Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1995 61 FRÉTTIR Að gefnu tilefni Hvers vegna FIM keypti ekki Asmundarsal MIKLAR rangfærslur hafa komið fram í blaðagreinum og útvarpsvið- tölum varðandi þau tækifæri sem Félag íslenskra myndlistarmanna á að hafa haft til kaupa á Ásmundar- sal. Einnig hefur verið gefið í skyn að félagið hafi átt þess kost að kaupa allt húsið. Staðreyndir málsins eru þessar: Fyrir tveimur árum bauð Arkitekta- félag íslands Félagi íslenskra myndlistarmanna að kaupa hlut í húsinu, nánar tiltekið tæplega hálf- an salinn, herbergi á annarri hæð og litla geymslu. Kaup á öllu húsinu stóðu aldrei til boða. Félag íslenskra myndlistarmanna átti á þessum tíma sýningarsal við Garðastræti og hvíldu á honum miklar skuldir. í fyrstu var rætt um að Lífeyrissjóður arkitekta tæki þennan sýningarsal upp í kaupin á Ásmundarsal, en þegar til kom vildu seljendur ekki ganga að þessum skiptum. FÍM átti enga peninga í sjóði, aðeins fyrrgreinda eign með áhví- landi skuldum. Það var því í raun langt í frá að félagið hefði bolmagn til að kaupa Ásmundarsal á þeim kjörum sem buðust. Samt sem áður gerði þáverandi stjórn FÍM tilboð í fyrrgreindan hluta eignarinnar. Á aðalfundi FÍM var þetta tilboð í fyrstu samþykkt, en þegar fyrir lágu upplýsingar um að fjárhagsstaða félagsins hafði verið stórlega ofmetin, var tilboðið aftur borið upp á framhaldsaðal- fundi og þá fellt, enda flestum ljóst að kaup á þessum skilmálum hefðu leitt til gjaldþrots FÍM. Það hefur hins vegar alltaf legið ljóst fyrir að stjórn FÍM telur að nýta eigi Ásmundarsal til sýningar- halds og annarrar listrænnar starf- semi og hún fagnar innilega stefnu- breytingu borgaryfirvalda varðandi nýtingu hússins. F.h. stjórnar FÍM, Guðrún Kristjánsdóttir for- maður. Kristín Jónsdóttir gjaldkeri. FULLTRÚAR kirkjugarða á stofnfundi Kirkjugarðasambands íslands. Kirkjugarðasamband Islands stofnað KIRKJUGARÐASAMBAND Is- lands hefur verið stofnað og verða stofnfélagar 20 víðsvegar á landinu. í stjórn Kirkjugarðambands ís- lands voru kosnir: Þórsteinn Ragn- arsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, Bene- dikt Ólafsson, lögfræðingur frá Akureyri, og Guðmundur Rafn Sig- urðsson, framkvæmdastjóri Skipu- lagsnefndar kirkjugarða, Reykja- vík. í varastjórn voru kosin: Ástráð- ur Magnússon, Egilsstöðum, og Anna María Kristjánsdóttir, Odda- sókn. Þórsteinn Ragnarsson var kjörinn formaður stjórnar. Tónleikar í Loftkastalanum JÓLASTEMMNING verður í Húsdýragarðinum um helgina. Jól 1 Laugardal TÓNLEIKAR verða haldnir í Loft- kastalanum á laugardag til stuðn- ing vímuefnavömum. Fram koma Q4U með Ellý, Glott, sem skipuð er forðum Fræbbblum, Tjalz Gizur OPIÐ hús verður hjá véladeild Heklu hf. í Reykjavík laugardag- inn 16. desember og verður þá sérstök kynning á hinni nýju vöru- bílalínu frá Scania, 4-línunni. Bíll verður til sýnis á staðnum og starfsmenn véladeildarinnar og Podogs. Yfirskrift tónleikann er: „Gerum það edrú — með lifandi tónlist.“ Mótorsmiðjan stendur að tónleik- unum. veita allar nánari upplýsingar. Scania kynnti þessa nýju vörubíla- línu í október sl. en hún er fram- leidd í verksmiðjum Scania í Söd- ertálje í Svíþjóð. Opið verður milli kl. 12 og 16. JÓLADAGSKRÁ verður í Hús- dýragarðinum og Grasagarðinum frá kl. 13-17 laugardag og sunnu- dag. Hestareið verður um Húsdýra- garðinn og nágrenni hans kl. 13-14 og 15-16 og munu reið- mennirnir gefa gestum konfekt. Giljagaur kemur í fjósið kl. 14 og segir skemmtilega jólasögu ásamt Grýlu og Leppaiúða. I Garðskála Grasagarðsins sem komin er í hátíðarbúning verður jólastund kl. 16. Jólasaga verður sögð, jólalög sungin og dansað í kringum jólatré undir berum himni. í kaffihúsi Fjölskyldu- og hús- dýragarðsins er hægt að ylja sér og kaupa kakó með ijóma ogjóla- smákökur á 150 kr. um jólin. Hefbundin Húsdýragarðsdag- skrá er báða dagana og er þar ýmislegt skemmtilegt að sjá. Sela- gjöf er kl. 11 og 16 og dýrum í smádýrahúsi er gefið kl. 16.20. Aðgangseyrir fyrir 0-5 ára og ellilífeyrisþega er ókeypis, 100 krónur fyrir 6-12 ára og 200 krónur fyrir fullorðna. Fjölskyldu og húsdýragarðurinn er opinn frá 10-18 um helgar og 13-17 alla virka daga nema mið- vikudaga. Fatasöfnun fyrir fólk í gömlu Júgóslavíu ÆSKR mun gangast fyrir uppá- komu fyrir ungt fólk í Reykjavík sunnudaginn 17. desember. Hátiðin hefst kl. 12 með fatasöfnun vegna ástandsins í fyrrum Júgóslavíu. Fatasöfnunin er samstarfsverkefni ÆSKR, Hjálparstofnunar kirkjunn- ar, Ungs fólks í atvinnuleit o.fl. Bandalag íslenskra skáta „skaffar" tjöldin. Fatasöfnunin á að vera „temprað átak“ því það eru takmörk fyrir því hvað við getum tekið við milu magni af fötum. Fötin verða flokkuð og þeim pakkað jafnóðum og þau berast. Skóverslun Steinars Waage verð- ur með gám fyrir notaða skó á sama stað. Fatasöfnunin stendur frá kl. 12-20. -----» ♦ ♦---- Stuð, sveifla og rómantík ANDRÉ Bachmann heldur aukaútgáfu- tónleika á Feita dvergnum í kvöld og annaðkvöld. Tónleikarnir hefjast kl. 23.30 bæði kvöldin. André kynnir efni af nýútkomn- um geisladiski sínum, sem heitir Gleðigjafinn André Bachmann. Tjalz Gizur Kynning á Scania -leikur að lœra! Vinningstölur 14. des. 1995 5*14.15*20.21 «24*28 Eldri úrslit ó símsvara 568 1511 Hornsófi með innbyggðu fumi. Verð kr. 1 ðíMHK) St.gr. kr. 143.000 Ekta leður d slitflötum og leðurlíki d grind. Litir: Vínrautt - brúnt - grœnt - svart.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.