Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1996 11 „Formaður út- varpsráðs notar landnemaþáttinn, sem aðalröksemd til þess að sýna fram á hvað allar aðgerðir hafa verið vitlausar,41 segir arkitektinn. starfsnefndar um opinberar fram- kvæmdir sem var skilyrði fyrir heimild til þess að hefjast handa. Mótbárur starfsmanna Þegar hér var komið sögu árið 1979 og sjónvarpið komið inn í myndina, var settur á laggirnar ráðgjafarhópur starfsmanna hljóð- varps og sjónvarps til að endur- skoða teikningar með hönnuðum. Að þeirri endurskoðun lokinni voru tillögur kynntar starfsfólki Ríkisút- varpsins á fjölmennum fundum. Fram komu mótbárur frá hluta starfsmanna sjónvarps, sérstaklega af fréttastofunni, sem Vilhjálmur segist hafa skilið svo að of mikil nálægð hljóðvarps og sjónvarps væri ekki æskileg, en á þessum árum voru þetta einu ljósvakamiðl- arnir í landinu. Hver einasta deild hljóðvarps og sjónvarps fékk verulega stækkun á sínu húsnæði og reynt var að verða við ýtrustu kröfum starfsfólks. 011- um sjáanlegum þörfum hljóðvarps og sjónvarps var mætt að því und- anskildu að tónlistarsalurinn varð að víkja fyrir sjónvarpssal, að sögn Vilhjálms. Þó var ekki talið útilokað að sá salur gæti nýst fyrir tónlistar- upptökur. Við hönnun hússins var lögð áhersla á sveigjanleika í notk- un er varðar almenn skrifstofurými en upptökusvæði voru og eru eðli samkvæmt nokkuð bundin. 60% fjölgun starfsfólks Teikning af húsi fyrir hljóðvarp og sjónvarp, nefnt Útvarpshús, var samþykkt í byggingarnefnd Reykjavíkur í ársbyrjun 1980. Þá var starfsmannafjöldi hjá útvarpinu 91 og hjá sjónvarpinu 144. Að sögn Vilhjálms var allri starfsemi útvarps og sjónvarps komið fyrir í nýja húsnæðinu skv. teikningum, en að vísu var ekki séð hvernig koma ætti leikmyndabúnaði sjónvarps, stórum sem smáum hlutum, fyrir í nýja húsinu. Því var brugðið á það ráð að teikna sérstakt stálgrindar- hús, 400-500 fermetra, fyrir leik- mynda- og tæknideildir sem fékkst samþykkt norðar á lóðinni en er enn óbyggt. Þeir munir, sem þangað eiga að fara, eru því tvist og bast um húsið eins og stendur og ljóst að það muni þurfa að rísa ef af flutningi sjónvarpsins verður. Að undanskildu Útvarpshúsinu sjálfu og áðurnefndri geymslubyggingu, hefðu engar aðrar teikningar verið gerðar af byggingum á lóðinni og að mati arkitektsins ætti að vera hægt að koma Ríkisútvarpinu öllu fyrir í Útvarpshúsinu þótt eflaust þyrfti að gera ýmsar tilfæringar til að koma allri starfseminni inn. Morgunblaðið/Þorkell RÖK snúa oft fremur að mislitum skoðunum á skipulagi RÚV og stefnu í dagskrármálum en að lausn húsnæðisvandans, eins og hann liggur fyrir. Breyta þyrfti húsinu notkunarlega séð og fara í mun nánara sambýli en áður var gert ráð fyrir. Þrátt fyrir yfirlýsta stefnu um að ekki bæri að stefna að fjölgun starfsmanna þó að byggt yrði, hef- ur reyndin orðið sú að starfsmönn- um hefur fjölgað um 60% frá því að teikningar Útvarpshússins voru samþykktar árið 1980, eru nú 175 hjá útvarpi og 205 hjá sjónvarpi. Hörður Vilhjálms- son, fjármálastjóri RÚV, nefnir tvær ástæður sem meg- inskýringar. Önnur sé sú að mæta hafi þurft ört vaxandi samkeppni, sem hófst síðla árs 1986. Hitt var að þó nokkur hópur lausráðinna starfs- manna var fastráð- inn. Rás 2 réð þar mestu um enda ekki til þegar hönnun hússins lá fyrir. Útvarpshúsið er 16.300 fermetr- ar að stærð. Arkitektum hússins telst til að um það bil fjórðungur þess sé enn ófrágenginn, en sjón- varpið hafí nú þegar að hluta til hafíð starfsemi þar. M.a. hafi aðal- skrifstofa sjónvarps, innkaupa- og markaðsdeild verið flutt auk þess sem sjónvarpið hafi til afnota ein þrjú hljóðver. 1 óinnréttaða rýminu fari líka fram nokkur starfsemi, m.a. eru hafnar þar tökur á spurn- ingaþætti framhaldsskólanna „Gettu betur“. „Reksturinn hef- ur verið þungur og hefur að of miklu leyti þurft að styðjast við verulegan yfir- drátt á hlaupa- reikningi,“ segir fjármálastjórinn. Framkvæmdasjóður Framreiknaður stofnkostnaður við Útvarpshúsið er um 1,7 milljarð- ar og hefur Framkvæmdasjóður að fullu og öllu staðið undir byggingu þess, að sögn Harðar. Þar af er stofnkostnaður vegna sjónvarps á bilinu 600-800 milljónir kr., sem ekki mun nýtast ef ekki verður af flutningi. Framkvæmdasjóður hef- ur einnig staðið undir fjárfestingu í dreifikerfi og að verulegu leyti undir kaupum á tækni- búnaði. í sjóðinn renna 10% af veltu hvers árs sem hefur að jafnaði þýtt um 200 milljónir kr. á ári. „Ráðstöfunarfé sjóðsins var þrotið árið 1987 þegar framkvæmdir við húsið voru stöðvað- ar. Síðan hefur ýmsu öðru þurft að sinna. Staðreyndin er sú að reksturinn hefur verið mjög þungur og hann hefur að of miklu leyti þurft að styðjast við verulegan yfir- drátt á hlaupareikningi. Menn hafa því viljað halda að sér höndum í stofnframkvæmdum vegna þess að lausafjárstaðan hefur varla leyft það. I Framkvæmdasjóði eru nú um 102 milljónir kr. og hefur afgangur sjóðsins í reynd virkað sem mót- vægi við umframkeyrslu í rekstri," segir fjármálastjórinn. Herði finnst þó orðið tímabært að hespa það verkefni af að flytja starfsemi sjónvarps alfarið í Efsta- leitið enda hafi það alltaf verið stefnan auk þess sem spara mætti 80-85 milljónir kr. árlega með þvi að flytja RÚV á einn stað. Segja megi á hinn bóginn að skort hafi festu og á mörkunum að sjóðurinn ráði við það verkefni. Hann hafi óneitanlega liðið fyrir þungan rekst- ur í allmörg undanfarin ár. Skiptar skoðanir Heimir Steinsson, útvarpsstjóri, segist hafa þá grundvallarafstöðu að Ríkisútvarpið eigi að taka í notk- un það húsnæði, sem búið sé að byggja, burtséð frá því hvernig rekstrarforminu yrði fyrir komið. Hann telji að sjónvarpið eigi að flytja þá hluta starfseminnar sem komast fyrir í Efstaleitinu í stað þess að hafa svo stóran húshluta ónýttan. Síðan gæti framhaldið orð- ið það að haldið yrði áfram að vera með þann hluta af starfseminni, sem kæmist ekki fyrir í Efstaleit- inu, á Laugaveginum eða núverandi sjónvarpshús yrði selt og byggt við- bótarhús í Efstaleitinu sem að lík- indum yrði þá skrifstofubygging, ef plássið þryti, eins og grunsemdir hafa vaknað um. Markús Örn Antonsson, fram- kvæmdastjóri útvarps, segist hafa sannfærst enn frekar um réttmæti og nauðsyn þess að Ríkisútvarpið verði með tvær höfuðdeildir sínar, útvarp og sjónvarp, í Efstaleitinu. Jafnhliða sé nauðsynlegt að löggjaf- inn skilgreini verkefni RÚV upp á nýtt og að sú skilgreining verði í átt til aukinnar samvinnu, samnýt- ingar og samruna útvarps og sjón- varps en ekki aðgreiningar. Einnig þurfi að meta húsnæðisþörfina upp á nýtt. „Ég tel að við þurfum ekki að taka frá rými í Útvarpshúsinu undir starfsemi á borð við smíða- verkstæði fyrir leikmyndir og saumastofu, heldur megi leggja þessar deildir niður og kaupa þá þjónustu á verkstæðum úti í bæ eftir atvikum. Þar með fengjum við húsnæði, sem hægt yrði að innrétta með tilliti til annarra þarfa en upp- haflega var gert ráð fyrir. Að mínu mati á að draga úr umfangi starf- seminnar þannig að hún geti rúm- ast innan veggja hússins eins og það stendur nú í stað þess að byggja við það, eins og rætt hefur verið um á sumum stigum málsins." Pétur Guðfinnsson, fram- kvæmdastjóri sjónvarps, segir að við blasi tveir kostir, annaðhvort að bæta aðstöðu sjónvarpsins á Laugaveginum og byggja ofan á það hús eða flytja inn í Útvarpshús- ið eftir að það hefur verið lagað að breyttum þörfum sjónvarpsins. Þetta væri spurning um kostnað og hagkvæmni og inn í umræðuna blandaðist nú hugsanlegt söluverð sjónvarpshússins. Pétur segir ýmis- legt vera enn óútreiknað. Hann svaraði spumingum út frá hag- kvæmnisjónarmiðum en ekki út frá tilfinningum. Eyjólfur Valdimarsson, fram- kvæmdastjóri tæknisviðs RÚV, telur það vera fjárhagslega hagkvæmt að vera með reksturinn sameinaðan undir einu þaki. Hann kysi aftur á móti að sjá tímasetningu flutnings- ins þannig að hann yrði fjárhagslega viðráðanlegur. „í ljósi örra breytinga í ljósvakamiðlun, tel ég að Ríkisút- varpið geti orðið mun sterkara sam- einað en sitt í hvoru lagi. Við breyt- um ekki tímahjólinu. Útvarpshúsið er staðreynd. Við getum ekki velt okkur lengur upp úr fortíðinni. Við verðum að fara að einblína á nútíð og framtíð. Ekki má heldur gleyma því að leyfí fyrir húsbyggingunni í núverandi mynd fékkst á þeim for- sendum að sjónvarpinu yrði komið þar fýrir líka. Annars er frumkvæði þessara mála nú í höndum ráðherra- skipaðrar nefndar." Ríkisendurskoðun mælti með flutningi sjónvarpsins af Laugavegi í Efstaleitið ’’ :n kom út í október sl., en caldi sömuleiðis að endurskipuleggja þýrfti húsnæðið og aðlaga stofnunina nýju stjórn- skipulagi, sem m.a. gerði ráð fýrir að hún skiptist í tvær megindeildir, hljóðvarp og sjónvarp. Stöð 2 vill kaupa íslenska útvarpsfélagið hf. hefur nú óskað eftir viðræðum við Ríkis- útvarpið um hugsanleg kaup á sjón- varpshúsinu við Laugaveg og hefur útvarpsstjóri svarað þeirri beiðni með því að tilnefna þriggja manna könnunarviðræðunefnd af hálfu RÚV. Að mati Ríkisendurskoðunar er raunhæft að ætla að fyrir sjón- varpshúsið við Laugaveg fáist um 170 milljónir kr. Hörður Vilhjálms- son segist hafa undir höndum ný- legt mat fasteignasala á sjónvarps- húsinu sem hann vilji ekki undir nokkrum.kringumstæðum gefa upp enda geti það skaðað samningsstöð- una. Aftur á móti hlyti það að stór- auka verðmæti hússins ef hægt yrði að selja það til sömu nota og nú er. „Þrátt fyrir að Stöð 2 sé með minni umsvif, tækni og þjón- ustuþarfir en sjónvarpið, er þarna ýmis búnaður, lagnakerfi og annað sem getur komið íslenska útvarps- félaginu að fullnægjandi notum þó það fullnægi ekki núverandi þörfum sjónvarpsins."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.