Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Tv FRETTIR Verklagsregla vegna innheimtu skipulagsgjalds sameigna felld úr gildi Dæmi um verklagsregluna við innheimtu fasteignagjalda DÆMI eru um að sveitarfélög inn- heimti fasteignagjöld eins og skipu- lagsgjöld voru innheimt af nýbygg- ingum í sameign fram til 23. janúar að því er fram kemur í samtali við Magnús Ólafsson forstjóra Fasteigna- mats rikisins. Innheimtu skipulags- gjalda var breytt eftir athugasemd frá Tómasi Inga Olrich eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær. Hann taldi að ólöglega hefði verið staðið að verki með þvi að innheimta heildar- upphæð skipulagsgjalda vegna sam- eigna af einum eiganda án skýringa. Tómas Ingi fékk þau svör frá fjár- málaráðuneytinu að sú verklagsregla hefði gilt að þegar fleiri en einn eig- andi væri skráður að nýbyggingu væri skipulagsgjaldið lagt á þann sem Sporður Skaftafells- jökuls aldrei styttri SPORÐUR Skaftafellsjökuls mældist í haust styttri en hann hefur nokkru sinni verið síðan mælingar hófust. Engin sérstök skýring er á þessu en jökullinn er mjög þunnur og hopar ört. Þetta kemur fram í nýju fréttabréfi Jökla- rannsóknafélags íslands, en þar er greint frá mælingum jöklamæl- ingamanna á jökulsporðum á 36 stöðum síðastliðið haust. Alls höfðu 17 jökulsporðanna hopað, 14 gengið fram en 6 staðið í stað. Af þeim jöklum sem ekki eru þekktir framhlaupsjöklar skriðu 10 fram en 7 hopuðu. í fréttabréfinu segir að í fyrra hafi það helst þótt fréttnæmt að Sólheimajökull hafði hopað í fyrsta sinn í aldarfjórðung, en hann hefur nú hafið framsókn á ný. Er hann nú genginn fram að þeim stað sem hann var á við stofnun lýðveldisins 1944, en það nemur 355 metra framrás síðan 1969. Tungnáijökull hefur nú lagst um kyrrt eftir 1.175 metra sprett og er þess vænst að hann dormi í hálfa öld. Eftir að hafa hopað sam- fellt í 50-60 ár sýndi Drangajökull á sér hitt andlitið í fyrra- þegar hann valt fram bæði í Leirufirði og Kaldalóni. Framrás Hyrnings- jökuls í Snæfellsjökli hefur aðeins einu sinni mælst meiri en í fyrra en þá mældist framrásin 28 metrar. fyrstur kæmi upp sem þinglýstur eig- andi á fasteignamati væri þinglýstur eignaskiptasamningur ekki fyrir hendi. Honum var líka tjáð að ákveð- ið hefði verið að fella verklagsregluna úr gildi og innheimta frá og með 23. janúar hvem eiganda fyrir sig. Tómasi Inga hefur verið tjáð af umhverfisráðuneytinu að Fasteigna- mati ríkisins hafi varið falið að svara fyrirspum hans um hversu margir hafí verið krafðir um heildarskipu- lagsgjald fyrir nýbyggingar í sameign á síðasta ári. Magnús Olafsson, for- stjóri Fasteignamats ríkisins, stað- festi í samtali við Morgunblaðið að erindið hefði nýlega borist Fasteigna- matinu. Hins vegar sagði hann að ítarlegri upplýsingar þyrfti til að svara MIÐSTJÓRN Sjálfstæðisflokksins samþykkti á fundi í fyrradag að næsti landsfundur flokksins yrði haldinn 10. október í haust, en fundinum sem halda átti síðastliðið haust var frestað vegna snjóflóðsins á Flateyri. Að sögn Kjartans GunnarSsonar, fram- kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, var eining um þessa ákvörðun á mið- stjómarfundinum. Venjulega líða tvö ár á milli lands- funda en Kjartan segir mörg fordæmi þess að liðið hafí lengri tími. Þannig hafí t.d. landsfundir verið haldnir 1953, 1956 og svo aftur 1959. spumingunni. „Við þurfum að vita hvort verið sé að tala um eigendur þegar eignin var metin eða þegar skipulagsgjaldið var lagt á. Eiganda- skipti í nýbyggingum eru mjög ör og því gætu hafa orðið breytingar þama á milli,“ sagði hann og bætti við að erfítt gæti reynst að rekja aftur til baka hveijir hefðu verið krafðir um heildarskipulagsgjald vegna sam- eigna því oft hefði eignunum verið skipt upp eftirá. Lögveð í eign fylgir skipulagsgjaldi Magnús tók fram að verklagsregl- an hefði verið ákveðin í samráði við Ríkisendurskoðun, Rikisbókhald og umhverfisráðuneyti. „Við vitum ekki Ný miðstjóm Sjálfstæðisflokksins, sem kosin verður á landsfundinum næsta haust, tekur ákvörðun um hve- nær næsti landsfundur þar á eftir verður haldinn. Kjartan sagði að á miðstjómarfundinum í fyrradag hefðu hins vegan. verið lagðar línur um að sá fundur yrði haldinn haustið 1997 og þamæsti fundur fyrir alþingis- kosningamar vorið 1999. Kjartan sagði að áður hefði liðið skemmri tími en tvö ár milli landsfunda, og þannig hefði fundurinn verið haldinn seint um haustið 1989 og sá næsti í apríl 1991. betur en við höfum verið að beita svipaðri aðferð og beitt var áður en við fórum að sýsla með þetta og dæmi eru um að sama aðferð sé not- uð við innheimtu fasteignagjalds hjá sveitarfélögum," sagði Magnús og sagði misskilning að fyrsti skráði eig- andi samkvæmt stafrófsröð hefði ver- ið krafður um skipulagsgjaldið. Reikningurinn hefði verið sendur á fyrsta skráða eiganda samkvæmt fasteignamati. Magnús sagði að lögveð í viðkom- andi húsnæði fylgdi skipulagsgjald- inu. „Þannig að ef öllum eigendum er sendur greiðsluseðill, eins og nú er gert ráð fyrir, og einhver einn greiðir ekki gæti eignin samt farið á uppboð.“ Kjaramál- in rædd KJARAMÁL og hlutverk flokksins á því sviði voru til umræðu á miðstj órnar f undi Alþýðubandalagsins sem hófst í Kópavogi í gærmorgun. Meðal fulltrúa á fundinum má sjá á myndinni Hjörleif Guttormsson alþingismann, Pál Vilhjálms- son, ritsljóra Vikublaðsins, og Ólaf Gunnarsson framkvæmda- stjóra. Raunaróður Ríkis- útvarpsins ►Byggingarsaga Útvarpsins er orðin löng og virðist nú orðið farin að fléttast inn í hugsanlegt fram- tíðarskipulag RÚV. /10 Sjúklingur eða bjargvættur? ►Jeltsín steypir sér út í mestu þolraun lífs síns. /12 Kastljósi beint að Geirfinnsmálinu á ný ►Ekkert sakamál íslandssögunn- ar hefur verið jafnumtalað og Geirfínnsmálið á seinni hluta átt- unda áratugarins. Nú er það aftur í fréttum eftir að sr. Guðjón Skarp- héðinsson lýsti sig saklausan af þeim sökum sem hann hlaut dóm fyrir. /14 Þjónustan nær við- skiptavininum ►í Viðskiptum og atvinnulífi á sunnudegi er rætt við Jóhannes Pálsson og Svein Jónsson, fram- kvæmdastjóra verkfræðistofunnar Hönnunar og ráðgjafar á Austur- landi. /22 B ► l-28 Loðnir um lófana ►Lífíð snýst um loðnu á Austur- landi og víða um sunnanvert land- ið þessa dagana. Brugðið er upp myndum af látunum á miðunum úti fyrir Austfjörðum. /1&14-15 Fram fyrir föðurlandið ►Sænska hljómsveitin The Card- igans er væntanleg hingað til lands í vikunni til tónleikahalds. Rætt er við Ninu Persson, söngkonu hljómsveitarinnar. /2 Lof dansins ►Fyrsti lærði dansarinn tók ekki til starfa hér á landi fyrr en á þriðja áratugnum. Sveinn Einars- son rifjar hér upp sögu danslistar- innar í landinu á þessari öld /8 FERÐALÖG ► 1-4 Á gönguskóm yfir IMuussuaq ►Sagt frá ferðalagi um framandi og fáfarnar slóðir á hinum mikla skaga Nuussuaq á Grænlandi. /2 Ferðapisfill ►Á að taka upp gæðaflokkun hótela og annarra gististaða á ís- landi?. /4 D BÍLAR Landsfundur Sjálfstæðis flokksins 10. október Morgunblaðið/Þorkell Hræringar í V erkalýðsfélagi Þórshafnar Þórshöfn. Morgnnblaðið. AÐALFUNDUR Verkalýðsfélags Þórshafnar var haldinn hér á Þórs- höfn á föstudagskvöld og var hann venju fremur fjölmennur. Sá fundur átti sér nokkra forsögu en áður höfðu ekki allir verið á eitt sáttir. Forsaga málsins eru sú að boðað var til aðalfundar ársins 1995 í des- ember sl. sem var nokkuð seint, mið- að við að aðalfundir félagsins skulu haldnir fyrri hluta árs. Á þeim fundi voru í framboði til formanns verka- lýðsfélagsins Sæmundur Jóhannes- son, þáverandi formaður, ásamt mót- frambjóðanda, Jóhönnu Helgadóttur. Kosningar fóru þannig að Jóhanna hafði betur en eftir aðalfundinn kom í ljós að hún var ekki fuligildur félags- meðlimur og ekki tókst að koma sam- an stjóm. Var þá boðað til framhaldsaðal- fundar og á þeim fundi var Jóhanna fullgild til formannsframboðs. Sæ- mundur Jóhannesson fékk hins vegar fleiri atkvæði á þeim fundi og taldist því formaður. Ekki sættu allir sig við þau mála- lok og kærðu nokkrir félagsmenn úrslitin til ASÍ, m.a. á þeim forsendum að ekki hefðu allir kjósendur verið i Verkalýðsfélaginu. Vegna þessa máls kom Björn Grétar Sveinsson, formað- ur VMSÍ, hingað til Þórshafnar í síð- asta mánuði og miðlaði málum á þann veg að boðaður skyldi aðalfundur 16. febrúar. Bjöm lagði ennfremur til að óháður fundarstjóri frá ASÍ, Ásmundur Hilm- arsson, myndi stýra þeim fundi og voru allir hlutaðeigandi sáttir við þá lausn Samkvæmt tillögu Björns var um- ræddur fundur haldinn sl. föstudags- kvöld undir fundarstjóm Ásmundar Hilmarssonar og gekk hann úr skugga um að fundurinn væri á allan hátt löglegur. Eftir að skýrsla stjóm- ar hafði verið rædd og ársreikningar ársins 1995 samþykktir var gengið til kosninga á þá leið, að fyrst var kosið um formann og síðan um fjóra í stjóm. Tvær tillögur komu um form- ann og voru það sem fyrr Jóhanna Helgadóttir og Sæmundur Jóhannes- son, þáverandi formaður. Sæmundur fékk fleiri atkvæði og er því löglegur formaður. Þijár tillögur komu fram um fólk í stjómina og var atkvæða- greiðsla skrifleg um þessi mál og tók af öll tvímæli. Stjómin er því fullskip- uð á löglegan hátt og þessar deilur úr sögunni í Verkalýðsfélagi Þórs- hafnar. Aðrir í stjóm eru Guðmundur Gestur Þórisson, Guðmundur Jó- hannsson, Aðalheiður Sigurðardóttir og Soffía Örlygsdóttir. Sigtryggur Sigtryggsson hlaut jafnmörg atkvæði og Soffía, en tapaði á hlutkesti. Eftir stjómarkjör var kosningu haldið áfram og kosið í önnur ráð og stjómir, s.s. stjóm sjúkra- og oriofs- sjóðs, trúnaðarmannaráð o.fl. og gengu þær kosningar greiðlega. Sterkara Verkalýðsfélag í fundarlok var það mál manna að þessi umbrot í Verkalýðsfélaginu hefðu í raun hrist upp í félagsmönnum sem hefðu undanfarin ár ekki sýnt fundarhöldum nægan áhuga. Bæði nýkjörinn formaður og mótframbjóð- andinn vom sammála um það að Verkalýðsfélag Þórshafnar stæði nú sterkara en fyrr og umræður og til- heyrandi fundahöld því orðið félaginu til góðs. ► l-4 Úr prangi í kaupmennsku ►Formaður félags löggiltra bíla- sala segir að bifreiðasalar hafi náð að reka af sér slyðruorðið sem lengi hafi loðað við stéttina um' viðskiptahætti sem ekki væru allt- af alveg eftir bókinni. /2 Reynsluakstur ►Þægilegur og röskur Chrysler - Voyagermeð dísilvél. /4 FASTIR Þ/ETTIR Fréttir 1/2/4/8/bak Ijeiðari 26 Helgispjall 26 Reykjavikurbréf 26 Minningar 30 Myndasögur 38 Bréftil blaðsins 38 Brids 40 Stjömuspá 40 Skák 40 ídag Fólk í fréttum Bíó/dans íþröttir Utvarp/sjónvarp Dagbók/veður Gárur Mannlífsstr. Dægurtónlist Kvikmyndir INNLENDAR FRÉTriR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6 L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.