Morgunblaðið - 21.01.1996, Page 1

Morgunblaðið - 21.01.1996, Page 1
88 SÍÐUR B/C 17. TBL. 84. ÁRG. SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Arafat spáð stórsigri í fyrstu kosningum Palestínumanna „Grimdvölliir lagður að stofnun Palestínuríkis“ Jerúsalem. Reuter. PALESTÍNUMENN gengu að kjörborði í gær, laugardag, til að kjósa forseta og 88 manna löggjaf- arráð sjálfstjórnarsvæðis þeirra samkvæmt friðarsamningunum við ísraela. Yasser Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO), er talinn öruggur um að verða fyrsti þjóðkjörni leiðtogi Palestínumanna í kosningunum. Arafat brosti breitt þegar hann greiddi atkvæði í Gaza-borg og sagði kosningarnar marka tíma- mót í sögu Palestínumanna. „Nú er grundvöllurinn lagður að stofn- un Palestínuríkis,“ sagði hann. Um það leyti sem kjörstaðirnir voru opnaðir gengu þúsundir Pal- estínumanna um götur Jenín á Vesturbakkanum þar sem ísra- elskir hermenn drápu þijá liðs- menn Hamas, hreyfingar her- skárra múslima, á föstudag. „Við sprengjum Tel Aviv í loft upp,“ sönglaði fólkið í sífellu. Mikil kjörsókn Rúm milljón Palestínumanna er á kjörskrá og kosningarnar fara fram fjórum mánuðum eftir síð- asta friðarsamning PLO og ísra- ela, sem kvað á um brottflutning ísraelskra hermanna frá mörgum byggðum á Vesturbakkanum eftir 28 ára hernám. Formaður palest- ínsku kjörstjórnarinnar sagði að kjörsóknin hefði verið mjög mikil um morguninn. „Guði sé lof,“ sagði 75 ára Pal- estínumaður í Hebron eftir að hafa kosið í fyrsta sinn á ævinni. „Þetta er dagurinn sem við höfum beðið eftir,“ sagði skólastjóri í Ramallah á Vesturbakkanum. „Þetta er upp- haf stofnunar Palestínuríkis, með höfuðborg í Jerúsalem.“ Kosningarnar eru mikilvægur liður í friðarsamningi PLO og ísra- ela frá 1993, sem veitti tveimur milljónum Palestínumanna tak- markaða sjálfstjórn á Vesturbakk- anum og Gaza-svæðinu. 676 manns eru í framboði til löggjafar- ráðsins og talið er að margir af stuðningsmönnum Arafats nái kjöri. Búist er við að Arafat beri auðveldlega sigurorð af eina and- Reuter ÍSRAELSKIR lögreglumenn voru með mikinn öryggisvið- búnað í Austur-Jerúsalem í gær vegna hættu á að hægri- sinnaðir gyðingar reyndu að hindra kosningarnar þar. A efri myndinni eru lögreglu- menn á verði við kjörstað í Austur-Jerúsalem, en á mynd- inni til vinstri er Yasser Ara- fat, leiðtogi Frelsissamtaka Palestinumanna, (PLO) að greiða atkvæði í Gaza-borg. stæðingi sínum í forsetakosning- unum, Samiha Khalil, lítt þekktri 72 ára konu sem hefur lagst gegn friðarsamningunum. Spenna í Austur-Jerúsalem Þúsundir ísraelskra lögreglu- manna voru við kjörstaði og í hverfum gyðinga í Austur-Jerúsal- em til að koma í veg fyrir að þeir reyndu að hindra kosningarnar. Erlendir eftirlitsmenn í Austur- Jerúsalem voru ekki ánægðir með kjörsóknina þar fyrstu klukku- stundirnar. „Eg hef aðallega séð ísraelska lögreglumenn og eftir- litsmenn en fáa kjósendur,“ sagði Carl Lidbom, sem fer fyrir eftirlits- nefnd á vegum Evrópusambands- ins. „Ég efast um að þeir mæti á kjörstað við þessar aðstæður." Jimmy Carter, fyrrverandi for- seti Bandaríkjanna, deildi við ísra- elskan lögreglufulltrúa um hvort lögreglan væri að taka myndir af kjósendum og sagði að það mætti ekki. „Hafðu engar áhyggjur,“ sagði lögreglufulltrúinn og bætti við að aðeins yrðu teknar myndir af friðarspillum. „En ég hef áhyggjur," svaraði Carter. Ferjuslys í Indónesíu Ottast að 150 hafi farist Jakarta. Reuter. AÐ MINNSTA kosti 54 manns fórust og meira en 100 var saknað í gær eftir að ferja sökk í Aceh, vestasta héraði Indónesíu. 39 manns var bjargað. Fetjan, sem var smíðuð í Japan, er talin hafa siglt á sker og sokkið á leið til Sab- ang frá Banda Aceh, höfuð- stað héraðsins. Sabang, sem er 29 km norðan við Banda Aceh, er á eyjunni We og þangað fara margir erlendir ferðamenn vegna fagurra stranda og kóralrifja. Stormur var og stórsjór þegar feijan sökk og óveðrið torveldaði björgunarstarfið. 20 skip tóku þátt í leitinni. Tsjetsjen- ar nást Eregli. Reuter. TYRKNESKA lögreglan handtók í gær fimm menn, sem tóku þátt í gíslatökunni í Svartahafsferjunni Avrasíu og reyndu að sleppa með því að þykjast vera farþegar í feijunni. Tveir mannanna eru Tsjetsjenar og einn frá Abk- hazíu-héraði í Georgíu. Fjórir félagar þeirra gáfust upp á föstudag án þess að til blóðs- úthellinga kæmi. Þeir höfðu haldið um 200 manns í gísl- ingu í feijunni til að mótmæla árásum Rússa á tsjetsjensku uppreisnarmennina í þorpinu Pervomaískoje í Dagestan. Tyrkneskir lögfræðingar segja að mennirnir eigi líklega yfir höfði sér allt að níu ára fangelsisdóm. Nokkrir frétta- skýrendur telja að þeir fái mildari dóm þar sem þeir gáf- ust upp og vegna þess að margir Tyrkir hafa samúð með málstað trúbræðra sinna, Tsjetsjena. Andvara laus almenn- ingur ALLTAF EITT- HVAÐLAGSTTIL vnjsnpnfflVDrautíF ?? Á SUNNUDEGI ^ ^

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.