Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1996 15 sögðu þá valda að hvarfi Geirfinns. Mennirnir þrír voru Magnús Leó- poldsson starfsmaður Klúbbsins, Valdimar Olsen starfsmaður veit- ingahússins Þórskafés og Einar Bollason kennari. Þriðjudaginn 10. febrúar var fjórði maðurinn úr- skurðaður í gæzluvarðhald vegna málsins, Sigurbjörn Eiríksson veit- ingamaður í Klúbbnum. Næstu vik- urnar logaði'þjóðfélagið í kjaftasög- um og málið barst meira að segja inn á Alþingi í kjölfar blaðaskrifa um meint tengsl Framsóknarflokks- ins við málið, en formaður flokksins þá var'Ólafur Jóhannesson dóms- málaráðherra. Ekki leiddi handtaka fjórmenn- inganna til lausnar málsins og sunnudagskvöldið 9. maí 1976 var þeim sleppt úr Síðumúlafangelsinu. Höfðu þeir Magnús, Valdimar og Einar þá setið inni í 105 daga og Sigurbjörn i 90 daga. Örn Hö- skuldsson fulltrúi sakadómara, sem stjórnaði rannsókninni, upplýsti síð- ar á blaðamannafundi að þau Sæv- ar Marínó Ciesielski, Kristján Viðar Viðarsson og Erla Bolladóttir hefðu sammælst um að varpa grun á fyrr- nefnda fjóra menn kæmi málið upp á yfirborðið. Sævar hafí fengið þessa hugmynd þegar hann kom frá Kaupmannahöfn á útmánuðum 1975 og heyrði kjaftasögur um að Klúbbmennirnir væru viðriðnir hvarf Geirfinns. Þau hefðu hitzt þrisvar og skáldað upp sögur um viðskipti Klúbbmannanna við Geir- finn með smyglaðan spíra, bátsferð fjórmenninganna frá Keflavík þar sem Geirfinnur hafði átt að láta líf- ið eftir átök og fleira. Um það leyti sem fjórmenningunum var sleppt hafði Erla Bolladóttir komið með nýja útgáfu af atburðarásinni og kvaðst þá sjálf hafa orðið Geirfinni að bana með riffli í Dráttarbraut Keflavíkur. Fjórmenningarnir vildu semja við ríkið um skaðabætur úr ríkissjóði fyrir hafa setið í gæzluvarðhaldi að ósekju. Ríkið vildi .ekki ganga til samninga og höfðuðu þeir þá mál á hendur ríkinu og fengu dæmdar bætur sér til handa. Þýzkur sakamálafraeóingur kemur til skjalanna Enn á ný var rannsókn Geirfinns- málsins komin í sjálfheldu. Það var svo í júlí 1976 að Ólafur Jóhannes- son dómsmálaráðherra beitti sér fyrir því að þýzkur rannsóknarlög- reglumaður á eftirlaunum, Karl Schútz, var fenginn rannsóknarlög- reglunni í Reykjavík til aðstoðar, en hún hafði tekið við rannsókninni. Tók hann strax til óspilltra mál- anna. Settur var á stofn 12 manna rannsóknarhópur sem einbeitti sér að rannsókn þessa eina máls. Spjaldskrá var gerð með 1.200 nöfnum og tölva í fyrsta skipti not- uð við lausn á glæpamáli. í upp- hafi rannsóknarinnar reyndi hópur- inn að leita lausnarinnar án atbeina sakborninganna en eftir tveggja mánaða vinnu gafst hann upp á því og eftir það einbeitti hann sér að sakborningunum. Á blaðamannafundi sagði Schútz að beitt hafi verið sömu aðferðum og í Þýzkalandi, en þó auðvitað innan ramma laganna, eins og hann orðaði það. Orðrétt sagði Schútz: „Við fundum nokkur föst atriði sem við gátum borið á milli og sampróf- að sakborningana. Við þurftum ætíð að vera á varðbergi, því þau Kristján Viðar, Sævar og Erla reyndu hvað eftir annað að villa um fyrir okkur, og voru þaú þá oft slÓttug.“ Um haustið nefndu þau Kristján Viðar, Sævar og Erla í fyrsta skipti til sögunnar Guðjón Skarphéðins- son. Hann var handtekinn og úr- skurðaður í gæzluvarðhald. Schútz sagði á blaðamannafundi að Guðjón hafi verið fyrsta örugga vitnið í málinu. Nokkru síðar hafðist upp á manni, sem talinn var hafa ekið Mercedes Benz sendibílnum til Keflavíkur, og þá fór að komast skriður á rannsóknina. Schiitz segir málió wpplýst Það var svo miðvikudaginn 2. febrúar 1977 að boðaður var blaða- mannafundur í húsakynnum saka- dóms Reykjavíkur í Borgartúni 7. Þar tilkynnti Karl Schútz að hvarf Geirfinns teldist upplýst. Á fundin- um rakti Schútz atburðarás málsins og var frásögn hans að mestu leyti byggð á framburði sakborninga í málinu. Morgunblaðið birti frásögn af fundinum á þremur síðum. Kjarni málsins kom fram í 10 dálka fyrir- sögn sem hljóðaði svo: „Sævar ætl- aði að „kaupa“ spíra og Geirfinnur ætlaði einnig að kaupa spíra - Misskilningurinn kostaði Geirfinn lífið“. Atburðarásin var þannig eins og Schútz rakti hana á fundinum. Hér er talsvert miklu sleppt úr upphaf- legu frásögninni: Sunnudagskvöldið 17. nóvember 1974 fóru Sævar Marínó Ciesielski og Kristján Viðar Viðarsson á dans- ÞEIR wnnw aó trwmrannsókn málsins í Keflavik, f.v. Valtýr Sigwrðsson, John Hill og Hawkwr Gwómwndsson. ieik í veitingahúsinu Klúbbnum við Borgartún. Erindi þeirrá var fyrst og fremst að stela veskjum af drukknum mönnum. Einn þeirra sem Sævar gaf sig á tal við var Geirfinnur Einarsson, sem að sögn var nokkuð ölvaður þegar þeir hitt- ust. Sævar hafði fyrr um haustið heyrt um mann í Keflavík sem kall- aður var Geiri og átti að hafa und- ir höndum smyglað áfengi og datt honum í hug að þarna væri kominn sá hinn sami Geiri. Sævar kynnti sig sem Magnús Leópoldsson veit- ingamann í Klúbbnum og ræddu þeir um spíra. Gerði hann Geirfinni tilboð um að kaupa af honum spíra en hugsanlega hefur Geirfinnur misskilið Sævar og talið að hann væri að bjóða sér spíra til sölu. Gaf Geirfinnur Sævari upp nafn og heimilisfang sitt og var umtalað að Sævar hefði samband við Geirfinn. Ætlun hans var ekki að kaupa spír- ann heldur stela áfenginu þegar Geirfinnur hafði vísað á það. Daginn eftir hringdi Sævar í 03 SJÁ BLAÐSÍÐU 16 l i I I i l VISA korthafar í ferðahugleiðingum eru í góðum málum: PORTUGAL ALGÁRVE 5.001) 1 xr MÁJORCA, 8/1 COMÁ ÍY i i i i i i i i i i i i i i i i ■ i i i i i i i i i i i afsláttur á mann afsláttur á mann Ferðaskrifstofan PLÚSferðir hefur fengið frábærar móttökur og er komin á mikið flug. Það sýna viðtökumar, -760 manns hafa þegar bókað orlofsferð sína og þúsundir að auki hafa heimsótt okkur. í góðu samstarfi við VISA ÍSLAND getum við riú boðið VISA korthöfum einstök verðtilboð og mikla afslætti á sumarleyfisferðum, sé pantað og staðfest með VISA greiðslukorti. 5.000 kr. afsláttur á mann á ferðum til Portúgal. Flug og gisting í viku á íbúðahótelinu Feliz choro í Algarve Brottför: 22., 29. maí. 5., 12., 19. og 26. júní. 3., 10. og 17. júlí. 4., 11., 18. og 25. sept. Verðdœmi A) með afslœtti: Verðdœmi B) með afslœtti: m % 0> 4 % X ' , 'rb . VV%Í 'ð 8.000 kr. afsláttur á mann á ferðum til Majorca. Flug og gisting í viku íbúðahótelinu Gran Playa í Sa Coma. Brottför: 20. og 27. maí, 3., 10., og 24. júní. 1., 8. og 15. júlí. 2., 9., 16. sept. Verðdæmi C) með afslætti: 4 «7- 'Ss 1 v. % V/SA Farþegar PLÚSferða fljúga eingöngu með Flugleiðum. Enn ódýrari ferðir fyrir lslendinga. Bókið strax, sparið stórfé! OPIÐÁ LAUGARDÖGUM kl.: 10-14 FERÐIR o' < I Faxafeni 5 108 Reykjavík Sími: 568 2277 Fax: 568 2274 i i l i I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.