Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 27
26 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ + -1- MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1996 2.7 STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. TILG AN GSLITL AR V AXT AUMRÆÐUR Nokkrar umræður hafa orðið um vaxtamál síðustu daga vegna hækkana á vöxtum í við- skiptabönkum. Þessar umræður hafa verið með hefðbundnum hætti. Bankastjórar Seðlabanka eru kallaðir á fund ríkisstjómar til þess að ræða vaxtamálin. Að loknum þeim fundi skilja bankastjórar Seðlabankans ekki hvers vegna viðskiptabankar hafa hækkað vexti. Þannig sagði Birgir ísl. Gunnarsson, formaður bankastjómar Seðla- bankans í samtali við Morgun- blaðið í gær: „Við hefðum skilið það, ef bankamir hefðu verið með þessar hækkanir í kjölfarið eða á svipuðum tíma og okkar hækkanir í desember. En við skiljum ekki þá tímasetningu að vera að hækka núna í byijun febrúar, þegar umhverfíð er breytt. Alla vega höfum við ekki fengið neinar skýringar, sem við skiljum.“ Samkvæmt frásögn Sverris Hermannssonar, bankastjóra Landsbankans, í grein hér í blaðinu í fyrradag sagði Stein- grímur Hermannsson, Seðla- bankastjóri, aðspurður um hvaða meðalvexti hann teldi að verðtryggð lán ættu að bera:„. . . ég teldi kannski í kringum sjö eða eitthvað svo- leiðis gæti verið miklu eðli- legra.“ Formaður bankastjórnar Seðlabankans skilur ekki að- gerðir viðskiptabankanna en skv. grein Finns Sveinbjörns- sonar, framkvæmdastjóra Sam- bands ísl. viðskiptabanka, hækkuðu bankamir vexti vegna vaxtahækkana Seðlabankans! Finnur Sveinbjömsson sagði í grein hér í blaðinu fyrir nokkr- um dögum um ástæður vaxta- hækkana viðskiptábanka: „í lokin er rétt að ítreka að vaxta- hækkanir banka og sparisjóða má annars vegar rekja til að- gerða Seðlabankans í peninga- málum, sem hafa miðað að því að hækka vexti á skammtíma- markaði í því skyni að draga úr gjaldeyrisútstreymi og slá á þenslueinkenni, og hins vegar til tímabundinnar hækkunar verðbólgu, sem stafar af al- mennum launahækkunum um síðustu áramót. Vaxtahækkanir banka og sparisjóða eiga sér því eðlilegar efnahagslegar skýringar." í Morgunblaðinu í gær segir Finnur Ingólfsson, viðskiptaráð- herra: „Það sem kannski skiptir öllu máli núna er að menn leiti leiða til þess að ná þessu niður og við munum eiga fundi með ríkisviðskiptabönkunum á næst- unni.“ í umræðum um vaxtamál á undanfömum áram hefur verið fullyrt hvað eftir annað af tals- mönnum viðskiptabanka, Seðla- banka og ríkisstjóma, að þessir aðilar ráði ekki lengur vaxta- ákvörðunum og að vexti sé ekki hægt að lækka með handafli. Væntanlega hefur engin breyt- ing orðið á því, þar sem hinn opni frjálsi fjármagnsmarkaður eflist stöðugt. í því ljósi verður að ætla að fundahöld ráðherra og bankastjóra snúist fyrst og fremst um gagnkvæma upplýs- ingamiðlun og að ekki sé hægt að búast við því, að þau ein og út af fyrir sig leiði til lækkunar vaxta. Kjami málsins hlýtur að vera sá á þessu sviði eins og öðram að það þarf að auka samkeppni á íslenzka fjármagnsmarkaðn- um. Sú samkeppni er meiri en hún var en of takmörkuð enn sem komið er. Fyrirtæki eiga nú fleiri kosta völ, ekki sízt þau, sem vegna stærðar og styrkleika geta átt viðskipti við erlenda banka. Fyrir þau skiptir vaxtahækkun íslenzku bank- anna svo sem engu máli, þau leita annað. Vaxtafarsi af því tagi, sem nú stendur yfír verður endur- tekinn aftur og aftur þangað til raunveruleg og afgerandi samkeppni hefur komið til sög- unnar á íslenzka fjármagns- markaðnum. Það er athyglis- vert, að sú hótun ein að erlent olíufyrirtæki kunni að hefja starfsemi hér hefur nú þegar leitt til umtalsverðrar upp- stokkunar á olíumarkaðnum og m.a. tryggt neytendum lægra benzínverð. Öruggasta aðferðin, sem ís- lenzk stjórnvöld gætu beitt til þess að tryggja, að vaxtastigið verði svipað og í nálægum lönd- um er sú að ýta undir með ein- um eða öðrum hætti, að erlend- ir bankar hefji starfsemi hér. Þá yrði sú einokun og fá- keppni, sem ríkt hefur á fjár- magnsmarkaðnum hér í ýmsum myndum rofín í eitt skipti fyrir öll. Þar til slík umskipti verða á fjármagnsmarkaðnum verða vaxtaumræður af því tagi, sem nú standa yfír, tilgangslitlar. Að nauðsyn aukinnar sam- keppni víkur Hannes G. Sig- urðsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri VSÍ, réttilega í samtali við Morgunblaðið í gær og bendir jafnframt á mikil- vægi þess að breyta ríkisbönk- unum í einkafyrirtæki. Það er líka rétt en reynslan af íslenzka markaðnum yfirleitt sýnir, að það eitt dugar ekki til vegna þess að einkafyrirtæki geta haldið uppi verði í skjóli fá- keppni ekki síður en ríkisfyrir- tæki. HELGI spjall 1 1 q HEF VERIÐ að 1 lí/ *hugsa um kvæði eftir Kristján Karls- son sem heitir Látum oss gera för hennar veglega og er svohljóðandi: í skjóli vínviðarins grær eikin óhult; hvem dag strauk vindurinn höfuð Maríu, skýin vísuðu henni veg um garðinn tígrisdýr fóru framhjá kátur otur velti sér í fjarlægum höfum heimafýrir lá kötturinn afvelta í gluggakistunni látum oss gera för hennar veglega svo að tígurinn nemi staðar og oturinn stingi sér með busli heimafyrir stígur kötturinn út í garðinn með varúð á haustvotan mosann kistan er af eik; ekki að sjá í neitt. Ég hef talað um þetta kvæði við Kristján og sagt honum að mér finnist það flytja harla kaþólskt viðhorf enda er hann sjálfur kaþólskrar trúar. En hana tók hann þegar hann var bókavörður í íþöku. Útförin í kvæðinu er ekki eins og nein sorgarathöfn heldur væri óeðlilegt að eftir þetta áhyggjulausa líf í garðinum (þ.e. Eden) væri brottförin sorgarefni. Það er ekkert uppgjör í kvæðinu. Allt sem minnzt er á eru gjafir. Það ber að taka þeim með gleði eins og lífinu sjálfu. Dauðinn er þá líka gjöf þótt eikin breytist í kistu og einhvern ugg setji að kettinum. Hér er einungis um breytingu að ræða en engin harmkvæli. María er að sjálfsögðu “biblíunafn", nátengt Paradís. Kaþólsk trú er örlát á veraldleg gæði. Þau merkja kannski ekki eins mikið og fyrir mótmælendur, því þau eru sjálfsögð í kaþólskri trú. Tign mótmælendakirkj- unnar er fólgin í einfaldleika og afneitun veraldlegra gæða. Lútherskur dauði er ógnlegur og án þess fagnað- ar sem við sjáum stundum í Sturlungu þegar því er lýst að hinir dauðadæmdu bjuggu sig undir vistaskipt- in eins og til fagnaðar væri að fara, svo að notað sé tungutak sögunnar. í kaþólskri trú þarf maður ekki að óttast að gjalda fyrir að hafa lifað edenslífi, sakra- mentið er svo sterkur þáttur í aflausninni. Þetta er meira að segja höggormslaust kvæði. Höggormurinn er hið illa í mannlegu eðli en honum er ekki til að dreifa í þessu kvæði. Dýrin eru fijáls eins og í Genesis. En í sögunni um Paradís í fyrstu Mósesbók segir: “Þá myndaði Drottinn Guð af jörðinni öll dýr merkurinnar og alla fugla loftsins og lét þau koma fyrir manninn til þess að sjá, hvað hann nefndi þau. Og hvert það heiti, sem maðurinn gæfi hinum lifandi skepnum, skyldi vera nafn þeirra. Og maðurinn gaf nafn öllum fénaðinum og fuglum loftsins og öllum dýrum merkur- innar.“ Og lifíð var áhyggjulaus leikur í aldingarðinum þar til höggormurinn kom til sögunnar. Þegar skáldið talar um vínviðinn er það skírskotun í þau orð Krists að hann sé vínviðurinn hreini og í skjóli hans getur eikin vaxið og maðurinn dafnað í hennar skjóli. í þessu umhverfi höfum við fengið fýrir- heit Krists um sigur lífsins yfír dauðanum og kaþólska kirkjan leggur meiri áherzlu á þetta örlæti hans en hin lútherska. Og það er sem sagt eins konar boðskap- ur skáldsins að ekkert sé við það að athuga að útför mannsins sé sem ríkulegust og í fullu samræmi við fyrirheitið: látum oss gera för hennar veglega og sjáum ekki í neitt sem gæti varpað skugga á það örlæti sem kirkja Krists er fyrstogsíðast vitnisburður um. M. ITVO ÁRATUGI FRÁ stofnun lýð- veldis snerust umræður um stjórnmál og þjóðmál almennt, um höft á athafnafrelsi og inn- flutningsfrelsi. Viðreisnarstjórn- in afnam haftakerfið að méstu leyti. I þijá áratugi a.m.k. var ís- lenzka samfélagið klofíð í herðar niður vegna djúpstæðs ágreinings um aðild að Atlants- hafsbandalaginu og um varnarsamninginn við Bandaríkin. Síðasta alvarlega tilraun til þess að segja varnarsamningnum upp var gerð með myndun ríkisstjómar Ólafs Jó- hannessonar sumarið 1971 og rann út í sandinn með stórsigri Sjálfstæðisflokksins í kosningunum 1974. Eftir 1980 vom ekki alvarlegar umræður um uppsögn vamar- samnings og. Alþýðubandalagið tók sæti í ríkisstjóm Gunnars Thoroddsens í ársbyijun 1980 án þess að gera brottför vamarliðsins að skilyrði fýrir þátttöku og stuðningi við ríkisstjóm. Með endalokum kalda stríðsins var þetta deilumál endanlega til lykta leitt. Um tveggja áratuga skeið, frá 1971 fram á árið 1990, var óðaverðbólgan helzta um- ræðÖefni í þjóðmálaumræðum hér. Eftir að hún var kveðin niður með kjarasamningun- um í febrúar 1990 og þeim samningum, sem síðar hafa verið gerðir á vinnumarkaði, hag- stæðum ytri áhrifum og skynsamlegri stjóm- arstefnu, hefur óðaverðbólgan ekki verið á dagskrá. Höft, vamarmál og óðaverðbólga, vanda- mál og deiluefni, sem fylgdu hverri kynslóð á fætur annarri frá stofnun lýðveldisins, era ekki lengur helzta umræðuefni þjóðarinnar. í staðinn hafa komið linnulausar umræður um velferðarþjóðfélagið en þó fyrst og fremst einn þátt þess, heilbrigðiskerfið. Ef nefna á eitt mál, sem öðram fremur hefur sett svip sinn á þjóðfélagsumræður þessa áratugar, eru það heilbrigðismálin. Þetta er út af fyrir sig hið sama og gerzt hefur í nálægum löndum. Þar hafa umræður um framtíð velferðarþjóðfélagsins verið ofar- lega á dagskrá fyrir utan Evrópumálin, sem era að sjálfsögðu efst í huga þeirra þjóða, sem nú þegar starfa saman innan Evrópu- sambandsins svo og þeirra þjóða, sem sækja stíft eftir iúngöngu. Það sem er hins vegar eftirtektarvert við umræðurnar um velferðarþjóðfélagið hér, er hversu þröngar þær era. Þær snúast fyrst og fremst um heilbrigðiskerfið og jafnvel þær umræður eru mjög takmarkaðar. Þær einkennast aðallega af deilum um stöðugar kröfur fjárveitingavaldsins um niðurskurð í rekstri sjúkrahúsa. Hér fara nánast engar umræður fram um velferðarþjóðfélagið í heild. Erum við á réttri leið í breytingum á almannatiygg- ingakerfínu? Er lífeyriskerfið fullnægjandi trygging fyrir afkomu fólks á efri árum? Eru þeir opinberu styrkir, sem era inn- byggðir í húsnæðiskerfið með niðurgreiðslu á vöxtum og félagslega íbúðakerfið að skila því, sem til er ætlast? Tiltölulega háar at- vinnuleysisbætur hafa komið í veg fyrir þjóðfélagslega ólgu vegna umtalsverðs at- vinnuleysis en eru þær jafnframt að koma í veg fyrir, að fólk hafi áhuga á að vinna til þess að afla sér lífsviðurværis? Er kostn- aður vegna langra sumar- og vetrarleyfa að sliga atvinnulífið? Eru gæði íslenzka skólakerfisins fullnægjandi miðað við þá fjármuni, sem í það eru lagðir? Ekkert af þessum þáttum velferðarþjóð- félagsins hefur verið til umræðu á þessum áratug, sem hefur markast af umræðum um heilbrigðiskerfið. Þjóðin er heltekin af umræðum um heilbrigðiskerfið og hvað gera eigi til þess að koma böndum á það. Hvað veldur? Er heilbrigðiskerfið eini þátt- ur velferðarþjóðfélagins, sem við höfum ekki náð tökum á? Hafa stjómmálaflokk- arnir brugðizt því hlutverki að verða vett- vangur umræðna um þjóðfélagslegar um- bætur og framfarir? Eða þora þeir ekki að brydda upp á umdeildum sjónarmiðum af ótta við kjósendur? Það er kominn tími til að breikka þær umræður, sem fram fara um velferðarþjóðfélagið og beina athygli að fleiri þáttum þess en heilbrigðismálunum einum en jafnframt er brýn þörf fyrir nýja og ferska stefnumótun um málefni velferð- arþjóðfélagsins í heild. Eru lífeyris- málin í ógöngum? REYKJAVIKU RBREF Laugardagur 17. febrúar Á U.Þ.B. FJÓRUM áratugum hefur verið byggt upp voldugt kerfi lífeyr- issjóða. Þessir sjóðir era að verða mesta peningaveldi lands- ins. „Þeir ráða verðbréfamarkaðnum. Við þá verða stjórnvöld og einkafyrirtæki að tala, ef þörf er á umtalsverðum fjármunum til einhverra framkvæmda eða annarra þarfa. Lífeyrissjóðirnir verða æ meiri þátt- takendur í atvinnulífinu með hlutabréfa- kaupum. Öflug einkafyrirtæki eins og tryggingafélögin, Eimskip-Burðarás, Eign- arhaldsfélag Alþýðubankans eða önnur slík eru eins og dvergar samanborið við lífeyris- sjóðina. A næstu árum má ganga út frá því sem vísu, að þeir verði fyrirferðarmeiri aðilar í fjármögnun atvinnulífsins með hlutabréfakaupum en þeir hafa verið til þessa. En til hvers voru lífeyrissjóðirnir stofnað- ir? Til þess að sjá fólki fyrir viðunandi líf- eyri í ellinni. Og hvernig rækja þeir það Aílutverk? Einstaklingur á áttræðisaldri sagði viðmælanda sínum frá því á dögun- um, að hann hefði verið félagsmaður í Líf- eyrissjóði verzlunarmanna frá upphafi og að það skilaði sér um 80 þúsund krónum á mánuði í lífeyri. Ríkisstarfsmaður í tæp- lega hálfa öld upplýsti viðmælanda sinn um það, að þegar upp væri staðið næmi lífeyr- ir viðkomandi rúmlega 60 þúsund krónum á mánuði. Um það má deila, hvort þetta er viðun- andi trygging fyrir fólk á efri árum, þegar við bætast einhverjar greiðslur úr almanna- tryggingakerfinu. Þarfir þess eru mismun- andi. En í raun og veru hefur „markaður- inn“ svarað þessari spurningu. Hinir ftjálsu lífeyrissjóðir, þar sem þátttakendur greiða ákveðna fjármuni inn í sjóðina, sem lagðir eru inn og ávaxtaðir á sérstökum reikning- um, sem eru eign sjóðfélaga og ganga að erfðum til maka hans og barría, stækka stöðugt. Væntanlega er það vísbending um, að fleiri og fleiri komast að þeirri niður- stöðu, að almennu lífeyrissjóðirnir ásamt greiðslum úr almannatryggingakerfinu dugi ekki til þess að tryggja þeim áhyggju- laust ævikvöld. Þetta er líklega nokkuð ný uppgötvun hjá hinum almenna lífeyrissjóðsþega. Með- limir lífeyrissjóðanna virðast nokkuð al- mennt hafa gengið út frá því sem vísu, að með margra áratuga greiðslum í lífeyrissjóð hefðu þeir tryggt sig með fullnægjandi hætti. Aftur og aftur hefur komið í ljós á undanfömum árum, að þegar menn komast á eftirlaunaaldur og fara að hyggja að eftir- launum sínum kemur þeim á óvart, hversu lág þau era. Lífeyrissjóðirnir hafa bætt úr skorti á slíkum upplýsingum á allra síðustu árum. Nú fá sjóðfélagar yfirleitt yfirlit, sem sýnir þeim svart á hvítu hvað þeir hafa nú þegar tryggt sér í eftirlaun og hver eftirla- unaréttur þeirra verður, haldi sömu greiðsl- ur áfram óbreyttar til eftirlaunaaldurs. En í sumum sjóðanna hafa slík yfirlit aðeins fengist síðustu tvö til þijú árin. Nú eru hins vegar að kofnast á eftirlaun aldurshópar, sem höfðu ekki aðra mögu- leika á að tryggja afkomu sína svo sem með söfnun í fijálsum lífeyrissjóðum. Hafi fólk ekki gert aðrar ráðstafanir til þess að tiygKÍa afkomu sína í ellinni, stendur af- koma margra á veikum grunni. Það verður ekki bætt úr því, sem liðið er, en það er hægt að gera ráðstafanir til að tryggja betur öryggi næstu kynslóða, þegar þær komast á eftirlaunaaldur. Fyrsta spurningin hlýtur að vera sú, hvernig lífeyr- issjóðirnir geta betur tryggt afkomu sjóðfé- laga sinna en þeir gera nú. En jafnframt er ástæða til að greiða fyrir því, að fólk eigi fleiri kosta völ. Til viðbótar við hina alraennu lífeyrissjóði og fijálsu lífeyrissjóð- ina, bryddar nú á því, að erlend tryggingafé- lög bjóði íslendingum lífeyristryggingar, sem eru sambland af líftryggingu og lífey- ristryggingum. Er ekkf kominn tími til að íslenzku tryggingafélögin þreifi fyrir sér á þessu sviði? Og jafnframt að það verði til umræðu, hvernig hægt er með skattalegum ráðstöfunum að greiða fyrir slíkum trygg- ingum og öðrum sparnaði fólks til elliára? Á REYKJAVIKURTJÖRN Morgunblaðið /RAX Ekkert er verra fyrir aldurhnigið fólk en að hafa áhyggjur af fjárhagslegri afkomu sinni síðustu ár ævinnar. Eru löng frí að sliga at- vinnulífið? EITT AUÐUG- asta ríki heims, Þýzkaland, stendur nú frammi fyrir því verkefni að vinda ofan af velferðar- þjóðfélaginu, sem þar hefur verið byggt upp frá stríðslokum. Eitt af því, sem Þjóðveijar staðnæmast við, er sú staðreynd, að þýzkt atvinnulíf er ekki lengur samkeppnisfært við atvinnufyrirtæki í Bandaríkjunum og Japan vegna þess, að kostnaður á hveija vinnustund er margfalt hærri í Þýzkalandi en þessum tveimur helztu samkeppnislöndum þýzks iðnaðar. Ein helzta ástæða fyrir því að þýzku fyrirtækin eru ekki samkeppnisfær er sú, að það er búið að hlaða utan á sjálf launin, sem þau borga, ótal kostnaðarliðum, sem leiða til þess að launatengdur kostnaður getur numið allt að 80% af tímakaupi. Af- leiðingin er sú, að þýzku viðskiptajöfrarnir hafa sagt við Kohl Þýzkalandskanslara: Annaðhvort léttir þú þessum byrðum af okkur eða við flytjum framleiðsluna til ann-' arra landa. Svo einfalt er það. Eitt af því, sem einkennir þýzkt atvinnu- líf eru löng frí starfsmanna, 5-6 vikna frí a.m.k. Til samanburðar má geta þess, að í mörgum greinum atvinnulífsins í Banda- ríkjunum eru sumarleyfi 2-3 vikur og það tekur starfsmenn mörg ár að vinna sig upp í þriggja vikna orlofsrétt. Hér á íslandi hefur verið samið um mjög löng sumar- og vetrarorlof. í mörgum kjara- samningum eru ákvæði um, að sé orlof tekið að hluta til á veturna lengist það mjög verulega. Þetta ákvæði hefur væntan- lega verið hugsað þannig, að það mundi draga úr truflun á starfsemi fyrirtækja, ef starfsmenn færu ekki allir í orlof á sömu 3-4 mánuðum yfir sumarið. Þessi löngu orlof hér á landi eru óhemju- dýr fyrir atvinnufyrirtækin. Þau eru ein af ástæðunum fyrir því, að peningaleg kjör era ekki betri en raun segir til um. Senni- lega hafa fá fyrirtæki reiknað út hvað þessi löngu orlof kosta en ef þessi reikningur væri gerður upp fyrir þjóðfélagið allt mundi koma í ljós, að hann er gífurlegur. Evrópubúar hafa spurt sjálfa sig hvað valdi því, að í Bandaríkjunum hefur störfum fjölgað ótrúlega mikið á nokkrum undan- fömum áram á sama tíma og atvinnuleysi hefur farið vaxandi í Evrópu og fjölgun starfa ekki orðið neitt nálægt því, sem þekk- ist vestan hafs. Ein ástæðan er sá mikli viðbótarkostnaður, sem búið er að leggja á atvinnulífið m.a. með löngum fríum. I Þýzkalandi er það nú rætt í fyrsta sinn í alvöru, að nauðsynlegt sé að stytta fríin, sem launþegar hafa samið um við vinnuveit- endur sína. Hér á landi eins og víða í Evrópu hefur svonefnd verktakastarfsemi rutt sér til rúms. Þá er ekki átt við verktöku í tengsl- um við öflug verktakafýrirtæki heldur verk- töku einstaklinga, sem eiga ekki kost á föstu starfi hjá fyrirtækjum en taka að sér einstök verkefni og þiggja greiðslu fyrir. Af hveiju hefur verktaka blómstrað með þessum hætti hér og í ýmsum Evrópulönd- um? Vegna þess, að kostnaðurinn við slíka vinnu er margfalt minni en ef viðkomandi er ráðinn í fast starf. Að undanförnu hefur komið fram, að atvinnuleysi í Reykjavík hafi verið meira í janúar á þessu ári en í janúar í fyrra. Hvað veldur, þegar augljóst er að uppsveifla er í efnahags- og atvinnulífi? Þjóðhagsstofnun áætlar, að atvinnuleysi á þessu ári verði 4,4% en það var 5% á síðasta ári. Hvers vegna gengur okkur svona illa að draga úr atvinnuleysi þrátt fyrir aukin umsvif á flestum sviðum þjóðlífsins? Ein helzta ástæða þess er sú, að fyrir- tæki eru mjög vör um sig í sambandi við ráðningar af fenginrii reynslu. Þau vita, að hveijum föstum starfsmanni fylgir meiri kostnaður en greiddum launum m.a. kostn- ' aður vegna margra vikna sumar- og vetrar- - leyfa. Löng sumar- og vetrarorlof eru hluti af því velferðarþjóðfélagi, sem við höfum byggt upp. Fólk lítur svo á, að þessi löngu frí séu sjálfsögð og skipulagning sumarleyf- is er lykilþáttur í áætlanagerð margra fjöl- skyldna eins og sjá má á þeim ótrúlega fjölda fólks, sem flykkist á ferðaskrifstof- urnar, þegar þær kynna nýjar ferðaáætlan- ir. Sjálfsagt á skammdegið þátt í því, að löng frí skipta meira máli fyrir fólk hér en í sumum öðrum löndum. En höfum við sem þjóðfélag frekar efni á þessum löngu fríum en því mikla heilbrigðiskerfí, sem við höfum byggt upp og hefur verið eftirlætis umræðu- efni okkar síðustu árin? Eru einhver sérstök rök fyrir því, að íslendingar og Þjóðveijar, svo að dæmi sé tekið, geti tekið sér jafnvel helmingi lengri frí en Bandaríkjamenn og Japanir? Velferðar- þjóðfélagið allt til um- ræðu ÞAÐ ER TÍMA- bært, að við hættum að einblína á heil- brigðiskerfið eitt en tökum velferðar- þjóðfélagið allt til umræðu. Þótt stærstur hluti út- gjalda ríkissjóðs sé í heilbrigðiskerfinu er kostnaður þjóðfélagsins alls af velferðar- málum í víðum skilningi öðru vísi saman settur. Hann verður ekki til nema að hluta með þeim ákvörðunum, sem Alþingi og rík- isstjórn taka. Hann hefur að verulegu leyti orðið til með þeim samningum, sem aðilar vinnumarkaðar hafa gert á undanförnum áratugum. í sumum tilvikum hafa ákvarð- anir verið teknar, sem flokkast undir vel- ferðarmál, sem full rök gátu verið fyrir á þeim tíma, en eiga ekki við lengur. En jafnframt hafa komið til sögunnar nýjar þarfir. Fólk lifir lengur en áður. í því felst hins vegar að miðað við óbreyttar regl- ur um eftirlaunaaldur fjölgar þeim þjóðfé- lagshópum stöðugt, sem vinna ekki að neins konar verðmætasköpun heldur lifa á eign- um sínum eða framlögum úr velferðarkerf- inu. Það á eftir að fjölga mjög í þessum aldurshópum á næstu árum og áratugum og að óbreyttu kostar það aukin útgjöld fyrir yngri aldurshópa. Þessum nýju þörfum velferðarþjóðfélags- ins er hægt að mæta með ýmsum hætti. Það má t.d. ræða það, hvort þær reglur, sem nú gilda almennt, að fólk fari á eftir- laun ekki seinna en sjötugt, eigi lengur við? Eitt af því, sem hefur áunnizt með heilbrigðiskerfinu er að fólk lifír lengur og við betri heilsu en áður. Er fráleitt að breyta reglum um eftirlaunaaldur, þannig að þeir sem búa við góða heilsu, geti unnið lengur? En jafnframt er hægt að draga úr kostn- ,aði á einum stað til þess að geta staðið undir nýjum útgjöldum á öðrum vígstöðvum og þá ekki sízt vegna fjölgunar í hinum eldri aldurshópum. Þetta er ein af röksemd- unum fyrir því, að við þurfum að hefja umræður um að stokka velferðarþjóðfélagið allt upp, þ.e. til þess að mæta nýjum þörf- um, sem óhugsandi er að hinar starfandi kynslóðir geti tekið á sig nema með því að draga úr útgjöldum annars staðar. Því miður eru stjórnmálaflokkarnir að því er virðist nánast lamaðir, sem umræðu- vettvangur fyrir umdeilanleg sjónarmið af því tagi, sem hér hafa verið viðruð. En samtök atvinnulífsins hafa á undanförnum árum að verulegu leyti komið í staðinn, sem uppspretta nýrra hugmynda og nýrrar stefnumörkunar á fjölmörgum sviðum þjóðlífsins. Þau bera að hluta til ábyrgð á kostnaði okkar við velferðarþjóðfélagið vegna þess, að þau hafa samið um það í fijálsum samningum að taka þennan kostnað á sig. Það væri kannski ekki úr vegi, að samtök atvinnulífsins taki frum- kvæði um umræður um velferðarþjóðfélag- ið í heild, enda brenna sumir þættir þess meir á þeim, sem ábyrgð bera á rekstri fyrirtækja en mörgum öðrum. En verkalýðshreyfingin á hér einnig hlut að máli. Og verkalýðsfélögin eru augljós- lega í tilvistarkreppu. Ef að líkum lætur taka þau umsvifalaust og umhugsunarlaust upp baráttu gegn sjónarmiðum sem þessum. En það væri skammsýni og ekki í þágu félagsmanna þeirra. Hér er ekki til umræðu að leggja velferðarþjóðfélagið niður heldur endurskipuleggja það miðað við breyttar aðstæður og nýjar þarfír. „Þessi löngu orlof hér á landi eru óhemjudýr fyrir atvinnufyrirtæk- in. Þau eru ein af ástæðunum fyrir því, að peningaleg kjör eru ekki betri en raun seg- ir til um. Senni- lega hafa fá fyrir- tæki reiknað út hvað þessi löngu orlof kosta en ef þessi reikningur væri gerður upp fyrir þjóðfélagið allt mundi koma í ljós, að hann er gífurlegur.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.