Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Held ég sé ekki eigingjam Bandaríski leikmaðurínn Jason Williford hef- ur vakið mikla athygli í vetur með úrvals- deildarliði Hauka í Hafnarfirði og virðist í stöðugri sókn því hver stórleikurinn rekur annan hjá honum. Skúli Unnar Sveinsson hitti Williford að máli á Gistiheimilinu Bergi, þar sem hann býr, og forvitnaðist um fortíð- ina, nútíðina og framtíðina hjá honum. Morgunblaðið/Þorkell JASON Willlford I leiknum gegn Breiðabllki i vikunni. Hann hefur leiklð mjög vel í vetur og virðlst í stöðugri sókn. Ekki frábær í neinu ÞEGAR Jason Williford var beðinn um að lýsa sjálfum sér sem leikmanni hugsaði hann sig vel og lengi um áður en hann svar- aði: „Þjálfari minn í háskólanum sagði að ég væri náungi sem væri góður í öllu. Ég er ekki frábær í neinum einstökum þætti körfuknattleiksins, en ágætur í flestum. Ég leik oftast ágæta vörn, ég tek alltaf nokkur fráköst í hverjum leik og ég get skot- ið þokkalega, ég get rakið knöttinn og ég gef ágætar sendingar. Ætli það sé ekki hægt að segja að ég geti gert svona velflest sem maður á að gera í einum leik, en ég legg fyrst og fremst áherslu á að leika fyrir liðið. Ég er alhliða og óeigingjarn leikmaður.“ Haukar léku án erlends leikmanns í fyrra, nema hvað þeir fengu Mark nokkurn Hadden til liðs við sig í nokkrum leikjum undir lok mótsins. í haust var ákveðið að fá erlendan leikmann og varð Bandaríkjamaður- inn Jason Williford fyrir valinu. Hann hefur fallið einstaklega vel að leik Haukanna, sem eru nú í efsta sæti deildarinnar ásamt íslandsmeistur- unum úr Njarðvík, og átti ekki lítinn þátt í að liðið komst í úrslit bikar- keppninnar og varð bikarmeistari í fyrsta sinn í tíu ár. Haukar eru mjög ánægðir með Williford og telja sig hafa himin höndum tekið að fá hann til liðs við sig, enda er piltur vingjam- legur og þægilegur í öllum samskipt- um. Hann er einnig ánægður með að vera hjá Haukum, en það er svo- lítið einmanalegt að vera einhleypur erlendur körfuknattleiksmaður á ís- landi. „Svona eins og þú sérð núna!“ segir hann þegar hann var beðinn um að lýsa hvernig venjulegur dagur „Ég geri venjulega ekki mikið á daginn. Eg fer ef til vill út á póst- hús, skrepp í búð, fæ mér að borða og sit svo hér í herberginu mínu og tegg kapal, les bækur eða hlusta á tónlist og bíð eftir æfingu," segir Williford sem býr í einu herbergi á Gistiheimilinu Bergi í Hafnarfirði. „Þetta getur því verið mjög einmana- legt og ef ég kem aftur hingað til lands er ég alveg ákveðinn í að taka vinkonu mína með mér,“ segir hann og brosir. „Þetta var allt öðru vísi þegar Herman Myers var hér því við vorum mikið saman, en nú er hann farinn. Milton Bell er vinur minn og hann kemur oft um helgar, en það er of langt upp á Akranes til þess að við hittumst á virkum dögum.“ Kunni iiia viö að láta berja sig Williford er fæddur í Richmond í Virginíuríki í Bandaríkjunum. „Ég var ekki nema fjögurra ára þegar ég byrjaði í körfubolta. Faðir minn vann í æskulýðsmiðstöð og ég fór oft með honum og þá fékk ég að vera með í körfubolta, amerískum fótbolta og hafnabolta. Seinna fór ég að leika mér á körfuboltavöllum í nágrenninu og þegar ég var tólf ára var gerður körfuboltavöllur í bakgarðinum hjá mér og eftir það varð ekki aftur snúið. Það er í rauninni líka önnur ástæða fyrir því að ég valdi körfuboltann. Þó ég sé nokkuð hávaxinn [196 senti- nTetrar] var ég allt of grannur til að vera í ameríska fótboltanum því þar eru raunverulegir risar. Ég lék sem leikstjómandi og þegar vömin hjá okkur brást komu þessir risar og óðu yfir mann. Ég kunni því illa að láta þá berja mig stöð- ugt þannig að ég ákvað að snúa mér frekar að körf- unni. Ég var nokkuð lunk- inn í hinum greinunum, þó ég segi sjalfur frá, en eftir þvi sem maður varð eldri því erfiðara var að vera í öllu þannig að ég varð að hætta einhveiju. Eg stund- aði einnig víðavangshlaup þegar ég var í menntaskóla en á endanum var það karf- an sem varð ofaná hjá mér.“ Williford útskrifaðist áður en hann kom hingað til lands með BA-gráðu í sálarfræði og hugur hans stefnir til áframhaldandi náms, en ekki fyrr en hann hefur lokið ferlinum sem leikmaður. „Mig langar að taka mastersgráðuna í íþróttasálarfræði þegar ég hætti að keppa í körfunni. Ég býst svona frekar við því að ég endist ekki í körfunni nema ijögur til fimm ár til viðbótar því ég er ekki eins vel á mig kominn líkamlega og áður og hnén hafa verið erfið. En ég mun halda áfram að spila körfu á meðan ég ofbýð ekki líkam- anum. Þegar ég er hættur að spila ætla ég að snúa mér að þjálfun, ég er alveg ákveðinn í því.“ En hvers vegna valdir þú að koma til íslands? „Þessi var erfið! Umboðsmaður minn sagði að það væri lið á íslandi sem vantaði bandarískan leikmann. Þegar þetta kom upp var ég að bíða og sjá til hvað gerðist varðandi NBA. Mig langaði í æfingabúðir fyrir NBA, en það voru engar slíkar þannig að ég varð að bíða. Það voru einnig lið í Portúgal og á Spáni sem höfðu spurst fyrir um mig, en þau voru einnig að bíða þannig að þegar tilboð- ið kom frá Haukum ákvað ég að slá til. Það var betra að koma hingað og leika í eitt ár, fá reynslu og halda sér í æfingu, en að sitja heima og gera ekki neitt. Ég vissi afskaplega lítið um Island þegar ég kom hingað. Ég vissi að vísu hvar landið var en mig grunaði ekki að hér væri leikinn körfubolti. Þegar ég frétti af áhuga Hauka verð ég mér úti um bók um ísland og las mér aðeins til og síðan komst ég að því að vinur minn Milton Bell, sem var í sama skóla og ég, léki hér á landi og þá sannfærðist ég um að það hlyti að vera leikinn þokkalegur körfubolti hér.“ Þoli ekki svæöisvöm Og hvernig er svo körfuknattleik- urinn hér? „Hann er ágætur - en ég held samt að hann gæti verið betri. Ég ætla alls ekki að gera lítið úr leik- mönnum hér, hér eru margir góðir leikmenn. Mig langar að leika gegn þeim bestu og ég held að ef reglurn- ar sem gilda í NBA yrðu teknar upp hér þá myndi karfan verða enn betri og skemmtilegri. Ég held nefnilega að það geri leikmenn betri ef leikið er samkvæmt atvinnumannareglun- um. Þá er meiri samkeppni meðal leikmanna, alltaf leikin maður á mann vörr. og ég held að slík vöm geri menn hæfari körfuboltamenn. Eg er reyndar ef til vill ekki hlutlaus því ég þoli ekki svæðisvörn, hvorki að spila hana né leika gegn henni.“ Er draumurinn að komast í NBA- deildina? „Já, það hefur verið draumur minn frá barnsaldri og auðvitað vona ég að sá draumur verði að veruleika. En ég geri mér fyllilega grein fyrir því að til að komast að í NBA verð- ur maður bæði að vera mjög heppinn og hafa hæfileika. Ég tel mig hafa hæfileikana og vonandi verð ég hepp- inn og kemst að hjá liði sem ég fell vel að. Ég þarf að sýna mig á réttum stað á réttum tíma og þá getur í rauninni allt gerst. Ég hef unnið að því að bæta mig á þeim sviðum sem ég tel mig veik- astan á. Þegar ég var í Bandaríkjunum tók ég alltaf mörg fráköst og lék ágæta vörn en ég var ekki nógu sterkur í skot- um utan af velli og eins gekk mér fremur illa að rekja knöttinn. Ég hef unnið í þessu hér og mér hefur farið mikið fram. Ég er farinn að skjóta ágætlega fyrir utan og eins gengur mér miklu betur að rekja knöttinn, enda hef ég æft þetta skipulega síðan ég kom. Auðvitað gengur upp og niður hjá manni og þegar ég á lélegan leik eða gengur illa á æfingu þá reyni ég að gleyma því sem fyrst og snúa mér að næsta leik eða næstu æfingu. Eg hugsa aldrei um slæmu hlutina, held- ur reyni ég alltaf að hugsa á jákvæðu nótunum." Chicago og Jordan í uppáhaidi Þú nefndir NBA. Áttu þér ein- hveija uppáhalds leikmenn eða lið? „Já, alveg helling. Ef ég þyrfti að velja eitthvert eitt lið þá myndi ég trúlega velja Chicago. Ég hef verið aðdáandi Michael Jordans frá því ég man eftir mér og ég held hann sé besti körfuknattleiksmaður allra tíma og er því mjög ánægður með að hann skuli vera kominn aftur. Annars á ég marga uppáhalds leik- menn í mismunandi liðum. Ég skil varla hvernig þessir menn geta leikið 82 leiki á hvetju tímabili. Við erum að leika um 40 leiki og mér finnst eins og við séum alltaf að spila. Leik- menn í NBA eru í góðri æfingu og ég held að til að komast í gegnum tímabilið hljóti þeir að dreifa álaginu eins mikið og hægt er. Þeir leika til dæmis örugglega ekki á fullu fyrstu þijá leikhlutana í „auðveldum" leikj- um en taka svo á í síðasta fjórðungi ef á þarf að halda.“ Liðsheildin í fyrirrúmi Williford er ánægður hjá Haukum og segir að ef hlutirinri gangi ekki upp hjá honum í Bandaríkjunum í sumar og hann komi hingað næsta haust þá komi ekkert annað lið til greina en Haukar. „Styrkur okkar liggur í því hversu jafnt liðið er. Við erum lið en ekki tíu einstaklingar sem allir reyna að vera stjörnur. Ef ein- hver á dapran dag þá kemur maður í manns stað með góðan leik. Strák- arnir skilja fullkomlega hvað það er sem þarf til að sigra og allir leggja sig fram. Ég hef alltaf verið meira fyrir að leika fyrir liðsheildina og ég held ég sé ekki eigingjarn leikmað- ur.“ Er einhver leikmaður í úrvalsdeild- inni sem þú ert kvíðinn fyrir að mæta? „Nei, ekki beint kvíðinn og ég er ekki hræddur við neinn, en mér finnst einna leiðinlegast að spila gegn mönnum sem stífdekka mig inni í teignum. Ég lék fyrir utan á kantin- um í Bandaríkjunum og er því ekki vanur því að vera stífdekkaður og alls ekki vanur eins miklurn pústrum og tíðkast undir körfunni. Ég get til dæmis nefnt Fred Williams, Herman Myers á meðan hann var með Grinda- vík, og John Rhodes. Ég á í vandæð- um með þá vegna þess að þeir vilja leika með bakið í körfuna og ég kysi frekar að leika maður gegn manni fyrir utan, manni sem snýr ekki baki í körfuna. Mér leiðist svona varnarleikur, en ég verð að gera þetta og sem betur fer hjálpa með- spilarar mínir mikið því þeir vita af þessu.“ Getum orðið íslandsmeistarar Williford telur Hauka eiga mögu- leika á íslandsmeistaratitlinum. „Bikarúrslitaleikurinn var frábær þó svo við lékum ekkert sérstaklega vel. Margir áhorfendur, mikill hávaði og stemmning góð. Þetta minnt mig á háskólaboltann heima. Ég hlakka mikið til úrslitakeppninnar og ég held að við eigum góða möguleika á að fara alla leið. Ef við leikum eins og við höfum verið að gera er ekk- ert sem segir að við getum ekki unnið. Við vitum ekki enn á móti hveijum við lendum en við munum taka hvern leik fyrir þegar þar að kemur og vonandi höldum við áfram að sigra, þar til flautað verður til leiksloka í síðasta leiknum." Það er oft talað 'um dómara, eru þeir alveg ómögulegir hér á landi? Nú hlær Williford og segist ekki vilja ræða um dómara, en lætur þó að lokum udnan: „Ég held að það sé eðlilegur hlutur að þeir sem hafa leikið lengi í deildinni njóti meiri virð- ingar en aðrir og sleppi ef til vill oftar við að fá dæmt á sig fyrir smáatriði. Þetta er þannig í NBA og ég held að það verði alltaf þannig, alls staðar. Ég hef tekið eftir þessu hérna. Vantar meiri stöðugleika Það sem mér finnst helst vanta hjá dómurum hér er stöðugleiki. Maður veit aldrei í hvernig skapi þeir koma til leiks. Einn daginn dæma þeir á allt en í næsta leik slepp- ir sami dómari samskonar broti. Dómararnir eru ekki lélegir, en þá vantar stöðugleika. Ég fékk nokkrar tæknivillur í upphafi, en nú er ég orðinn stilltur strákur og veit að það þýðir ekkert að þrasa. Auðvitað verð- ur maður stundum æstur í hita leiks- ins, en ég reyni að sitja á mér. Mér finnst líka að ég fái dæmdar nokkrar ódýrar villur á mótheijana núna í seinni tíð! Ég er að þjálfa unglingaflokk Hauka og ég segi strákunum að hafa ekki áhyggjur af dómurunum því það þýði ekkert annað en að leika eins og við erum vanir. Ef við gerum það og erum nógu góðir þá vinnum við, sama hverjir dæma. Ég veit ekki hvers vegna dómarar eru svona misjafnir milli leikja, en einn þátturinn er sjálfsagt sá sami og hjá leikmönnum. Menn vinna allan daginn og eru misjafnlega upplagðir. Það myndi sjálfsagt hjálpa að hafa þrjá dómara eins og í NBA. Þrír dómarar sjá að sjálfsögðu meira en tveir og geta fylgst betur með því sem gerist á vellinum, en ég er ekki viss um að dómgæslan í NBA sé betri núna en hún var þegar þeir voru tveir, sex augu sjá þó betur en fjögur.“ Frammistadan í tölum JASON Williford hafði leikið 27 af 28 leikjum Hauka i úrvalsdeildinni þegar rætt var við hann. Hann missti af leik gegn KR þegar hann var í leikbanni. Hér á eftir fara tölulegar upplýsingar um árangur lians í vetur, meðaltal og síðan besti árangur í einstökum leik: Leiktími:..............................35,7/45 Skotnýting: „.........................63,2/100 3ja stiga nýting:.....................40,8/100 Vítanýting:...........................72,8/100 Fráköst:...............................15,1/25 Stoðsendingar:..........................4,3/11 Boltanáð:................................3,1/7 Boltatapað:..............................2,4/5 Varin skot:..............................0,8/4 Stig:..................................21,6/39

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.