Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1996 23 Fagleg einangrun rofnaði... Sá stuðningur sem við feng- um hvor af öðrum jók okkur sjálfstraust og svigrúm til starfa. UNDIRBÚINN fundur verk- og tæknifræðinga hjá Hönnun og ráðgjöf, f.v. Sveinn Jónsson, Kári Ottarsson, Björn Sveinsson, Viðar Jónsson og Jóhannes Pálsson. Valgeir Kjartansson situr við tölvuna. ins, meðal annars með því að ráða skipaverkfræðing. „Svar okkar er að færa þjón- ustuna inn í atvinnulífið og þar með nær viðskiptavinum okkar. Menn hafa verið að sækja hana um langan veg en vaxandi skiln- ingur er fyrir því að hafa þekking- una í fjórðungnum. Við munum fylgja þessu fast eftir enda er það liður í því að berjast á móti straumnum suður. Við höfum tek- ið þátt í þróun atvinnulífsins í sam- vinnu við sveitarfélög og fyrirtæki og sjáum stór verkefni framundan á því sviði. Sum verkefnin fæðast smá en geta svo orðið að stórverk- efnum,“ segir Sveinn. Hönnun og ráðgjöf er þátttak- andi í undirbúningi að markaðs- setningu Austurlands. Mörkuð verður stefna um það hvaða starf- semi eigi að sækjast eftir á svæð- inu og hvernig eigi síðan að vinna að uppbyggingunni. Aukin forritunarvinna Töluverð breyting hefur orðið á starfi verkfræðingsins á þeim stutta tíma sem Sveinn og Jóhann- es hafa rekið eigin verkfræðistofu. Þess sjást merki á stofunni á Reyð- arfirði, eins og annars staðar. Búið er að henda út öllum teikni- borðum og tölvunum fjölgað í stað- inn. „Vinnan hefur þróast út í skýrslu- og áætlanagerð og hönn- unin fer einnig fram í tölvum,“ segir þeir. Hönnun og ráðgjöf hefur búið til eigin forrit til að leysa verkefn- in. Einnig hefur stofan tekið þátt í hönnun forrita og markaðssetn- ingu. Sem dæmi um það má nefna hönnun viðhaldsstýrikerfis í skip- um og iðnaði í samvinnu við danskt fyrirtæki. Hönnun og ráðgjöf þró- ar og viðheldur forritinu hér á landi og selur það á íslenska mark- aðnum. Er það nú komið um borð í 30 skip. Jóhannes og Sveinn eru að velta fyrir sér nýjum hugmynd- um á hugbúnaðarsviðinu. Allur hnötturinn undir Verkfræðingarnir líta á landið allt sem sitt markaðssvæði. Og Jóhannes segir að þegar þeir séu að vinna í allt öðrum landshlutum átti menn sig ekki alltaf á því hvaðan þeir eru, geri ráð fyrir því að þeir séu úr Reykjavík eða næsta bæjarfélagi. Nú eru þeir farnir að líta enn lengra, segja að heimurinn sé allt- af að minnka. Til staðfestingar á þessu hafa þeir breytt bréfsefni fyrirtækisins. Á fyrsta bréfsefni þess var lögð áhersla á staðsetn- ingu þeirra á Austurlandi en á nýju bréfsefni eru þeir ofan á jarð- arkringlunni og allur hnötturinn undir fótum þeirra. Félagarnir eru glettnir þegar þeir sýna þetta en segja jafnframt fulla alvöru felast í þeim skilaboðum sem út úr þessu megi lesa. )k leggur Hvers vegua eru laun á íslandi svona lág? Hvað þarf til að lyfta þjóðinni upp úr láglaunabaslinu? Hvers vegna eru Norðurlönd í kreppu? Af hverju stafar atvinnuleysi? Hvað getum við lært af Austur-Asíu og Austur-Evrópu? Hvemig tókst Færeyinguin að koma sjálftim sérákaldanklaka? Hverjir bera ábyrgðina? Hvað getum við gert til aðsnúavömísókn og halda unga fólkinu heima? Höfundur bókarinnar, Þorvaldur Gylfason, er prófessor í hagfræði í Háskóla íslands. HÁSKÓLAÚTGÁFAN SÍMI 525 4003 S rll^ Cortína sport, Skólavörðustíg 20, sími 552 1555. i Skerpir athygli - eykur þol Virkar m.a. gegn: Einbeitingarskorti, streitu, þreytu og j í afkastarýrnun. Einnig gott fyrir aldraða. ! ! i ■ >. j 1 'i' n ’ ' , • y' 1 • ■- jr 1 NÁMUSTYRKIR Landsbanki Islands auglýsir nú sjöunda árið í röð eftir umsóknum umNÁMU -styrki. Veittir verða 7 styrkir. Einungis þeir sem gerst hafa félagar (NÁMUNNI , námsmannaþjónustu Landsbanka íslands, fyrir 15. mars 1996 eiga rétt á að sækja um styrk vegna þessa námsárs. Hver styrkur er að upphæð 175 þúsund krónur. Styrkirnir verða afhentir NÁMU-félögum í apríl 1996 og þeir verða veittir samkvæmt eftirfarandi flokkun: • 2 styrkir til háskólanáms á íslandi, • 2 styrkir til náms við framhaldsskóla á íslandi, • 2 styrkir til framhaldsnáms erlendis, • 1 styrkur til listnáms. Umsóknum er tilgreini nafn, heimilisfang, kennitölu, námsferil, námsárangur, heimilishagi og framtíðaráform skal skilað til Landsbanka íslands eigi síðar en 15. mars næstkomandi. Umsóknir sendist til: Landsbanki íslands, Markaðssvið b.t. Berglindar Þórhallsdóttur Bankastræti 7, 155 Reykjavík t«wpi»*mti I • l A N D * N Á M AN Hft&MÚ ALaWCASTOfVaVSV^NSftlM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.