Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ SH9tnmtii(abU> VIKAN ► DAVÍÐ Oddsson forsæt- isráðherra segist telja allar líkuráþví að Mikhaíl S. Gorbatsjov, fyrrum Ieið- togi Sovétríkjanna,þiggi boð um að koma til Islands í haust og taka þátt í hátið- arhöldum í tilefni þess að 10 ár eru liðin frá fundi hans og Ronalds Reagans, fyrrum forseta Bandaríkj- anna, í Reykjavík. ► ÞJÓÐHAGSSTOFNUN áætlar að atvinnuleysi á þessu ári verði 4,4%. At- vinnuleysi í fyrra var 5%. Samkvæmt könnun Þjóð- hagsstofnunar var at- vinnuleysi nú í janúar 6% en var 6,7% í janúar í fyrra. ► BOEING 757-vél Birg- enair, sem fórst út af ströndum Dóminíkanska lýðveldisins í siðustu viku og með henni 189 manns, kom hingað til lands að morgni 22. janúar með 26 farþega Heimsferða frá Cancun. Héðan fór vélin til Þýskalands, en kom aftur sama dag og tók þá 27 far- þega ferðaskrifstofunnar til Mexíkó. ► ÍSLENSKIR tómatar eru nú komnir á markað um tveimur mánuðum fyrr en venja hefur verið. Það eru hjónin Helga Karls- dóttir og Guðjón Birgisson á Melum i Hrunamanna- hreppi sem eru farin að selja þessa uppskeru. Það sem gerir þetta mögulegt er sérstök raflýsing í gróð- urhúsum og er að hluta til um tilraunaverkefni að ræða. 11/2-17/2 Hætta samstarfi um flutning grunnskóla KENNARAFÉLÖGIN hafa ákveðið að draga sig út úr öllu samstarfi um flutning grunnskólans til sveitarfé- laga og lýsa fullri ábyrgð á hendur stjómvöldum. í sameiginlegum álykt- unum funda kennarafélaganna segir að á sama tíma og þau hafi verið í samstarfi um endanlegan flutning grunnskólans til sveitarfélaga sé rík- isstjórnin að kynna alvarlega skerð- ingu á réttindum starfsmanna ríkis- ins. Fjármálaráðherra segist ekki trúa að kennarafélögin ætli að taka yfirfærslu grunnskólans í gíslingu til þess að knýja fram breytingar í öðr- um efnum. Póstur og sími verði hlutafélag SAMGÖNGURÁÐHERRA hefur kynnt ríkisstjórnarflokkunum frum- varp til laga um að breyta Pósti og síma í hlutafélag. Frumvarpið felur í sér að stofnunin verði að hlutafé- lagi, sem greiði skatta og skyldur eins og önnur slík og verði fijálst að því að kaupa hlut í öðrum fýrirtækj- um, en til þess hefur stofnunin ekki haft heimild án atbeina Alþingis. Hlutafélagið yrði alfarið í eigu ríkis- ins. Þrjú þúsund tonn ber í milli ÞRJÚ þúsund tonnum munar á til- boði Noregs um þorskkvóta fyrir ís- lensk skip í Barentshafi og á lág- markskröfu íslands um veiðiheimild- ir. íslendingar krefjast um 15.000 tonna kvóta en Norðmenn vilja ekki bjóða nema 12.000. Auk þess vilja Norðmenn að helmingur þeirra veiði- heimilda verði veittur gegn kvóta á íslandsmiðum eða annars konar end- urgjaldi. Jeltsín býður sig fram BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti lýsti því yfir í ræðu í heimaborg sinni Jekaterínborg á fimmtudag að hann byði sig fram til endur- kjörs í kosningunum 16. júní. Mikl- ar vangaveltur höfðu verið um fyrir- ætlanir forsetans sem átt hefur við vaxandi óvinsældir að stríða og lé- Iegt heilsufar; flestir talsmenn um- bótasinna höfðu hvatt hann til að draga sig í hlé. Forsetinn sagðist telja það ábyrgðarleysi af sér að ljúka ekki því verki sem hann hefði hafið, þ. e. að koma á róttækum umbótum í efnahags- og stjórnmálalífi lands- ins. Hann sagði mistök hafa verið gerð í Tsjetsjníju en vonandi tækist sér að finna lausn á næstu mánuð- um. Hann fór hörðum orðum um helstu leiðtoga uppreisnarmanna, sagði rétt að taka þá af lífi. Kommúnistar ákváðu á fimmtu- dag að forsetaefni þeirra yrði leið- togi flokksins, Gennadíj Zjúganov, og eru hann og Jeltsín taldir líkleg- ir til að keppa í seinni umferðinni sem verður milli tveggja efstu manna. Aðrir sterkir frambjóðendur eru þjóðemissinninn Vladímír Zhír- ínovskíj, umbótasinninn Grígoríj Javlínskíj og Alexander Lebed, fyrr- verandi hershöfðingi. ► STRÍÐSDGLÆPA- DÓMSTÓLL Sameinuðu þjóðanna í Haag boðaði á miðvikudag að lagðar yrðu fram innan nokk- urra vikna fyrstu ákær- urnar á hendur múslimum en þegar hafa 45 Serbar og 7 Króatar verið ákærð- ir. Bosníu-Serbar neita enn samstarfi um Dayton- friðarsamkomulagið í mótmælaskyni við að tveir Serbar, sem stjórnvöld í Sarajevo létu handtaka, voru framseldir til Haag. ►JOHN Bruton, forsæt- isráðherra írlands, sagði á þriðjudag að Sinn Fein, stjórnmálaarmur írska lýðveldishersins (IRA) hefði svo mikil áhrif innan hryðjuverkasveita IRA að flokkurinn gæti fengið þau til að Iýsa á ný yfir vopnahléi. Bresk stjórn- völd óttast að IRA efni til fleiri sprengjutilræða. ►ÞING Evrópusam- bandsins, ESB, samþykkti á miðvikudag að herða reglur um að meirihluti dagskrár stöðva í sam- bandsríkjunum skuli vera evrópskt efni. Er ætlunin með þessu að sporna við efni frá löndum utan ESB, einkum bandarísku. ►BOB Dole, leiðtogi meirihlutans í öldunga- deild Bandaríkjaþings, varð efstur á svonefndum kjörfundi repúblikana í Iowa vegna vals á forseta- frambjóðanda en fundur- inn var á mánudag. Sigur Dole var naumur, hann fékk 26% fylgi og á hæla honum kom Pat Buchanan með 23%. FRÉTTIR Frumvarp til upplýsingalaga kynnt í ríkissljórn Eiga að rýmka að- gang að gögnum FORSÆTISRÁÐHERRA kynnti frumvarp til upplýsingalaga á fundi ríkisstjórnar á föstudag, en með því er lagt til að tekin verði upp sú meginregla í islensk lög að stjórn- völdum sé skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögn- um sem varða tiltekin mál. Með þessu er talið að rýmkaður verði réttur almennings til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum, einkum á þeim sviðum þar sem þeim hefur verið talið heimilt en ekki skylt að láta upplýsingar af hendi. Við samningu frumvarpsins var höfð hliðsjón af frumvarpi til laga um upplýsingaskyldu stjómvalda sem lagt var fyrir Álþingi árið 1990, og þeirri gagnrýni sem frumvarpið sætti á sínum tíma. Haldið leyndu að óþörfu í athugasemdum með frumvarp- inu segir m.a. að lögin ættu jafn- framt að draga úr tortryggni al- mennings í garð stjórnvalda, ekki síst „tortryggni sem oft og einatt á rót sína að rekja til þess að upp- lýsingum hefur, stundum að óþörfu, verið haldið leyndum. Að sjálfsögðu getur það verið óhjákvæmilegt í vissum undantekningatilfellum, en til þess þurfa þá að vera brýnar ástæður", segir þar. Nefndin sem vann að frumvarp- inu segir í athugasemdum sínum að aðstæður stjórnvalda til þess að veita aðgang að upplýsingum séu á ýmsan hátt lakari hérlendis en í nágrannalöndum okkar. íslensk stjórnsýsla sé um margt frumstæð- ari og lausari í reipunum en stjórn- • sýsla nágrannaríkjanna. „Þannig virðast fleiri mál vera afgreidd hér á landi með óformleg- um hætti, en það leiðir oft til þess að ekki eru varðveittar upplýsingar um málsatvik og jafnvel afgreiðslu mála. Þá hafa ekki mótast hérlend- is skýrar stjómsýsluvenjur um rétt almennings til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum." Nefndin kveðst EVRÓPUSAMTÖKIN gangast nk. þriðjudag, 20. febrúar, fyrir fundi með Francois Thiollier, sendifull- trúa Evrópusambandsins hér á landi, og Roar Julsen, lögfræðingi sendiráðs Evrópusambandsins í Ósló. Fundurinn verður haldinn á Kornhlöðuloftinu að baki veitinga- hússins Lækjarbrekku kl. 17-19. Thiollier og Julsen flytja stutt er- indi og svara að því búnu fyrir- spumum. Frangois Thiollier flytur erindi á ensku undir yfirskriftinni „Enlarge- ment of the European Union and the smaller countries". Hann íjaliar um áform Evrópusambandsins um Qölgun aðildarríkja og áhrif hennar á stöðu smærri ríkja, innan og utan sambandsins. Fran?ois Thiollier starfaði í frönsku utanríkisþjónustunni 1976-1984 og hefur eftir það starf- ,að hjá framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins. Hann hefur m.a. ann- ars starfað í sjávarútvegsmáladeild framkvæmdastjórnarinnar og ger- þekkir sjávarútvegsstefnu sam- bandsins. Hann starfaði jafnframt hjá utanríkismáladeild sambands- líta svo á að þegar settum lögum sleppi, ríki mikil réttaróvissa um að hvaða marki almenningur eigi rétt til aðgangs að upplýsingum hjá stjórnvöldum. „í ólögmæltum tilvikum hefur verið gengið út frá því að stjórn- völd hafi heimild til þess að veita almenningi rýmri aðgang að upp- lýsingum en leiðir af beinum rétti þessara aðila lögum samkvæmt, enda standi reglur um þagnar- skyldu því ekki í vegi.“ Aðgangmr að ýmsum gögnum Samkvæmt frumvarpinu nær réttur almennings til aðgangs að gögnum, til allra skjala sem mál varða, þar með talinna endurrita af bréfum sem stjórnvald hefur sent enda megi ætla að það hafi borist viðtakanda, allra annarra gagna sem mál varða, svo sem teikninga, uppdrátta, korta, mynda, örfilma og gagna sem vistuð eru í tölvu, dagbókarfærslna sem lúta að gögn- um málsins og lista yfir málsgögn. Réttur almennings tekur ekki til fundargerðar ríkisráðs og ríkis- stjórnar, minnisgreina á ráðherra- fundum og skjala sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi, bréfa- skipta stjórnvalda við sérfróða menn til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað, vinnuskjala sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota nema þeirra sem geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsinga sem ekki verður aflað annars staðar frá, umsókna um störf hjá ríki eða sveitarfélögum og allra gagna sem þær varða. Þó er skylt að veita upplýsingar um nöfn, heimilisföng og starfsheiti umsækj- enda þegar umsóknarfrestur er lið- inn. Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða íjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt og eðlilegt þykir að fari leynt, nema hlutaðeigandi sam- ins, m.a. að tengslum við Norður- löndin. Hann tók þátt í viðræðunum. um gerð EES-samningsins. Frá ár- inu 1992 hefur Thiollier starfað í sendiráði ESB í Ósló. Frá því í fyrra hefur hann verið staðgengill sendi- herra ESB í Noregi og á íslandi. Roar Julsen mun einnig tala á ensku og ber erindi hans yfirskrift- ina „The EEA experience after two years and its future". Julsen fjallar um samskipti ESB og EFTA á sviði EES-samningsins, reynsluna af samningnum og þau vandamál sem upp hafa komið í framkvæmd hans. Julsen starfaði um langt skeið að sveitarstjórnarmálum í Noregi og var m.a. framkvæmdastjóri borgarmála í Fredrikstad. Undan- farin ár hefur hann starfað sem lögfræðingur sendiráðs ESB í Ósló og er helsti ráðgjafi framkvæmda- stjórnar ESB í norskum lögum. Hann hefur fylgst náið með fram- kvæmd EES-samningsins og sam- skiptum Evrópusambandsins og EFTA-ríkjanna. Fundurinn er öllum opinn. Fund- argjald er 500 kr. og eru kaffiveit- ingar innifaldar í því. þykki. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikil- væga fjárhags- og viðskiptahags- muni fyrirtækja og annarra lögað- ila. Frumvarpið gerir ráð fyrir að heimilt verði að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikil- vægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýs- ingar um öryggi ríkis eða vamar- mál, samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir, viðskipti stofn- ana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga, að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra, fyrirhug- aðar ráðstafanir eða prófraunir á vegum ríkis eða sveitarfélaga ef þær yrðu þýðingarlausar eða næðu ekki tilætluðum árangri væru þær á almanna vitorði. Opnað eftir 30 ár Þó skal veita aðgang að þeim gögnum sem undanþegin em upp- lýsingarétti að 30 árum liðnum frá því þau urðu til, að frátöldum upp- lýsingum er varða einkamálefni ein- staklings en þá þurfa 80 ár að líða. Frumvarpið gerir m.a. ráð fyrir að aðgangur sjúklinga að sjúkra- skrá fari eftir ákvæðum læknalaga og tölvulögin séu látin gilda ein og á tæmandi hátt um aðgang að þeim upplýsingum er þau taka til. Sér- ákvæði um þagnarskyldu, sem fram koma í stjórnvaldsfyrirmælum, tak- marka ekki aðgang að uppjýsingum samkvæmt frumvarpinu, nema slík þagnarskylduákvæði eigi sér sér- staka og skýra lagastoð. Ákvæði sem veita t.d. ráðherra almenna heimild til þess að setja nánari fyrir- mæli um framkvæmd laga í reglu- gerð, nægja því ekki. Sérstök fyrirmæli yfirmanns til undirmanns um að gæta þag- mælsku um tilteknar upplýsingar geta ekki takmarkað aðgang að upplýsingum, nema fyrirmælin eigi sér skýra stoð í sérákvæði laga um þagnarskyldu. Dagskrá barnaleikhúsanna 1DAG, sunnudag, heldur áfram barnaleikhúshátíðin, sem Barna- og brúðuleikhússamtökin á íslandi efna til í því skyni að styðja starf eina barnaleikhússins, sem enn starfar í Sarajevo í Bosníu-Her- segóvínu. I dag verður dagskráin, sem hér segir: Furðuleikhúsið sýnir Hiina Kóngsson í Möguleikhúsinu við Hlemm kl. 14. Þjóðleikhúsið sýnir Lofthrædda örninn kl. 16. í Leik- brúðulandi, Fríkirkjuvegi 11, sýna 10 fingur Englaspil kl. 14. og Sög- usvuntan sýnir Smjörbitasögu kl. 16. Loks sýnir íslenzka brúðuleik- húsið við Flyðrugranda Kabarett kl. 15. Verð aðgöngumiða er 500 krónur. Fundur um stækkun Evrópusambandsins og reynslu af EES

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.