Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sameining ÉG skal sko aldeilis slá hann ískaldan ef þú vilt verða mín aftur, elsku Jóhanna. Landssambönd slökkviliðs- og lögreglumanna Mótmæla framsetningxi Neyðarlínunnar LANDSSAMBÖND lögreglumanna og slökkviliðsmanna ætla að efna til sameiginlegs fundar til að mót- mæla framsetningu Neyðarlínunn- ar hf., eignaraðild, rekstraraðild og faglegum þætti, sem lýtur að starfsmannahaldi. Yfírskrift fund- arins verður: „Er Neyðarlínan hf. skref til einkavæðingar öryggis- þjónustu landsmanna?“. Starfandi slökkviliðs- og lögreglumenn hafa hingað til neitað starfsmönnum Neyðarlínunnar hf. um þjálfun, sem kveðið er á um í lögum um fyrirtæk- ið, og telja forsvarsmenn samband- anna beggja að verulega sé nú veg- ið að löggæslu- og öryggisstéttum þjóðfélagsins. Fundurinn verður haldin nk. þriðjudag að Scandic Hótel Loft- leiðum kl. 16.30 og hefur alþingis- mönnum og borgarfulltrúum verið boðið til hans. Framsögu flytja Guðmundur Vignir Óskarsson, for- maður Landssambands slökkviliðs- manna, Jónas Magnússon, formað- ur Landssambands lögreglu- manna, Katrín Fjeldsted, læknir og alþingismaður, Gestur Þorgeirs- son, formaður Læknafélags Reykjavíkur, Bergsveinn Alfons- son, aðalvarðstjóri í Slökkviliði Reykjavíkur, Lúðvík Bergvinsson alþingismaður og vonast er til að Sólveig Pétursson sjái sér einnig fært um að flytja framsögu. Ríkistryggðir viðskiptahagsmunir Guðmundur Vignir Óskarsson, for- maður Landssambands slökkviliðs- manna, segir að neyðarsímsvörun eigi hvergi annars staðar heima en hjá opinberum aðilum, ekki hjá fyrirtækjum með viðskiptahags- muni sem í ofanálag hafi fengið ríkistryggingu um ókomin ár. Grundvallaratriði sé að sá, sem tekur á móti neyðarboðum, hafi bæði til að bera þá menntun og starfsreynslu, sem t.d. slökkviliðs- menn ganga í gegnum á vettvangi Neita starfsmönn- um Neyðarlínunn- ar hf. um þjálfun áður en þeir eru settir í neyðarsím- svörun. Það sama ætti við hjá lög- reglunni. Guðmundur Vignir segir að ef að sátt eigi að nást um þessa við- kvæmu og mikilvægu þjónustu, þá þyrftu opinberir aðilar að vera með meirihluta eignaraðild, eins og t.d. annars staðar á Norðurlöndunum. Hinsvegar leggja slökkviliðsmenn ofuráherslu á að þeir sinni þessum störfum áfram í nýju fyrirkomulagi og fari með stjórnun þeirra verk- efna, sem þeir hingað til hafa sinnt og borið ábyrgð á. Það gæti aldrei verið ásættanlegt að öryggisvörður eða björgunarsveitamaður ætti allt í einu að fara að stýra innivarð- stjóra slökkviliðs. Það væri hrein- lega farsakennt. „Neyðarsímsvör- un hefur verið hluti af okkar störf- um fram til þessa og er móttaka neyðartilkynninga og úrvinnsla þeirra gagnvart slökkviliði grund- vallarþjónusta við það. Sömuleiðis er starfsheitið „slökkviliðsmaður" og störfin skilgreind í lögum og því ekki hægt að breyta einhliða. Ef öðrum yrði fengið þetta starf væri verið að ganga gegn þeim réttindum, sem menn hafa haft auk þess sem verið er að gjör- breyta þjónustustiginu. Það á að sjálfsögðu að nýta þá samþjöppuðu þekkingu sem til er innan lögreglu og slökkviliðs, ef vilji er til þess að hafa þetta í góðum farvegi. Það efast örugglega ekki neinn um að menntun og starfsreynsla skipti höfuðmáli þegar fólk þarf á neyð- araðstoð að halda. Með Neyðarlín- unni er verið að fara mjög fijáls- lega með viðkvæma þjónustu. Við eigum í viðræðum við Reykjavíkur- borg um þessi mál án þess að botn hafi fengist í þær, en borgin er einn sjö hluthafa í Neyðarlínunni. Það kann aldrei góðri lukku að stýra að fara af stað með þessa viðkvæmu þjónustu þannig að hún liggi undir miklum áfellisdómi. Það getur engin leyft sér að fara út í tilraunastarfsemi með jafn alvar- legt mál og hér um ræðir,“ ‘segir Guðmundur Vignir. Verðum að leita annarra leiða Eiríkur Þorbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Neyðarlínunnar hf., sagði Ijóst að ef lögreglu- og slökkviliðsmenn ætluðu að halda fast við þá ákvörðun sína að synja starfsmönnum Neyðarlínunnar um þjálfun, væri ljóst að leita þyrfti annarra leiða. Það yrði þá dóms- málaráðuneytisins að ganga úr skugga um hvar nauðsynleg þjálf- un fengist og jafnvel þyrfti þá að leita til útlanda ef allt annað þryti. „Ég hef þó ekki trú á að menn séu að þijóskast í þessu efni í alvöru enda sé ég ekki forsendurnar fyrir því að hægt sé að neita okkur um þjálfun. Ég hef engar skýringar á því af hvetju mennirnir grípa til þessa ráðs og lít á þetta sem hveija aðra kjarabaráttu. Ég sé þetta ekki tengt neinum öryggishags- munum.“ Að sögn Eiríks hafa fimm af tuttugu starfsmönnum verið ráðnir og hafa þeir að undanförnu verið á námskeiðum og hjá Slysavarna- félaginu. „Þessar umræður lands- samtakanna eru farnar að ganga út í öfgar og famar að hafa veru- leg neikvæð áhrif á þetta fyrir- tæki. Að mínu viti ætti það að vera hagur slökkviliðs- og lög- reglumanna að veita okkar starfs- mönnum sem besta þjálfun því við komum til með að þjóna þessum aðilum mjög mikið. Neyðarlínan er síður en svo sett til höfuðs ein- hveijum, eins og mér virðist um- ræðan nú farin að snúast um.“ llppbygging heilsugæslu í Palestínu Afskaplega þroskandi Sigurbjörg Söebech SIGURBJÖRG er á svo- kallaðri veraldarvakt Rauða kross íslands. Fór á undirbúningsnám- skeið fyrir það í október 1994 og var kölluð til starfa í nóvember. Skömmu síðar var hún komin til Israel, þar sem hún vann að upp- byggingu heilsugæslu- stöðva á svæði Palestínu- araba. Hún var staðsett í Jerúsalem en starfaði aðal- lega á Vesturbakkanum. „Heilsugæsla hefur verið í 'niðurníðslu á svæðinu eft- ir að Persaflóastríðinu lauk. Heilsugæslustöðvar eru reyndar til staðar en hinn almenni borgari hefur ekki átt kost á góðri þjónustu því stöðvum sem þjónuðu honum átti flestum að loka vegna fjárskorts. Rauði krossinn greip því inn í þegar ástandið var orðið svo lélegt að lokun var yfír- vofandi. Það sem Rauði krossinn veitir er fyrst og frémst fjárhags- aðstoð því þarna er fullt af menntuðu fólki, þó menntun sé reyndar ábótavant; hjúkrunarfólk og læknar eru talsvert á eftir því sem gengur og gerist. En ég var aðallega í að veita ráðleggingar um hvernig á að reka stöðvarn- ar.“ Var Rauði krossinn með stóran hóp í þessu verkefni? „Nei, við vorum þrjú sem unn- um að verkefninu. Tvö einbeittu sér að Vesturbakkanum og ein starfaði á Gazasvæðinu. Þegar við komum voru 210 heilsugæslu- stöðvar sem við byijuðum á að skoða. Það þurfti að yfirfara hvort væri verið að gera góða hluti eða ekki. Við reyndum að veita fénu til þeirra sem maður eygði að ynnu gott starf, veittu góða þjónustu.“ Heilsugæslunni hefur sem sagt verið mjög ábótavant þegar þið komuð? „Já, henni var mjög ábótavant. í raun má segja að þarna sé að finna heilsugæslustöðvar á mjög breiðu sviði; sumar voru mjög frumstæðar, sumar voru í lagi á íslenskan mælikvarða og finna mátti allt þar á milli.“ Varð ykkur vel ágengt? „Já, framfarir urðu miklar á þeim heilsugæslustöðvum sem hlutu aðstoð. Og nú, með sjálf- stjórn Palestínuaraba, hafa stjórnvöld lofað að taka yfir heil- brigðisgeirann; nú er verið að vinna að því að endurskipuleggja heilbrigðiskerfið í Palestínu. Rauði krossinn þrýsti á stjórnvöld að gera það og verkefninu, sem ég var að vinna við, er lokið. Rauði krossinn er hins vegar enn með margt fólk á svæðinu í alls kyns störfum. Rauði krossinn hefur verið á svæðinu í 28 ár - allt frá sex daga stríðinu 1967, og fólk á hans vegum fer til dæmis reglulega í heimsóknir í fangelsi til að fullvissa sig um að ísraelsk stjórnvöld meðhöndli fanga sam- kvæmt sáttmálum. Þá eru ýmis önnur verkefni í gangi, til dæmis að koma á fót sjúkraflutninga- þjónustu á vegum Rauða krossins sem gefið hefur bíla til þess.“ Hvernig var andsrúmsloftið á svæðinu þegar þú komst? „Ég fann alltaf fyrir þessari togsreitu milli Palestínuaraba og ísraela. Það er ekki eins mikil herseta og áður var en maður finnur hatrið milli arabanna og ►Sigurbjörg Söebech er fædd í Reykjavík árið 1961. Hún lauk námi í hjúkrun við Háskóla Is- lands 1986 og ljósmæðranámi 1990. Starfaði svo á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn til 1992 er hún fór til Flórída í Bandaríkj- unum þar sem hún lauk mast- ersgráðu í almennri stjórnsýslu 1994 frá háskólanum í Orlando. Sigurbjörg er ógift en á eina 17 ára dóttur. Hún hefur unnið á Borgarspítalanum, sem nú kallast Sjúkrahús Reykjavíkur í Fossvogi, en er nýkomin heim frá Israel þar sem hún vann við uppbyggingu heilsugæslu- stöðva á svæði Palestínuaraba á vegum Rauða krossins. ísraelanna. Við vorum frá hlut- lausri stofnun og __ ferðuðumst milli svæðanna, en ísraelar fóru ekki inn á svæði arabanna og arabar gerðu sem allra minnst af því að fara yfir á svæði ísra- ela. Þetta eru tveir heimar.“ Hafði ástandið breyst nú þegar þú fórst heim? „Almenningur er bjartsýnn á breytta tíma, sérstaklega eftir kosningarnar. Bjartsýnn á að eitthvað fari að gerast og vonast til að ekki verði eins miklu stjórn- að af ísraelsmönnum. Fólk hefur varla getað hreyft sig milli þorpa án þess að lenda í ísraelskum hermönnum. En margir trúa á tímabundinn frið. Trúa því ekki að hann verði varanlegur. Mörgum Palestínuaröbum finnst þeir ekki uppskera eins og þeir sáðu til. Mikið blóð hafi runn- ið síðan uppreisn þeirra til að knýja fram bætur, intifada, hófst 1987. Og það er margt sem þarf að gera. í Palestínu, ef hægt er að tala um hana sem ríki, er sam- félagsþjónusta afskaplega léleg; samgöngur eru lélegar, holræsa- kerfíð er ófullnægjandi, vatnsból víða menguð sem skap- ar sjúkdómahættu í þorpunum, vegakerfið er lélegt og svo mætti áfram telja. Það er eins og að stökkva 30 ár aftur í tímann að koma þarna. Uppbyggingin hefur verið mjög Iítil á síðustu 30 árum.“ Ertu komin í gamla starfið aftur? „Já, ég er nýbyijuð aftur á slysadeildinni en á frekar von á að fara aftur út í heim að sinna störfum fyrir Rauða krossinn." Er gaman að sinna verkefnum sem þessum? „Já, og það er afskaplega þroskandi. Mér finnst ég hafa hlotið mikla reynslu, bæði per- sónulega og hvað starfið varðar.“ Niðurnídd heilsugæsla eftir Flóastríð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.