Morgunblaðið - 15.12.1995, Page 63

Morgunblaðið - 15.12.1995, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1995 63 BREF TIL BLAÐSMMS Okrað á hollum drykk Frá Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni: ÁFENGIÐ hefur aldrei gert nein- um manni mein að fyrra bragði, eins og Tómas Guðmundsson sagði eitt sinn. En einu er við það að bæta. Athyglisverður þáttur (Sixty Minutes) var sýndur á Stöð tvö sunnudaginn 10. desember. Þar kom fram, að sífellt sterkari gögn eru að verða til um það, að hófleg rauðvínsdrykkja (2-4 glös á dag) sé holl. Meðal annars var rætt við danskan vísindamann, sem hafði rannsakað áhrif breyttra drykkju- hátta Dana á heilsufar þeirra. Eft- ir að Danir gengu í Evrópusam- bandið, lækkaði verð á rauðvíni um 30%, og við það jókst drykkja þess á kostnað annarra drykkja. Um leið batnaði heilsa Dana. Bandarískir læknar, sem hafa rannsakað málið, segja, að hófleg rauðvínsdrykkja minnki ekki að- eins líkurnar á hjartasjúkdómum, heldur einnig á krabbameini. Hjarta- og æðasjúkdómar eru sem kunnugt er algengustu dánar- orsakir íslendinga. Ætla landlækn- ir, forstjóri Áfengis- og tóbaks- verslunar ríkisins, þingmenn og aðrir ráðamenn þjóðarinnar að hafa það á samviskunni áfram, að þessum holla drykk, sem er auk þess mikill gleðigjafi, sé haldið frá fólki með okurverði? Og hvers vegna leyfa þeir sífelldar auglýs- ingar um það, að mjólk sé holl, en banna allar auglýsingar um rauð- vín, þótt sennilega sé rauðvín miklu hollara fyrir fullorðið fólk en mjólk? Hvernig væri að lækka verð á rauðvíni og hækka þess í stað verð á brenndum drykkjum, sem að sögn vísindamannanna í fyrrnefnd- um þætti eru jafnóhollir og rauð- vínið er hollt? Hvers eigum við að gjalda, sem umhugað er um heilsu okkar? HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON, Hringbraut 24, Reykjavík. Góð reynsla af Medis- ana Turbo-buxum Frá Helgu Gísladóttur: MIG undirritaða langar að skjóta inn nokkrum orðum varðandi rit- deilur þær sem að Þuríður Ottesen hefur átt í við Rafn Líndal vegna buxna sem hjálpa konum með app- elsínuhúð. Eg harma mjög nei- kvæða meðferð Rafns á jafn við- kvæmu máli. Við konur sem þekkj- um vandamálið af eigin raun höf- um leitað leiða til að losna við það, og ef Medisana Turbo buxurn- ar geta hjálpað sé ég ekki ástæðu til að reyna að gera lítið úr því. Mig langar til að segja frá reynslu minni af umræddum bux- um. Ég vinn fullan vinnudag við afgreiðslustörf, og er álag á fætur mjög mikið. Ég hef safnað vökva og appelsínuhúð á læri og rass og var vandamálið orðið slíkt að ég var alvarlega farin að hugsa um að ég yrði að minnka við mig vinnu, janfvel niður í hálfan dag, þar sem verkir voru að verða óbærilegir. Fyrir þremur mánuðum keypti ég mér svo Medisana Turbo buxur, og byijaði að vera í þeim í vinn- unni. Sú breyting sem orðið hefur á líðan minni og útliti er mikil. Vökvasöfnun er ekki fyrir hendi og hefur appelsínuhúðin minnkað svo um munar. Þreytuverkir sem háðu mér við vinnu eru horfnir og allar vangaveltur um styttri vinnu- dag komnar á hilluna. Vil ég því beina orðum mínum til Rafns Lín- dals þegar ég segi: Það er útilokað að sýna fram á það með tilvitnun- um og skrifum að buxurnar séu gagnslausar. Reynsla mín sýnir að buxurnar eru eingöngu til góðs og geta í mörgum tilfellum hjálpað mikið. HELGA GÍSLADÓTTIR, Funafold 31, Reykjavík. Hvers vegna, Helga Ingólfsdóttir? Frá Finni Karlssyni:, ÉG ÞJÁIST af psoriasis í hársverði og andliti en hef nýlega kynnst kremi dr. Guttorms Hernes sem hefur skilað mér mjög góðum ár- angri í baráttunni við vágestinn. Það kom mér því á óvart þegar ég las í bréfum Ragnars Þjóðólfs- sonar til Morgunblaðsins að Psor- iasissamtökin hefðu snúist öndverð gegn sölu og innflutningi kremsins hér á landi. Ragnar fer fram á að Helga Ingólfsdóttir svari í nafni samtakanna ákveðnum spurning- um sem ég tel okkur notendur eiga rétt á að fá svarað. Helga hefur enn ekki svarað og vil ég hvetja hana til að gera það hið fyrsta. Ég vil einnig hvetja Ragnar til að skýra betur í hveiju aðgerðir Helgu voru fólgnar, enda skilst mér að þær hafi leitt til þess að kremið er ekki lengur fáanlegt í apótekum sem er bagalegt fyrir okkur sem notum það. FINNUR KARLSSON, Bláhömrum 11, Reykjavík. Siggi hrekkjusvín Frá Sigrúnu Jónsdóttur: ÉG HAFÐI gaman af að lesa barna- bókina Siggi hrekkjusvín, sem er nýkomin á markaðinn. Hún er skrif- uð fyrir læs skólabörn og ömmur eins og mig, sem kann alla gömlu leikina sem voru svo skemmtilegir og þarna eru komnir á prent. Þeim er fléttað saman við söguna um hann Sigga, sem stefnir í að verða vandræðaunglingur, en fólkið í hverfinu sér hættuna og tekur í taumana áður en það er orðið um seinan. Þannig geta áhrif og skiln- ingur hjá góðu fólki leitt unglingana á rétta leið. Góð bók, vönduð bók, fallega myndskreytt af ungri listakonu, Höllu Sólveigu Þorgeirsdóttur. Höf- undurinn er Oddný Thorsteinsson. Fjölvi gefur út. SIGRÚN JÓNSDÓTTIR, kirkjulistakona, Skólavörðustíg 12, Reykjavík. með útgáfut' á föstud Auglýsing Tímaritið Hjónabands- og félagamiðlun. Hin sanna hamingja skapast þegar sönn ást tekst milli manns og konu. Að finna þá ham- ingju er ekki létt, en auglýsing í tímaritinu getur verið góð hjálp í leitinni eftir rétta lífsförunautn- um, einmitt fyrir þig. Eftir Ijósmynd getur maður oftast dæmt um hvort manni falli við persónuna! Með auglýsingunni þarf að senda mynd og upplýsingar um menntun, sjálfslýsingu, lundar- far, áhugamál, aldur, augnlit, líkamsstærð, Ifkamsþyngd og háralit. Einnig hvaða eiginleika viðkomandi óskar eftir, hvers konar lundarfar og annað sem þeim finnst skipta máli. Einstæðar mæður og feður með börn (barn), er æskilegt að senda fjölskyldumynd tii að maðurinn/konan getir dæmt um hvort þeim falli við börnin (barnið). Það verður oftast fljótt Ijóst hvort persónunum fellur hvorri við aðra þegar þær talast við í síma. Einstaklingar, sem sækja eftir félaga eða vini, skulu skrifa sjálfslýsingu og um áhugamál sín, lundarfar og aldur og senda með nýlega Ijós- mynd af sér. Persónurnar þurfa gjarnan að skri- fa um hvernig félaga þær óska eftir, t.d. rólynd- um, örlyndum, hressum, glaðværum, vel lesnum, með almenna menntun, með háskóla- menntun eða með sérstök áhugamál. Þú getur einnig eignast símafélaga sem þú getur talað við þegar þú þarft að tala við ein- hvern. Þú færð dulmálslykil eða getur gefið upp símanúmerið þitt. Fyrir ellilífeyrisþega, þegar barnabörnin eru búsett úti á landi, erlendis eða þeir eiga engin, en þrá að umgangast börn (barn), eru hugsaðar sérstakar síður; þá þurfa þeir bara að senda nýlega Ijósmynd og nokkrar línur um sig. Ellilífeyrisþegar, sem óska þá eftir að fá barna- fjölskyldur í heimsókn, fá dulmálslykil eða gefa upp símanúmer sitt. Þú getur líka eignast félaga til mismunandi áhugamála, svo sem ferðalaga, veiði — eða hvers sem er! Þeir, sem hafa sömu áhugamál, hafa mikið að tala um. Þeir, sem hafa góðlegt útlit eða eru glaðværir og félagslyndir, geta vænst þess að fá mörg svarbréf. Þú þarft einnig að skrifa um hvort þú ert ábyrgur í fjármálum og hvort þú ert þroskuð/aður. Auglýsing verður með dulmálslykil eða þú getur gefið upp símanúmer þitt, en því getur fylgt mikið ónæði. Konur, sem hafa sambúð í huga, fá alltaf dul- málslykil. Skýring á sjálfslýsingu: Hvort þú ert rólynd/ur, sjálfstæð/ur, nærgætin/n, undirgefin/n, með hlýtt viðmót, og/eða blíð- lynd/ur, staðfastur/staðföst, venjuleg/ur. í skýringu á lundarfari komi fram: Hvort þú ert glaðvær, hress, hvort þú hafir kímni- gáfu, sért þolinmóð/ur, umburðarlynd/ur, tillitssöm/samur, hvort þú sért skapmikil/l eða hafir venjulegt lundarfar. Verð: Símafélagi Kr. 12.00 — 50 orð. Auglýsing passamynda 4,5x5,6 cm 9 cm há kr. 2.000. — passamynd í lit 4,5x5,6 cm 9 cm há kr. 6.000. Auglýsing fjölskyldumynda 6x6,7 cm 14 cm há kr. 3.500. — fjölskyldumynd í lit 6x6,6 cm 14 cm há kr. 9.500. Orð með passastærð ca 50 orð, fjölskyldumyndir ca 100 orð, síðan eru 300 kr. á hvsrn dálk cm, sem kemur á öll orð fram yfir það. Allur ágóði af sölunni fer til líknarmála. Þetta er 100% heiðarlegt fyrirtæki. Þeir sem kaupa tímaritið með auglýsingunni fá tímaritið á 400 kr. annars 500 kr. og fá fría heim- sendingu. Sendið einnig með heimilisfang, símanúmer og kennitölu. Auglýsingin sendist í pósthólf 225, 270 Mosfellsbæ. Björgvin Ómar Ólafsson, kt. 170352-1557.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.