Morgunblaðið - 15.12.1995, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 15.12.1995, Qupperneq 64
»4 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ K I N G A eh umw Vinningstölur . 13.12.1995 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ A HVERN VINNING | [»»« ER 63,6 1 45.120.000| [1 5 af 6 Lffl+bónus 0 276.831 B| Saf6 4 54.370 H 4af6 211 1.630 ra 3 af 6 Cfl+bónus 703 210 Aöaltöíur 3 )( 9)(l5 19J[41J[43 BÓNUSTÖLUR Heildarupphæð þessa viku 46.105.871 álsl.: 985.871 UPPLÝSINQAR, SfMSVARI 5C8 1511 EDA GRÆNT NR. 800 6511 — TEXTAVARP 453 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVJLLUR f llinningur: fór til Noregs RANNÍS ✓ Utboð Evrópusambandsins Styrkir tii samstarfs við Mið- og Austur-Evrópu — Sóknarfæri í þekkingarútflutningi Rannsóknarráð l'slands og Kynningarmiðstöð Evrópurannsókna, KER, bjóða til kynningar á útboði Evrópusambandsins á styrkjum til sam- starfsverkefna við Mið- og Austur-Evrópuríki á vegum INCO-áætlunarinn- ar, sem er hluti 4. rammaáætlunar ESB. Styrkir eru í boði til verkefna er varða: — Vistkerfi sem eru í hættu — Náttúruvá og umhverfisslys — Heilbrigðismál og vinnuvernd — Orkumál, þ.m.t. endurnýjanlegar orkulindir* — Samskiptatækni og fjarvirkni í þágu atvinnulífs og opinberrar þjónustu.* — Upplýsingatækni — Iðnaðar- og efnistækni* — Mælingar og prófanir — Líftækni — Matvælaiðnaður og matvælatækni* — Félagsvísindi og hagfræði ('Sérstaklega áhugaverð fyrir íslenska aðila). (Umsóknarfrestur er til 29. febrúar 1996). Kynning á útboðinu verður mánudaginn 18. desember í Borgartúni 6, kl. 14.00. Þeir, sem áhuga hafa á tæknilegri samvinnu og/eða útflutningi tækni- þekkingar til Mið- og Austur-Evrópurikja eru hvattir til að kynna sér útboðið. Ábendingar á mjólkurumbúðum, nr. 50 af 60. Þegar lítið er til Að skera við nögl er gamalt orðatiltæki sem merkir að skammta naumt eða spara. Það þótti vissara að máta með nögl eða fingri þegar skorið var tóbak eða önnur munaðarvara. fslenskt mál er ríkt að orðatiltækjum sem urðu til þegar fólk hafði minna milli handa en nú. MJÓLKURSAMSALAN íslenskufrœðsla ú mjólkurumbúðum er samstarfsverkefni Mjólkursamsölunnar, íslenskrar málnefndar og Málrœktarsjóðs. ÍDAG SKAK Umsjön Margeir Pétnrsson Hvítur leikur og vinnur. STAÐAN kom upp á svæðamóti Vestur-Evr- ópulanda í Linares á Spáni fyrir mánaðamótin. Hollenski stórmeistarinn John Van der Wiel (2.545) hafði hvítt og átti leik, en spánski alþjóða- meistarinn Gomez Este- ban (2.425) var með svart. 24. Hxg6+! - hxg6 25. Dxg6+ - Kh8 26. Dh5+! (Annars gæti svartur létt sér vörnina með því að leika Dg8.) 26. - Kg8 27. He2! (Auk þess sem svarti riddarinn á e4 stendur nú í upp- námi hótar hvítur 28. He3 og hrókur- inn ræður úrslitum í sókninni. Svarta staðan er töpuð.) 27. - Bxf5 28. Rxf5 - Rc5 29. Dg6+ - Kh8 30. Rxd6! - Dg8 31. Dh6+ og svartur er mát í næsta leik. í stað þess að gefast upp beið Spánveijinn í hálfa mínútu eftir því að falla á tíma. Onnur skákin í einvíg- inu um íslandsmeistara- titilinn fer fram í dag og hefst kl. 17. Önnur um- ferðin í Guðmundar Ara- sonar mótinu hefst á sama tíma. Báðir þessir viðburðir fara fram í íþróttahúsinu við Strand- götu í Hafnarfirði. Farsi Og nú koma fréttir. Um- ferðaróhapp varð í morgun fyrir framan útvarpshúsið. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Blettahreinsun GUÐLAUG Þórisdóttir hringdi og vildi láta les- endur blaðsins vita af góðri þjónustu hjá þvottahúsinu Drífu í JL- húsinu. Hún var með gamla dúka sem voru með gömlum blettum sem hún var hætt að reyna að ná úr. Fyrir rælni fór hún með alla dúkana í þvottahúsið Drífu, og komu þeir allir drifhvítir til baka, allir blettir á bak og burt. Fannst Guðlaugu að aðr- ir þyrftu að vita af þess- ari þjónustu, því hún er mjög ánægð með sín við- skipti við þvottahúsið. Hvemig ekki á að stýra peningamálum SVERRIR Bjamason hringdi og var ekki ánægður með skilaboð þau sem hann las út úr auglýsingu frá Lána- sýslu ríkisins. Mynd er af skilti þar sem sýnd er ávöxtun ríkisbréfa nokk- urra landa. Hann telur að ríkissjóður hafi heim- ild til að eyða því sem nemur inntekt í sköttum og tollum, en ekki um- fram það - og allra síst að eyða inntektinni í svona háar vaxtagreiðsl- ur til þeirra sem fyrir eiga peninga. Ófært er að ríkissjóður sé að taka svona dýr eyðslulán á þessum háu vöxtum. Tapað/fundið Vettlingar fundust ÚTPRJÓNAÐIR karl- mannsvettlingar fundust á Hverfisgötu í Reykja- vík. Uppl. í síma 552-2496. Kveikjari tapaðist RONSON gaskveikjari tapaðist á Hótel Islandi föstudagskvöldið 8. des- ember. Kveikjarinn er með áletrunina PP. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 551-6299. Tveir hringar töpuðust TVEIR gullhringar töpuðust sl. þriðjudag í Þjóðarbókhlöðunni. Ann- ar hringurinn var tvílit- ur, silfur og gull. Hinn hringurinn er mjög sér- kennilegur, þykkur karl- mannshringur með er- lendri áletrun á, sem lít- ur út eins og ættar- merki. Góð fundarlaun. Skilvís finnandi vinsam- iegast hringi í síma 565-3736. Lyklakippa tapaðist STÓR lyklakippa til að ■ hengja í belti, með mörgum lyklum á, tap- aðist laugardaginn 2. desember sl. Finnandi hringi í Þórð eða Lilju í síma 587-7737. Gæludýr Neyðarkall TVO kisustráka vantar heimili vegna breyttra aðstæðna. Þeir eru 8 og 10 mánaða gamlir og eru kassavanir og blíðir. Uppl. gefur Hrund í síma 551-2677. Nú erum við ekki lengur skúringarkonur , heldur er ég parket-snyrtir og þú umhverfístæknir. Víkveiji skrifar... NÝLEGA tók Víkveiji eftir því að klukkan í tumi Sjómanna- skólans, a.m.k. sú er snýr í norður, var klukkustund of sein. Hvernig má það vera að klukka á opinberri stofnun eins og Sjómannaskólanum geti verið vitlaus? Þegar Víkveiji varð þessa var, hafði hann á orði við kunningja sinn, að klukkan væri vitlaus. Þessi kunningi sagði, að yfirieitt væri mjög erfitt að treysta opinberum kiukkum. Það væri helzt Dóm- kirkjuklukkan, sem sýndi réttan tíma, enda taldi kunninginn hennar gætt mun betur en annarra klukkna, sem eiga að þjóna almenn- ingi, vilji hann vita hvað tímanum líði. Það er óþolandi þegar ekki er unnt að treysta klukkum og lág- markskrafa að þær sýni réttan tíma. Nú var ekki því að heilsa að klukkan á Sjómannaskólanum væri biluð og hún stopp, því að hún gekk - var hins vegar klukkustund of sein. XXX ATHYGLIVERÐAR upplýs- ingar komu fram í þættinum 60 mínútum, sem sýndur var á Stöð 2 á sunnudagskvöldið. Þar var skýrt frá rannsóknum á áhrifum áfengis á heilsufar manna, en rannsóknirn- ar hófust, er menn tóku eftir því að kransæðasjúkdómar voru mun fátíðari meðal Frakka en Banda- ríkjamanna. Þar sem Frakkar eru þekktir fyrir að neyta rauðvíns með mat, en Bandaríkjamenn drekka hins vegar lítið af vínum, hella frek- ar í sig sterkum drykkjum um helg- ar, beindist athyglin að þessum neyzluvenjum. Síðan sagði í frásögn þáttarins að menn hefðu haldið áfram að kanna áhrif áfengis, sem neytt er í hófi, 2 til 3 rauðvínsglös með mat á dag, meðal Dana, þar sem vín- neyzla hefur aukizt um 30% hin síðari ár. Hafa þessar rannsóknir leitt í ljós að tíðni hjartasjúkdóma hefur minnkað í réttu hlutfalli við aukningu á rauðvínsdrykkju í Dan- mörku. í þættinum var rætt við vísinda- mann, sem unnið hafði við þessar rannsóknir og lét hann í ljós þá skoðun, að vissulega þyrftu stjórn- völd að gefa þessum niðurstöðum gaum og þá hugsanlega breyta stefnu sinni í áfengismálum og hvetja til hófdrykkju. Greinilega kom fram í þættinum að hóf- drykkja væri lykillinn að hollustu vínsins, en væntanlega er það tals- vert vandamál, að kynslóðir í þeim löndum, sem búið hafa við hörðust höftin á sviði áfengismála, kunna alls ekki að umgangast vínið og má þá búast við að fjandinn verði laus, því að ofneyzla vínsins er auð- vitað hið mesta böl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.