Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1995 55 Ég þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og mína. Okkar huggun er að vita að þér líður vel núna. Með djúpri virðingu og þakklæti fyrir allt og allt. Sigurður E. Ævarsson. Sorgin má heita náðargjöf því sá einn getur syrgt sem elskað hefur og sá einn hefur mikið misst sem mikið hefur átt. Ðáinn - þegar fregn þá fékk, mér fannst ég elding sleginn. Á eftir lengi í leiðslu gekk, sem lamaður, niðurdreginn. Að langt yrði skeið þitt, ég var að vona á velli lífsins, en það fór svona. (Grétar Fells) Þessar ljóðlínur finnst okkur eiga við núna. Okkur langar með örfáum orðum að minnast hans Hinna afa. Hann var okkur alltaf svo góður og reyndist okkur svo vel. Við átt- um margar góðar stundir með hon- um, ekki síst í Skagafirðinum. Þar dvaldist hann á sumrin á undan- förnum árum. Þar leið honum alltaf svo vel. Hann ferðaðist með okkur um norðurlandið. Á fallegum sum- arkvöldum sátum við oft fyrir utan Hrólfsstaði og fylgdumst með hrossunum í túninu. Minningarnar eru margar. Við þökkum elsku afa fyrir sam- verustundirnar. Blessuð sé minning hans. Hinrik Þór, Bryndís Kol- brún, Margrét Freyja og Hafdís Arna. Elsku afi. Þú sem varst okkur svo kær ert nú farinn frá okkur. Við vitum að þú ert á góðum stað núna, en samt er svo sárt að þurfa að kveðja. Okkur langar til að þakka þér fyr- ir að vera alltaf til staðar þegar við þurftum á þér að halda. Þakka þér fyrir allar góðu stundimar okkar saman bæði á Ölduslóðinni, í sveitinni og nú síðustu mánuðina hér heima hjá okkur. Þú varst allt- af svo hress og góður. Þú kenndir okkur svo margt um lífið og viljum við þakka þér innilega fyrir það. Guð geymi þig. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Ég og fjölskylda mín viljum votta börnum, tengdabörnum og sonar- sonum innilegustu samúðarkveðjur á sorgarstundu og vonum að Guð leiði ykkur og styrki um ókomna framtíð. Vilborg Kristinsdóttir. Glaðlyndi, tryggð og gestrisni er það fyrsta sem mér kemur í huga þegar ég hugsa til Hallfríðar Guðnadóttur. Hallfríður og eigin- maður hennar Kjartan Kjartansson heitinn, bjuggu börnum sínum, Við- ari, Halldóri, Eygló og Kjartani Hauki fagurt heimili. Við Kjartan Haukur kynntumst í níu ára bekk og tókst með okkur mikil og góð vinátta sem staðið hefur alla tíð síðan. Þær eru ófáar ánægjustund- irnar sem ég hef átt í Mávanesinu í gegnum árin og þrátt fyrir ærsla- gang og læti sem oft á tíðum fylgdu okkur leikfélögum Kjartans Hauks bauð Hallfríður okkur ávallt vel- komna. Og þannig var það alla tíð síðan, alltaf stóðu manni dyrnar opnar í Mávanesinu og Hallfríður spurði ávallt um hagi manns, hvernig gengi í skóla og vinnu, og lífinu almennt. Þau hjónin, og reyndar öll íjölskyldan, hafa alltaf Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Guðrún, Ágústa og Einar Örn. Kveðja til vinar. Sönn vinátta spyr ekki að aldri né skoðunum, hún er yfir það haf- in. Ég hef sjálfsagt ekki verið mik- ið eldri en 12 ára þegar ég kynnt- ist fjölskyldunni á Ölduslóðinni. Kynnin voru eins og mörg góð kynni komin til í gegnum hesta- mennskuna. Fljótlega myndaðist vinátta sem varð mér dýrmæt og mun aldrei gleymast. Við vorum tveir æskufélagarnir sem fyrst urðum heimagangar hjá Hinna og Guðrúnu, en með tíman- um fjölgaði í þeim hópi. Fljótlega varð það föst venja að kíkja í kaffi. Það var margt skrafað og oft töluð- um við Hinrik saman á kjamyrtri íslensku og var ekkert af skafið. Ekki lágu skoðanir alltaf saman og hef ég Hinna jafnvel grunaðan um að hafa haft af því ánægju að vera á annarri skoðun og mesta ángæjan hafi verið í því fólgin að espa okkur upp, en það breytti engu. Það var ekki það sem skipti máli heldur félagsskapurinn. í stráksskap sínum sýndi Hinni stundum hijúft yfirbragð, en hjart- að var gull og traustari félaga er vart hægt að finna. Endurminningarnar fljúga hratt í gegnum hugann og atburðir rifj- ast upp hver af öðrum. Atburðir sorgar og gleði. Þegar við strákarnir fórum að fara út á lífið var oftar en ekki komið við heima hjá Hinna áður en lagt var í hann. Svona til skrafs og ráðagerða (einnig var Hinni sérdeilis laginn við bindishnútana). Það var oft glatt á hjalla og margt látið flakka, í raun og veru varð Hinni einskonar trúnaðarvinur og það get ég fullyrt að enginn var tryggari. Hinni var þó nokkur æringi og hafði gaman af margs konar glett- um og uppátækjum. Það voru margir hrekkirnir sem við náðum að beita hvor annan og líkaði okk- ur báðum vel (í raun held ég að ef skrá ætti þessi uppátæki okkar væri það efni í heila bók). Elsku Hinni, bestu þakkir fyrir samverustundir og vináttu liðinna ára. Þessar stundir hafa kennt mér að meta einlægni, vináttu og tryggð. Magga, Dóra og fjölskyldur, Guð styrki ykkur í sorg ykkar. Gunnar Arnarson. Föstudaginn 8. desember var okkur tilkynnt að góðvinur okkar Hinrik Albertsson, eða Hinni eins og hann var ávallt kallaður, væri horfinn á braut. I gegnum huga okkar renna allar góðu minning- arnar sem við eigum um vinskap okkar og viljum við með þessum orðum þakka samfylgdina.' . Kynni mín og Hinna hófust fyr- ir tæpum tuttugu árum. Þegar Palli fór með mig í gamla hesthús- ið hans fyrir neðan Setbergið til að fá lánaðan hest fyrir mig, en Palli var þá að temja fyrir hann. Ávallt er við sáumst var hann hress og kátur, þrátt fyrir að honum mætti ýmist mótlæti gegnum árin. Hann hafði mikið gaman af að fá heimsóknir á Ölduslóðina og þaðan eru margar góðar minningar komnar. Alltaf var heitt á könn- unni hjá Hinna og nógur tími til að spjalla. I gegnum árin hafði ég gaman af að fylgjast með því hversu góð- ur afi hann Hinni var barnabörnum sínum. Við munum geyma minn- ingar okkar um allar gleðistundim- ar með honum, og þá ekki síst þær sem við áttum saman fyrir norðan á óðalssetri ættarinnar, Hrólfs- stöðum í Skagafirði. Við sáumst síðast sunnudaginn fyrir 70 ára afmælið hans, ósköp var hann orðinn rýr en hugur hans skýr þrátt fyrir mikil veikindi. Elsku Dóra og Magga, ég veit að pabba ykkar líður betur á nýjum stað, með móður ykkar. Við vottum ykkur og fjölskyldum ykkar á þess- um erfiðu stundum okkar dýpstu samúðarkveðjur og vonum að Guð styrki ykkur í sorginni. Hver minning dýrmæt perla, að liðnum lífsins degi, hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ing. Sigurðard.) Sonja og Páll. verið fljót að rétta vinum hjálpar- hönd þegar eitthvað hefur bjátað á, slíkrar vináttu varð ég aðnjót- andi oftar en einu sinni. Trygg- lyndi þeirra hjóna var einstakt og fyrir það vil ég þakka. Hallfríður var dugnaðarkona sem kvartaði aldrei þó svo að erfið veikindi sæktu að henni. Af slíkri konu má margt læra. Ég sendi Kjartani Hauki og systkinum hans einlægar samúðar- kveðjur og bið Guð að blessa minn- ingu Hallfríðar Guðnadóttur. Már Másson. Það var að morgni 1. desember sem hringt var til okkar vinafólks Fríðu og tilkynnt að hún hefði and- ast á Landspítalanum þá um nótt- ina eftir nokkurra daga legu. Við vissum að Fríða var veik, því í júní 1994 leitar hún til lækna, sem svo í ágúst skera úr um það að hún þurfi sérstaka meðferð vegna inn- vortis meins. Sennilega hefur hún þá gert sér grein fyrir því hvert stefndi. Hún ákvað að beijast á móti því sem enginn fær umflúið. En svo leit út um tíma, að hún hefði yfirstigið veikindin, þvi lækn- ar höfðu orð á hversu vel meðferð- in hefði tekist. í þessari baráttu naut hún stuðnings fjölskyldu og vina. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Fríða barðist við veikindi. Því sem ung stúlka lamaðist hún nokk- uð og barðist þá af mikilli hörku og hafði sigur, en bar þess þó merki alla tið. Fríða vann alla þá vinnu sem heilsan leyfði, m.a. fór hún í síldar- vinnu á Siglufjörð, eins og algengt var með ungar stúlkur á síldarárun- um. Þar var teningunum kastað, þar hitti hún í fyrsta sinn piltinn Kjartan Kjartansson sem síðar varð maðurinn hennar, en hann lést 17. október 1993. Það var þarna sem fyrsti þráður- inn í sterkum vináttuböndum milli Fríðu og þeirra sem að þessari kveðju standa varð til. Fyrir tæpum 20 árum fóru bekkjarsystkini f. 1934 á Siglufirði að hittast reglulega og rifja upp liðnar ánægjustundir og skipu- leggja nýjar. í þessum hópi var Kjartan og það var þá sem þau hjónin Fríða og Kjartan opnuðu sitt glæsilega heimili á Arnarnesinu og sögðu að það væri gott að hitt- ast þar, það væri svo miðsvæðis. Jú, það var miðsvæðis, en það hefði verið jafngott að hittast hjá þeim, hvar sem heimili þeirra stóð, slík var alúðin og gestrisnin. Enn hefur vina- og kunningja- hópurinn þynnst. Það er um mánuður síðan að hluti þessa sam- stillta hóps kom saman. Fríða var þar, svo hress og glöð, þannig munum við minnast hennar. En engum gat þá dottið í hug að stutt væri í hennar síðustu ferð. Kæru Fríðu og Kjartansbörn: Eygló, Halldór Sævar og Viðar, og barnabörnin: Við í skólafélaga- hópnum sendum ykkur innilegustu samúðarkveðjur og von um að guð megi styrkja og vera hjá ykkur á hátíð ljóssins sem er í nánd. Bekkjarsystkini frá Siglufirði. fiicoletti B Salotti Natuzjrf Frábært úrval af nýjum sófasettum, homsófum og stökum sófum í leðri frá ítahu. Litir í miklu úrvali. Verð við allra hœfi. ® Valhúsðöon m laioiBÍisli , , , O O laiflieiiái ARMULA 8, SIMAR 581 2275, 568 5375 A Ð V E N T*U Siemens bakstursofn HB 34520FN Fjölvirkur Siemens baksmroíh. Yfir- og undirhiti, blástur, glóöarsteiking meö og án blásturs. Raíeindaklukka, létthreinsikerfi, sökkhnappar. Gæöi hvert sem litið er. Verð kr. 55.614 stgr. Siemens uppþvottavél SN 33310SK Velvirk, sparneytin og hljóðlát Siemens uppþvottavél. Tekur borðbúnað fyrir 12 manns. Verð kr. 64.914 stgr. Siemens myndbandstæki FM711Q6 Tveggja hausa gæða-myndbandstæki frá Siemens. Nauðsynlegt í jólamyndaflóðinu. Verð kr. 37.810 stgr. Siemens sjónvarpstæki FC 210R6 20" sjónvarpstæki með „Black Matrix“-myndlampa. Islenskt textavarp. Frábært verð: 46.550 stgr. UMBOÐSMENN OKKAR Á LANDSBYGGÐINNI: Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs • Borgarnes: Glitnir • Borgarfjörður: Rafstofan Hvítárskála • Hellissandur: Blómsturvellir • Grundarfjörður: Guöni Hallgrfmsson • Stykkishólmur: Skipavik • Búöardalur: Ásubúð • Isafjörður: Póllinn • Hvammstangi: Skjanni • Sauðárkrókur: Rafsjá • Siglufjörður: Torgið • Akureyri: Ljósgjafinn • Húsavik: öryggi • Þórshöfn: Noröurraf • Neskaupstaður: Rafalda • Reyðarfjörður: Rafvélaverkst. Árna E. • Egilsstaðir: Sveinn Guömundsson • Breiðdalsvík: Stefán N. Stefánsson • Höfn i Hornafirði: Kristall • Vestmannaeyjar: Tréverk • Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga • Selfoss: Árvirkinn • Grindavik: Rafborg • Garður: Raftækjav. Sig. Ingvarss. • Keflavfk: Ljósboginn • Hafnarfjörður: Rafbúö Skúla, Álfaskeiöi í vérslun okkar að Nóatúni SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • Sími 511 3000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.