Morgunblaðið - 21.01.1996, Side 40

Morgunblaðið - 21.01.1996, Side 40
40 SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Húðlæknir ÍDAG Hef flutt lækningastofu mína að Eiðistorgi 1 7, 2. hæð. Tímapantanir kl. 13.00-1 5.00 I síma 561 5550. Helga Hrönn Þórhallsdóttir, Sérgrein: Húö- og kynsjúkdómar. STEINAR WAAGE Topp-Tilboð Tegund: COOL Stærðir: 36-39. Litur: Brúnn. Ioppskórinn ÚTSÖLUMARKAÐUR, AUSTURSTRÆTI 20, SÍMI 552-2727 Tegund: 10010. Stærðir: 36-41. Litir: Svartur og brúnn. Verð: 1295 Nýjar greinar í Námsflokkunum Nýtt... Myndlistarnámskeið Teikning, módelteikning og portrettteikning. 8-11 vikurfrá kr. 6.600-8.000 Kennarar: Kristín Arngrímsdóttir og Maribel González Sigurjóns. Handverk - blönduð tækni Silkimálun, taumálun - tauþrykk, pappírsgerð og öskjugerð. 8 vikur á kr. 6.600 Kennari: Jóhanna Ástvaldsdóttir. Fyrrverandi Júgóslavía - saga og trúarbrögð Saga svæðisins er rakin allt fram á þennan dag. Sérstök áhersla er lögð á þá þróun sem leiddi til skiptingar landsins í austur- og vestursvæþi (þ.e. svæði Króata og Serba, með Bosníu sem landið á milli"). Áhersla verður lögð á Tito-tímann og fjallað nánar um þá þætti pólitískrar sögu, trúarbragðasögu og hagsögu sem hafa mótað þjóðimar; viðhorf þeirra, örlög og samskipti innbyrðis og við aðrar þjóðir. 10 vikur á kr. 6.600 íslam - sem trúarbrögð, siðakerfi og menningarheild Fjallað verður um upphaf íslams og pólitíska sögu íslamsheimsins. Einnig hvemig íslam sem trúarbrögð er samofin mannkynssögunni og hvemig sagan skýrir útþenslu íslams á síðari hluta þessarar aldar. Sérstök áhersla verður lögð á þýðingu íslams í samtímanum, m.a. hvað varðar bókstafshyggju, afstöðu til kvenna, afstöðu til Vesturlanda og áhrifa þaðan. 10 vikur á kr. 6.600 Kennari; Dagur Þorleifsson. Innritun stendur yfir í Miðbæjarskólanum, Fríkirkjuvegi 1. Sími 551 2992 og 551 4106. ...og spennandi! VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Til borgar- ráðsmanna í Reykjavík ÉG TRÚÐI varla mínum eigin eyrum þegar ég heyrði okkar annars ágæta borgarstjóra tala um að borgin hefði engan arð af sinni eign í Lands- virkjun. Rafmagnsveita Reykjavíkur, sem á 45% í Landsvirkjun, greiðir Borgarsjóði hundruð millj- óna á hveiju ári í arð eins og Borgarstjóra er full- kunnugt um. Þessi arð- greiðsla hefur farið stig- hækkandi hin síðari ár og var meginástæða fyrir síð- ustu hækkunum á raf- orkuverði í Reykjavík. Landsvirkjun er heild- sali sem selur R.R. raf- magn. Sem eigandi Lands- virkjunar hefur R.R. í raun engan hag af því að Landsvirkjun skili hagnaði yfirleitt. Ef hinsvegar Lands- virkjun væri látin greiða arð, hvar á hún þá að taka aurinn? Svarið liggur i augum uppi, hjá þeim sem kaupir en ekki hjá R.R. og ekki hjá Borgarráði. Nei, hún hækkar raf- magnið hjá fólkinu í land- inu að ósk borgarráðs. Síðan talaði borgarstjór- inn um að selja hlut borg- arinnar í Landsvirkjun til þess að (og takið nú eftir) laga fjárhagsstöðu borg- arinnar! Hver ætli hafi komið borginni í þau vandræði sem hún er í núna? Nú, auðvitað borgar- ráð. Þeim, sem halda að fólkinu í borgarráði gengi eitthvað betur að stjórna fjármálum borgarinnar ef þau fengju eins og 11 milljarða fyrir Landsvirkj- un í einum slumpi, er ekki við bjargandi, það fengi sennilega rosalegt must- era- og minnisvarðaæði sem gerði borgina okkar að skuldugustu borg í heimi, menningarborg Evrópu árið 2000. Ef Landsvirkjun yrði seld hver á þá að kaupa ? - Það sem er kannski mikil- vægast, hver borgaði Landsvirkjun upphaflega? Var það borgarráð eða ríkið? Nei og aftur nei, það voru ég og þú og allir sem borguðu skatta og keyptu síðan rafmagn. Eg fyrir mína parta vil fá minn hlut í Landsvirkjun sendan heim til mín ef af sölu verður. En segjum nú að Landsvirkjun yrði seld. Við skulum segja að einhver hlutafélög gætu keypt fyrirtækið. Halda menn þá að hluthafar mundu sætta sig við eng- an arð? Ó, nei, þeir myndu heimta 10% arð að við- bættum vöxtum og verð- bótum . Og hveijum yrði svo sendur reikningurinn? Borgarráði eða ríkinu eða hvað haldið þið? Það sem mér þótti samt skrítnast í þessu öilu saman var að aðaldeilan skuli svo snú- ast um það hver átti frum- kvæðið að þessari tillögu. Verst er samt að þurfa að viðurkenna fyrir sjálf- um sér og öðrum að þetta er jú fólkið sem við kusum sjálf og munum sennilega kjósa aftur þrátt fýrir allt. Að lokum skal borgar- ráði bent á þá einföldu staðreynd að þó borgar- ráð fái ekki sendar millj- ónir frá Landsvirkjun þá fáum við, eigendur borg- arinnar, Rafmagnsveit- unnar og Landsvirkjunar, ódýrara rafmagn meðan Landsvirkjun þarf ekki að skila arði í galtóman borgarsjóð. Vandamál borgarsjóðs er ekki skortur á pening- um heldur peningaviti. 9. júlí. Hver á myndina? ÞES8I mynd og tvær aðr- ar eru í geymslu á auglýs- ingadeild Morgunblaðs- ins. Spurt var eftir þeim fyrir nokkru en þá komu þær ekki í leitimar. Sá sem á myndimar er vin- samlega beðinn að gefa sig fram við Helgu í aug- lýsingadeild Morgun- blaðsins. SKÁK Umsjón Margelr Pétursson STAÐAN kom upp á Hoogovens mótinu í Wijk aan Zee í Hollandi, sem nú stendur sem hæst. Jan Timman (2.620) var með hvítt en Sergei Tiyjakov (2.630) hafði svart og átti leik. Timman hefur þijú peð í bætur fyrir skiptamun sem ætti að vera yfirdrifíð, en sóknarfæri svarts eru of hættuleg. Timman lék síð- ast 37. Bfl-c4 í tapaðri stöðu. 37. Hbl-b2 hefði SVARTUR leikur og vinnur. einnig verið svarað afar glæsilega með 37. — Hxb3! Tivjakov lék í stöðunni: 37. - Hxc4! (Ef nú 38. bxc4 — Dxc4+ þá er hvítur óveijandi mát í þriðja leik. Timman reyndi því:) 38. Dd8+ - Kg7 39. Dg5+ - Hg6 og gafst upp. Staðan í efsta flokki í Wijk aan Zee eftir fímm umferðir: 1. Ivan Sokolov 4 v. 2—5. Hiibner, ívant- sjúk, Drejev og Tivj- akov 3 v. 6—11. Gelfand, Leko, Topa- lov, Anand og Shirov 2'A v. 12-13. Tim- mani og Adams 1 ‘A v. 14. Van Wely 1 v. Skákþing Reykjavíkur. Sjöunda umferðin fer fram í dag kl. 14 í félagsheimili TR, Faxafeni 12. Víkverji skrifar... VÍKVERJA hefur borist bréf frá Gunnlaugi Sveinssyni, rithöf- undi og tölvufræðingi. Þar segir m.a.: „í pistli þínum í liðinni viku bar að lesa eftirfarandi fullyrðingu um íbúatölu landsins: „Fæst vorum við um 40 þúsund 1785.“ - í bókinni' Mannfækkun af hallærum eftir Hannes Finnson segir dr. Sigurður Nordal í inngangi að útgáfunni 1970 sem AB gaf út: „líklegt er að mannfók á Islandi hafi aldrei orðið færra, síðan land byggðist, en eftir þetta áfall.“ En í tilvitnuð- um texta er Sigurður að fjalla um afleiðingar stórubólu er reið yfir landið 1707. - Samkvæmt mann- tali er þeir Ámi Magnússon og Páll Vídalín gerðu reyndist mann- fjöldi á landinu árið 1703 vera 50.358. í stórubólu sem reið yfír fimm árum síðar er talið að látist hafi ekki færri en 18 þúsund manns. Hafa Islendingar því verið sem næst 32 þúsund árið 1708, og er þá tekið mið af tíðarfari og árferði árin á undan sem lesa má um í Skýrslum um landshagi 1. bindi eftir Arnljót Ólafsson. Vegitasjón landsins var þegar í upphafí 18. aldar svo illa farin vegna ofbeitar sauðfjár að landið gat í góðæri brauðfætt um 50 þúsund manns, en harðnaði í ári féll landslýður, eins og gerðist 1756-57 og 1783-85. Athyglisvert er að eftir að fyrsta manntalið er gert 1703 allt fram til ársins 1824, kemst mannfjöldi aldrei yfir 50 þúsund, og er lengst af rúm 40 þúsund...“. Síðan fjallar Gunnlaugur nánar um ofbeit en spyr í lokin: „Hvert sækir Víkverji töluna um 40 þúsund 1785?“ xxx VÍKVERJI sækir upplýsingar um íbúatölu landsins árið 1785 í tvær áttir. í fyrsta lagi í íslandssögu Einars Laxness [Al- fræði Menningarsjóðs], sem út kom 1977. Þar segir á bls. 62 í fyrra hefti undir yfírskriftinni „Mann- fjöldi á íslandi 1703 - 1976“: „1703 50.358, 1762 44.845, 1769, 46.201, 1785 40.623, 1801 47.240, 1835 56.035 1840 57.094 1845 58.588 1850 59.157...“ íbúaþróunin er síðan rakin áfram fram á útgáfuár bókarinnar. Eftir- tektarvert er að íslendingar rétta ekki úr kútnum, hvað mannfjölda áhrærir, fyrr en 20. öldin, tækniöld- in, gengur í garð. Ný þekking og tækni náðu mun meiri verðmætum úr auðlindum landsins. XXX SÍÐARI heimild: Rit Fram- kvæmdastofnunar ríkisins, áætlanadeildar: „Mannfjöldi, mann- afli og tekjur“, útgefið 1981. Þar segir í kaflanum „Mannfjöldaþróun á Islandi 1703-1980“: „Elztu heimildir um aldur, kyn og búsetu mannfjöldans eru frá 1703, þegar þeir Árni Magnússon og Páll Vídalín tóku fyrsta mann- tal á íslandi. Þá töldust íslendingar 50.358. Síðan er ekki vitað um tölu mannfjöldans fyrr en við næsta manntal, árið 1762, en þá hafði landsmönnum fækkað um 5.513 í 44.845. Orsakir fækkunar- innar voru m.a. Stórabóla sem geisaði árið 1707, en hún er talin ein mesta drepsótt sem borizt hef- ur til landsins. Talið er, að hún hafi orðið um þriðjungi þjóðarinnar að bana. Árið 1769 telst mann- fjöldinn vera 46.201, en fækkar síðan niður í 40.623 1785. Mikið harðindaskeið ríkti um og eftir miðja öldina, auk þess sem gosaska Skaftáreldanna árið 1783 barst viða um land, eyddi gróðri svo heyfengur brást og búpeningur féll. Talið er, að um 9.000 manns hafi fallið á árunum 1783-1785 eða tæplega fimmtungar þjóðarinnar. Landsmönnum hafði þannig fækk- að á tímabilinu 1703 til 1785 um nær 10 þúsund manns." Lægsta skráða íbúatala landsins í tilvitnaðri íslandssögu er 40.623 íbúar árið 1785. Ágiskunartalan 32.000 árið 1708 kann að vera jafn- rétt þrátt fyrir það.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.