Morgunblaðið - 21.01.1996, Síða 27
26 SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1996 27
JltargiiiiMjiMfr
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
SAMTÖK iðnaðarins eru í
hópi öflugustu atvinnu-
vegasamtaka landsmanna. í
bréfi til Alþingis hafa þau lýst
eindregnum stuðningi við þing-
sályktunartillögu þingmanna
Þjóðvaka um að tekið verði
gjald fyrir veiðirétt úr sameig-
inlegri auðlind landsmanna. í
bréfinu segja þessi fjölmennu
atvinnuvegasamtök að „fá-
mennur hópur fái gefins stór-
kostleg verðmæti, sem lögum
samkvæmt eru sameign okkar
allra“.
Auk þessarar almennu rök-
semdar, sem byggist á réttlæt-
issjónarmiðum, benda Samtök
iðnaðarins á hagkvæmnisrök
máli sínu til stuðnings. Þannig
segir í bréfi þeirra, að það
skekki samkeppnisstöðu at-
vinnugreina, ef ein atvinnu-
grein fær gefins aðföng um-
fram aðrar og síðan er bætt
við: „Við það myndast forskot,
sem ómögulegt er fyrir aðrar
atvinnugreinar að vinna upp
og útkoman fyrir þjóðarbúið
verður lakari en ella. Staða ein-
stakra fyrirtækja innan sjávar-
útvegs er einnig misjöfn með
tilliti til aðgangs að auðlindinni
og samkeppnisstaðan því
skökk. Innheimta veiðileyfa-
gjalds væri því til þess fallin
að jafna starfsskilyrði atvinnu-
greina og fyrirtækja og koma
í veg fyrir sóun framleiðslu-
þátta þjóðarinnar.
í öðru lagi má færa rök fyr-
ir því að ef veiðileyfagjald er
lagt á með tilteknum hætti,
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
þá getur það virkað til sveiflu-
jöfnunar í þjóðarbúskapnum.
Við markaðsaðstæður og virka
samkeppni myndi verðið fyrir
aðgang að auðlindinni hækka,
þegar vel árar og lækka aftur,
þegar á móti blæs. Það að
draga úr sveiflum og skaðleg-
um áhrifum þeirra á verð-
mætasköpunina er ekki einka-
hagsmunamál iðnaðar og
ferðaþjónustu eins og stundum
er látið í veðri vaka. Sveiflu-
jöfnun nýtist öllu atvinnulífi
og ekki sízt fyrirtækjum í fisk-
vinnslu.“
Loks segir í bréfi Samtaka
iðnaðarins til Alþingis: „And-
staðan við veiðileyfagjald er að
mestu leyti á misskilningi
byggð og ávinningurinn er ótví-
ræður fyrir þjóðarbúskap ís-
lendinga. Þeir sem eru kjörnir
til að fara með málefni þjóðar-
innar eiga að hafa almannahag
að leiðarljósi en ekki ganga
erinda þröngra sérhagsmuna
fámenns hóps.“
Þetta bréf Samtaka iðnaðar-
ins er mikilsverður stuðningur
við sjónarmið þeirra, sem barizt
hafa fyrir veiðileyfagjaldi. Sú
barátta er nú komin á það stig,
að sterkur stuðningur er við
veiðileyfagjald innan allra
stjórnmálaflokka, meðal öfl-
ugra atvinnuvegasamtaka og
verulegur meðal almennings í
landinu, eins og þingmenn og
aðrir frambjóðendur urðu ræki-
lega varir við í kosningabarátt-
unni vegna alþingiskosning-
anna sl. vor.
Það er tími til kominn að
Alþingi bregðist rétt við aug-
ljósum þjóðarvilja. Það verður
erfitt fyrir þingmenn að horfast
í augu við kjósendur sína, þeg-
ar kemur að næstu kosningum
til Alþingis hafi þeir ekkert
gert í þessu stærsta hagsmuna-
máli almennings í landinu.
MILLILIÐIR
ÍLAND
BÚNAÐI
IUMRÆÐUM um málefni
landbúnaðarins hefur það
oft komið fram, að kostnaðar-
verð frá bændum sé ekki vand-
inn í verðlagningu landbúnað-
arafurða heldur sá kostnaður,
sem verður til á milli bóndans
og neytandans. Athyglisverð
deila er komin upp í Eyjafirði
í þessu sambandi.
Bændur í Eyjafirði hafa lýst
óánægju vegna þess hvað
mjólkurflutningar kosta mikið.
Mjólkursamlag Kaupfélags Ey-
firðinga tekur á móti um 20
milljónum lítra af mjólk og
kosta flutningar á mjólkinni 40
milljónir króna eða tvær krónur
á lítra.
Benedikt Hjaltason, bóndi á
Hrafnagili, segir í samtali við
Morgunblaðið í gær, að sjálfur
hafi hann greitt hátt í hálfa
milljón króna fyrir mjólkur-
flutninga á síðasta ári og ekki
sé óalgengt, að bændur á þessu
svæði greiði 300-500 þúsund
krónur fyrir þessa flutninga á
ári. Til samanburðar bendir
Benedikt á, að það kosti ekki
nema tæplega 500 þúsund
krónur að flytja 7 milljónir lítra
af mysu en sömu bílarnir eru
notaðir til þeirra flutninga.
Þetta eru athyglisverðar töl-
ur. Forráðamenn mjólkursam-
lags KEA komast ekki hjá því
að gera opinberlega grein fyrir
því, hvers vegna kostnaður við
mjólkurflutninga er svo hár og
hvers vegna það kostar svo
margfalt meira að flytja mjólk
með sömu bílum en það kostar
að flytja mysuna. Hvað ætli sé
hægt að finna mörg dæmi um
milliliðakostnað í landbúnaðar-
kerfinu af þessu tagi?
MIKILSVERÐUR
STUÐNINGUR
-g -I -i ÞEGAR
1 1 1 «ÉG spurði
Tómas um kvæðið
Hvað er í pokanum,
sagði hann að hann
hefði aldrei verið í
vafa um að það hafí
átt að vera órímað. Ljóðið fjallar
um mann, sagði Tómas, sem er
orðinn taugaveiklaður af að burðast
með þennan anskotans poka alla
tíð, þ.e. áhyggjur sínar. Taugaveikl-
aður maður eyðir ekki tímanum í
að ríma. Tómas sagðist hafa rekizt
á fólk sem hefði kunnað þetta ljóð
utanbókar. Það sýndi að hægt væri
að læra órímuð kvæði, ekkisíður en
rímuð. Almenningur á auðveldara
með að viðurkenna rímuð ljóð en
órímuð og þess vegna er hann miklu
gagnrýnni á órímuð ljóð en rímuð.
I rímuðu Ijóðunum fær hann þó rím-
ið, ef andagiftina vantar, sagði
skáldið.
1in EITT SINN þegar við
II^»Tómas hittumst, sagði
hann: Ég held að allt sem gerist,
allt sem hefur gerzt og á eftir að
gerast, sé þegar orðið. Það er eins
og við séum stödd einhvers staðar
í miðri fílmu og gætum, ef við vild-
um, rifjað upp það sem hefur gerzt
og séð það sem á eftir að gerast,
ef okkur langaði til. Það köllum við
drauma. Einsog þú sérð af þessu
er ég að vissu leyti örlagatrúar. Líf
okkar hefur að einhverju leyti verið
ákveðið fyrirfram. Það hefur verið
til, áðuren okkur var
trúað fyrir að lifa því.
Hann bætti við að
sér hefði dottið í hug
að líf okkar væri
draumur einhverra
persóna og sú hugsun
hefði jafnvel hvílt á honum einsog
mara. Mér finnst hún eins ógeðfelld
og sálnaflakk, sagði hann. Get ekki
hugsað mér neitt óhugnanlegra en
vakna í einhveijum ókunnugum
skrokki og þó ekki að vakna. Líf
okkar eftir dauðann er ekkert líf,
ef það er ekki persónuleg vitund.
Og það er langt síðan mér hefur
dottið í hug að tímatakmörk séu
einber vitleysa.
IIO TÓMAS sagði að Magn-
1 JLOcús Sigurðsson hefði ver-
ið skemmtilegur bankastjóri og oft
tekið sér vel. Hann hefði skilið að
víxill væri ekki vinargreiði, heldur
ein helzta tekjulind bankans. Hann
hefði ekki verið einsog þeir banka-
stjórar, sem hvorki heilsuðu starfs-
fólki sínu né viðskiptamönnum.
Hann sagðist hafa viljað launa
Magnúsi margan greiðann og því
bent honum á, að auglýsa fyrir jól-
in. Hvað eigum við að auglýsa?
spurði Magnús Sigurðsson. Að
menn ættu að taka jólavíxlana í
tæka tíð, sagði Tómas.
-| -| A EINHVERJU sinni sem
X X tL »oftar sátum við saman
á Hótel Borg og skröfuðum um
dægurmál. Það var talað um þann
hvimleiða sið margra að hefja setn-
ingar á ég og Eiríkur Hreinn sagði,
að slíkar setningar hefðu verið eitur
í beinum Gunnars Gunnarssonar.
Helzt hefði engin setning mátt byija
á ég. Það fannst okkur hinum of
mikil hlédrægni. Kristján Alberts-
son hristi höfuðið og spurði, hvers
vegna ekki mætti segja, Ég fór til
Hafnarfjarðar í gær. En Tómas
skaut inní og sagði, Samkvæmt
reglu Gunnars ætti að segja: Meðal
þeirra sem fóru til Hafnarfjarðar í
gær var ég! Að lokum sættumst við
á þessa málamiðlun: Það var ég sem
fór til Hafnarfjarðar í gær!
1 1 r TÓMAS sagðist hafa
1 10 *ort síðasta kvæðið í
Stjörnum vorsins með það í huga
að stjörnurnar væru í seijingarhæð.
Kvæðið hafí fjallað um hlýju og
vináttu sem væri einsog þessar
stjörnur í svörtu myrkrinu. En ég
hef víst gleymt þessu ljóði í prent-
smiðjunni, bætti hann við, ég finn
það að minnsta kosti ekki.
Hann sagði að Þjóðvísa hefði
verið ort í Reykjavík 1934. Fyrir
sér hefði einungis vakað að yrkja
ljóð. í því skyni hafi hann tekið
stúlkuna úr mannheimi og ort hana
inn í draum, einsog hann komst að
orði. Hann hafi haft ákveðna stúlku
í huga, hún dó .ung. En það skiptir
ekki máli, bætti hann við. Það eru
aðeins stóru hlutirnir sem skipta
engu máli í lífinu.
HELGI
spjall
RIVK.IAVÍ KIRBRF.F
Laugardagur 20. janúar
VERÖLDIN ER
að verða alþjóðleg
verzlunarmiðstöð, þar
sem hugmyndir og vör-
ur eru alls staðar á
boðstólum samtímis.
Þetta færir neytendum
í hendur valdið til að
velja og breytir þar með samkeppnisstöð-
unni um alla framtíð. Til þess að ná ár-
angri þurfa fyrirtæki að vera vel búin
þremur alþjóðlegum kostum - hugmynd-
um, hæfni og tengslum, en þessa kosti
leiðir af hugvitssemi, menntun og sam-
starfi.
Til þess að hin alþjóðlega -verzlunarmið-
stöð sé vel birg eru stórfyrirtæki í vax-
andi mæli að þróa alþjóðlega viðskipta-
stefnu, þar sem þau samræma alla þætti
starfsemi sinnar, án tillits til landamæra
og byggja upp forystu, sem hefur hæfni
og þekkingu til að starfa hvar sem er í
veröldinni. Hinir nýju heimsborgarar ýta
undir þessa þróun með því að flytja nýjar
hugmyndir frá einum stað til ann-
ars . . . Hversu staðbundin, sem fyrir-
tæki kunna að vera, geta þau ekki leitað
skjóls frammi fyrir þessum breyting-
um . . . Lítil fyrirtæki fínna áhrif al-
þjóðavæðingar í viðskiptalífinu vegna
kröfu viðskiptavina, sem vilja heimsins
beztu gæði, aukna þjónustu og nánara
samstarf. Þess vegna þurfa forystumenn
fyrirtækja að hafa alþjóðlega sýn, alveg
án tillits til þess hvort þeir vilja starfa á
heimsmarkaði.“
Þannig kemst Rosabeth Moss Kanter,
prófessor í viðskipta- og stjórnunarfræðum
við Harvardháskóla og fyrrum ritstjóri
Harvard Business Review að orði í nýrri
bók, sem nefnist „World Class - thriving
locally in the global economy“.
íslenzk fyrirtæki eru í vaxandi mæli að
kynnast hvoru tveggju. Annars vegar eru
þau að auka umsvif sín á alþjóðavett-
vangi, hins vegar standa þau frammi fyrir
aukinni samkeppni heima fyrir og auknum
kröfum neytenda um sambærileg kjör í
verði, gæðum og þjónustu og bjóðast í
öðrum löndum.
Snemma á níunda áratugnum flutti
Ragnar Kjartansson, þáverandi fram-
kvæmdastjóri Hafskips hf. og nú Aflvaka
Reykjavíkur hf. ræðu á landsfundi Sjálf-
stæðisflokksins, þar sem hann hvatti til
íslenzkrar útrásar á alþjóðlegum vett-
vangi. Þótt nokkur íslenzk fyrirtæki hefðu
þá þegar starfað í öðrum löndum um ára-
tuga skeið voru hugmyndir Ragnars senni-
lega nokkuð snemma á ferðinni. Vantrú á
bolmagn og hæfni íslenzkra fyrirtækja til
að hazla sér völl í öðrum löndum var enn
mikil, þótt ekki sé nema tæpur einn og
hálfur áratugur síðan þessar umræður
fóru fram. Nú gegnir öðru máli.
í gær, föstudag, kynntu forráðamenn
Eimskipafélags Islands hf. starfsemi sína
í öðrum löndum. Þar kom fram, að sá
þáttur í rekstri Eimskips hefur aukizt
umtalsvert síðustu tíu árin og á síðasta
ári komu um 18% af heildartekjum fyrir-
tækisins frá þessari starfsemi. Gert er ráð
fyrir að þetta hlutfall muni aukast í um
25% um aldamót og að um 30% af hagn-
aði félagsins á yfirstandandi ári stafi af
starfsemi í öðrum löndum.
Eimskipafélagið rekur nú 20 starfs-
stöðvar í 11 löndum og starfsmenn fyrir-
tækisins erlendis eru um 250. Þessi starf-
semi fer fram í Bandaríkjunum, Færeyjum,
Bretlandi, Hollandi, Þýzkalandi, Svíþjóð,
Lettlandi, Eistlandi, Nýfundnalandi og í
Rússlandi. Jafnframt hefur félagið tekið
ákvörðun um að opna nýjar markaðsskrif-
stofur í Tromsö í Noregi og í Boston í
Bandaríkjunum.
Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eim-
skipafélagsins, sagði á fyrrnefndum blaða-
mannafundi, að reynslan hefði sýnt að ís-
lenzk fyrirtæki ættu fullt erindi út fyrir
landsteinana með reynslu sína og þekk-
ingu. Rekstur fyrirtækisins í áðurnefndum
löndum hefði gengið vel og án nokkurra
stóráfalla og Hörður bætti við: „Aðalatrið-
íð er að takmarka sig og vera að fást við
eitthvað, sem menn þekkja og þetta er sú
tegund af flutningastarfsemi, sem við
þekkjum hvað bezt til.“
Eimskipafélagið er eitt af nokkrum ís-
lenzkum fyrirtækjum, sem eru smátt og
smátt að auka starfsemi sína í öðrum lönd-
um. Auk Eimskips og Flugleiða er auðvit-
að ljóst, að starfsemi stóru útflutningsfyr-
irtækjanna í sjávarútvegi er orðin mjög
víðtæk erlendis. Sölumiðstöð hraðfrysti-
húsanna, íslenzkar sjávarafurðir hf. og
SÍF eiga öll að baki langa sögu í viðskipt-
um og rekstri á alþjóðlegum vettvangi.
Síðustu árin hefur sú athyglisverða þró-
un orðið, að íslenzk útgerðarfyrirtæki eru
að færa út kvíarnar. Þegar Utgerðarfélag
Akureyringa keypti stóran hlut í þýzku
útgerðarfyrirtæki, höfðu margir efasemdir
um að rétt væri stefnt og vissulega lenti
ÚA í verulegum erfiðleikum með þennan
nýja rekstur á tímabili. En reynslan hefur
sýnt, að forystumenn ÚA tóku rétta
ákvörðun. Og með því vísuðu þeir veginn
til aukinna umsvifa útgerðarfyrirtækja
okkar í öðrum löndum. Samheijamenn
hafa nú fylgt í kjölfarið með kaupum á
öðru þýzku útgerðarfyrirtæki en Grandi
hf. hafði áður hazlað sér völl í meiri fjar-
Iægð, þ.e. í Chile.
Auk erlendra umsvifa flutningafyrir-
tækjanna, sölusamtakanna og nú útgerð-
arfyrirtækjanna hafa einstök önnur fyrir-
tæki látið að sér kveða í starfsemi í öðrum
löndum. Þar má nefna af handahófí fyrir-
tæki eins og Prentsmiðjuna Odda, Össur
hf. og ungu mennina í Oz.
Frumheijarnir í hinni íslenzku útrás,
sem Ragnar Kjartansson kallaði svo, eru
án nokkurs vafa forystumenn Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna fyrir hálfri öld
með Jón Gunnarsson í fararbroddi, þegar
uppbygging Coldwater Seafood hófst í
Bandaríkjunum, og hinir ungu forystu-
menn Loftleiða á sinni tíð, Alfreð Elíasson
og Kristinn Olsen, en þeir höfðu forystu
um alþjóðleg umsvif íslendinga í farþega-
flugi.
mmmmmmmm íslenzki mark-
MÍkÍlvæg-Í aðurinn er lítill.
„n.li.'si ___ Eftir því, sem um-
alpjoðlegra svif fyrirtækja hér
UmSVÍfa hafa aukizt hefur
smátt og smátt
komið í ljós, að þeim hefur verið þröngur
stakkur skorinn og svigrúm þeirra verið
lítið. Sum þeirra hafa sætt gagnrýni fyrir
það að gerast of aðgangshörð á hinum litla
íslenzka markaði. Aukin umsvif á alþjóða-
vettvangi gjörbreyta þessari stöðu.
Gjörbreyttar aðstæður í alþjóðlegum
viðskiptaheimi, þar sem veröldin er orðin
ein stör verzlunarmiðstöð eins og Rosabeth
Moss Kanter kemst að orði, valda því að
íslenzk fyrirtæki hafa nú tækifæri til stór-
aukinna umsvifa án þess að verða gagn-
rýnd fyrir það að seilast til einokunar á
hinum litla íslenzka markaði. Um leið stór-
auka þau möguleika íslenzku þjóðarinnar
á tekjuöflun.
Þessi nýju viðhorf eru líkleg til að hafa
jákvæð áhrif á andrúmið í samfélagi okk-
ar. Á nokkrum undanförnum árum hafa
menn haft af því vaxandi áhyggjur, að
tiltölulega fá, stór fyrirtæki væru að ná
einokunarstöðu á markaðnum hér. Að ein-
hveiju leyti hafa þessar tilhneigingar staf-
að af því, að forystumenn fyrirtækjanna
hafa ekki séð aðra vaxtarmöguleika en
þá að auka umsvif sín á heimamarkaði.
Aukin umsvif á erlendum vettvangi munu
hins vegar breyta sýn forystumanna ís-
Ienzku fyrirtækjanna og þá ekki sízt þegar
þeir sjá, að tækifæri til hagnaðar eru
meiri á stórum mörkuðum erlendis en hin-
um litla markaði hér. Það er í þessu sam-
bandi eftirtektarvert, að Eimskipafélagið
gerir ráð fyrir, að 30% af hagnaði fyrirtæk-
isins á þessu ári komi frá umsvifum erlend-
is, þótt þau hafi ekki numið nema 18%
af heildartekjum félagsins á síðasta ári.
Áherzlan á alþjóðleg umsvif fyrirtækj-
anna á eftir að aukast og þörfin fyrir
aukna útþenslu hér heima fyrir að minnka,
þótt þau muni áreiðanlega huga vel að
heimamarkaði sínum, eins og forstjóri
Eimskipafélagsins nefndi raunar á fyrr-
nefndum blaðamannafundi.
Alþjóðleg umsvif íslenzkra fyrirtækja
eru mikilvæg vegna þess, að þau auka
tekjumöguleika þjóðarinnar og fyrirtækin
fá ný tækifæri til vaxtar. Þau finna kröft-
um sínum viðnám í nýjum og stærri verk-
efnum. En þau eru líka þýðingarmikil að
öðru leyti.
Bandaríski háskólaprófessorinn bendir
á í fyrrnefndri bók, að hinir nýju heims-
borgarar í viðskiptalífínu flytji með sér
þekkingu og nýjar hugmyndir á milli landa.
Þetta er áreiðanlega rétt. Á mörgum und-
anförnum árum hefur það komið berlega
í ljós, að nám íslenzks æskufólks við er-
lenda háskóla hefur mikla þýðingu fyrir
einangrað samfélag okkar. Þetta unga
fólk hefur aflað sér menntunar, sem er
sambærileg við það bezta sem þekkist í
veröldinni. í mörgum tilvikum hefur það
fengið tækifæri til að starfa í erlendum
fyrirtækjum_ og aukið við þekkingu sína
og reynslu. Öllum sem reynt hafa er ljóst,
að þetta unga fólk er að breyta íslenzkum
fyrirtækjum innan frá. Ný þekking og
reynsla ryður sér til rúms í starfsháttum
fyrirtækjanna.
Með sama hætti miðla stjórnendur ís-
lenzkra fyrirtækja, sem starfa á erlendum
vettvangi reynslu sinni til heimavígstöðva.
Hinir íslenzku heimsborgarar viðskiptalífs-
ins flytja heim hugmyndir og þekkingu,
sem verður grundvöllur nýrra átaka í öðr-
um löndum. Kannski er þessi aukaafurð
af erlendum umsvifum íslenzkra fyrir-
tækja mikilvægust vegna þess að smátt
og smátt síast hún út til annarra fyrir-
tækja og út í allt þjóðfélagið.
Þróunin til aukinna umsvifa íslenzkra
fyrirtækja í öðrum löndum hefur orðið
fyrir frumkvæði einstaklinga og fyrirtækj-
anna sjálfra. Hún er ekki orðin fyrir frum-
kvæði stjórnvalda eða stjórnmálaflokka og
þannig á það líka að vera. Það sem að
stjórnvöldum snýr er hins vegar að skapa
eðlileg skilyrði hér heima fyrir til þess að
fyrirtækin geti einbeitt sér að uppbyggingu
erlendis og aukið þar með tekjumöguleika
þjóðarbúsins.
En á því máli eru líka tvær hliðar eins
og aðrar þjóðir hafa kynnzt. Um leið og
fyrirtæki hafa náð þeim árangri að byggja
upp starfsemi í öðrum löndum eiga þau
annarra kosta völ. Ef stjórnvöld uppfylla
ekki þær kröfur, sem fyrirtækin gera til
eðlilegra starfsskilyrða sýnir reynslan ann-
ars staðar frá, að þá færa þau sig einfald-
lega um set og reka starfsemi sína frá
löndum, þar sem skilyrðin eru hagstæð-
ari. Þess vegna verka aukin alþjóðleg
umsvif fyrirtækja oft eins og svipa á
stjórnvöld í viðkomandi ríki, sem hljóta
þá að leggja ríka áherzlu á að tryggja
a.m.k. sambærileg rekstrarskilyrði. Fyrir
nokkrum árum íhuguðu forsvarsmenn
nokkurra sænskra stórfyrirtækja t.d. að
flytja meginrekstur fyrirtækjanna frá Sví-
þjóð vegna vantrúar á hæfni og getu
stjórnvalda þar til að sjá þeim fyrir sam-
bærilegum rekstrarskilyrðum og keppi-
nautar fyrirtækjanna nutu í öðrum lönd-
um.
Valdiðtilað
velja
ÞAÐ ERU HINS
vegar ekki bara
fyrirtækin, sem fá
í hendur aukið vald
með alþjóðavæð-
ingu viðskiptalífsins. Að lokum eiga fyrir-
tækin allt undir því, að neytandinn kjósi
að eiga viðskipti við þau en ekki einhveija
aðra. Sú þróun.sem hér hefur verið gerð
að umtalsefni færir valdið til að velja í
hendur neytenda eins og Rosabeth Moss
Kanter kemst að orði í bók sinni.
Alþjóðavæðingin snýst nefnilega ekki
bara um möguleika íslenzkra fyrirtækja á
að sækja á önnur mið. í henni felst einnig
að erlend fyrirtæki hefji starfsemi á ís-
landi og veiti íslenzkum fyrirtækjum aukna
samkeppni og þess sjást nú merki mjög
víða, að þetta er að gerast á okkar litla
markaði hér.
Síðustu daga hafa birzt í fjölmiðlum
fréttir um, að erlent bílaleigufyrirtæki sé
að hefja starfsemi hér og bjóði verð, sem
er lægra en það, sem hér hefur þekkst.
Eins og allir vita hefur lengi verið kvartað
undan háu verði á bílaleigubílum á íslandi
en fyrirtækin sem starfa á þessu sviði
hafa svarað því til, að stuttur ferðamanna-
tími sé ástæða fyrir hinu háa verði. Nú á
auðvitað eftir að koma í ljós, hvernig þessi
þróun verður á bilaleigumarkaðnum en
tæpast fer á milli mála, að hin nýja sam-
keppni hefur áhrif til lækkunar á verði til
neytenda.
Þetta er lítið dæmi af mörgum. Á undan-
fömum mánuðum hafa verið miklar um-
ræður hér á síðum Morgunblaðsins um
iðgjöld af bílatryggingum. Forráðamenn
FIB hafa boðið út bflatryggingar fyrir
hönd nokkur þúsund bíleigenda og fengið
tilboð frá tveimur erlendum aðilum, sem
þeir telja, að jafngildi 15-30% lækkun á
iðgjöldum. Það á eftir að koma í ljós, hvort
sú verður raunin. Hitt fer ekki á milli
mála, að erlend tryggingafélög eru smátt
og smátt að auka starfsemi sína á íslandi.
Þótt erlendir bankar hafi ekki sett upp
útibú á íslandi er öllum ljóst, að íslenzk
fyrirtæki, þ.e. þau sem hafa burði og bol-
magn til, hafa nú möguleika á að bjóða
viðskipti sín út bæði heima fyrir og erlend-
is og fá þannig beztu kjör. Vitað er að sum
stærstu fyrirtæki landsins eru með banka-
viðskipti sín að verulegu leyti við erlenda
banka.
Þótt Irving Oil hafi ekki hafíð starfsemi
hér á landi og spumingar hljóti að vakna
um, hvort af því verði yfirleitt, fer ekki á
milli mála, að sú samkeppnisógnun, sem
vofði yfir olíufélögunum frá hinu erlenda
fyrirtæki, hefur þegar leitt til mikilla um-
brota á olíumarkaðnum með kaupum Olíu-
félagsins hf. á stórum hlut í Olíuverzlun
íslands hf og stofnun Orkunnar, sem selur
benzín á lægra verði en hér hefur tíðkazt
að nokkru ráði.
Ekki fer heldur á milli mála, að sam-
keppni er að aukast í flugi á milli íslands
og annarra landa á helzta annatímanum,
nú síðast með næturflugi milli íslands og
Amsterdam á lægra verði en Flugleiðir
bjóða í dagflugi.
Niðurstaðan er í öllum tilvikum sú sama:
neytendum býðst lægra verð og betri þjón-
usta.
Alþjóðavæðing viðskiptalífsins hefur
náð til íslands og hefur tvíþætt áhrif: ann-
ars vegar aukast tekjur þjóðarbúsins af
nýrri starfsemi, hins vegar lækkar verð á
vöru og þjónustu til íslenzkra neytenda.
Jafnframt hefur hún þau pólitísku áhrif,
að íslenzk stjómvöld komast með engu
móti undan þeirri skyldu að skapa fyrir-
tækjum sambærileg rekstrarskilyrði um
leið og þau standa frammi fyrir háværum
kröfum launþega um sambærileg lífskjör.
Heimsþorpið ér orðið að veruleika og íbúar
þess bera sig saman við nágranna sína eins
og við þekkjum hér og gera kröfu til þess
að búa við ekki verri hlut - og helzt betri!
„íslenzki markað-
urinn er lítill. Eft-
ir því, sem umsvif
fyrirtækja hér
hafa aukizt hefur
smátt og smátt
komið í ljós, að
þeim hefur verið
þröngur stakkur
skorinn og svig-
rúm þeirra verið
lítið. Sum þeirra
hafa sætt gagn-
rýni f yrir það að
gerast of að-
gangshörð á hin-
um litla íslenzka
markaði. Aukin
umsvif á alþjóða-
vettvangi gjör-
breyta þessari
stöðu.“
DORG AÐ á Þingvallavatni
Ljósmynd/Arni B. Stefánsson