Morgunblaðið - 06.02.1996, Síða 25

Morgunblaðið - 06.02.1996, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1996 25 Nemendum HI gæti fækkað um 1.400 vegna takmarkana Morgunblaðið/Þorkell MEÐAL pallborðsgesta voru Sveinbjörn Björnsson háskólarekt- or, t.v., og Björn Bjarnason menntamálaráðherra. HÁSKÓLI íslands á að vera eins opinn og mögulegt er en innan hans á að vera unnt að stunda nám, sem menn kalla „elítunám". Þannig spanni hann vítt svið en miklar kröf- ur verði gerðar til hans. Leita verður leiða til að gera háskólayfírvöldum kleift að stýra betur aðgangi að Háskólanum og stjórna íjöida nem- enda innan deilda. Þetta kom fram í máli Björns Bjarnasonar mennta- málaráðherra í pallborðsumræðum um framtíð Háskóla íslands sl. föstu- dag. Aðrir þátttakendur í pallborði voru Sveinbjörn Björnsson háskóla- rektor, Guðrún Pétursdóttir for- stöðumaður sjávarútvegsstofnunar, Þórólfur Þórlindsson prófessor og Svavar Gestsson alþingismaður. Ef hæfnikröfur réðu . . . I máli Sveinbjörns Björnssonar háskólarektors kom hins vegar fram að yrði að velja nemendur eftir hæfni, með það fyrir augum að þeir gætu lokið námi, þýddi það fækkun nem- enda um fjórðung eða um 1.400 manns. Hvað verður um þessa nem- endur? Eiga þeir að fara úr landi eða á að mennta þá annars staðar? spurði hann, en benti á í framhaldi af því að hér gæti styttri verkmenntun komið til góða. Annar möguleiki væri að efla aðra skóla á háskóla- stigi. Hann kvaðst ennfremur ekki sjá annað en einhver ríkisháskóli yrði áfram að vera til staðar sem nemendur gætu sótt til. Aðeins var veittur klukkutími til umræðna og því tæpt á mörgum málum en engin niðurstaða fékkst. Ljóst var að allir viðstaddir gátu vel hugsað sér aukið fjármagn til menntamála en menn veltu hins veg- ar fyrir sér hvaðan fjármagnið ætti að koma. Þórólfur Þórlindsson sagð- ist líta hýru auga til landbúnaðar- geirans og vel mætti draga úr fjár- magni sem þangað færi. Hann sagði ennfremur að meiri framsýni væri í því sem stjómmálamenn hefðu sagt að undanförnu, en óttaðist að emb- ættismannakerfið yrði menntamál- unum þrándur í götu. Meðbyr meðal þingmanna Svavar Gestsson og Björn Bjarna- son töldu báðir að nú væri lag að auka fjármagn til menntunar því stjórnmálamenn væru almennt farnir að gera sér grein fyrir mikilvægi þessa málaflokks. Benti Björn þó á að mönnum innan menntageirans þætti þeir aldrei fá nóg, en Svavar nefndi, að víða erlendis færi tiltekinn hluti af hagvexti til menntamáia. Nokkuð var rætt um skólagjöld og voru menn sammála um að þau ættu ekki að kosta rekstur skólans. Svavar benti á að fyrir Alþingi lægi frumvarp til laga um skólagjöld. „Þar er tekið fram að endurskoða eigi þau árlega, en ekki er rætt um hver á að endurskoða," sagði hann. Bjöm sagði að miðað við núverandi stöðu fjármálasamskipta ríkis og háskólans fyndist honum að fikra ætti sig áfram á grundvelli þess reiknilíkans sem unnið hefði verið innan háskólans. Þórólfur Þórlinds- son bætti við að stórt skref yrði stig- ið í rétta átt væri hægt að fá sam- komulag um reiknilíkanið. „Það mundi leysa mörg þeirra vandamála sem við eigum við að glíma nú,“ sagði hann. Nokkur umræða spannst um hlut- verk Háskóla íslands og annarra skóla á háskólastigi, einkum Háskól- ans á Akureyri. Sagði Björn Bjarna- son að þessir tveir skólar yrðu að stilla saman strengi sína. Sveinbjörn Björnsson varpaði því fram, hvort Háskóli íslands gæti ekki orðið ein- hvers konar heildarregnhlíf, en þar ofan á kæmu fagskólar með sjálfs- eignarformi. ( Of langt nám? Frá fyrirspyijanda úti í sal kom fram sú ábending að það væri gott kerfi sem hefði marga valkosti og því þyrfi að efla aðra skóla á háskóla- stigi. Hann benti á að nám væri í heildina of langt og menn væru of gamlir þegar þeir lykju námi. „Mætti ekki taka úr miðju námi framhalds- skólanna án þess að menn tækju nokkuð eftir því?“ spurði hann. Bjöm Bjarnason samsinnti að aldur við lok framhaldsskóla væri of hár og taldi að hægt yrði að gera námið þannig úr garði að fólk lyki stúdentsprófi ári_ fyrr. í lokin sagði Sveinbjörn Bjömsson að hann hefði í raun ekki áhyggjur af Háskóla Islands hetdur framtíð unga fólksins. „Stúdentar eru já- kvæðir til náms og vilja leita leiða til að nýta þekkingu í starfi. Ég hef áhyggjur af því að atvinnulíf okkar sé svo einhæft að það nái ekki að nýta sér þekkingu þeirra. Vissulega munu stúdentar héðan skapa störf með þekkingu sinni og jafnvel heilar atvinnugreinar, en við þurfum að búa vel að þeim sem hafa lokið námi. Þarna finnst mér við hafa verið frek- ar sofandi og að of margt ungt fólk fari úr landi.“ 14.314 nem- endur í grunnskólum borgarinnar ALLS eru 14.314 nemendur skráðir í grunnskóla borgarinnar skólaárið 1995-1996 samkvæmt greinargerð með frumvarpi um fjárhagsáætlun borgarsjóðs. Hefur nemendum fjölg- að um 158 frá fyrra skólaári. Fjöl- mennasti grunnskólinn í borginni er Foldaskóli en hann sækja 872 nemendur miðað við 906 árið áður. Fæstir nemendur eru í Bústaðaskóla eða sjö en voru níu árið á undan. Nýr skóli, Engjaskóli, tók til starfa á skólaárinu og eru nemend- ur 203. Af 35 skólum í Reykjavík, þar með töldum einkaskólum, eru tólf þeirra með 500 nemendur eða fleiri. Stærstu skólarnir eru eins og fyrr segir Foldaskóli með 872 nem- endur, Arbæjarskóli með 855 og þar fækkaði nemendum um 25 milli ára. Seljaskóli er með 810 némend- ur og fækkaði nemendum um 102, Hólabrekkuskóli er með 696 nem: endur og fækkaði þeim um 99. í Hagaskóla, sem rekur eingöngu unglingadeild, er 581 nemandi og fjölgaði þeim um 48 frá árinu á undan. Meiaskóli er með 578 nem- endur og hefur þeim fjölgað um átta. í Fellaskóla eru 569 nemendur og fækkaði þeim um sjö, í Breið- holtsskóla eru 567 nemendur og fjölgaði þeim um fimm, í Langholts- skóla eru 562 nemendur og fækkaði þeim um tíu, í Hlíðaskóla eru 542 nemendur og fjölgaði þeim um sjö, í Ölduselsskóla eru 516 nernendur og fjölgaði þeim um fjóra. í Rima- skóla eru 500 nemendur og þar bættust tveir við frá árinu áður. Ástandið í breskum grunnskólum sagt stóralvarlegt Verulega slakur árangur 11 og 14 ára barna í ensku og reikningi ÁSTANDIÐ í menntamálum og skelfileg frammistaða nemenda í barna- og grunnskólum er að verða mikið hitamál í Bretlandi. Hefur raunar lengi verið vitað, að ekki væri allt í sómanum, en flestum þótti keyra um þverbak þegar frá því var skýrt, að meira en helmingur 11 ára bama hefði ekki náð lágmarksein- kunn í ensku og reikningi. Var út- koman hjá 14 ára unglingum litlu betri. Þetta er niðurstaðan úr samræmd- um prófum, sem fram fóru í maí á síðasta ári, en þá náðu 52% 11 ára gamalla nemenda ekki ijórum í ein- kunn í móðurmálinu, ensku, en það er sú lágmarkseinkunn, sem talið er, að allir eigi að ráða við. í stærð- fræði var árangurinn enn verri. í henni féllu ef svo má segja 56% nem- enda. Af 14 ára gömlum nemendum féllu 45% í ensku og 43% í stærð- fræði en hjá þeim er lágmarksein- kunnin 5. Börnin dæmd úr leik Stjórnmálamenn og flokkar kenna hver öðrum um hvernig komið er, en aðrir segja, að þetta sé ----- aðeins afleiðing langrar þróunar, sem hafi ein- kennst af þeirri hugsjón og kenningu, að ekki megi gera neinar kröfur til nem- enda. Allt eigi að vera svo létt og leikandi og með þeim afleiðingum, að strax við 11 ára aldur sé búið að dæma stóra hópa til að fylla síðar meir raðir hinna menntunar- og at- vinnulausu. Margir benda á, að fyrir framtíð Bretlands sé ástandið í grunnskólanum stóralvarlegt mál. Allt á að vera leikandi létt og án krafna „í Danmörku, Frakklandi, Hol- landi, Þýskalandi, Japan og miklu víðar læra ung börn að lesa, skrifa og reikna og að tala annað tungu- mál þrátt fyrir, að bekkir séu yfir- leitt stærri þar en hér og aðstoðar- fólk við kennsluna færra," sagði Tessa Keswick, forstöðumaður óháðrar rannsóknastofnunar og ráð- gjafi í menntamálum. „í þessum löndum er áherslan á bekkjarkennslu, að börnin læri utan að ákveðnar staðreyndir, að þau sitji við sitt borð og að þau falli, verði að taka bekkinn aftur að ári, ef þau ná ekki tilskildum lágmarksárangri. Þetta er hins vegar eitur í beinum breskra kennara en það verður að fá þá til að breyta um starfshætti með góðu eða illu,“ Enska myndletrið! Breska dagblaðið The Daily Tele- graph fjallaði nýlega um þetta mál í leiðara þar sem sagði, að fyrir 1965 eða svo hefði börnum verið kenndur hljóðlestur, þau hefðu lært að þekkja stafína og þau hljóð, sem þeim fylgdu. Nú væri aldeilis annað uppi á teningnum. Börnunum væri böðið upp á að geta sér til um merkingu orða, sem skrifuð væri undir mynd, eins um væri að _ ræða myndletur. Áður hefði verið byijað á reikn- ingskennslu með því að láta börnin læra margföldunartöfluna utan að en á slíkt erfíði mætti ekki lengur minnast. Með þessu væri þó í raun verið að neita börnunum um aðgang að grundvallaratriðum þekkingarinn- ar. ■■I i*i,> >:«í *•» \ ■ '■ < m m m JT » a « g M| m m ftftmm Upplýsingar um Honda Oivic 5 — kraftmikill 90 hestafla léctméilmsvél — 1 B venta og bein innsprautun — hnaðatengt vökva- og veltistýni — þjófavörn — nafdnifnar núðun og speglan — viðaninnnétting í mselabonði — 14 tommu dekkjastaenð — útvanp og kassettutæki — stynktanbitan í hunðum — sénstaklega hljóðeinangnaðun — fáanlegun sjálfskiptun — samlaesing é hunðum — spontsæti — núðuþunnka fynin aftunnúðu — fnamhjóladnifin — 4na hnaða miðstöð með inntaksloka — haeðanstillanlegun fnamljósageisli — stafnæn klukka — bnemsuljós í aftunnúðu — eyðsla 5,6 I é 90 km/klst. — 4,31 metni á lengd — nyðvönn og sknáning innifalir, - boðar nýja tíma - HONDA Gunnar Bernhard hf., Vatnagörðum 24, Reykjavik, simi S68 9900

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.