Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1996 33 I ) ) > I I 3 J I I i ] i i i i INGUNN MAGNUS- DÓTTIR TESSNOW + Ragnheiður Ingunn Magn í Arnarfirði 26. október 1913. Hún lést í Borgarspít- alanuni 7. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Ingibjörg Magnús- dóttir, f. 30. mars 1872, d. 5. apríl 1964, og Magnús Júlíus Jónsson, f. 1. júlí 1863, d. 8. október 1933. Systkinin hennar voru, Magnús Guð- mundur, f. 25. nóvember 1891, d. 27. maí 1959, Jón, f. 22. apríl 1895, d. 29. apríl 1957, Guðrún, f. 13. nóvember 1896, d. 14. júlí 1976, Ragnheiður Kristín, f. 14. ágúst 1901, og Sveinína Halldóra, f. 23. júlí 1905. Eftirlifandi eiginmaður er Werner Tessnow, f. 7. febrúar 1916. Þau bjuggu lengst af á Álfhólsvegi 67 í Kópavogi. Þau eign- uðust eina dóttur, Unni, f. 8. desember 1935, maki Baldvin Einar Skúlason. Þeirra börn eru: 1) Ingvar Svanur, f. 12. janúar 1955, d. 25. nóvember 1989, maki Jóhanna Valdís Jóhannsdóttir, þau áttu þijár dætur. 2) Hulda Björg, f. 29. mars 1956, maki Jó- hannes Kristjánsson, þeirra börn eru tvö. 3) Hafdís Erla, f. 28. júlí 1958, maki Einar Ragnarsson, þeirra börn eru þijú. 4) Helgi Magn- ús, f. 5. nóvember 1961, maki Bára Mjöll Ágústsdóttir, þeirra börn eru þijú. Ingunn verður jarðsett frá Kópavogskirkju á morgun, mánudaginn 19. febrúar, og hefst athöfnin klukkan 15. KÆRLEIKURINN er langlyndur, hann er góðviljaður, kærleikurinn öfundar ekki, kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, tilreiknar ekki hið illa, hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en sam- gleðst sannleikanum. Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, um- ber allt. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. (Korintubréf 13.) Að kveðja elskulega frænku sína, sem hefur verið þátttakandi í lífi manns frá bernsku er erfitt. Ég minnist hennar sem ungrar stúlku móður og húsmóður - sem ömmu. I öllu fasi og framkomu, brosi og blíðu í augum var hún alltaf söm. Mannkostir hennar voru margir og einstakir. Henni var eðlislægt að laða fram það besta í hverri sál. Kærleikurinn og góðviljinn voru hennar aðalsmerki, þó að hún væri auðug af atorku og dugnaði. Þessi frænka mín sem ég kveð nú er Ing- unn Magnúsdóttir Tessnow. Hugurinn flýgur vestur að Feigsdal í Arnarfirði, er ég lítil stúlka kom til dvalar þar í sveit hjá Guðrúnu frænku minni og Jósep á Granda, næsta bæ við Feigsdal, en hún var systir Ingunnar. Þar átti ég góða daga. Móðursystir mín Ingibjörg Magn- úsdóttir ásamt dætrum sínum Ragnheiði, Sveinínu og Ingunni bjó myndarbúi í Feigsdal. Á því heimili var alltaf fjölmennt og ekki síður eftir að þær fluttu í Kópavoginn árið 1942. Það átti við á heimili þeirra mæðgna á Digranesvegi að þar sem hjartarúm er, er alltaf húsrúm. Allur sá fjöldi sem naut gæða þeirra og umhyggju er ótrú- legur og þá einkum þeir sem illa voru settir hverju sinni, og það var eins og ekkert þætti eðlilegra. Ég fékk snemma löngun til þess að líkjast Ingunni frænku minni. Mér fannst hún bæði falleg og góð. Þó tíminn liði breyttist aldrei þetta viðhorf í huga mínum, en bætti við traust mitt á henni. Mér fannst hún vona allt og umbera allt. Ingibjörg móðir hennar og Stein- unn móðir mín voru systur, dætur Magnúsar á Hrófbergi í Stranda- sýslu. Frá æsku fengu þær nokkuð sérstakan heimanmund. Faðir þeirra, ólærður, fékkst við lækning- ar og ljosmóðurstörf þó hann gegndi einnig störfum hreppstjór- ans og bóndans. Á Hrófbergi átti margur skjól sem barðist í misvind- um og umkomuleysi í lífinu. Við hlið hans stóð kona hans og móðir þeirra systkina. Um hana orti Jör- undur á Hellu svo, en hann var ljósubarn Magnúsar afa míns: Húsfreyjunnar höndin styrka, hlýja, heila alla bauð af dýpsta kærleik. Ingunn hlaut ríkulega hinn gullna heimanmund - gæðin frá móður sinni. Hún óx að mannkost- um því meir sem hún gaf af per- sónu sinni. Lífshlaup móður hennar væri lærdómsríkur lestur fyrir marga, en gleymist ekki þeim sem nutu. Ég get ekki látið hjá líða að minnast þess er dætur hennar stjórnuðu búi, er hún vetrarlangt tók sig upp alla leið til Bolungarvík- ur, eftir lát móður minnar, er lést um aldur fram. Ingibjörg var komin til þess að annast börnin hennar Steinunnar systur sinnar og mann hennar. Hugarfarið, trú hennar á Guð og öll góðu verkin verða alltaf gull í minningunni. Ingunn var lif- andi eftirmynd móður sinnar og gaf arfinn áfram til dóttur sinnar Unn- ar og-barna hennar. Nú þegar hún var farin að kröftum og barðist við illvígan sjúkdóm umvöfðu þau hana af kærleik og umhyggju. Hún æðr- aðist aldrei og virtist ekki koma auga á annað en gæðin sem hún mætti. Örlagaþráðurinn er oft óskiljan- lega spunninn. Er Ingunn var ung stúlka innan við tvítugt, tókust ást- ir með henni og ungum og glæsileg- um manni Werner Tessnow. Hann var af þýskum ættum. Þau eignuð- ust eina dóttur, Unni, sem ólst upp hjá móður sinni. En „eitt er að unna og dylja, annað að sakna og þrá“ því áður en dóttirin fæddist var Werner kallaður til herþjónustu í heimalandi sínu. Styijaldarárin og það sem þeim fýlgdi hertók hann um árabil. Tíminn leið og dóttirin óx til unglingsára áður en henni hlotnaðist að sjá föður sinn, sem þó unni henni úr fjarlægð. En veg- ir ástarinnar eru órannsakanlegir, þegar Werner losnaði úr þessari prísund, náðu þau saman aftur Ing- unn og hann, þá fullorðin með lífs- reynsluna að baki gengu þau í hjónaband. Þá var frænka mín 60 ára. Þá bjuggu þau í Þýskalandi, en hin síðari ár hafa þau búið hér á landi, síðast á Gullsmára 11 í Kópavogi. Werner sér nú á eftir fágætum persónuleika og ástríkri eiginkonu. Lífssýn hennar og trú á kærleikann mun fylgja honum og afkomendum þeirra, því kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. Unnur mín, við þig, pabba þinn, mann þinn og börnin og fjölskyld- una alla vil ég segja: Þeir sem eiga mikið hljóta að missa mikið. Og svo er með ykkur er þín elskulega móð- ir kveður þetta líf. Hjarta mitt slær með ykkur. Steinunn Finnbogadóttir. Mig langar í nokkrum orðum að þakka henni ömmu minni, bestu ömmu í heimi, fýrir allar góðu sam- verustundirnar. Hugur minn er full- ur af þakklæti fyrir allt það óeigin- SJÁ BLAÐSÍÐU 34 t Ástkær eiginkona mín, GUÐFRÍÐUR KRISTÍN JÓHANNESDÓTTIR, • Hrafnistu, áður Blesugróf 5, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 19. febrúar kl. 15.00. Sigurður Jóhannesson. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móð- ur okkar, fósturmóður, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, KRISTÍNAR SVANHILDAR HELGADÓTTUR frá Odda. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Hrafnistu DAS fyrir nærgætna um- önnun. Þórður Ólafsson frá Odda, Helgi G. Þórðarson, Thorgerd E. Mortensen, Þórunn Þórðardóttir, Sigurður Þ. Guðmundsson, Kristin Einarsdóttir og niðjar. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og lang- afa, GÍSLA HANNESSONAR, Boðahlein 11, Garðabæ. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki heimahlynningar Krabbameinsfélagsins. Bryndis Sigurðardóttir, Elísabet Erla Gisladóttir, Bragi Jóhannesson, Þuríður Hanna Gísladóttir, Guðjón Tómasson, Sigurður Örn Gíslason, Margrét Margrétardóttir, Svala Lárusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Sambýlismaður minn, bróðir og mágur, STEINGRÍMUR Þ. D. GUÐMUNDSSON listmálari, Eskihlfð 33, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 20. febrúar kl. 15.00. Blóm og kransar afbeðnir, en þeir sem vildu minnast hans, eru beðnir að láta líknarstofnanir njóta þess. Steinunn G. Kristiansen, Guðfinna Hulda Jónsdóttir, Jóhannes Kristinsson, og aðrir vandamenn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁSMUNDUR PÁLSSON, Dalbraut 18, áður Laugarnesvegi 48, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju þriðjudaginn 20. febrúar kl. 13.30. Jónfna Ágústsdóttir, Maria Ásmundsdóttir, Steindór Ingimundarson, Ragnhildur Ásmundsdóttir, Árni Arnþórsson, Óskar Már Ásmundsson, Ástríður Traustadóttir, Þráinn Örn Ásmundsson, Guðbjörg Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞORGERÐAR EINARSDÓTTUR, Furugerði 1. Einar Jónsson, Vera Einarsdóttir, Þorgerður J. Einarsdóttir, Snorri H. Harðarson, Ólafur Einarsson, Sólveig Björnsdóttir, Hrönn Einarsdóttir, Óskar Bjartmarz, Jón Einarsson og barnabarnabörn. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda vináttu og samúð vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns mfns, föður okk- ar, afa og langafa, ÞÓRBJÖRNS A. JÓNSSONAR, Maríubakka 12, Reykjavík. Blessun Guðs veri með ykkur öllum. Guðmunda Árnadóttir, Bírgir, Guðrún, Ásdfs og fjölskyldur. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lét og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, JÓNU SIGRÍÐAR ÓLAFSDÓTTUR, Þúfu f Vestur-Landeyjum. Sérstakar þakkirtil starfsfólks Sjúkrahúss Suðurlands fyrir einstaka umönnun. Indriði Theodór Ólafsson, Steinunn Ósk Indriðadóttir, Sigurjón Helgi Gfslason, Anna Berglind Indriðadóttir, Guðni Þór Guðmundsson, Guðný Halldóra Indriðadóttir, Theodóra Jóna Guðnadóttir. t Innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar ÁLFHEIÐAR MARGRÉTAR JÓHANNSDÓTTUR, Friðarstöðum, Hveragerði. Sérstakar þakkir færum við Siguröi Björnssyni lækni og öðru starfsfólki Sjúkrahúss Reykjavíkur. Jónína Sæmundsdóttir, Diðrik Sæmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.