Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Rekstur ríkisíns
stendur á krossgötum
Ríkisstjómin hefur samþykkt stefnu um nýskip-
an í ríkisrekstri. Með henni er ætlunin að stokka
upp rekstur ríkisins í núverandi mynd, með
aukna hagkvæmni að leiðarljósi, auk þess að
kanna með hvaða hætti unnt sé að draga varan-
lega úr umfangi hans. Þorsteinn Vígiundsson
ræddi við Fríðrík Sophusson ij ármálaráðherra
um þessa stefnu, meðal annars með hliðsjón
af fyrirhuguðum breytingum í starfsmannahaldi
hins opinbera sem valdið hafa miklum úlfaþyt
meðal forystumanna ríkisstarfsmanna.
RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt
stefnu um nýskipan í ríkisrekstri þar
sem ætlunin er að taka ýmsa þætti
í rekstri hins opinbera til gagngerrar
endurskoðunar. Markmið þessarar
stefnu er að auka hagkvæmni og
skilvirkni í ríkisrekstrinum jafnframt
því að bæta þá þjónustu sem hið opin-
bera veitir. Þá er einnig ætlunin að
fara vandlega yfir hvaða þjónustu
ríkið þurfi að sinna og hvaða þættir
ríkisrekstrarins geti allt eins verið í
höndum einkaaðila.
Einn angi þessara breytinga var
til umræðu í vikunni, en þar eru á
ferðinni ný frumvörp um réttindi og
skyldur opinberra starfsmanna og líf-
eyrissjóð starfsmanna ríkisins. Þessi
frumvörp hafa fallið í nokkuð grýttan
jarðveg hjá talsmönnum stéttarfélaga
opinberra starfsmanna og hafa kenn-
arar m.a. dregið sig út úr viðræðum
um flutning grunnskólans til sveitar-
félaga ogkrafístþess að frumvörpin
verði dregin til baka. Formaður BSRB
hefur einnigsagt þetta vera stórt
stökk aftur til fortíðar.
Friðrik Sophusson flármálaráð-
herra segir þessar breytingar á starfs-
mannastefnu ríkisins hins vegar vera
eðlilegan og nauðsynlegan grundvöll
þeirra breytinga sem fylgja eigi í kjöl-
farið. „Það er alveg ljóst að stjóm-
völd verða að hugsa sinn gang með
talsvert öðrum hætti en gert var hér
fyrr á árum. Landamærin hafa verið
að opnast á undanfömum árum og
fólk, ijármagn og fyrirtæki geta nú
fært sig mun auðveldar á milli landa
en verið hefur,“ segir Friðrik. „Þetta
gerir það líka að verkum að við þurf-
um að hafa mjög sterka stöðu til
þess að bæta lífskjörin hér á landi
svo fólkið og fyrirtækin kjósi ekki að
flýja landið. Þess vegna verða allir
sem hafa áhrif á lífskjörin í landinu,
hvort sem það eru fyrirtækin, almenn-
ingur eða stjórnvöld, að hugsa um
það hvemig við getum styrkt sam-
keppnisstöðu landsins. Liður í þessu
er að gera stjómkerfið allt skilvirk-
ara.“
Friðrik segir að í mörgum tilvikum
hafí menn látið undir höfuð leggjast
að líta á ríkið sem þjónustuaðila við
aðra starfsemi í landinu. „Okkur hef-
ur verið gjamara að líta á ----------
ríkið einungis sem embætt-
ismennsku og vald, jafnvel
hroka. Því erum við nú að
kanna hvemig við getum
slípað ríkisreksturinn til
þannig að hann verði betri en í ná-
grannaríkjunum. Því eftir því sem
stjómvaldið er einfaldara og skilvirk-
ara, þeim mun meiri líkur eru til þess
að fólk sé ánægt og fyrírtækin geti
skilað betri lífskjömm."
Ábyrgð stjórnenda verði aukin
Rauði þráðurinn í tillögum ríkis-
stjómarinnar er að ábyrgð stjómenda
hjá hinu opinbera verði aukin, að sögn
Friðriks. Nauðsynlegt sé að draga úr
miðstýringunni sem sé talsvert mikil
í núverandi skipulagi og auka sjálf-
stæði stofnana og um leið auka
ábyrgð stjómenda þeirra. „Þá leggj-
um við mikið upp úr árangri og skil-
„Ríkið dragi
sig út úr sám-
keppni."
virkni. Við vitum að til þess þurfum
við að geta boðið upp á sömu aðstæð-
ur og best gerist hjá fyrirtækjum í
einkarekstri.
í fmmvarpinu er gert ráð fyrir þvi
að launagreiðslur verði að gmnni til
byggðar á kjarasamningum, en hins
vegar fái stjómendur stofnana fijáls-
ari hendur til þess að umbuna starfs-
fólki umfram þessi föstu laun sem
byggist á gagnsæjum reglum. Við
gemm kröfu til þess að starfsfólkið
viti hvaða reglur gilda um framgang
í starfí. Þetta verður að vera mjög
skýrt því annars er hætt við því að
það myndist ósýnileg sambönd á milli
aðila. Við þekkjum það úr ríkisrekstr-
inum nú, því svo virðist sem stjóm-
endur, sem oftast em karlmenn, komi
aukavinnu meira á kynbræður sína
en konur og virðist sem viðhorf þess-
ara stjómenda séu að þessu Ieyti úr-
elt. Það er mjög mikilvægt að bæði
karlar og konur viti hvemig þau eigi
að standa sig í starfí til að fá umb-
un, enda er það undirstöðuregla í öll-
um vel reknum fyrirtækjum.“
Friðrik segir að nefnd á vegum
fjármálaráðuneytisins hafí að undan-
fömu unnið að því að kanna hvemig
unnt sé að bæta samkeppnisstöðu
íslands og helsta niðurstaða þeirrar
vinnu sé að nauðsynlegt sé að reyna
að örva samkeppni á sem flestum
sviðum samfélagsins. „Þetta er ein-
faldlega vegna þess að samkeppnin
býr til verðmæti. Menn leggja meira
á sig í samkeppni og ná þess vegna
meiri árangri sem gagnast öllum og
kemur fram í betri lífskjörum. Þetta
er sú hugmyndafræði sem við byggj-
um þessa stefnu á,“ segir Friðrik.
Ríkið dragi sig út úr
samkeppnisgreinum
Friðrik segir að liður í þessari þró-
un sé að ríkið dragi sig út úr sam-
keppnisgreinum með markvissari
hætti en áður. „Það er mikilvægt að
ríkisvaldið trufli ekki samkeppni á
markaðnum, heldur skapi sem best
skilyrði fyrír verðmætasköpun, ein-
faldi og bæti rekstur sinn þannig að
hann verði skilvirkari og bæti þjón-
ustu ríkisins. Þá skiptir það einnig
töluverðu máli að jafna aðstöðumun
--------- opinberra fyrirtækja og
einkafyrirtækja.“
Að sögn Friðriks er
einnig þarft að endurskoða
allt umfang á starfsemi
hins opinbera. Nauðsyn-
legt sé að endurskipuleggja ríkis-
reksturinn, breyta stofnunum í hluta-
félög, sameina stofnanir eða leggja
þær jafnvel niður og bjóða út verk,
þar sem það á við. Fara þurfi yfír
hlutverk hverrar stofnunar með það
að leiðarljósi að kanna hvort starfsemi
hennar sé nauðsynleg, hveiju hún
skili til ríkisins og hvort starfsemin
sé ef til vill betur komin í höndum
einkaaðila.
„Þetta er kannski það sem oft er
mest áberandi í þeirri breytingu sem
hefur verið að eiga sér stað, ekki
aðeins hér á landi heldur alls staðar
í kringum okkur. Verið er að reyna
koma sem'mestu yfír á markaðinn,
bæði með því að selja fyrirtækin eða
hætta rekstri. En líka með því að að
koma þeirri starfsemi sem ríkið á að
bera ábyrgð á yfir til einkaaðila, þó
þannig að ríkið beri áfram ábyrgð og
fylgist með því að verkin séu unnin
eins og á að vinna þau samkvæmt
lögum.“
Þjónustusamningar teknir
upp við opinberar stofnanir
Á undanförnum árum hefur aukin
áhersla verið lögð á útboð og samn-
ingagerð við þá aðila utan ríkisgeir-
ans sem tekið hafa að sér ýmis verk
fyrir ríkisvaldið. Friðrik segir að nú
sé verið að fikra sig inn á þá braut
að ráðuneytin geti gert álíka samn-
inga við opinberar stofnanir. „Við
köllum þetta þjónustusamninga og
þá er skilgreint hvað ríkið ætlar sér,
fyrir hönd skattborgaranna, að kaupa
af viðkomandi stofnun og hvað ríkið
sé þá tilbúið til að greiða fyrir þessa
skilgreindu afurð.
Þessar aðferðir hafa átt vaxandi
vinsældum að fagna víða erlendis.
Ekki síst vegna þess að þær knýja
stjómvöld til þess að spyija lykil-
spuminga eins og til hvers emm við
að reka þessar stofnanir? Til hvers
ætlumst við af þeim? Hvert er hlut-
verk þeirra og hvað viljum við fá þær
til að skila skattborgurunum? Við eig-
um ekki að spyija eins og gjarnan
hefur verið gert, hvað fengu þær í
fyrra og eiga þær að fá eitthvað lítið
minna eða lítið meira í ár? Þetta held
ég að sé mjög mikilvægt því ef niður-
staðan er sú að viðkomandi stofnun
er að framleiða eitthvað sem við get-
um fengið með betri og ódýrari hætti
annars staðar, þá hlýtur næsta spum-
ing auðvitað að vera sú hvort ekki
eigi að leggja stofnunina niður.
Ég nefni sem dæmi Ríkisskip sem
var lagt niður fyrir nokkrum árum.
Þetta fyrirtæki þjónaði eflaust ein-
hveijum tilgangi hér á árum áður,
en það kom í ljós eftir að fyrirtækið
hafði verið lagt niður, að önnur starf-
semi í landinu á vegum einkaaðila
gat hæglega komið í stað þessa rekst-
urs, sem kostaði ríkið orðið óhemju
háar ijárhæðir.“
Morgunblaðið/Þorkell
Breytingar á starfs-
mannastefnu ríkisins
Friðrik segir það vera eðlilegan lið
í þessum breytingum að réttindi og
skyldur opinberra starfsmanna séu
með svipuðum hætti og gerist á al-
mennum vinnumarkaði. Unnið hafí
verið að undirbúningi þessara breyt-
inga undanfarin tvö ár og afrakstur-
inn sé m.a. það frumvarp sem nú
hafí litið dagsins ljós. „Fmmvarpið
er nú til skoðunar hjá samtökum opin-
berra starfsmanna. Við leggjum mik-
ið upp úr þessu starfi því þar er ver-
ið að endurskoða löggjöf sem er rúm-
lega 40 ára gömul. Löggjöf sem var
sett um réttindi og skyldur ríkisstarfs-
manna þegar þeir höfðu hvorki verk-
falls- né samningsrétt. Það er því
nauðsynlegt að breyta þessari löggjöf
því hún er úrelt í mörgum greinum.“
Friðrik segist vænta þess að geta
lagt fram þetta frumvarp á næstu
vikum, að loknum viðræðum við
starfsmannafélögin. Hann segir að
helstu breytingar sem til standi séu
afnám á æviráðningu ríkisstarfs-
manna enþess í stað verði tekin upp
gagnkvæm uppsagnarákvæði, líkt og
tiðkist á almenna vinnumarkaðnum.
„Við leggjum til að opinberum starfs-
mönnum verði skipt í tvo
hópa, annars vegar þá sem
við köllum embættismenn,
en það eru þeir sem ekki
hafa verkfalls- og samn-
ingsrétt, og hins vegar rík-
isstarfsmenn sem njóta fullra réttinda
á borð við verkfalls- og samnings-
rétt, eins og starfsmenn einkafyrir-
tækja. Fyrir vikið getur orðið nokkur
munur á réttindum þessara tveggja
hópa því staða þeirra er óneitanlega
nokkuð ólík með tilliti til samnings-
og verkfallsréttarins.“
Friðrik segir það vera óhjákvæmi-
legt að taka á viðkvæmum málum á
borð við biðlaunaréttindi opinberra
starfsmanna. Það kunni hins vegar
að vera það atriði sem margir muni
horfa í þegar rætt verður um þessar
breytingar. „Við teljum að það stríði
gegn heilbrigðri skynsemi að þegar
stofnunum er breytt í hlutafélög geti
komið upp sú staða að fólk sem gegni
áfram nákvæmlega sömu störfum, sé
á tvöföldum launum í 6-12 mánuði.
Þess vegna er verið að reyna að breyta
þessum bótarétti, færa hann til nú-
tímalegra horfs og fella hann niður
þar sem hann á ekki við.“
Lífeyrissjóðir geti staðið
undir lífeyrisgreiðslum
Vandamál lífeyrissjóða opinberra
starfsmanna hafa verið nokkuð til
umræðu að undanförnu og fram hef-
ur komið að um 80 milljárða króna
vanti upp á til þess að sjóðimir eigi
fyrir þeim lífeyrisskuldbindingum sem
þeir hafí tekið á sig. „Þær breytingar
sem við erum að vinna að á lífeyris-
kerfi opinberra starfsmanna eiga ekki
að skerða réttindi þeirra. Hins vegar
er óhjákvæmilegt að þau breytist.
Við viljum að lífeyrissjóður starfs-
manna ríkisins starfí með svipuðum
hætti og lífeyrissjóðir á almennum
vinnumarkaði, þannig að það sem sé
greitt inn í sjóðinn standi, ásamt vöxt-
um, undir því sem er greitt úr honum.
Til þess að þetta sé hægt verður
ríkið að gera upp við fortíðina. Það
má þess vegna hugsa sér að ríkið
leggi skuldabréf inn í sjóðinn sem það
greiði vexti af. Síðan er hugmyndin
að ríkið greiði á hveijum tíma í sjóð-
inn þá upphæð sem þarf til þess að
standa undir framtíðarskuldbinding-
um hans, Iíkt og gert er hjá öðrum
lífeyrissjóðum. Þetta er mikil breyting
því í dag fá menn ekki endilega greitt
úr sjóðnum í réttu hlutfalli við það
sem þeir hafa greitt til hans.
Okkur sýnist að einnig sé heppilegt
að breyta ýmsum sérreglum sem gilt
hafa um ríkisstarfsmenn, eins og svo-
kallaðri 95 ára reglu og 32 ára reglu,
sem þýðir að það kann að vera heppi-
legra eftir breytinguna að menn taki
lífeyri síðar á lífsleiðinni, en fái þá
hærri greiðslur en í núgildandi kerfí.“
Friðrik segir að eftir sem áður
verði lífeyrisréttindi opinberra starfs-
manna betri en gerist á almennum
vinnumarkaði. Sem dæmi nefnir
hann að líklega þurfi ríkið að borga
um 10,5% af launum starfsfólks í
lífeyrissjóð á móti 4% framlagi
starfsmanns, til þess að sjóðurinn
geti staðið undir skuldbindingum sín-
um. „Þá má ekki gleyma því að ríkis-
starfsmenn greiða einungis af dag-
vinnulaunum sínum. Það er því ekki
óeðlilegt að næsta skref verði að
kanna hvort ríkið og launþegar þess
eigi að semja um að greiða iðgjaldið
af heildarlaunum.“
Ný vinnubrögð í
fjármálum ríkisins
Friðrik bendir á að enn einn liður
í þessari stefnu sé breytingar á fjár-
reiðum ríkisins. Þessa dagana sé
verið að ræða í þinginu frumvarp
um breytingar á fjárreiðum ríkisins,
þar sem verið sé að færa ríkisreikn-
ing, fjárlög, fjáraukalög og bókhald
ríkisins í nútímalegt horf. „Ef þetta
frumvarp nær fram að ganga verður
okkar löggjöf með þeim fremstu í
OECD-ríkjunum. Bara þetta atriði
getur gert það að verkum að alþing-
ismenn og aðrir þeir sem þurfa á
góðum og gagnsæjum upplýsingum
frá ríkinu að halda eigi mun auðveld-
ara með að nálgast þær en áður. í
raun erum við að færa ríkisreikninga
og fjárlög upp með svipuðum hætti
og gerist hjá fyrirtækjum, þar sem
stjórnendur verða að sýna eigendun-
um reikningana á hluthafafundum.
Með sama hætti hljótum við að þurfa
að færa okkar reikninga með þeim
hætti að almenningi og sérstaklega
alþingismönnum sé það ljóst við hvað
ríkið er að fást hveiju sinni, hvaða
efnahagsstefnu er fylgt
og hvort framkvæmda-
valdið hafi farið eftir þeim
ákvörðunum sem þingið
hefur tekið.
Mér sýnist það líka vera
eðlilegt framhald af þessum breyt-
ingum að endurskoða það fyrirkomu-
lag sem nú er í kjarasamningum rík-
isins og opinberra starfsmanna,
þannig að horfið sé frá þeirri miðstýr-
ingu sem felst í því að fjármálaráðu-
neytið fari með öll kjaramálin og í
staðinn verði stofnunum fengið aukið
vald í þessum efnum. Starfsmanna-
skrifstofa fjármálaráðuneytisins
myndi þá breytast í þjónustuaðila
fyrir stofnanir og fyrirtæki ríkisins,
sem gætu hugsanlega myndað með
sér einhvers konar vinnuveitenda-
samband, sem gæti þá orðið næsta
skref í þá átt að hér verði einn vinnu-
markaður,“ segir Friðrik Sophusson.
„Lífeyrissjóð-
ir standi undir
greiðslum."