Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 30
30' SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Konan mín, móðir okkar og tengdamóðir, KARÍTAS ÁSGEIRSDÓTTIR, sem lést á Sólvangi í Hafnarfirði 12. febrúar, verður jarðsungin frá Kirkjugarðskapellunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 21. febrúar kl. 15.00. Daniel J. Hörðdal, Kristinn S. Danielsson, Áslaug Hafsteinsdóttir, Frfða Daníelsdóttir, Víglundur Þór Þorsteinsson. t " Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR GUÐNÝ ELÍNBORG ALBERTSDÓTTIR, Selbrekku 40, Kópavogi, sem lést 10. febrúar sl., verður jarð- sungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðju- daginn 20. febrúar kl. 13.30. Hrönn Þórðardóttir, Jónas Karlsson, Gunnar Þórðarson, Rannveig R. Viggósdóttir, Geir Þórðarson, Huldis Ásgeirsdóttir, Erlendur Þór Þórðarson, Guðrún Helga Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JAKOBÍNU ÖNNU MAGNÚSDÓTTUR, Eyrarlandsvegi 27, Akureyri. Garðar B. Ólafsson, Jóhannes Óli Garðarsson, Hulda Jóhannsdóttir, Anna Garðarsdóttir, Magnús Örn Garðarsson, Hrafnhildur Jóhannsdóttir, Kristján Björn Garðarsson, Helga Alfreðsdóttir, Bergur Garðarsson, Margrét Frímannsdóttir, Ingvar Garðarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HELGU SIGURBJÖRNSDÓTTUR, dvalar- og hjúkrunarheimilinu Seljahlfð, áðurtil heimilis á Austurbrún 6. Sérstakar þakkir til starfsfólks og hjúkr- unarfólks í Seljahlíð. Guð blessi ykkur öll. Kristján Grétar Valdemarsson, Olga Ragnarsdóttir, Sigurbjörn Valdemarsson, Ólafía Hrönn Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, dóttur, móður okkar, tengdamóður og ömmu, JAKOBÍNU THEODÓRSDÓTTUR, Löngumýri 22b. Erlingur Guðmundsson, Theodór Ólafsson, Theodór K. Erlingsson, Hanna Kristfn Gunnarsdóttir, Guðmundur N. Erlingsson, Guðrún María Brynjólfsdóttir, Thelma Dögg Theodórsdóttir. Innilegar þakkir fyrir aðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdafööur, afa og langafa, ÁRMANNS GUÐNASONAR, Hrfsateigi 18. Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki á deild 11E, Landspítalanum. Steinunn Tómasdóttir og aðrir aðstandendur. BJARNI SIG URÐSSON + Bjarni Sigurðs- son fæddist á Akureyri 22. júlí 1934. Hann lést á heimili sínu á Akur- eyri að morgni föstudagsins 9. febrúar síðastlið- ins. Foreldrar hans voru Kristín Bjarnadóttir og Sigurður O. Björns- son. Þau eru bæði látin. Systkini Bjarna voru Geir S. Björnsson, f. 6. desember 1924, hann lést í janúar árið 1993, Sólveig, f. 31. ágúst 1936, hún lést í júní 1991, Ingi- björg, f. 12. júní 1940, Ragnar, f. 16. júlí 1942, Oddur, f. 10. apríl 1945, og Þór, f. 9. júní 1949. Bjami kvæntist eftirlif- andi eiginkonu sinni, Kristjönu R. Tryggvadóttur, f. 22. októ- ber 1932, hinn 5. nóvember 1954. Dóttir þeirra er Valgerður Hjördís f. 24. janúar 1954. Hún á eina dóttur, Sunnu Elínu, f. 24. mars 1983. Bjami hóf nám í handsetningu í POB 1. október 1953 og lauk námi 1. október 1957. Hann stundaði framhaldsnám í Bretlandi árin 1964-65 í litljós- myndun og ofset- prentun. Hann starfaði við fyr- irtækið til dauðadags, síðustu árin sem prentsmiðjusljóri. Bjarni stundaði auk þess skóg- rækt í landi fjölskyldunnar í Seljandi í Fnjóskadal. Útför Bjarna fór fram frá Akureyrarkirkju í kyrrþey. ÆSKUVINUR minn, Bjarni Sigurðs- son, lést á heimili sínu föstudaginn 9. febrúar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey, að ósk hins látna. Með Bjama er genginn einn sá ljúf- asti drengur, sem ég hef fyrir hitt á lífsleiðinni. Hann var elstur sex systkina, en hálfbróðir hans var Geir S. Björnsson, sem um áraraðir var prentsmiðustjóri P0B. Foreldrar Bjarna voru hjónin Kristín Bjarna- dóttir og Sigurður 0. Björnsson, fyrr- verandi prentsmiðjustjóri Prentverks Odds Bjömssonar. Þau eru bæði lát- in. Bjami fetaði í fótspor föður síns og lærði fyrst almenna prentiðn en fór síðar í sémám í offsetprentun til Englands. Öll hans starfsævi var helguð P0B og þar gekk hann í öll störf, allt frá því að skera pappír upp í það að stjórna fyrirtækinu. Bjami, eða Baddi, eins og hann var kallaður af þeim sem þekktu hann náið, fæddist 22. júlí 1934 og því tæpu ári eldri en ég. En svo undarlegt sem það nú var, þá vissi hvorugur af hinum fyrr en á mínu fjórtánda aldursári, enda þótt aðeins væru rúmar 400 metrar á milli upp- eldisheimila okkar. Það var ekki fyrr en í janúar árið 1949, að leiðir okkar lágu saman, í 1. bekk Menntaskólans á Akureyri. Það var ekki komið há- degi þann dag, þegar við vorum orðn- ir mestu mátar og eftir það má heita að við væmm nánast óaðskiljanlegir þau fjögur ár sem á eftir fóru, eða þar til leiðir skildu, sökum aðskilinna námsleiða og síðar búsetu, sitt í hvor- um landshlutanum. En vináttan hélst óbreytt og alltaf var tilhlökkunarefni að hittast. Baddi giftist ungur, Kristjönu Tryggvadóttur, eða Góu, eins og flestir þekktu hana, og eignuðust þau eina dóttur, Valgerði, sem frá upp- hafi var þeirra stærsti fjársjóður. Hjónaband þeirra Góu og Badda var eins og allir óska sér, en fæstir njóta. Þar ríkti alltaf andrúmsloft nýgiftra hjóna. Það sem mér er minnisstæðast í fari Badda, allt frá okkar fyrstu kynnum, er hve örlátur, geðgóður og hjálpfús hann var. Ekki aðeins gagnvart mér, heldur öllum sem í kringum hann voru. Öll erum við fædd gefendur, þiggjendur eða bland af þessu tvennu. Baddi var sannur gefandi. Hann sat sjaldan einn að góðum hlutum, hann viidi umfram allt að vinir hans fengju að njóta þeirra með honum. Síðar á lífsleið- inni varð ég aftur og aftur vitni að því, að þessir miklu mannkostir höfðu vaxið. IBaddi kom jafnt fram við háa sem lága, því hégómi og sýndar- mennska var nokkuð, sem ég varð aldrei var við í fari hans. Ekki einu sinni á unglingsárum okkar, þegar slíkt fær síst dulist. Hann var einlæg- ur, opinn og hjartahlýr. Greiðasemin var honum í blóð borin og átti ekki langt að sækja það, því foreldrar hans voru annálað sómafólk og þekkt fyrir greiðasemi og höfðingsskap. En Baddi var ekki einn um þann arf, því öll hafa þau systkinin erft þessa eiginleika og ræktað þá ríku- lega. Nú, er ég skrifa þessi fátæklegu kveðjuorð, þá fara í gegnum huga minn ótal minningar og atvik úr for- tíðinni. Ég minnist þess hve gaman var að segja Badda brandara, því bæði var, að hann hafði mjög góða tilfínningu fyrir því spaugilega og svo hló hann svo skemmtilega inni- lega, að hann hreif aðra með. En hvernig sem ég reyni, þá er mér ómögulegt að muna eitt einasta at- vik þar sem ég sé Badda reiðast. Það sem næst komst var: „Heyrðu dreng- ur!“ eða „Heyrðu manni!“ og svo kom viðeigandi athugasemd, sem oftar en ekki endaði í „og gerðu það aldr- ei aftur" brosi. Baddi var mikill náttúruunnandi og leið hvergi betur en með fjöl- skyldu sinni í sumarbústað þeirra hjóna að Sellandi í Fnjóskadal. Hann, ásamt bræðrum sínum og þeirra fjöl- skyldum, hefur haldið hátt á lofti því brautryðjandastarfí, sem faðir hans hóf fyrir rúmum 50 árum, en það var að klæða Selland skógi. Sjálfur tók ég þátt í gróðursetningu þar, vorvikur þijár 1951, og þá var nú margt brallað. Ég er sérlega þakklátur fyrir þá helgi sem Kristín og ég fengum eytt með þeim hjónum í sumarbústaðnum fyrir nokkrum árum. Við Baddi náð- um að eiga saman nokkra tíma ein- ir, við veiðar og náttúruskoðun, og þar var kominn gamli góði Baddi og ekki að finna, að fjörutíu ár væru liðin, frá því að við vorum saman við gróðurrækt á sömu slóðum. Með í bústaðnum voru einnig dóttirin Val- gerður og hennar dóttir, Sunna. Það fór ekki milli mála, að þetta var það líf og það umhverfí sem Baddi setti ofar öllu öðru. Hann hafði mjög mikinn áhuga á bókmenntum sem fjölluðu um siði og menningu þjóða, hvort heldur úr fortíð eða samtíð. Dulspeki alls konar og fyrirbrigði, sem gjarnan urðu ekki skýrð, áttu hug hans. Hann hafði mjög ákveðnar skoðanir á ýmsu í þessum fræðum, en það var með þær eins og allt hans fas, hann viðraði þær við menn, en eftirlét hveijum og einum að taka afstöðu og hafa sínar skoðanir í friði. Ég heimsótti Badda á sjúkrahúsið þann örlagaríka dag, þegar hann fékk að vita að hann gengi með krabbamein. Viðbrögð mín voru þess eðlis, að hann fann hjá sér þörf til þess að hughreysta mig. Hann hætti ekki fyrr en við vorurrr famir að gantast. Hvílíkur maður. Ég veit að ég breyti þvert gegn vilja hans með því að syrgja, því nógu oft vorum við búnir að tala um lífíð og tilveruna til þess að hafa það á hreinu, að dauðinn væri einungis breytt lífsform. En ég kem til með að sakna hans líkt og ég myndi gera, þó svo ég vissi að honum vegnaði vel annars staðar á þessari jörð, þar sem ég ekki næði til hans. Baddi minn, hafðu innilegar þakk- ir fyrir þína einlægu vináttu. Margt af því sem ég tel best í fari mínu, mótaðist á þeim árum sem okkar vinabönd voru að styrkjast og þú mín fyrirmynd um margt í þá daga. Ég mun minnast þín, kæri vinur, sakir hreinleika og göfgi. Elsku Góa, Valgerður, Sunna og systkini, ég votta ykkur einlæga samúð og treysti því, að tíminn mildi þann sára söknuð, sem ríkir í hjörtum okkar nú. Kolbeinn Pétursson. Guð gefur, Guð tekur, það eru staðreyndir sem við búum öll við, en nú er stórt skarð rofið í okkar vina- hóp. Hann Bjarni er dáinn. í okkar huga koma fram þakkir fyrir að hafa auðnast sú gæfa að hafa feng- ið að kynnast og fá að vinna með þeim öðlingsmanni sem hann var. Kynni okkar hófust fljótlega eftir að við tókum við prentsmiðjunni Ásprenti fyrir 17 árum. Oft á tíðum þurftum við að leita ráða hjá Bjarna hvað prentsmiðjurekstur varðar og þótti honum sjálfsagt að aðstoða okkur á allan þann hátt sem hann átti kost á og þó að við ættum að heita keppinautar þá unnum við allt- af saman sem vinir. Við kaup Ás- prents á POB í fyrra var Bjarni manna fyrstur til að óska okkur gæfu og gengis í framtíðinni og í hans huga var enginn vafí á að slík sameining myndi ganga vel. Einnig var hann sá tengiliður og leiðtogi í að þjappa saman starfsfólki þannig að úr yrði ein heild í traustu og góðu fyrirtæki sem ætti að hafa alla mögu- leika til að standa af sér harða sam- keppni. I þessari samvinnu var hann sannur vinur sem leitaði lausna á þeim fjölda vandamála sem upp komu við sameiningu á áðurnefndum fyrirtækjum. Við Bjami sátum oft saman og ræddum um hvað gaman yrði að sjá stöðuna eftir tvö til þrjú ár og vorum mjög bjartsýn á þá framtíð. Eftir skamman tíma hjá okkur fór hann að kenna sér meins sem síðar dró hann til dauða. En alltaf var hann jafn bjartsýnn og brosandi þegar talað var við hann þó að þjáningarn- ar væru oft miklar, þægilegri manni höfum við ekki kynnst. I okkar huga eru því þakkir fyrir þann tíma sem við vorum þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að sitja við hlið þessa bjartsýna og ljúflynda manns og ræða við hann um málefni líðandi stundar og prent- smiðjunnar sem var okkur öllum svo kær. Með þessum fátæklegu orðum vilj- um við kveðja Bjama vin okkar og vonum að Guð gefi Kristjönu, Val- gerði Hjördísi og Sunnu Elínu styrk á þessum erfíðu stundu. Rósa, Kári, Þórður, Unnur, Ólafur, Margrét og Alexander. Þegar ég hóf störf í Prentverki Odds Björnssonar á Akureyri á haustmánuðum árið 1966 var þar margt gjörvilegra manna í vinnu sem betra en ekki var að kynnast. Einn af þessum mönnum var Bjarni Sig- urðsson. Atvikin höguðu því þannig að ég gerðist eins konar blaðamaður við tímaritið Heima er bezt jafnhliða prentvinnunni. Tímaritið var gefið út af Bókaforlegi POB. Bjarni vann við ljósmyndun og myndamótagerð í POB og ég þurfti mikið að starfa með honum í sambandi við blaðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.