Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1996 41 I DAG LEIÐRETT Afmælis- tilkynningar fóru dagavillt Afmælistilkynningar þær, sem birtast hér á síðunni, birtust allar í Morgun- blaðinu í gær, en áttu að birtast í blaðinu í dag. Þetta stafar af mistökum, sem Morgunblaðið biðst afsökunar á. Vonandi hef- ur það ekki valdið viðkom- andi neinum óþægindum, þar eð afmælisdagarnir eru og voru allir tilgreind- ir með mánaðardegi. SKAK llmsjón Margcir Pctursson Hvítur leikur og vinnur STAÐAN kom upp á opnu móti í Zagreb í Króatíu í janúar í viðureign tveggja heimamanna. Alþjóðlegi meistarinn Zelcic (2.500) var með hvítt og átti leik, en Devcic (2.285) var með svart. x 22. Rc6+! (Mun ónákvæm- ara var 22. Rf5+? — exf5 23. Dd6+ - Kd8!) 22. - Ke8? (Svartur varð að sætta sig við að tapa skiptamun eftir 22. — Dxc6 23. Dd6+! - Dxd6 24. exd6+ - Kxd6 25. Hxb7) 23. Hxb7 - Dxb7 24. Dd6 og svartur gafst upp, því hann missir drottninguna til að byrja með. Mótið var alþjóðlegt, en fáir útlendingar mættu til leiks. Alþjóðlegi meistarinn Zaja sigraði örugglega með 8 v. en kollegi hans Sale varð annar með 7 72 v. Stórmeistarinn Vlado Kovacevic, sem lagði Fisc- her að velli árið 1970 var í hópi sjö skákmanna sem hlutu 7 v. Pennavinir ÞRÍTUGUR eistneskur karlmaður með margvísleg áhugamál. Kveðst svara öll- um bréfum: Tiit Lippmaa, Parnade Pst. 21, Tallinn, EE 0009, Estonia. Árnað heilla QrkÁRA afmæli. Á O V/morgun, mánudaginn 19. febrúar, verður áttræð Guðrún D. Björnsdóttir, Hæðargarði 33, Reykja- vík. Eiginmaður hennar var Valdimar Leonhardsson, bifvélavirki, sem lést í febrúar 1979. Guðrún tekur á móti gestum á heimili sonar síns í Jakaseli 12, í dag, sunnudaginn 18. febr- úar frá kl. 15 til 18. /?OÁRA afmæli. Þriðju- OVldaginn 20. febrúar, verður sextug Valgerður Bára Guðmundsdóttir, Ásbúð 102, Garðabæ. Yki henni og eiginmanni hennar Jóni Oddssyni ánægju að sjá vini og ættingja í Odd- fellowhúsinu við Vonar- stræti, í Reykjavík á af- mælisdaginn klukkan 17 til 19. f' /\ÁRA áfmæli. Á tlv/morgun, mánudaginn 19. febrúar, verður fimmtug- ur Jón Þorsteinsson, sókn- arprestur í Mosfellspresta- kalli, til heimilis að Garð- húsum 34, Rcykjavík. Eig- inkona hans er Sigríður Anna Þórðardóttir, alþing- ismaður. Séra Jón verður að heiman á afmælisdaginn. 4 /\ÁRA afmæli. Á TKV/morgun, mánudaginn 19. febrúar, verður fertugur Þórður Pétursson, Dreka- vogi 16, Reykjavík. Hann tekur á móti gestum í mat- sal Blindrafélagsins, Hamrahlíð 17, 2. hæð frá kl. 15-18 í dag, sunnudag- inn 18. febrúar. HOGNIHREKKVISI „7/ann attíorbcurx. oá iasia. i/inc þcúS. ORÐABÓKIIM Byggja OFANGREINT sagn- orð er notað í ýmsum merkingum. Talað er um að byggja hús eða reisa hús, en þó. mun fyrrnefnda orðalagið algengara í máli okkar. í ýmsum samböndum hafa menn heldur horn í síðu so. að byggja og telja annað orðalag fara betur í íslenzku máli. Nú orðið virðist so. að byggja vera á góðri leið með að útrýma öðru annars ágætu orðafari. Lengi voru brýr yfirleitt úr tré eða stáli. Þá var talað um að smíða brýr og þeir, sem að unnu nefndir brúarsmiðir. Sjálft verkið var svo brúarsmíði. Þegar steinsteypa tók svo við sem brúarefni, var farið að tala um að byggja brýr ogeins brúarbygg- ingu. Enn í dag vilja þó margir halda í hina gömlu málvenju um smíðina. Fyrr á árum var vegagerð öll heldur frumstæð. Þá töluðu menn um að leggja vegi, enda oft ekki nema um ruddar slóðir að ræða. Með vaxandi tækni og miklum véla- kosti hefur so. að byggja einnig hér náð fótfestu, svo að menn eru farnir að tala um að byggja vegi. Vafalít- ið höfum við þegið so. að byggja í þessum samböndum úr dönsku, bygge, þar sem hún er einvörðungu notuð, jafnvel þar, sem við gerum það ekki. Danir tala um að „bygge en violin“, þar sem við tölum um að smíða fiðlu. En þeir bygge et hus, en vej o.s.frv. Við eigum að halda sem lengst í fjölbreytni málsins, hér sem ann- ars staðar. - J.A.J. STJÖRNUSPA eftir Frances Drake VATNSBERI Afmælisbarn dagsins: Þú hefur ákveðnar skoðanir, og þér líður vel þegar nóg er að gera. Hrútur !21. mars - 19. april) Þótt þér líki ekki verkefni, sem bíður þín í vinnunni, parft þú engu að kvíða, því þér tekst að leysa það með sóma. Naut (20. apríl - 20. maí) Hafðu samráð við ástvin áður en þú tekur mikilvæga ákvörðun varðandi fjármálin í dag. Náinn vinur getur gef- ið góð ráð. Tvíburar (21. maí- 20. júní) fflt) Farðu að engu óðslega í fjár- málum. Þú hefur nægan tíma til íhugunar áður en þú tekur ákvörðun. Sinntu fjölskyld- unni í kvöld. Krabbi (21. júní - 22. júlí) >“$8 Ljúktu því snemma sem gera þarf heima í dag svo þú get- ir notið samvista við góða vini síðdegis. Áhrifamenn veita þér stuðning. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú færð hugmynd, sem getur hjálpað þér að ná settu marki. Það er of snemmt að skýra öðrum frá því hvert þú stefnir. Hafðu þolinmæði. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þú gerir upp hug þinn varð- andi fyrirhugað ferðalag. Fjárhagurinn ætti að fara batnandi, og einhugur ríkir innan fjölskyldunnar. Vog (23. sept. - 22. október) Jöí Þér býðst tækifæri til að ferð- ast, og samkvæmislífið hefur upp á margt að bjóða. Gættu þess að sýna ástvini um- hyggjusemi. Sporddreki (23. okt. - 21. nóvember) Slakaðu á og tryggðu þér ánægjulegan dag með því að láta ástvin ráða ferðinni. Þú skemmtir þér í kvöld með ættingjum og vinum. Bogmadur (22. nóv. - 21. desember) $0 Þú fmnur góða lausn í dag á vandamáli, sem hefur valdið þér áhyggjum að undan- förnu. Þér berast góðar frétt- ir símleiðis. Steingeit (22. des. - 19. janóar) Ef þú gætir þess að hafa stjórn á skapinu og hlusta á rök annarra, finnur þú lausn á deilumáli, sem allir sætta sig við. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Griptu tækifæri sem gefst til að bæta stöðu þína í vinn- unni. Það getur leitt til batn- andi afkomu og fleiri frí- stunda. Fiskar (19. febrúar-20. mars) Láttu ekki smáatriðin fram- hjá þér fara, því það gæti tafið lausn á verkefni, sem þú vinnur að. Varastu óþarfa eyðslu. TILBOÐ A FERMINGARVÖRUM Fermingarkerti - Kertahringir Fermingarservíettur frá 95 kr. pakkinn Sérprentum á servíettur Fló ra í bláu húsunum við Faxafen, sími 588 5250 Opið mán.-fos. kl. 12-18 og Lau. kl. 10-14. nncu Q CD Verslunin hættir Allar vörur eiga að seljast. Einnig til sölu kvengínur og fataslár. VERSLU IMAiRHySINU MIOSÆR HÁALEITISBRAUT 58-60, s. 553-8050, 105 RVÍK. UTSALA ÚLPTJR UTSALA ÚLPUR 5-50% afsláttur Síðustu dagar! Enn meiri verðlækkun. Úlpur og ullarjakkar á sértilboðií Stærðir 46-52. Opið lau. 10-16. Mörkinni 6, sími 588 5518 Bílastæði við búðarvegginn Erum flutt af Laugavegi í Mörkina 6 - sími 588 5518 (við hliðina á Teppalandi). Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. TILBOÐSDAGAR Þið kaupið 2 stk. en fáið 3 stk. af Sloggi Maxi. Stærðir 40 til 50. 95% bómull. 5% lycra s/°2& Tilboð þetta stendur aðeins meðan birgðir endast. Útsölustaðir: Reykjavíh: Borgar Apótek, Hagkaup, Olympia Hafnarfjördur. Bergþóra Nýborg, Embla Mosfells&œr: Versl Fell Ahranes: Perla Boryames: Kaupf. Borgfirðinga Gruniarfjöriur: Fell ísafförður: Krisma Bolungarvík: Bjarni Eirfksson Patrehsfförður: Höggið Blönduós: Kaupf. Húnvetninga Snuðárltróltur: Kaupf. Skagfirðinga Aítureyrl: Amaró, KEA, Hrfsalundi, KEA, vöruhús Húsavttt: Kaupf. Þingeyinga Mýratn: Verslunin Sel Egilsstaðir: Kaupf, Héraðsbúa Höfn Homafirði: Kaupf. A-Skaftfellinga Hcllo: Höfn-Þríhyrningur Vestmannaeyiar: Mozart Keflavfft: Samkaup Takið 3 en borgið fyrir 2 Verð kr. 1.436 Sparið kr. 718 sh<0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.