Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 40
iO SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ HARALDUR ARNGRÍMSSON, tannlæknir Hef opnað tannlæknastofu í Hamraborg 11 (2. hæð, fyrir ofan Kópavogs Apótek). Tímapantanir í síma 554 32 52. BPj. „PUSH UP“ Ife-' * '■ brjóstahaldarinn og buxur í stíl. U \é Ný sending. i | Stœrðir: 34 - 36A, B, C. Litir: Perluhvítt, svart, 1 og mokkabrúnt. Verð kr. 1.995 settið. 1: r wm . § ^ S%a//ya/>fiQ’/ /. ■)/////' 0-7/ ■//7-? Námsstyrkir MENNTABRAUT Námsmannaþjónusta Jslandsbanka íslandsbanki mun í tengslum við Menntabraut, námsmannaþjónustu íslandsbanka, veita sjö námsstyrki að upphæð 120.000 kr. hver á árinu 1996. Allir námsmenn, 18 ára og eldri, geta sótt um styrkina, hvort sem þeir eru í námi hér á landi eða erlendis. Styrkirnir eru óháðir skólum og námsgreinum. Upplýsingar og umsóknareyðublöð liggja frammi í öllum útibúum bankans. Umsóknir skal senda til: íslandsbanki hf. Markaðs- og þjónustudeild (Námsstyrkir) Kirkjusandi 155 Reykjavík Umsóknarfrestur er til 15. mars 1996 ÍSLANDSBANKI I DAG BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson ÍSLENSK sveit tók þátt í sterku alþjóðlegu móti, Forbo Intemational, í Sce- veningen í Hollandi um síð- ustu helgi. Sveitin var skipuð Aðalsteini Jörgensen, Jóni Baldurssyni, Matthíasi Por- valdssyni og Sverri Ar- mannssyni. Fyni hluti móts- ins var riðlakeppni, en tvær efstu sveitimar úr hvequm riðli komust áfram í 20 sveita úrslitakeppni, þar sem splaðar vom sjö umferðir með Monrad-röðum. ís- lenska sveitin komst í úr- slitakeppni, og endaði í 7. sæti með 115 stig (16,43 að meðaltali). Þýsk sveit vann keppnina á 124 stigum. í þriðju síðustu umferð spiluðu Islendingamir við sterka ít- alska sveit, þar sem Evrópu- meistaramir Lauria og Verc- ase vom í broddi fylkingar. ítalir unnu leikinn 19-11, sem skrifast fyrst og fremst á leguna í eftirfarandi spili: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♦ Á102 ¥ ÁKD876 ♦ K1042 + - Vestur Austur ♦ G9763 ♦ 84 ¥ 4 ¥ 10932 ♦ G98 llllll ♦ D75 ♦ 10864 ♦ K973 Suður + KD5 ▼ G5 ♦ Á63 * ÁDG52 Á öðru borðinu voru Að- alsteinn og Matthías í NS gegn Lauria og Vercase: Vestur Norður Austur Suður Vercase Matthías Lauria Aðalst. - ‘ . - 1 lauf Pass 1 spaði Pass 1 grand Pass 2 lauf Pass 2 grönd Pass 3 lauf Pass 4 grönd Pass Pass 5 lauf 7 hjörtu Pass Allir pass 6 lauf Sagnir eru samkvæmt Icerelay, og því gjörsam- lega óskiljaniegar öllum öðrum en innvígðum. En í stuttu máli er laufopnunin sterk og síðan spyr opnar- inn svarhöndina í þaula um skiptingu, styrk og stað- setningu háspila. Allar sagnir suðurs eru spurn- ingar, en svör norðurs merkja eftirfarandi: 1 spaði: A.m.k. 8 punkt- ar og minnst fimmlitur í hjarta. 2 lauf: Sexlitur í hjarta. 2 grönd:Þrílitur í spaða 4 grönd: Fjórir tíglar og 6 „kontról“ (ás=2, kóng- ur=l). 6 lauf: Drottningin í hjarta. Alslemman byggist á því einu að hægt sé að fría slag á lauf. Ef hjörtun liggja 3-2 er best að trompa lauf þrisvar. En í þessari tromplegu hefur sagnhafi ekki á því að stinga lauf nema tvisvar og neyðist því til að tromp- svína fyrir laufkóng. Sem Aðalsteinn gerði og fór einn niður. A hinu borðinu létu ítalir hálfslemmu duga, svo þetta spil reynd- ist dýrkeypt. Arnað heilla Þegar fæturykkar snerta ekki jörðina. TM R*o- U.6. P«t OB. — bU rlflbts rssafva (C) 1005 Lm Angeles Tlmos Syndcats JÆJA? Ertu búinn að vinna hjá okkur í 40 ár? Þá er kominn tími til að þú fáir gullúr með áletruðu nafninu þínu. Hvað heitir þú nú aftur? VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Edith Cavell HVENÆR var banda- ríska kvikmyndin um bresku hjúkrunarkonuna Edith Cavell sýnd í Gamla bíói? Þjóðveijar tóku konu þessa af lífi í fyrri heimsstyijöld fyrir að hjálpa stríðsföngum á flótta. I bók Þórs White- head „Milli vonar og ótta“ er þess getið á bls. 33, að lögreglustjórinn í Reykjavík hafi bannað kvikmynd þessa að kröfu Þjóðveija, þar sem hún gæti skaðað hlutleysi landsins. Eftir hernám Breta 10. maí 1940 var banni þessu eðlilega af- létt. Mig minnir, að ég hafi séð myndina síðla árs 1940, en ég vil vera viss. Týndar litskyggnur Minningarsýning um Júlíönu SVeinsdóttur listmálara var haldin á vegum ættingja hennar að Kjarvalsstöðum 30. mars til 7. apríl 1974. Var sýningin mynduð og litskyggnur unnar. Ég hefi lánað einhveijum myndir þær, sem voru af veggteppum Júlíönu. Myndir þessar voru 8 talsins, nr. 108-115 í sýningarskrá. Ég hefi ekki fengið þessar mynd- ir aftur. Vinsamlegast skilið þeim aftur, hver sem fékk þær að láni. Leifur Sveinsson, Tjarnargötu 36, sími 551-3224. Vestur-íslend- ingur leitar ættingja sinna ÉG SENDI Morgunblað- inu þessa fyrirspurn í von um að einhver af niðjum -Margrétar Guðmunds- dóttur, sem fædd var 1. nóvember 1861 á Melum í Melasveit, muni hafa samband við mig. Margrét var dóttir séra Guðmundar Bjama- sonar, en hann lést á Borgum 2. júní 1884, og eiginkonu hans Guðrún- ar Þorkelsdóttur, sem lést 1884. Margrét Guð- mundsdóttir giftist Teiti Ólafssyni í Reykjavík. Hún var systir Ragn- heiðar Guðmundsdóttur, langalangömmu minnar, sem fluttist frá Seyðis- firði til Kanada 1904 með móður mína, Ragn- heiði Þorvaldsdóttur, dóttur Þorvalds H. Þor- steinsonar og Ragnhildar Eyjólfsdóttur. Lesi einhver niðja Margrétar Guðmunds- dóttur þetta bréf, eða einhver sem þekkir til, er viðkomandi vinsam- lega beðinn að hafa sam- band við undirritaða. M. Janette MacConnack, R.R..3, Lanark, Ontario, Canada, KOG ÍKO. 4 C vLV\ h. Æ, Æ. Eg er alveg orðinn uppgefinn í höndunum eftir daginn. Víkveiji skrifar... ÞRJÁTÍU ára „unglingur" kom að máli við Víkveija á dögun- um. í tal barst, hvað hefði helzt gerst á fæðingarári hans, 1966. Það var sitt hvað merkilegt. Fyrst skal nefna að þá var loðna veidd í fyrsta sinn í stórum stíl til bræðslu - í þúsundum tonna. Áður hafði hún aðeins verið veidd í beitu. Þessi nýjung var hrein vítamín- sprauta í íslenzkt efnahagslíf. Árið 1966 var upphafsár íslenzks sjónvarps. Fyrsta útsending þess „fór í loftið" 30. september 1966. Söguleg tímamót atarna! Hæstiréttur Danmerkur staðfesti afhendingarlög danska þjóðþings- ins á íslenzkum handritum. Stórsig- ur fyrir íslendinga. Staðfesting á vináttu og reisn Dana. Frumvarp viðreisnarstjórnarinn- ar um álbræðslu í Straumsvík sam- þykkt. Óbeislaðri vatnsorku breytt í gjaldeyri, lífskjör og störf. Þriðja auðlindin nýtt í fyrsta sinn í stórum stíl með orkufrekum iðnaði. Hafín bygging á myndlistarhúsi, Kjarvalsstöðum, við Miklatún. Jó- hannes meistari Kjarval tók fyrstu skóflustunguna. Geir •Hallgrímsson þáverandi borgarstjóri ávarpaði Kjarval. Fimm íslenzkir listmálarar efndu til sýningar í London, opnuð var merkileg Ásgrímssýning í Reykja- vík, rómverskur koparpeningur fundinn í rústum frá 10. öld í Hvít- árholti, iðnsýning í nýja íþróttahús- inu í Laugardal, kvikmynduð sagan um' Signýju og Hagbarð (Rauða skikkjan), Carl Sæmundsen stór- kaupmaður gefur íslenzku þjóðinni hús Jóns Sigurðssonar í Kaup- mannahöfn. Fjölmargt fleira mætti til tína. Þessi upptalning sýnir að „hönn- uðir“ hins nýbyijaða árs, 1996, þeir sem móta það á ráðandi stöðum í samfélaginu, mega standa vel í stykkinu, til þess að skáka fæðing- arári viðmælanda Víkveija, sem rann sitt skeið fyrir 30 árum. xxx UMFRAM allt þurfum við að gefa ungu fólki von og trú á eitthvað annað en gerviheim sjón- varps og sýndarveruleika," segir Gestur Olafsson í inngangsorðum tímaritsins AVS (arkitektúr/verk- fræði/skipulag). „Það þarf að finna að það geti haft önnur og meiri áhrif í lífinu en að vera bara at- kvæði eða neytendur og til þess þarf að kenna því bæði gagnrýna hugsun og gagnrýnin vinnubrögð.“ Víkveiji tekur undir þessi orð. Það er fátt mikilvægara en að tryggja öllum góða grunnmenntun og síðan fagmenntun. Eða eins og Gestur kemst að orði: „Fátt er mikilvægara hverri þjóð en að- gangur að góðri menntun og að kunna að nýta sér þá þekkingu sem stöðugt er að verða til í upplýsinga- samfélagi nútímans. Við þet.ta má líka bæta að fátt sé ungu fólki verra vegarnesti en léleg mennt- un.“ XXX VÍKVERJI vitnar áfram í grein Gests Ólafssonar: „Á íslandi sinna nú um 5.000 manns kennslu og leiðbeinenda- starfi í 198 grunnskólum og 47 framhaldsskólum. Auk þess kenna rösklega 600 manns við fjóra há- skóla landsins. - Ekki skal dregið í efa að þeir aðilar sem hér eiga hlut að máli séu hið mætasta fólk, en þær raddir heyrast æ oftar að ríkjandi kennslufyrirkomulag og sú hugmyndafræði sem liggur að baki hinu íslenzka menntakerfi sé úrelt, ekki í takt við nútímann og breytist of hægt. Á það hefur líka verið bent að þetta kerfi hafi svo til al- gera einokun á menntun lands- manna og þvi sé ekki um mikla samkeppni eða hvata til breytinga að ræða.“ Víkveiji fer ekki lengra út í þessa sálma. Hann taldi á hinn bóginn rétt að koma þessu sjónarmiði á framfæri við lesendur sína. Um- ræða um skólakerfið okkar er af hinu góða. Það eru trúlega engin vopn sem betur bíta í lífsbaráttu okkar en framtak fólks, sem byggt er á menntun og þekkingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.