Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 52
varða víðtæk fjármálaþjónusta L Landsbanki fslands Banki allra landsmanna MOHGUNBLAÐIÐ, KHINGLAN 1, 103 REYKJAVlK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR18. FEBRÚAR 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Rannsóknir á lyfi sem lækkar blóðfitu hjá þeim sem hafa hækkað kólesterol í blóði Minnkar hættu á hjartaáfalli Lyfsali íhugar skaða- bótamál við ríkið Engin jKerðtrygg- ing lengur Siglufirði. Morgunblaðið. ÁSTA Júlía Kristjánsdóttir, lyfsali á Siglufirði, lagði nú í vikunni inn lyf- söluleyfi sitt. Hún segist vera til- neydd til að gera þetta því hún meti það svo að hún hafí keypt apótekið og þær eignir, sem því fylgdu, á um það bil fimm milljónir yfir markaðs- verði og ef hún ekki geti selt þessar eignir á sama verði og hún keypti þær á fyrir tveimur árum ætlar hún í skaðabótamál vi.ð ríkissjóð. Að sögn Ástu Júlíu var ákveðin yerðtrygging í gangi í gamla lyfsölu- kerfmu. Það hafi ætíð fengist sú upphæð fyrir eignirnar, sem keypt var á, en ef eitthvert apótek seldist ekki, þá bar lyfsölusjóði að kaupa það upp. Ásta Júlía segir að með nýju lyfsölulögunum sé þessari verð- tryggingu skyndilega kippt út, og miðað við markaðsverð fasteigna á Siglufirði reiknast henni til að hún sé að tapa um það bil fimm milljónum og það ætlar hún ekki að sætta sig við. Að lokum kvaðst hún ekki vera bjartsýn á að apótekið og þær eign- "“Trí'sem því fylgdu, seldust á því verði, sem hún teldi sig þurfa að fá. Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið hefur nýlega auglýst laust til umsóknar lyfsöluleyfið á Siglufirði og skulu umsóknir berast ráðuneytinu fyrir 5. mars nk. ------♦—»-♦---- Framkvæmdasjóður RÚV Virkar sem mótvægi HÖRÐUR Vilhjálmsson, íjármála- stjóri Ríkisútvarpsins, segir að Fram- drttemdasjóður hafi allmörg undan- farin ár liðið fyrir þungan rekstur RÚV. Ráðstöfunarfé sjóðsins var uppurið vorið 1987 þegar fram- kvæmdir við Útvarpshúsið í Efsta- leiti voru stöðvaðar, en í sjóðinn renna 10% af ársveltu Ríkisútvarps- ins eða um 200 milljónir kr. á ári. Sjóðurinn hefur m.a. að fullu og öllu staðið undir byggingafram- kvæmdum Ríkisútvarpsins það sem af er, en að sögn Harðar hafa menn viljað halda að sér höndum í stofn- framkvæmdum þar sem lausafjár- staðan hefur ekki leyft þær. „Stað- reyndin er sú að reksturinn hefur verið mjög þungur og hann hefur að of miklu leyti þurft að styðjast ■wvið verulegan yfirdrátt á hlaupa- reikningi. I Framkvæmdasjóði eru nú um 102 milljónir kr. og hefur afgangur sjóðsins í reynd virkað sem mótvægi við umframkeyrslu í rekstri," segir fjármálastjóri RÚV. ■ Raunaróður RÚV/10-11 ♦ ♦ ♦----- Flugvél ók út af braut BANDARÍSK leiguflugvél af gerðinni DC-8 keyrði með vinstra hjólastellið út af akstursbraut skömmu eftir lend- ingu á Keflavíkurflugvelli í gærmorg- un. Vélin var að koma til landsins með 69 farþega og 12 manna áhöfn þegar óhappið varð. Engar skemmdar urðu á henni. Grafið var frá hjólastell- ihu og vélinni kippt upp á brautina. Vélin fór frá Keflavík í gær. NÝ RANNSÓKN á blóðfitulækk- andi lyfi, sem kallast pravasatin, bendir til að með notkun þess megi draga verulega úr hættu á að þeir sem hafa hækkað kóleste- ról í blóði fái fyrsta hjartaáfallið. Sagt var frá rannsókninni í tíma- ritinu New England Journal of Medicine nýlega. Rannsóknin, sem gerð var við háskólann í Glasgow, náði til rúm- lega sex. þúsund karla og kvenna sem öll höfðu hækkað kólesteról en enga sögu um hjartasjúkdóma. Fylgst var með fólkinu að meðal- tali í fimm ár. Fyrir rúmu ári voru birtar niðurstöður viðamikillar og viðurkenndrar norrænar rann- sóknar á öðru Iyfi úr sama lyfja- flokki, simvastatini, nema hváð hún beindist að þeim sem höfðu staðfesta sögu um hjartasjúkdóma auk hækkaðrar blóðfitu og bentu þær til þess að minnka mætti líkur á hjartaáföllum og dauðsföllum vegna hjartasjúkdóma með notkun lyfsins. Almennt forvarnar- starf mikilvægt Að sögn Guðmundar Þorgeirs- sonar, sérfræðings í hjartasjúk- dómum við Landspítalann, eru niðurstöður skosku rannsóknar- innar athyglisverðar, aðallega fyr- ir tveggja hluta sakir. „Rannsókn- in, sem var afar viðamikil, bendir ótvirætt til að hægt sé að minnka verulega líkurnar á að fólk sem ekki hefur fengið hjartaáfall, en er með hækkað kólesteról, fái fyrsta hjartaáfallið. Einnig virðist að þrátt fyrir inntöku pravastatins í langan tíma og lækkun á kólestr- eóli þess vegna séu engar lang- vinnar aukaverkanir af meðferð- inni og ótti um að hún hækki dán- artíðni af öðrum orsökum en vegna hjartasjúkdóma sé ekki á rökum reistur." Guðmundur segir einnig að lyf- in ein og sér leysi ekki allan vanda. „Meðferð með þessu lyfi og öðrum skyldum lyfjum er dýr og það verður að nota þau skyn- samlega.“ Það beri hins vegar að líta á það að meðferð hjarta- og kransæðasjúkdóma sé dýr og því geti verið hagkvæmt að grípa inn í þróunina og koma í veg fyrir að fólk fái þessa sjúkdóma. Þá segir hann að hækkuð blóðfita og hjartasjúkdómar í kjölfar hennar sé algengur sjúkdómur sem mikilvægt sé að vinna gegn með almennu forvarnarstarfi, svo sem réttu mataræði, hreyfingu, minni tóbaksreykingum, sem og að fylgjast reglulega með blóð- þrýstingi. Sprett úr spori í Biskupstungum Morgunblaðið/RAX Skýring fundin á misræmi milli Ara fróða og vísinda STEFÁN Aðalsteinsson, erfðafræðingur og forstöðumaður Norræna genabankans fyrir búfé í Ási í Noregi, segir í grein í tímaritinu Heilbrigðismál að nýjar rannsóknir bendi til að blóðflokkamælingar séu ekki góð aðferð til að rekja skyldleika þjóða. Svipuð blóð- flokkahlutföll íslendinga og íra bendi ekki til skyldleika heldur sé skýringin miklu frek- ar sú að bólusótt hafi herjað á eyjarnar og breytt blóðflokkahlutfallinu. Þetta er talið skýra það misræmi sem menn hafa talið vera á milli sagnfræði Ara fróða og læknavísind- anna. Oft hefur verið bent á að blóðflokkamæling- ar bendi til þess að íslendingar séu skyldari írum en Norðmönnum. Báðar þjóðirnar eru með tiltölulega hátt hlutfall einstaklinga sem eru í blóðflokki 0. Færri eru hins vegar í blóð- flokkunum A og AB. í Noregi er þessi dreif- ing á annan veg. Þar eru færri í O-flokki en fleiri í A-flokki og AB-flokki. Þetta hafa ýms- ir haft til marks um að varlegt sé að trúa Ara fróða, sem á sínum tíma ritaði um að Bólusótt virðist breyta blóðflokka- hlutfalli þjóða ísland hefði byggst upp af norskum landnem- um. Stefán segir í grein sinni að í bókinni Hi- story and geography of human genes, sem kom út árið 1994, sé bent á að það sé að verða æ ljósara að erfðavísatíðni í ABO-blóð- flokkakerfinu sé ekki eins öruggur mælikvarði á uppruna þjóða og áður hafi verið talið. Vit- að sé að þetta kerfi geti orðið fyrir náttúru- vali af völdum sjúkdóma og mörg þekkt dæmi séu um slíkt. Blóðflokkadreifing breytist í greininni segir Stefán frá því að á sjöunda áratugnum hafi bólusóttarfaraldur gengið yfir á Indlandi. Mun meira hafi verið um að fólk í blóðflokkunum A og AB hafi dáið í faraldrin- um en fólk í öðrum blóðflokkum. Fólki í O- flokki hafi þannig fjölgað. „Flest Evrópulönd hafa verið svo fjölmenn að þar var bólusótt landlæg. Þar fékk fólk bólusótt á barnsaldri og lifði hana oftast af vegna þess að hún var ekki skæð börnum. En á fámennum eylöndum, svo sem íslandi og Irlandi gekk bólan sjaldan. Þar voru margir sem ekki fengu hana fyrr en á fullorðins- aldri. Hún var skæð fullorðnum og fjöldi manna dó þegar hún gekk sem faraldur eftir langt hlé. Þá lagðist hún þungt á fólk í A- flokki og margt af því dó. Hún eirði hins veg- ar fólki í O-flokki og það lifði mun frekar af,“ segir Stefán. Stefán segir að hátt hlutfall O-flokks ein- kenni þjóðir á eylöndum og einangruðum landssvæðum. Bólusóttarfaraldar hafi gengið yfir ísland og írland á umliðnum öldum og sett mark sitt á þjóðirnar. Lík blóðflokkadreif- ing þjóðanna sé hins vegar ekki sönnun fyrir skyldleika þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.