Morgunblaðið - 15.12.1995, Side 68

Morgunblaðið - 15.12.1995, Side 68
68 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Aðventutilboð 300kr. SAKLAU < « ;;, 11 > HAskÖLABÍÖ SÍMI 552 2140 Háskólabíó 26. des Frumsýning jólamyndin 1995 STEPHEN DORFF GABRIELLE ANWAR 2 as IMMIIMCtVMMMllMMMIIMIMMIMMIM Aðventutilboð 300kr ssr« Sýnd 11 05 16 °g ara Hann er mættur aftur betri en nokkru sinni fyrr! Pierce Brosnan er James Bond. Mynd sem enginn Islendingur má mis^a af! APOLLO ÞRETTANDI Aðventutilboð 300kr. mummmxanmmm. Aðventutilboð 300kr œnmnBfflfflBianffl r Aðventutilboð 300kr. Sýnd kl. 5 dueiess, ■ w....1 Sýnd kl. 5, 7 og 9 Bók sem breytir lífssýn Morgunblaðið/Júlíus Guðrún G. Bergtnann með Celestine-handritið og „Elskaðu líkama þinn“. GUÐRÚN G. Bergmann hefur ásamt eiginmanni sínum Guðlaugi Berg- mann, gefið út bókina „Celestine handritið", í nafni útgáfufélags þeirra Leiðarljóss sem staðsett er að Brekkubæ á Hellnum á Snæfellsnesi. Bók þessi er merkileg að sögn Guðrúnar, „efni hennar hefur bréytt lífi fjöl- margra og vakið svo mikla athygli að hún hefur selst í milljónum eintaka og setið efst á metsölulista bandaríska stórblaðsins New York Times,“ segir Guðrún og bætir við að þetta sé ein af þeim bókum sem breytt hafi sínu lífí. Celestine handritið er eftir Bandaríkjamanninn James Redfi- eld og byggir á fornu handriti sem fannst djúpt í regnskógum Suður- Ameríku. Guðrún segir Redfíeld hafa lent í vandræðum er hann reyndi að koma bókarhandriti sínu á framfæri. Útgefendur hafí ekki haft áhuga og því hafi hann sjálfur ráðist í að gefa bókina út. Síðan gekk illa að fá dreifingu svo Redfield gekk einnig í það verk, rúntaði með bókina á milli bókabúða og mark- aða um helgar þegar hann hafði til þess tíma. Hann gaf fólki jafnvel eintök til þess að koma efninu til skila. „Smátt og smátt fór það að berast út að stór- merkileg bók væri í umferð og þá stóð ekki á stóru forlögunum að koma til skjalanna. Bók- in hefur síðan náð millj- ónasölu og ekki að undra, efni hennar lætur engan ósnortinn. Þetta er ævin- týrasaga með andlegu ívafi og má segja að hún breyti lífi og lífssýn allra sem lesa hana,“ segir Guðrún. Bókin um Celestine-handritið er ekki eina bókin sem Leiðarljós gef- ur út, einnig er komin til skjalanna bók um Candida sveppasýkingu sem Guðrún segir ótrúlega algenga sýkingu. Bókina hafa þau unnið í samvinnu Guðrún og Hallgrímur Þ. Magnússon læknir. Þau hafa einnig flutt saman fyrirlestra um fyrirbærið, breyttan lífsstíl og bætta heilsu, Hallgrímur sem lækn- irinn og Guðrún sem sveppasýkis- sjúklingur á batavegi. Iðni til sveita Guðrún segist ekki hafa flutt í sveitina til að sitja auðum höndum. Hún hefur rekið vísi að andlegri miðstöð í Brekkubæ ásamt Guð- laugi og félögum í Snæfellsás-sam- félaginu, auk þess að reka útgáfu- fyrirtækið sem um ræðir. Áður hefur fyrirtækið sent frá sér efni, m.a. „Kærleikskorn“ ásamt bókinni „Boðskapur Maríu til mannkyns- ins“. „Kærleikskornin" eins og Guðrún kallar þau, eru kort með staðfestingartextum. Nú hefur hún bætt um betur. „í framhaldi af vinsældum „Kærleikskornanna" fannst mér tilvalið að semja texta á ný stað- festingarspjöld og í þetta sinn beindi ég sjónum mínum að líkam- anum, þar sem svo margir hafna honum. Nýju staðfestingarnar mín- ar heita „elskaðu líkamann“, segir Guðrún. Og hún heldur áfram: „þar sem hver fruma líkamans hefur meðvitund og geymir minningar um alla höfnun, ótta og annað sem fyrir okkur hefur komið, þá samdi ég líka hugleiðslu til að fólk geti unnið sig frá þessum ótta og fyllt sig kærleika í staðinn. Hugleiðslan er á annari hlið snældu sem einnig nefnist Elskaðu líkamann, en hinu- megin les ég staðfestingarnar inn þannig að einnig er hægt að nota heyrnarskynið til að efla áhrif stað- fþstinganna á undirmeðvitundina.“ Svo er önnur snælda og Guðrún segir frá henni: „Ég elska myrkrið í sveitinni, því þá get ég horft á stjörnurnar, tunglið og norðurljós- in. Þar er ég líka í sterkri tengingu við jörðina og náttúruna og hef unnið ýmis konar hugleiðsluvinnu, sem ég setti saman í tvær hug- leiðslur á snældu sem kallast Heil- un Jarðar. Með því gef ég öðrum kost á að vinna sams konar heil- unarvinnu með jörðinni." EINSTAKT jÓLATILBOÐ - 20% ALSLÁTTUR Komið saman á aðventunni NILFISK GM210 (Rétt verð 33.670,-) jÓLATILBOÐ 25.590,- stgr. NILFISK GM200 (Rétt verð 28.400,-) jÓLATILBOÐ 21.580,- stgr. NILFISK GM200E (Rétt verð 23.150,-) jÓLATILBOÐ 1 7.590- stgr. NILFISK /FOniX OMENGUÐ GÆÐI HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SlMI 552 4420 3ja ára ábyrgð AÐVENTUKVÖLD var haldið í Friðrikskapellu við stjórn Gylfa Gunnarssonar, sungu nokkur lög, auk Hlíðarenda síðastliðið miðvikudagskvöld. Fóstbræður, þess sem Lára V. Júlíusdóttir hélt ræðu. Sr. Valgeir undir stjórn Árna Harðarsonar og Valskórinn undir Ástráðsson, prestur í Seljasókn, stjórnaði samkomunni. VALSKÓRINN söng undir stjórn Gylfa Gunnarssonar. Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.