætti ríkissjóðs og reyndar mannlíf allt. Ekki nefni ég þessa tvo þætti til að veija niðurskurð á framlögum til lista og menningar en bendi á þá sem dæmi um hvernig þensla heil- brigðiskerfisins er smám saman að seilast inn á önnur svið þjóðlífsins. Því er það fullkomið ábyrgðarleysi að sitja með hendur í skauti. Ég hygg að eðlilegt sé að þjóðin sé spurð hver vilji hennar á þessu sviði er. Vill hún áframhaldandi velferðar- kerfí? Vill hún greiða fyrir það með sköttum? Eða velta á komandi kyn- slóðir? Eða róttæka uppstokkun? Skattsvik og velferð Ekki verður lokið þessari um- ræðu án þess að minnast á skatt- heimtu ríkissjóðs. Talið er að vel á annan tug milljarða af skattheimtu ríkissjóðs skili sér ekki inn í kass- ann. Ekki leikur nokkur vafí á að hluti vanda okkar í velferðarkerfinu á rætur þar. Vitanlega er ekkert réttlæti í því að stór hópur þegn- anna komist hjá því með alls kyns brögðum að taka þátt í samneysl- unni en geta eigi að síður nýtt sér hana til fulls. Sem viðleitni til að auka réttlæti í samfélaginu og um leið að styrkja velferðarkerfið verð- um við að breyta því viðhorfí að skattsvik séu eðlileg. Þegar upp er staðið verða þau okkur svo dýr- keypt að sjálft velferðarkerfið gæti hrunið. Sjálft segir að til muna væra allar aðgerðir mildari ef ríkis- sjóður fengi til sín þá milljarða sem í dag er stungið undan. Stjómarandstöðunni er hinn mikli vandi ljós. Þess vegna er það fullkomið ábyrgðarleysi af hennar hálfu að hrópa í dramatískum ræð- um um tilræði stjórnarflokka að velferðarkerfínu. Állir hinir hefð- bundnu flokkar hafa staðið frammi fyrir þessum vanda og horft á hann vaxa. Allir flokkarnir hafa í ein- hveijum mæli tekið þátt í „niður- skurðinum". Vandinn hefur hins vegar stöðugt aukist með þeim af- leiðingum að í þrot stefnir. Menn mega ekki bara hrópa heldur verða menn jafnframt að benda á lausnir. Þær hafa ekki verið birtar. Ég vona að í lok þessa kjörtímabils megum við bera gæfu til að sjá raunhæfar breytingar á rekstri velferðarkerfís- ins. Slagurinn snýst um að veija það falli. Höfundur er þingmaður Fram- sóknarflokks. ■w* 4ra dyra Suzuki „SIDEKICK“ Sqils Veitingar frá Agli Skallagrímssyni $ _ 4ra dyra útgáfan af SUZUKI jeppan- SUZUIvl um sem hefur reynst frábærlega við *** ... íslenskar aðstæður. SIDEKICK er framleiddur fyrir Bandaríkjamarkað, sem gerir ströngustu öryggiskröfur í heimi í dag. Bíllinn er mjög vel útbúinn. Verð frá kr. 2.130.000 stgr.* (Sidekick Sport). Verð frá kr. 1.880.000 stgr.* (Sidekick JX). *Gengi: 01.12.'95. i Faxafeni 14, 108 Reykjavík. Sími 5685555. Opiö kl. 10-19 mánud. - föstud., kl. 11-14 laugard. Hjálmar Árnason Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut. Kopavogi, simi 567-1800 ^ Löggild bfíasala Opið laugard. kl. 10-17 sunnudaga kl. 13-18 Grand Cherokee SE 4.0L ’93, græns- ans., sjálfsk., ek. 66 þ. km. Fallegur jeppi. Tilboðsv. 2.890 þús. MMC L-300 Minibus '88, grásans., 5 g., ek. 120 þ. km., vél yfirfarin (tfmareim o.fl.). V. 1.050 þús. Mjög góö lánakjör. Saab 9000 Turbo Dohc 16 '88, svartur, 5 dyra, sjálfsk., ek. 160 þ. km., sóllúga o.fl. Fallegur bíll. V. 980 þús. M. Benz 280 GE 4x4 '87, grár, sjálfsk., ek. 168 þ. km., álfelgur o.fl. Óvenju gott eintak. V. tilboð (skipti). Hyundai Pony Sedan SE '94, blár, 5 g., ek. aðeins 16 þ. km. Sem nýr. V. 780 þús. Nissan Primera SLX 2000 '92, 5 dyra, 5 g., ek. 61 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. Gott eintak. V. 1.160 þús. stagr. Sk. ód. % \ . am Plymouth Grans Voyager LE 3.3L 4x4 '92, sjálfsk., ek. 57 þ. km., 7 manna, ABS og rafm. í öllu. Einn m/öllu. V. 2,4 millj. Cherokee Laredo 4.0L '91, vínrauður, sjálfsk., ek. 75 þ. km. V. 2.050 þús. Nissan Sunny SLX Sedan '95, sjálfsk., ek. 13 þ. km. V. 1.290 þús. V.W Vento GL '95, sjálfsk., ek. 5 þ. km. V. 1.550 þús. V.W Polo GL 5 dyra '96, 5 g., ek. 2 þ. km. V. 1.150 þús. Hyundai Pony LS '94, rauður, 5 g., ek. 30 þ. km. Tilboðsv. 690 þús. Nissan Sunny SKX 4x4 '91, rauður, 5 g., ek. aðeins 35 þ. km., rafm. í rúðum, spoil- er o.fl. V. 1.030 þús. Toyota Corolla XL Sedan '88, hvítur, sjálfsk., ek. 80 þ. km. V. 550 þús. Hyundai Accent LSi '95, 4ra dyra, 5 g., ek. aðeins 3 þ. km. V. 980 þús. Suzuki Vitara JX 5 dyra '91, 5 g., ek. 90 þ. km. V. 1.290 þús. MMC Lancer EXE '92, grásans., 5 g., ek. 64 þ. km. V. 950 þús. Toyota Corolla Touring XL 4x4 '91, grár, 5 g., ek. 86 þ. km. V. 1.030 þús. Nissan Sunny SLX Sedan '92, 5 g., ek. 58 þ. km., rafm. i rúðum, spoiler, álfelgur o.fl. V. 950 þús. Suzuki Vitara JXi '92, 5 dyra, hvítur, 5 g., ek. aðeins 39 þ. km. V. 1.490 þús. Nissan Patrol GR diesel '94, hvítur, 5 g., ek. 30 þ. km., 33“ dekk (2 dekkjagangar), álfelgur o.fl. V. 3.350 þús. Honda Civic DXi Sedan '94, vínrauður, 5 g., ek. 32 þ. km. V. 1.250 þús. Opel Astra 1.41 station '94, sjálfsk., ek. 28 þ. km. V. 1.240 þús. Sk. ód. Toyota Corolla XL Sedan '91, vínrauður, sjálfsk., ek. 70 þ. km. V. 760 þús. Pontiac Grand Pre Sterling ED. '80, 2ja dyra, 8 cyl., sjálfsk. Gott ástand. V. 250 þús. Mazda 323 GLX 4x4 station '91, 5 g. ek. aðeins 48 þ. km. V. 930 þús. Toyota Corolla XL 3ja dyra '88, biár, 4 g., ek. 85 þ. km. V. 450 þús. Toyota Corolla GLi 1600 Liftback '93, 5 g., ek. 54 þ. km. V. 1.050 þús. Ford Explorer XLT '91, rauöur, sjálfsk., ek. 98 þ. km., óvenju gott eintak. Til boðsv. 1.980 þús. Hyundai Elantra GT '95, sjálfsk., rauöur, ek. aðeins 5 þ. km., álfelgur, spoiler. V. 1.390 þús. Toyota Corolla XLi 1600 '93, rauður, ek. 45 þ. km., 5 g. V. 960 þús. MMC Lancer hlaðbakur GLX '91, brúnn, 5 g., ek. 75 þ. km. V. 790 þús. Honda Civic GL '88, rauður, sjálfsk., ek. 103 þ. km., fallegur bíll. V. 490 þús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.