Morgunblaðið - 15.12.1995, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 15.12.1995, Qupperneq 72
72 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1995 NYJAR HLJOMPLOTUR :0 _ j 'C3 _ J h° :0 3 VO J! § »i ^ -2 .b -P qí & '0*8 Æ cu irí '^3 S 2 5S c C oo S | oo e > ^ « Cn h. ft. o <u co g C Ö co *0 i P3 a> s3 ae CO co Ákveðið orkuflæði Tamlasveitin sendi fyrir skemmstu frá sér samnefnda breiðskífu. Stefán S. Stefánsson, einn liðsmanna sveitar- innar, segir plötuna hafa veríð tekna upp nánast beint og fyrir vikið sé að finna á henni einhvern aukakraft. TlMLASVEITIN er skipuð þeim Agli Ólafssyni, Birni Thoroddsen, Eiríki Erni Pálssyni, Gunnari Hrafnssyni, Jónasi Þóri og Stefáni S. Stefáns- syni. Stefán segir að á plötunni séu lög af efnisskrá hljómsveitar- innar frá því hún varð til fyrir hálfu öðru ári eða svo. „Við tókum þá ákvörðun að bregða okkur í hljóðver og taka plötuna upp sem mest beint,“ seg- ir hann, en þeir félagar tóku yfir- leitt ekki nema tvær tökur á hvert lag, söng og allan hljóðfæraleik samtímis, og létu betri tökuna standa. „Þetta steinlá allt nokkuð skemmtiiega," segir Stefán, „við vorum skotfljótir að gera þetta og um leið var þetta mjög skemmtileg tilbreyting frá þessari venjulegu lagskiptu hljóðversvinnu, þar sem Morgunblaðið/Einar Falur byijað er á grunninum, þá bætt ofan á hann og loks endað á söng og hljóðblöndun." Hann segir að fyrir vikið telji þeir félaga sig fínna ákveðið orkuflæði á plötunni sem sjaldan náist þegar hin hefðbundn- ari vinnubrögð séu notuð og skipti þá engu þótt einhvers staðar megi heyra skakkar nótur. „Það kemur einhver aukakraft- ur sem er meira virði en þessi endalausa snurfusun, sem leiðir oft af sér að plötur hafa dáið í hljóðverinu." Lög úr öllum áttum Á dagskrá Tamlasveitarinnar eru lög úr öllum áttum, þar á meðal nokkur frumsamin, sem Stefán segir að vilji sé fyrir að gefa út síðar, en tvö slík eru reynd- ar á disknum. „Það hefur þurft að bíða vegna annarra verkefna,“ segir hann og vísar þá til þess meðal annars að undanfarið hefur Tamlasveit- in verið upptekin í leikriti Ól- afs Hauks Símonarsonar, Þreki og tárum, en þar kemur hún fram sem Hljómsveit Áka Hansens. „Menn hafa líka verið að fást við ýmislegt ann- að og margir í mörgum hljóm- sveitum. Breiddin í hljóm- sveitinni er svo mikil að við höfum þurft að hnika til verk- efnum vegna þess að einn er kannski að spila með Mótettu- kór Hallgrímskirkju, annar að leika í forsetaveislu og sá þriðji að leika með Stórsveit Reykjavíkur," segir hann og bætir við að það hve liðsmenn Tamlasveitarinnar séu iðnir að vinna með hinum og þessum utan sveitarinnar geri hana lífseigari en flestar aðra sveitir, því hægt sé að kalla menn saman með litlum fyrirvara. Sjóaðir tónlistarmenn Stefán segir að ólíkir tónlistar- menn eigi það til að deila og ekki síður í Tamlasveitinni, en þessir sjö tónlistarmenn séu svo sjóáðir að þeir séu um leið sjö sátta- semjarar og því fari deilurnar aldr- ei út fyrir tónlistarstefnuna og bætir við að í Tamlasveitinni komi menn svo saman til að skemmta sér fyrst og fremst, „þetta er ein skemmtilegasta hljómsveit sem hægt er að vinna með“. G Æ Ð I 0 G G 0 T T V E R Ð HEFUR ÞÚ SCf. MORGUNBLAÐIÐ SÚKKAT: Eins og sniðnir hvor fyrir annan. Það er gott, og það batnar TÓNLIST Gcisladiskur FJAP Geisladiskur dúettsins Súkkats: Gunnar Örn Jónsson gítar, Hafþór Ólafsson söngur. Flaut í sálmi: Edu- ardó Perez Baca. Fóstruna kveður Örn Karlsson, á gítar leikur KK, Eyþór Gunnarsson spilar á ýmsar trommur og allir í kór. Upptaka og hljóðblöndun: Ivar Bongó Ragnars- son. Útgefandi: Bein Leið hf. og Súkkat og P 1995. Dreifing Japis. Verð 1.999 krónur. EINHVER ánægjulegasta stund sem ég hef átt í langan tíma var þegar ég settist niður til að hlusta á nýja geislaplötu dúettsins Súkkat, Fjap. Áhrifin voru ekki ósvipuð þeim sem ég varð fyrir þegar ég heyrði fyrstu plötu Megasar fyrir 25 árum, en sú upplifun hafði í för með sér eins konar endurmat og uppgjör á ríkjandi hefðum í kveðskap og laga- smíð og samspili texta og tónlistar. Súkkat svipar að því leyti til Megas- ar að textinn er í öndvegi og'skiptir í raun höfuðmáli, en síðan kemur lipur laglína, sem fellur að orðunum eins og flís við rass. Þeir félagar, Gunnar Örn Jónsson gítarleikari og Hafþór Ólafsson söngvari, eru eins og sniðnir hvor fyrir annan og ég hef á tilfinning- unni að hvorugur geti án hins verið, að minnsta kosti við flutning þessara stórskemmtilegu ljóða og laga. Gunnar Örn er dtjúgur í lagasmíðun- um og flutningur Hafþórs á lögum og ljóðum er óborganlegur. Lög og textar eru flest eftir þá sjálfa, en Megas á þó eitt lag með texta, Sveinn og Pes, og Örn Karls- son semur texta við Rauðar, rauðar rúsínur og Skjóðuljóð, auk þess sem Gilsbakka Jón og KN eiga innskot í laginu Fóstran. Allt er þetta jafn skemmtilegt, hreinasta snilld liggur mér við að segja, enda lífsins ómögu- legt að gera upp á milli laganna eða ljóðanna á þessari plötu. Í augnablik- inu eru Fóstran og Vont en það venst áleitin í huga mínum, sem og Sveinn og Pes Megasar. Reykjavík- urpakk stingur skemmtilega í stúf og Allamalla liggur einhvers staðar nærri í loftinu. Með öðrum orðum: Efnið á þessari plötu er gott, og það batnar við hveija hlustun. Mér fínnst einhvern veginn að þetta sé plata sem flestir verði að hlusta á, að minnsta kosti einu sinni og helst oftar. Þetta er alla vega sú plata sem ég gæti síst verið án um þessar mundir. Sveinn Guðjónsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.