Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Guómundur hvarf eftir dans- leik í Haff narfirói Kastljósi beint ab Geirfinnsmálinu á ný TENGSL svokallaðra Guðmund- ar- og Geirfinnsmála eru með þeim hætti að tveir sakborninga, Sævar Marínó Ciesielski og Kristján Viðar Viðarsson, voru dæmdir fyrir að hafa banað báðum þessum mönnum. Guðmundur Einarsson og Geirfínnur Einarsson voru óskyldir og tengdust ekki á neinn hátt í lifanda lífí. Guðmundur Einars- son var búsettur í Ble- sugróf í Reykjavík. Laugardagskvöldið 26. janúar 1974 fór hann að heiman og ætlaði á dansleik í Al- þýðuhúsinu í Hafnar- firði. Til hans sást að- faranótt sunnudags en síðan hefur ekkert til hans spurst þrátt fyrir víðtæka eftirgrennsl- an. Könnun á einka- högum Guðmundar leiddi ekki til þess að hvarf hans upplýstist, enda hann talinn heil- brigður maður og mjög óáreitinn, eins og ríkissaksóknari lýsti honum fyrir Hæstarétti. Gerðist 'nú ekkert í málinu íýrr en tæpum tveimur árum síðar í desember 1975. Þá standa yfir yfír- heyrslur í 950 þúsund króna svika- máli Erlu Bolladóttur og Sævars Ciesielskis. Rannsóknarlögreglunni barst þá vitneskja um að Sævar væri hugsanlega viðriðinn hvarf Guðmundar Einarssonar. Við yfír- heyrslur yfir Sævari, Erlu, Kristjáni Viðari og Tryggva Rúnari Leifs- syni, sem einnig sat inni vegna málsins, komu fram mjög reikulir framburðir. Hins vegar fór fram- burðurinn í svipaðan jarðveg hjá öllum ákærðu, a.m.k. á einhverjum stigum. Hittust i Strandgötu í sem styztu máli var sagan sú, að Kristján Viðar hafi hitt Guðmund Einarsson í Strandgötu í Hafnar- firði eftir dansleikinn í Alþýðuhús- inu. Þeir hafi reynt að stöðva bíla til þess að fá far. Stúlkur, sem leið áttu um Strandgöt- una í bfl og þekktu Guðmund, báru kennsl á Kristján Viðar við sakbendingu sem manninn sem var með Guðmundi. Þeir héldu þvínæst að húsinu Hamarsbraut 11 í Hafnarfirði, þar sem Sævar og Erla bjuggu. Þar voru einnig Sævar og Tiyggvi Rúnar. Komið hafi upp misklíð vegna kaupa á áfengi, sem endaði með mikl- um slagsmálum þar sem Guðmundur var einn á móti hinum þremur. Hafi hann þar látið lífíð. Þremenningarnir hafi sett lík Guðmunmdar í lak og ekið með það suður fyrir Hafnarfjörð og komið því fyrir í gjótu. Játningar dregnar til baka Eftir að ákæra var gefín út 1977 drógu sakbomingarnir, þeir Sævar, Kristján og Tryggvi Rúnar framburð sinn til baka. Þeir Sævar og Tryggvi Rúnar í marz þetta ár en Kristján við yfírheyrslu í september. Kváðust þeir ekkert vita um hvarf Guðmund- ar Einarssonar og játningamar hafí verið þvingaðar fram af lögreglu og rannsóknaraðilum. HAFNARBÚDIN i Keflavik. Þangaó fór Geirfinnur á stefnumótió dularfulla. Hæstarétt i lok málflutn- ings i janúar 1980. ávarpar Hæstarétt. og fékk uppgefíð símanúmer Geir- finns. Hringdi hann í númerið en Geirfínnur var ekki heima. Þessi símtöl fóru fram á heimili Guðjóns Skarphéðinssonar. Sævar bað Guð- jón að fara með sér til Keflavíkur kvöldið eftir til fundar við Geirfinn. Hins sama bað hann Kristján Viðar Viðarsson. Einnig bað hann Krist- ján að útvega sendiferðabíl. Fékk Kristján frænda sinn til fararinnar, sem hafði yfir að ráða ljósum Merce- des Benz sendiferðabíl. Haldíó til Keflavikwr Um kvöldmatarleytið þriðjudag- inn 19. nóvember náði Sævar síma- sambandi við Geirfinn og mælti sér mót við hann við Hafnarbúðina í Keflavík. Var lagt af stað til Kefla- víkur á tveimur bílum laust fyrir kl. 21.30, annars vegar sendibif- reiðinni og hins vegar ljósblárri Volkswagenbifreið, sem Sævar og Erla Bolladóttir sambýliskona hans höfðu tekið á leigu. Guðjón ók þeirri bifreið, Sævar sat við hlið hans en Kristján Viðar og Erla í aftursæt- inu. Sævar sagði á leiðinni að Geir- finnur hefði tekið frekar neikvætt í stefnumótið og hafði það komið honum á óvart. Gæti reynzt nauð- synlegt að sýna honum hörku, ef árangur ætti að vera af förinni. Þegar komið var til Keflavíkur var sendibílstjórinn beðinn að fara niður á athafnasvæði Dráttarbrautarinn- ar í Keflavík og bíða þar við bryggj- una. Hin fjögur óku að Hafnarbúð- inni. Þeir Sævar og Kristján Viðar fóru inn í búðina og skimuðu í kringum sig án árangurs. Sam- kvæmt tímamælingum lögreglunn- ar voru þeir þar inni klukkan 22.07. Var Geirfinnur þá nýgenginn heim til sín. Eftir nokkra rekistefnu varð það niðurstaðan að Kristján Viðar færi inn í Hafnarbúðina og hringdi að nýju í Geirfinn. Ekkja Geirfinns staðfesti að hringt hefði verið heim til þeirra fyrir klukkan 22.30. Sonur Geirfinns fór í símann og staðfesti hann í yfirheyrslu að karlmaður spurði eftir föður hans. Kona Geirf- inns heyrði hann segja að hann væri búinn að koma og skömmu síðar kvaðst hann mundu koma aftur. Það kom Kristjáni Viðari á óvart þegar Geirfinnur spurði hvort Maggi væri þarna og hann svaraði því til að þeir væru þarna allir. Geirfinnur klæddi sig, fór upp í bíl sinn, skildi hann eftir við Kaupfé- lagið og gekk síðasta spölinn til Hafnarbúðarinnar, á hið örlagaríka stefnumót. Misskilningurinn kemwr i Ijós Þegar Geirfinnur kom til Hafnar- búðarinnar settist hann í aftursæti Volkswagenbifreiðarinnar. Var lagt af stað í Dráttarbrautina, þar sem sendibíllinn beið þess að geta flutt spírann til Reykjavíkur. Þeir Sævar og Geirfinnur fóru að ræða sín á milli og þá kom misskilningurinn í ljós. Sævar var kominn til að kaupa spíra en Geirfinnur ætlaði líka að kaupa spíra, 1-2 flöskur, en hann hafði engan spíra að selja. Þessu trúði Sævar ekki, heldur taldi Geir- finn vera að sýna klókindi til þess að hafa sem mest út úr viðskiptun- um. Sævar dró nú fram seðlabúnt, samtals 70 þúsund krónur, en þetta var hluti af 450 þúsund krónum, sem Sævar og Erla höfðu nokkru áður svikið út úr Pósti og síma. Peningunum þrýsti Sævar í hendur SJÁ BLAÐSÍÐU 18 Guðmundur Einarsson. ■ * Ú- rí ]jí'j li 1 %í A ijm|| g| |fg f W H wá 'n ||§ • || \ fMfcWWý W E. K W. . •: ; \ : b í r I I m m m't ■ ÞÓRDUR Björnsson rikissaksóknari flytur ræóu sina i Hæstarétti. Lengst til vinstri er Björn Helgason hæstaréttarritari og dómarar erw Þór Vilhjálmsson, Logi Einarsson, Björn Sveinbjörnsson, Benedikt Sigurjónsson, Ármann Snævarr og Sigurgeir Jónsson. ÞUNGIR DÓMAR í HÉRADI - þeir léttir í Hæstarétti AKÆRUR á hendur sakborn- ingum í Guðmundarmálinu voru gefnar út 8. desember 1976 en ákærur á hendur sakborningum í Geirfinnsmálinu voru gefnar út 16. marz 1977. Málflutningur í héraði, þ.e. Saka- dómi Reykjavíkur, hófst mánudag- inn 3. október 1977 kl. 9.30 og honum lauk föstudaginn 7. október kl. 20.30. Málflutningur stóð í 29 klukkustundir. Sækjandi var Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari. Dómarar voru Gunnlaugur Briem, dómsforseti, Ármann Kristinsson og Haraldur Henrysson. Einn ákærðra, Sævar Ciesielski, flutti ræðu í lok málflutnings. í Guðmundarmálinu voru þrír menn ákærðir, Sævar, Kristján Við- ar Viðarsson og Tryggvi Rúnar Leifsson. Þegar hér var komið sögu höfðu þeir allir dregið játningar sín- ar til baka en saksóknari gerði þá kröfu að dómur yrði engu að síður byggður á framburði þeirra og framburði Erlu Bolladóttur. í Geirfinnsmálinu voru þrír menn ákærðir fyrir að vera banamenn Geirfinns, þ.e. Sævar, Kristján Við- ar og Guðjón Skarphéðinsson, auk þess sem Erla Bolladóttir var með- ákærð. Sævar og Kristján Viðar höfðu dregið játningar sínar til baka en Guðjón og Erla höfðu ekki breytt sínum framburði. Dómur var kveðinn upp í saka- dómi mánudaginn 19. desember. Niðurstaða dómsins varð sú að þeir Sævar og Kristján Viðar hlutu ævi- langt fangelsi. Þetta voru þyngstu dómar sem kveðnir höfðu verið upp í sakamáli á þessari öld. Tryggvi Rúnar Leifsson var dæmdur í 16 ára fangelsi, Guðjón Skarphéðins- son í 12 ára fangelsi og Erla Bolla- dóttir í 3 ára fangelsi. Málflutningur stóó í 35 klukkustundir Vegna þess hve sakborningar hlutu þunga dóma í sakadómi var þeim sjálfkrafa áfrýjað til Hæsta- réttar. Það hófst ■ málflutningur mánudaginn 14. janúar 1980 kl. 10 og honum lauk kl. 18.40 mið- vikudaginn 23. janúar. Stóð mál- flutningurinn í tæpar 35 klukku- stundir. Þar af var ræða saksókn- ara, Þórðar Björnssonar, rúmar 15 klukkustundir. Tók ræða hans 4 daga í flutningi. Dómarar voru Björn Sveinbjörnsson dómforseti, Ármann Snævarr, Bendikt Sigur- jónsson, Logi Einarsson og Þór Vil- hjálmsson. Varadómari var Sigur- geir Jónsson. Kristján, Sævar og Erla ávörpuðu réttinn við lok mál- flutningsins. Þórður Björnsson lagði áherslu á það líkt og Bragi Steinarsson, að fyrri framburður sakborðinga yrði lagður til grundvallar, jafnvel þótt allir nema Guðjón hefðu dregið þá til baka þegar málflutningur hófst fyrir Hæstarétti. Dómur var kveðinn upp í Hæsta- rétti föstudaginn 22. febrúar 1980. Niðurstaða dómsins varð sú, að refsing Sævars var stytt úr lífstíðar- fangelsi i 17 ár, refsing Kristjáns Viðars var stytt úr lífstíðarfangelsi í 16 ár, refsing Tryggva Rúnars var stytt úr 16 árum í 13, refsing Guðjóns var stytt úr 12 árum í 10 og refsing Erlu var óbreytt, 3 ára fangelsi. Þar með töldu menn að þessum umfangsmestu málaferlum dóms- sögunnar væri lokið. Nú hefur Sævar Ciesielski farið fram á end- urupptöku málsins og er sú beiðni til meðferðar. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.