Morgunblaðið - 21.01.1996, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 21.01.1996, Qupperneq 14
14 SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1996 LISTIR MORGUNBLAÐID Hr einlistar stefna Olivier Debré Morgunblaðið/Ami Sæbcrg SÖNGSVEITIN Fílharmónía hyggst flytja ágrip af leiklistarsögu Islands í tónum í Borgarleikhúsinu á þriðjudag. Söngsveitin Fílharmónía með tónleika í Borgarleikhúsinu á þriðjudag Leiklistar- saga í tónum MYNPUST Kjarvalsstaðir MYNDVERK Olivier Debré. Opið alla daga frá 12-18. Til 18 febrúar. Aðgangur 300 krónur. Bók 2.500 krónur. FRANSKI málarinn Olivier Debré (f. 1920), sem Kjarvalsstaðir hafa valið að kynna að þessu sinni, lagði upphaflega stund á arkitektúrnám við fagurlistaskólann í Paris. Nam þarnæst málun hjá Othon Friesz og André Dunoyer de Segonzac, sem hver á sína vísu voru úrvalsmálarar og sá síðarnefndi einnig frammúr- skarandi teiknari, hélt síðan til Eng- lands 1939, og lagði áherslu á mál- unarnám. Var upprunalega undir áhrifum frá impressjónistum, en þró- aði stíl sinn í átt til hreina sértæka málverksins, þar sem hann studdist við ómengaða og efniskennda liti, sem hann smurði þykkt á flötinn, gjarnan svo til beint úr túpunum. Debré þróaði list sína til risastórra einlitra flata sem hann brýtur gjarn- an og rífur með þykkum litaklessum eða doppum, ræmum, lækjum og flæðandi áherslum. Einhvers staðar á efri hluta þeirra, jöðrunum neðst eða til hliðanna, ekki ósvipað því sem amerískir málarar, eins og Barrett Newman, gerðu á svipuðum tíma. Kynni listamannsins af húsagerðar- list og tilhneiging til stórra efnis- ríkra flata, leiddi hann út í listskreyt- ingar og hann hefur verið hér mjög virkur, m.a. gerði hann stórt verk fyrir skála Frakka á heimssýning- unni í Montreal 1967. Einnig gerði hann nokkur málverk fyrir lækna- deild háskólans í Toulouse 1968, keramíkvegg fyrir Evrópuhöllina í Osaka 1970, og myndvegg fyrir Frakklandshúsið í ísrael 1970. Debré hefur einnig fengist við skúlptúrgerð og mótað risastór útilistaverk. Jafnframt rissaði hann upp stóra dökka myndfleka með teiknikoli á pappír svo snemma sem 1967/68. Akveðið og afmarkað vinnsluferli sem hefur orðið vinsælt meðal yngri kynslóða á seinni árum og borist hingað til íslands. Sjálfsagt eru margar og ólíkar leiðir til að kynna franska list eftir- stríðsáranna á íslandi, og vitaskuld er mikilsvert og fullgilt að fá hingað einn af fulltrúum sértæka málverks- ins eftir stríð. Franskir abstraktmál- arar höfðu dijúg áhrif á íslenzka málara, og einkum þá sem voru í návígi við nýstraumana og hrærðust í lengri eða skemmri tíma í kviku þeirra. Hins vegar er ýmsum spurn, af hveiju ekki var valinn nærtækari fulltrúi en Oliver Debré, þótt hann sé að öðru leyti vel frambærilegur. En hann telst ekki einn þeirra, sem mest bar á í París á þessum árum þótt menn hafi án efa vitað af hon- um, og hann hefur naumast haft tiltakanleg áhrif á listamenn okkar nema helst Nínu Tryggvadóttur. Andlegur skyldleiki telst vera með honum og Serge Poliakof, Soulages, Nicolas de Stáel og fleiri samtíma- málurum. Ymislegt í elstu verkunum á sýningunni leiðir hugann að vinnsluferlinu hjá Nínu og einnig Svavari Guðnasyni, sem var þó af gjörólíku upplagi. Og væri ekki nema þessi eini hluti á Kjarvalsstöðum, teldist framkvæmdin afar verðmæt, því þar eru saman komnar svo marg- ar upplýsingar um vinnulag Parísar- málara tímanna, sem menn drógu dám af norðlægri breiddargráðum. Debré bar sem sé litina á dúkana með palletthnífum og misstórum sköfum, eins og svo margir á þeim árum, og hinir efniskenndu litir hans leiða hugann að ýmsu í norrænni Iist. Þannig eru þijú málverk merki- Jega lík ýmsu sem menn hafa séð frá hendi Ingálvs av Reyni í lit og efnismeðferð svo sem; „D og S“ frá 1948, „Brúngræn persóna“ og „Per- sónutákn" báðar frá 1953. Annað minnir eitt augnbablik á Jóhannes Jóhannesson t.d. „Innimynd í bláu“ 1956-59, þótt áhrifin í verkum hans komi þó vafalítið annars staðar frá. En áhrif eru óhjákvæmileg, sjálfsögð og eðlileg, og þar eru þau dregin saman í brennigler ásamt sjálfri út- færslunni, sem er meginveigurinn í allri gildri listsköpun. Enginn hefur vel að merkja enn komið fram í mannkynssögunni, sem gert hefur mikilfenglegt listaverk án áhrifa frá öðrum eða fyrir víxlverkun, ei heldur náttúran sjálf því þetta er gangur allífsins. Hér er um að ræða verk frá þroskaárum Debrés og fyrstu al- vörumyndir hans að eigin sögn, og að sjálsögðu var hann á kafi í sam- tímanum. Og þetta eru vinnubrögð, sem íslendingar þekkja eða í öllu falli kannast við. En strax og komið er úr básnum blasa við annars konar myndir. Risastórir einlitir flekar með slettum hér og þar í jöðrunum, eða að þeir virka eins og slæður eða tjöld, geta þá minnt á það sem Christo er að gera í innpökkunarverkum sín- um. Dijúga athygli mína vöktu hvít- ar og blakkar myndir eins og „Stór og léttur svartur" frá 1961, „Stór og hvít lengja", Loire (1984), „Loire myrkur" frá 1992, „Dökkbláir blett- ir með röndum" (1989), og svo „Okkurgult" Loire (1970) og „Stór okkurgulur blettur" (1971). Allt eru þetta mikil málverk sem vinna á við endurtekna skoðun og njóta sín án efa ólíkt betur í félags- skap mynda annarra listamanna á samsýningum, en í einum stórum skammti eins og á Kjarvalsstöðum. Þá vil ég sérstaklega vísa til mynd- anna „Haust í Hampshire" frá 1975 og „Tivoli lóðrétt" frá 1990, en í þeim báðum er áberandi ljóðrænn strengur og þær eru sér á báti á sýningunni bæði hvað hóflegra um- fang og efnismeðferð snertir. Fram- kvæmdin í heild er svo langtífrá jafn- einhæf og hún virðist í upphafi og ráðlegg ég áhugasömum um mál- verk að skoða hana aftur og aftur, ætti að vera sjálfsagt mál að koma á móts við fólk og gefa út miða á nafni viðkomandi sem gilda alltaf. Ég hafði dijúga nautn af að skoða blökku myndimar jafnt málverk sem kolteikningar og kórrétt er það hjá listamanninum, að svart getur einnig virkað sem opinn léttur og loft- kenndur litur. Við uppflettingu hinn- ar veglegu bókar um listamanninn, sem er frammúrskarandi hönnun og yfirgripsmikið kynningarrit, fer ekki hjá því að maður sakni skúlptúranna og einkum hefði verið fengur að frumdrögum að þeim og ýmsum list- skreytingunum. í heild er þetta erfíð sýning fyrir íslenzk augu, en gefur þeim mun meira er menn skynja og upplifa myndmál listamannsins. Bragi Asgeirsson • Á VEGUM Háskólaútgáfunnar er komin út bókin „ísland og Evr- ópusambandið". I bókinni eru birtar niðurstöður rannsókna fjögurra stofnana Háskóla íslands á kostum og göllum ESB-aðildar íslands, í samanburði við EES-aðild. Rann- sóknirnar voru gerðar á árinu 1994 að beiðni utanríkisráðuneytisins og skýrslurnar lagðar fyrir ríkisstjórn íslands í árslok sama árs. Skýrsla Alþjóðamálastofnunar fjallar um hvaða afleiðingar breyttar forsendur í samstarfí Evrópuþjóða hafa fyrir ’nagsmuni íslands í utan- ríkismalum. Höfundur skýrslunnar er tiústaf Adolf Skúlason, M.sc. stjórnmálafræðingur. Skýrsla Félagsvísindastofnunar Jjallar um möguleika íslands til þess að hafa áhrif á ákvarðanir í málefn- um sem varða helstu hagsmuni ís- lendinga, annars vegar í EES og hins vegar í ESB. Höfundur skýrsl- unnar er Ragnar Gísli Kristjáns- son, M.Sc. stjórnmálafræðingur. Umsjón með skýrslunni höfðu Gunn- ar Helgi Kristinsson, dóserit, Ólaf- ÍSLENSK leikhústónlist í heila öld er yfírskrift tónleika Söngsveitarinn- ar Fílharmóníu í Borgarleikhúsinu þriðjudaginn 23. janúar. Tónleikam- ir, sem hefjast kl. 20.30 á stóra svið- inu, eru liður í tónleikaröð Leikfélags Reykjavíkur. „Okkur langaði til að hafa ákveðið þema á þessum tónleikum og fljót- lega kom fram hugmynd um að flytja eingöngu íslenska leikhústónlist," segir Jóhanna Ögmundsdóttir, gjald- keri söngsveitarinnar, og formaður- inn, Magnús Jóhannsson, tekur upp þráðinn: „Við settum okkur því í samband við Svein Einarsson, enda fáir betur að sér um þetta efni, auk þess sem við leituðum á náðir ís- lenskrar tónverkamiðstöðvar. Það kom okkur verulega á óvart hvað mikið er til af leikhústónlist hér á landi en við vorum strax komin með 50-60 lög upp í hendurnar. Úr þeim fjölda völdum við 23 lög.“ Kennir margra grasa Á efnisskránni kennir margra grasa. Bjarni Þorsteinsson á fyrstu lögin á tónleikunum og eru þau sótt í leikrit Indriða Einarssonar, Skipið sekkur og Nýársnóttin, sem frum- sýnd voru á fýrsta áratugi aldarinn- ar. Síðan taka við tónsmíðar Sigfús- ar Einarssonar, Sigvalda Kaldalóns og Sigurðar Þórðarsonar við verkin Lénharður Fógeti eftir Einar Hjör- leifsson Kvaran, Dansinn í Hruna eftir Indriða Einarsson og í álögum eftir Dagfinn Sveinbjömsson. Úr smiðju Emils Thoroddsens koma lög úr Pilti og stúlku eftir Jón Thorodd- sen og Páll ísólfsson samdi lögin sem flutt verða úr Gullna hliði Davíðs urÞ. Harðarson, dósent og Stefán Ólafsson, prófessor. Skýrsla Hagfræðistofnunar fjallar um efnahagsleg áhrif ESB-aðildar íslands, s.s. áhrif á landbúnað og heildargreiðslur í sjóði ESB. Að- standendur skýrslunnar eru Ingólf- ur Bender, B.S.econ, Jón Daníels- son, lektor, Jón Þór Sturluson, B.S.econ, Þórólfur Matthíasson, lektor, Guðmundur Magnússon, prófessor og Ragnar Árnason, pró- fessor. Skýrsla Sjávarútvegsstofnunar fjallar um styrkjakerfí ESB og sam- keppnisstöðu íslands gagnvart Nor- egi annars vegar í EES og hins veg- arí ESB . Að gerð skýrslunnar unnu Eyjólfur Guðmundsson, hagfræð- ingur, Gísli Pálsson, prófessor, Ragnar Árnason, prófessor og Örn D. Jónsson, félagsfræðingur. Sveinbjörn Björnsson, rektorHÍ, ritar inngangsorð bókarinnar. Um- sjón með útgáfu bókarinnar hafði Ragnar Garðarsson, M.Sc. stjórn- málafræðingur. Bókin er 336 bls. og kostar 3.500 kr. Stefánssonar. Þrjú núlifandi tónskáld eiga lög á efnisskránni. Úr Húsi skáldsins eftir Halldór Laxness og Þrymskviðu koma lög eftir Jón Ásgeirsson og lög Atla Heimis Sveinssonar eiga rætur að rekja til Ofvita Þórbergs Þórðar- sonar og Dansleiks Odds Björnsson- ar. Þá samdi Þorkell Sigurbjörnsson lögin sem flutt verða úr leikritinu Jón Arason eftir Matthías Jochums- son og Jón Arason Sveinn Einarsson á heiðurinn af texta sem fluttur verður af kórfélög- um á milli laga í því skyni að tengja dagskrána saman. „Þessi lög eru enn skemmtilegri en ég hafði þorað að vona,“ segir Magnús og bætir við að hann hafí uppgötvað að til sé ógrynni góðrar leikhústónlistar sem sjaldan sem aldrei heyrist opinberlega. Magnús og Jóhanna fullyrða að lögin á efnisskránni séu mjög fjöl- breytt og ekki síður textamir — sum- ir séu jafnvel með ljósbláu ívafi. „Þetta eru allt aðgengileg og Ijóðræn lög sem eru gædd öllum kostum góðra sönglaga," segir Magnús. Einsöngvari á tónleikunum verður Elín Ósk Óskarsdóttir sópran, sem kunn er af tónleikahaldi hér heima og á Ítalíu. Þá hefur hún getið sér gott orð fyrir söng í óperum, meðal annars Niflungahring Wagners og Valdi örlaganna eftir Verdi í Þjóð- leikhúsinu. Magnús og Jóhanna segja Elínu Ósk góðan liðsauka enda sé hún ein fremsta söngkona landsins. Stjómandi kórsins er Úlrik Ólason og undirleikari á píanó Jóhannes Andreasen. Virðingarvert framtak Magnús og Jóhanna segja að tón- leikaröð Leikfélags Reykjavíkur sé virðingarvert framtak. „Allt sem er fyrir tónlistina er gott.“ Söngsveitin hefur ekki í annan tíma sungið á stóra sviði Borgarleikhússins en að sögn Magnúsar eru hljómgæðin þar sæmileg, þótt salurinn muni seint skipa sér í flokk með bestu tónleika- sölum heims. „Hljómburðurinn er svolítið þurr og dempaður en mjög skýr, sem þýðir að vitleysurnar heyr- ast betur — en það verða náttúrulega engar svoleiðis!" Söngsveitin Fílharmónía hefur í mörg horn að líta í vetur en strax að loknum tónleikunum á þriðjudag snýr hún sér að Sköpuninni eftir Haydn sem hún hyggst flytja í Lang- holtskirkju í byijun maí. Þá verður söngsveitin á ferðinni með Heims- kómum á Listahátíð í Reykjavík í júní. „Síðan langar okkur alltaf að gera fleiri geislaplötur," segir Magn- ús, „en fyrsta geislaplatan okkar, Á hæstri hátíð, sem kom út fyrir þrem- ur árum, hefur selst mjög vel. Kannski verður leikhústónlistin næsta viðfangsefni okkar á þeim vettvangi?" @ MEISTARAFLOKKUR í RAFRÆNNI LIST listamenn kenna listamönnum BILL SEAMAN @ GAGNVIRKT SJÓNVARP Áhersla á gagnvirka myndbandsvinnslu einstaklinga DAVID ROKEBY @ GAGNVIRKT UMHVERFI Gagnvirk hegðun á rauntíma könnuð STEPHEN WILSON @ GAGNVIRK FJÖLMIÐLUN Gagnvirkt fjölmiðlun á CD-ROM STATION ROSE @ GAGNVIRK FJARSKIPTI Áhersla á www-síður og Alnetið Kaupmanna '96 býður norrænum listamönnum að taka þátt í einhverjum þeirra fjögurra meistarakennsluflokka, sem haldnir verða á tímabilinu 20. maí til 15. júní. Öll kennsla fer fram á ensku. Fjöldi nemenda í hvcrjum flokki er takmarkaður við 6-8. Frekari upplýsingar og umsóknareyðublöð er hægt að fá hjá: Copenhagen '96 att. Damián Arguimbau, Amagertorv 1, DK-U60 Kbenhavn K, Danmark. Fax: (00 45) 33 77 96 01 e-mail: master96@inet. uni-c.dk. COPENHAGEN 96 CULTURAl CAPITAl OF EUROPE Nýjar bækur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.