Morgunblaðið - 21.01.1996, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1996 33
+ Lára Gunnars-
dóttir fæddist
14. sept. 1909 að
Bakkagerði í Reyð-
arfirði. Hún lést 2.
janúar síðastliðinn.
Hún var þriðja í
röðinni af tíu börn-
um Gunnars Bóas-
sonar útvegsbónda
og fyrri konu hans,
Sigríðar Unu Jóns-
dóttur. Þar ólst hún
upp í stórum systk-
inahópi en 12 ára
gömul missti hún
móður sína. Gunnar
giftist aftur Margréti Priðriks-
dóttur og átti með henni níu
börn. Árið 1929 flutti Lára til
Siglufjarðar með mannsefni
sínu, Eðvaldi Eiríkssyni, þar
giftu þau sig ári síðar og
bjuggu allan sinn búskap. Þau
eignuðust níu börn og sjö kom-
ust til fullorðins ára. Eðvald
andaðist 1977.
Útför Láru fór fram frá
Siglufjarðarkirkju laugardag-
inn 6. janúar.
MIG LANGAR að minnast tengda-
móður minnar með nokkrum orðum
og þakka henni fyrir hvað hún var
mér og okkur öllum, sem þekktum
hana, mikils virði og fyrir það sem
við gátum lært af henni. Hún var
sú óeigingjarnasta manneskja sem
ég hef kynnst. Allt hennar líf sner-
ist um velferð og hamingju annarra
og þá fyrst og fremst barna hennar
og barnabarna, hvað hún gæti gert
svo þeim mætti líða sem best. Þau
Eðvald byijuðu sinn búskap með
tvær hendur tómar á
erfiðum tímum. Þeim
tókst með ráðvendi og
ýtrustu sparsemi að
eignast eigið húsnæði
og koma sínum stóra
barnahópi upp. Eðvald
vann alla sína tíð hjá
Síldarverksmiðjum rík-
isins og Lára drýgði
tekjur heimilisins með
síldarsöltun á sumrin
eftir því sem hún gat.
Það má nærri geta að
ekki hafi alltaf verið
úr miklu að spila i
hennar búskapartíð en
hún var ákaflega hagsýn kona og
tókst ótrúlega vel að gera mikið
úr litlu. Snemma eignaðist hún
pijónavél og hún nýtti hveija stund
sem gafst til að pijóna á börnin og
bamabörnin. Allar flíkur sem hún
pijónaði eða saumaði voru vandaðar
svo af bar og vinsælar eftir því.
Eftir að börnin voru uppkomin vann
hún um árabil hjá saumastofunni
Salínu á Siglufirði.
Samband Láru og barna hennar
var alla tíð mjög gott, gátu þau
leitað til hennar með öll sín vanda-
mál og ekkert var svo lítið eða
ómerkilegt að Láru þætti ekki taka
því að leysa það. Hún fylgdist með
þeim öllum og síðar fjölskyldum
þeirra eins og henni var unnt og
var ávallt reiðubúin að rétta hjálp-
arhönd. Hún hafði létta lund og
skipti sjaldan skapi og því leið öllum
vel í návist hennar. Síðustu árin
dvaldi hún á veturna hjá Krist-
björgu dóttur sinni í Reykjavík og
var það henpi áreiðanlega mikil
gleði að fá að taka þátt í uppeldi
bama hennar og fylgjast með þeim
vaxa úr grasi.
Fyrir um það bil einu og hálfu
ári flutti Lára á ellideild Sjúkrahúss
Sigluíjarðar og þar andaðist hún
2. janúar sl. Starfsfólkinu þar kunn-
um við bestu þakkir fyrir góða
umönnun.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Kristjana Baldursdóttir.
t
Þakka hjartanlega auðsýnda samúð og
umhyggju í veikindum, við andlát og
útför ástkærs eiginmanns míns,
ÓLAFS EDVINSSONAR.
Sérstakar þakkir til lækna og annars
starfsfólks deildar A7, Sjúkrahúsi
Reykjavíkur. Einnig til Ragnheiðar og
Björgvins, Selvogsbraut 23, Þorláks-
höfn, fyrir veittan stuðning og umhyggju
á umliðnum árum.
Guð blessi ykkur öll.
Monza Edvinsson.
_________MINNINGAR
LÁRA
G UNNARSDÓTTIR
SYNING
í PERLUNNI
Það fremsta í íslenskri
DÚða
eppni
umbúðahönnun og
-framleiðslu helgina
20.-21. janúar 1996.
Opið kl.13.00-18.00.
TILBOÐSDAGAR
LOPI OG BAND
Værðarvoðir og peysur
Opið: virka daga kl. 10-18,
laugardaga og sunnudaga kl. 12-16.
Sendum í póstkröfu,
sími 566 6303
ÁLAFOSS
VERKSMIÐJUSALAN
Mosfellsbæ
Weetabix.
Myldu það bara
- efþú vilt brjóta upp línurnar
Fislétt
en samt gróft og hollt fyrir meltinguna.
Weetabix - hjartans mál!
Létt fyrir mömmu
Auömelt fyrir afa