Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ IPPHAF Geirfinnsmálsins má rekja til þriðjudags- ins 19. nóvember 1974. Það kvöld um klukkan 22.30 fór Geirfinnur Einarsson 32ja ára, kvæntur tveggja barna faðir, frá heimili sínu, Brekkubraut 15 í Keflavík. Ekkert hefur spurst til hans síðan. Samkvæmt lýsingu lög- reglu var Geirfinnur 175 sm á hæð, skolhærður með liðað nokkuð sítt hár. Hann var klæddur blárri mittisúlpu með skinnfóðraðri hettu, grænum flauelsbuxum, grænkö- flóttri skyrtu og í brúnum skóm. Dularfullt stefnumót Þetta örlagaríka kvöld kom vinnufélagi Geirfinns heim til hans rétt fyrir klukkan níu og ætlaði að fá hann með sér í bíó. Geirfinnur kvaðst ekki geta það, hann ætti stefnumót við mann við Hafnarbúð- ina um klukkan 22. Ekki sagðist Geirfinnur vita hver þetta væri en hann ætti að koma einn og fótgang- andi. Að sögn vinnufélagans hafði greinilega verið hringt í Geirfinn á bilinu kl. 18-21 og hann boðaður á þetta stefnumót. Geirfinni fannst málið greinilega dularfullt og var í vafa hvort hann ætti að fara. Spurði hann vinnufélaga sinn hvort hann vildi koma með sér. Það varð úr að vinnufélaginn ók Geirfinni á stefnumótið og fór hann úr bílnum á mótum Vatnsnesvegar og Bryggjuvegar. Vinnufélaginn kvaðst ekki hafa merkt neitt óeðli- legt í fari Geirfinns þennan dag, en þeir unnu saman við vinnu- <mþ vélar. Það næsta sem vitað er um ferðir Geirfínns er að hann kom inn í Hafnarbúðina um kl. 22. Þar dvaldi hann skamma stund en gekk síðan heim á leið og kom þangað um klukkan 22.15. Skömmu síðar var hringt heim til Geirfinns og svaraði hann sjálfur í símann. Geirfinnur Ekkert sakamál íslandssögunnar hefur veríð jafn umtalað og Geirfínnsmálið. Það spann- aði seinni hluta áttunda áratugarins og jafn- vel stórfréttir eins og landhelgisstríð við Breta féllu í skuggann af þessu máli. Kast- ljósinu var á ný beint að málinu nú í vik- unni, þegar Guðjón Skarphéðinsson dró til baka nær tveggja áratuga gamlar játningar sínar. Sigtryggnr Sigtryggsson fylgdist með Geirfínnsmálinu fyrir Morgunblaðið á sínum tíma. Hann rifjar það hér upp. heyrðist svara í símann „ég er bú- inn að koma“ og litlu seinna „ég kem“. Síðan yfirgaf Geirfínnur heimili sitt á rauðri Cortinu-bifreið sem hann átti og hefur ekki sést síðan. Bifreiðin fannst daginn eftir þar sem hún stóð við Víkurbraut, skammt frá Hafnarbúðinni. Daginn eftir hvarfíð var lögregl- unni í Keflavík gert viðvart. Var iW. rannsókn strax . hafin og var hún f undir stjórn Hauks Guðmundssonar rannsókn- arlögreglumanns og Valtýs Sig- urðssonar aðalafulltrúa sýslu- mannsins í Keflavík. Við yfirheyrsl- ur yfír eiginkonu og vinnufélögum Geirfínns kom í ljós að ekki var allt með felldu varðandi hvarf hans og málið var enn dularfyllra fyrir þá sök að Geirfinnur var sómakær fjölskyldufaðir sem ekkert misjafnt var vitað um. Hófst nú rannsókn sem stóð mánuðum saman og vakti þjóðarathygli. Er þetta vafalaust umfangsmesta rann- sókn sem fram hefur farið á mannshvarfi hérlendis. Var henni stjómað frá Keflavík en starfsmenn rann- sóknarlögreglunnar í Reykjavík aðstoðuðu eftir föngum. Mikil leit aó Leirlinni Við yfírheyrslur yfír starfsfólki Hafnarbúð- arinnar kom í ljós að maður nokkur hafði komið inn í búðina fyrir kl. 22.30 kvöldið sem Geirfínnur hvarf. Hann beið þar í smástund og fékk síðan lánaðan síma. Eftir símtalið greiddi hann fyrir það og fór þvínæst úr verzluninni. Lögreglan lagði ofur- kapp á að hafa upp á þessum manni. Samkvæmt lýsingu stúlknanna í Hafnarbúðinni var maðurinn rúm- lega meðalmaður á hæð, ljós yfírlit- um með skollitað hár. Hann var klæddur síðum leðuijakka, ljós- brúnum. Leirmynd var mótuð af andliti mannsins og birt í blöðum og sjónvarpi, svonefndur Leirfinn- ur. Og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Lögréglu um allt land bár- ust mörg hundruð ábendingar og nöfn 80 manna voru skráð niður og könnuð. Um fátt var meira rætt Geirfinnur Einarsson GUDMUHDAR- OG GEIRFINNSMAL 27. janúar 1974: Guð- mundur Einarsson hverfur eftir dansleik í Hafnarfirði. 19. nóvember 1974: Geir- finnur Einarsson hverfur í Keflavík eftir að hafa farið á dularfullt stefnumót við Hafn- arbúðina. Fyrsta rannsókn árangurslaus og henni hætt vorið 1975. Desember 1975: Fjórir menn handteknir vegna hvarfs Guð- mundar Einarssonar. Þrír þeirra játa að vera valdir að dauða Guðmundar. Janúar 1976: Fjórir menn handteknir vegna hvarfs Geirfínns Einarssonar. Þeim sleppt 9. maí. Þrír sakborn- inga í Geirfinnsmálinu játa síðar að hafa borið fjórmenn- ingana röngum sökum. Júlí 1976: Þýzki sakamála- sérfræðingurinn Karl Schiitz tekur við stjóm rannsóknar- innar. 12 manna rannsóknar- hópur settur á laggimar til að rannsaka málið. 2. febrúar 1977: Karl Schiitz tilkynnir á blaða- mannafundi að Guðmund- ar- og Geirfínnsmál séu upplýst. Október 1977: Mál- flutningur í Guðmund- ar- og Geirfinnsmál- ; um fer fram í saka- dómi Reykjavíkur. Dómur kveðinn upp 19. desember 1977. Janúar 1980: Málflutningur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum fer fram í Hæstarétti. ; Dómur kveðinn upp 22. febr- úar 1980. manna á meðal þessa haustdaga 1974 en hið dularfulla manns- hvarf í Keflavík. Landsmenn fylgdust með hveiju nýju skrefi í málinu og ekki var laust við að óhug setti að þjóðinni við þessa atburði. Víða var leitað upp- lýsinga og m.a. voru lögreglumenn sendir til Sigöldu, en þar stóðu yfir virkjunar- framkvæmdir, sem Geirfinnur vann við um tíma og austur á Hérað, þar sem hann dvaldi í nokkur sumur. Miðvikudag- inn 4. desember auglýsti lögreglan eftir tveimur mönnum. Annar þeirra hafði sést á tali við Geirfinn í veitingahúsinu Klúbbnum við Borgartún sunnudagskvöldið áður en hann hvarf en hinn maðurinn hafði komið á smurstöð á Akureyri sama dag og leirstyttan var opin- beruð. Hann ók Fiatbíl með G-núm- eri og þótti maðurinn sláandi líkur leirstyttunni og klæðnaðurinn sá sami og mannsins sem kom í Hafn- arbúðina. Laugardaginn 7. desem- ber var enn auglýst eftir tveimur mönnum vegna málsins. í fyrsta lagi eftir manni sem farið hafði af landi brott daginn eftir hvarf Geirf- inns undir fölsku nafni og í öðru lagi eftir manni sem komið hafði í Hafnarbúðina kl. 18.30 daginn sem Geirfinnur hvarf og fékk að hringja. Ók hann ljósum Merecedes Benz sendibíl. Þessum manni þótti svipa mjög til mannsins sem kom í Hafn- arbúðina síðar um kvöldið. Sjáandinn sá tré og vatn Er skemmst frá því að segja að enginn mannanna sem auglýst var eftir gaf sig fram né heldur kom nokkuð það fram við rannsóknina sem gat skýrt hvarf Geirfínns. Stjórnendur rannsóknarinnar leit- uðu nýrra leiða við vinnu sína, m.a. var leitað til heimsþekkts hollensks sjáanda, Gerard Croiset. Hann var þekktur fyrir að geta séð atburði, þótt hann væri víðsijarri. Croiset þóttist sjá Geirfinn í tijám og vatni og töldu menn líklegast að hann sæi fyrir sér möstur skipa. Leituðu kafarar í höfnum á Reykjanesi en árangurslaust. Smá saman dró úr krafti rannsóknarinnar og á vor- dögum 1975 var henni hætt. Hljótt var um Geirfinnsmálið næstu mánuðina en þriðjudaginn 27. janúar 1976 var sprengju varp- að í íslenzkt þjóðfélag þegar Morgunblaðið birti 5 dálka baksíðu- frétt með fyrirsögninni: „3 menn í gæzluvarðhaldi vegna hvarfs Geirf- inns“. Og undirfyrirsögnin var: „Rannsókn á morði Guðmundar Einarssonar leiddi til handtökunnar - Játning á morði Guðmundar ligg- ur fyrir“. Þar með var í fyrsta skipti komin tenging milli hvarfs þessara tveggja óskyldu manna, Guðmund- ar Einarssonar og Geirfínns Einars- sonar. Saklausir bendiadir vió málió Ungmenni, sem setið höfðu í gæzluvarðhaldi síðan fyrir jól 1975 vegna hvarfs Guðmundar Einars- sonar, bentu á mennina þrjá og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.