Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ KÍNVERSKIR hermenn við æfingar. Skipulega er nú unnið að því að styrkja heraflann. Stöðugleikinn úti í Austur-Asíu? Spenna fer ört vaxandi í Austur-Asíu er gömul deilumál ganga í endumýjun lífdaga. Kínveijar gerast sífellt herskárri o g vígvæðing er hvergi meiri. Asgeir Sverrisson greinir frá þróun mála á þessu viðkvæma svæði. MILLJÓNIR manna eru við hungurmörk í einu lokaðasta ríki veraldar, Norður- Kóreu. Spenna fer dagvaxandi í samskiptum Kína og Taiwan. Viðsjár aukast með Japönum og Suður-Kóreu, hinum auðugu skjólstæðingum Bandaríkja- manna. Skyndilega hefur mönn- um orðið ljóst að stöðugleiki er á hröðu undanhaldi í Asíu og marg- ir óttast að vopnuð átök kunni að bijótast út. Sú kenning hefur verið viðtek- in að sá gífurlegi efnahagsvöxtur sem einkennt hefur þennan heimshluta á undanförnum árum og stórbætt afkoma almennings hafi í för með sér að líkur á átök- um milli ríkja séu hverfandi. Nú eru ýmsir teknir að efast um að þessi skoðun, þessi vestræna greining, eigi við rök að styðjast. Alltjent virðast átökin ekki lengur bundin eingöngu við markaðina. „Svo virðist sem í ár geti það gerst að stjórnmálaátök reynist sérlega eldfim," segir Gerald Segal, sérfræðingur sem starfar hjá Alþjóðlegu herfræði- stofnuninni í Lundúnum, í sam- tali við Reuters-fréttastofuna. „Þessi þróun sýnir að skynsemis- og hagvaxtarhyggja er ekki nauðsynlega ráðandi þáttur í Austur-Asíu. Þetta er mun hættulegra umhverfí en menn höfðu ætlað,“ bætir hann við. Skipan kalda stríðsins Það gildir um Asíu sem aðra heimshluta að þar hefur ástandið gjörbreyst frá því kalda stríðinu lauk. Deilur ríkjanna á þessum slóðum eru ekki nýjar af nálinni. Þær lentu hins vegar í skuggan- um af kalda stríðinu og spenn- unni í samskiptum Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Nú þegar sú skipan mála er á enda runnin hefur skapast ný og flóknari staða sem felur í sér áður óþekkta hættu. ítök Rússa i þessum heimshluta hafa farið ört minnkandi frá því að Sovétríkin liðu undir lok. Vafí leikur hins vegar á ýmsu sem lýt- ur að framtíðarhlutverki Banda- ríkjanna í Austur-Asíu. í pólitísku tilliti hafa deilur um tolla og við- skiptahætti, einkum við Japani, skapað úlfúð og óvissu. Á sviði vamarmála telja ýmsir að skúld- bindingar Bandaríkjamanna geti ekki verið hinar sömu og áður auk þess sem dregið hefur verið stór- lega úr viðbúnaði á þessum slóð- um. Þær áhyggjur sem margir hafa af þróun mála koma ekki síst til sökum þess að í þessum heims- hluta er ekki að finna öryggis- stofnanir og -bandalög á borð við Atlantshafsbandalagið (NATO). Saga þe>sara ríkja er blóðug og traust í samskiptum þeirra tak- markað. Víða er deilt um yfirráð yfir landi. Á sama tíma og fram- lög til vígbúnaðarmála hafa dreg- ist saman víðast hvar annars staðar hafa þau aukist jafnt og þétt í Austur-Asíu. Nú er svo komið að hvergi fer fram vígbún- aðarkapphlaup á borð við það sem nú ríkir í þessum heimshluta. Kínveijar hafa gengið rösklega fram á þessum vettvangi á undanförnum árum, herafli þeirra ræður nú yfir mun fullkomnari vopnabúnaði en áður og frekari endurnýjun er fyrirhuguð. Gengið hefur verið frá kaupum á full- komnum rússneskum orrustuþot- um og kafbátum auk þess sem heraflinn ræður nú yfir mun öflugari flugskeytum en áður. Æfingar við Taiwan Nú hafa Kínveijar blásið til mikilla heræfinga nærri Taiwan og munu heil 400.000 manna taka þátt í þeim. Samskiptin hafa versnað jafnt og þétt en Kínveij- ar líta á Taiwan sem hluta af Alþýðulýðveldinu og að ráðamenn þar séu uppreisnarmenn. í næsta mánuði fara fram fyrstu fijálsu forsetakosningarnar á Taiwan og er almennt litið á það sem mikil- vægt skref í átt til fulls sjálfstæð- is. Þrátt fyrir mikil viðskipti milli Kína og Taiwan hafa ráðamenn í Kína gefið sterklega til kynna að ráðist verði inn í Taiwan lýsi stjórnvöld þar yfir sjálfstæði. Á hinn bóginn telja margir sérfróðir að Kínveijar geti tæpast hleypt af stað slíkri herför og ráða þar mestu efasemdir um burðargetu flotans. Spennan í samskiptum Kína og Taiwan hefur ekki verið meiri í áratugi. Taiwan hefur flotið um í eins konar tómarúmi allt frá árinu 1979 er Bandaríkjamenn gjörðu kunnugt að þeir teldu stjórnvöld í Peking hina réttu fulltrúa kínversku þjóðarinnar og skildu Taiwana eftir með sárt ennið. Var þetta bein afleiðing þeirrar stefnu sem Richard Nix- on forseti boðaði er hann hélt í sögulega heimsókn sína til Kína. Bandaríkjamenn hafa hvatt Kínveija til að gæta stillingar og William Perry varnarmálaráð- herra hefur látið að því liggja að framferði kínverskra stjórnvalda einkennist af ábyrgðarleysi. Bandaríkjamönnum er á hinn bóginn mikill vandi á höndum. Taiwan er efnahagslega sterkt ríki og vandséð er hvernig ráða- menn í Bandaríkjunum og Evrópu geta hundsað lýðræðislega kjör- inn forseta landsins. Samskipti á þeim nótum myndu á hinn bóginn fela í sér viðurkenningu, tak- markaða, hið minnsta. Á sama tíma hvetja bandarískir sérfræð- ingar til þess að tengslin við Kína verði treyst enn frekar og vísa m.a. til óvissu um framvindu mála í Rússlandi. Á meðan þessu fer fram halda stjórnvöld á Taiwan áfram að treysta varnargetu heraflans. Taiwanar hafa fest kaup á 150 fullkomnum orrustuþotum af gerðinni F-16 og 60 frönskum Mirage-þotum til viðbótar. Maóískt afturhvarf Líklegt má telja að spennan í samskiptum Kína og Taiwan ráði úrslitum um framtíðarstöðu ríkj- anna. Á Taiwan er sú skoðun augljóslega í sókn að frekari skref skuli stigin til að aðskilja eyja- skeggja frá meginlandinu. I Kína gætir hins vegar aukinnar þjóð- ernishyggju og ráðamenn þar virðast hafa ákveðið að herða tök- in á ný. Þessi aukna harka hefur ekki eingöngu beinst að Taiwan. Nú nýverið ítrekuðu Kínveijar einnig kröfu sína um yfirráð yfir Spratly-eyjum í Suður-Kínahafi sem taldar eru mikilvægar í hern- aðarlegu tilliti. Aukin óbilgirni af hálfu kín- verskra stjórnvalda er m.a. skýrð með tilliti til valdabaráttu í Pek- ing. Sýnt þykir að ráðamenn geri nú hvað þeir geti til að treysta stöðu sína eftir því sem sá dagur færist nær er hinn aldni leiðtogi Deng Xiaoping gengur á fund feðra sinna. Mjög er horft til þess hver staða hersins verður í fram- tíðinni. Jiang Zemin forseti, sem trúlega hefur mest völdin í Kína nú um stundir, hefur lagt áherslu á afturhvarf til pólitískrar harð- línustefnu Maós formanns og m.a. tjáð sig um nauðsyn þess að herafli landsins lúti stjórn Kommúnistaflokksins. Maó formaður beitti Taiwana reglulega þrýstingi er honum þótti það hæfa en hafði trúlega takmarkaðan áhuga á því að öðl- ast þar yfirráð á ný. Hann notaði sér ástandið í pólitísku tilliti, m.a. 1958 er Kínveijar gerðu miklar árásir á Taiwan með langdrægum fallbyssum en hafði þó einkum í huga að skapa sér aukið svigrúm gagnvart Bandaríkjamönnum. Uppgjör í vændum Ovissa ríkir um framvindu mála í Kína og margir eru áhyggjufullir. Fjárfestar óttast að horfið verði frá þeirri frjáls- lyndisstefnu sem innleidd hefur verið á skilgreindum markaðs- svæðum í Kína og getið hefur af sér ævintýralegan hagvöxt. Bresk stjórnvöld hafa áhyggjur af þeim nýju áherslum sem kín- verskir ráðamenn virðast vera að boða og kemur það ekki síst til af því að Kínveijar taka við yfír- ráðum í Hong Kong á næsta ári. Margir telja víst að lýðræði það sem reynt hefur verið að innleiða þar heyri brátt sögunni til og að allsheijar fjármagnsflótti bresti á. Hagvöxtur hefur á undanförn- um árum hvergi verið meiri í heimi hér en í Austur-Asíu. Fjöl- margt bendir nú til að uppgjör sé í vændum, sem muni ráða úrslitum um pólitíska framvindu mála í þessum mikilvæga heims- hluta. Á Tævan skiptast menn í tvo hópa, segir Sölvi Axelsson, flugstjóri hjá Evaair Sumir óttast innrás og aðrir telja öllu óhætt MIKIL spenna hefur verið milli Kína og Tævans undanfarið. For- setakosningar eru í vændum í Tævan og umræða um að tími sé kominn til að Tævan fái al- þjóðaviðurkenningu og sæti í Sameinuðu þjóðunum fer vax- andi. Kínveijar hafa mótmælt harkalega og nóta heræfíngar til að skelfa ráðamenn í Taipei. Sölvi Axelsson flugstjóri starfar hjá tævanska flugfélaginu Evaair og sagði á föstudag að á Tævan skiptust menn í tvo hópa, þá sem óttuðust innrás og hina sem teldu að öllu væri óhætt. Sölvi segir að spennan milli Kína og Tævans sé mikið rædd. Her Tævans tæknlvæddari „Sumir minna samstarfs- manna hafa verið í flughernum og þeir segjast að tævanski her- inn búi yfir miklu betri tækjum og fullkomnari vopnum en kín- verski herinn,“ sagði Sölvi. „Þeir hálfpartinn hlakka til að kljást við þá. En margir halda því fram að Kínveijar hafi ekki bolmagn til að gera innrás. Mannaflinn er nægur, en þá vantar innrásar- pramma til að ganga á land.“ Að sögn Sölva líst íbúum Tæ- vans ekki á blikuna. Þeir telji sig Kínveija og séu hreyknir af því. „Þeim væri illa við að hefja blóðug átök við Kínveija af meg- inlandinu, enda er skyldleikinn mikill,“ sagði Sölvi. Sölvi hélt til Tæ- vans fyrir ári og á eftir þijú ár af starfs- samningi sínum. Hann sagði að mikill dugnaður væri í íbú- um Tævans og þar ynnu menn allan sólarhringinn, fram- leiddu skinnur og rær á nóttunni og ækju sendiferðabílum á daginn. „Orðið svefn vantar í þeirra orða- forða,“ sagði Sölvi. „Þeir hafa engar auð- lindir á bak við sig, en eru orðnir óhugnanlega ríkir og Kínveijar líta þá öfundaraug- um.“ Hann sagði að enginn á Tævan hefði átt von á þess- um viðbrögðum Kín- veija, bæði við heim- sókn Lees Teng-huis, forseta Tævans, til Bandaríkjanna á síð- asta ári og umræð- unni um viðurkenn- ingu. „Enginn veit hvað Kínveijar vilja,“ sagði Sölvi. „Það er enginn grundvöllur fyrir sameiningu nú, en upp hefur komið hugmynd um að semja til hundrað ára og þá geti orðið af sameiningu. Ovíst er hvort sá möguleiki verður hins vegar nokkru sinni að alvöru.“ Sölvi Axelsson flugstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.