Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Kastljósi beint að Geirfinnsmálinu á ný Geirfinni og sagði að hann mætti eiga peningana ef hann vísaði á spírabirgðirnar. Geirfinnur hélt á peningunum augnablik en henti þeim síðan í framsætið. Þegar hér var komið sögu var bíllinn kominn í Dráttarbrautina. Stigu nú allir út og vildi Geirfinnur komast á brott. Ekki vildu þeir Guðjón, Sævar og Kristján sleppa honum við svo búið og hófust slags- mál sem mögnuðust stig af stigi. Veittust þeir þrír að Geirfinni með þeim afleiðingum að hann beið bana. Ekki verður atlögunni nánar lýst hér. Samkvæmt tímamælingum lög- reglu hefur klukkan líklega verið að nálgast 23 þegar hér var komið sögu. Sendibílstjóranum var nú sagt að fara heim en hann varð ekki vitni að þeim atburðum sem að framan er lýst. Erlu var sagt að fara heim á „puttanum" en hún svaf um nóttina í veiðarfæra- geymslu þarna skammt frá en fékk far með tveimur bílum til Reykja- víkur morguninn eftir. Fundust báðir bílstjórarnir og staðfestu framburð sinn fyrir dómi. Kristján Viðar, Sævar og Guðjón héldu hins vegar með lík Geirfinns til Reykjavíkur í Volkswagenbif- reiðinni. Var lík hans vinstra mégin í aftursætinu og kápu Erlu vafið um höfuð þess. Lík Geirfínns var geymt á trébekk í kjallarageymslu við Grettisgötu, þar sem Kristján Viðar bjó. Fimmtudaginn 21. nóv- ember fluttu Kristján Viðar, Sævar og Erla líkið á Land-Roveijeppa upp í Rauðhóla fyrir ofan Reykjavik, þar sem þau grófu það. Áður höfðu þau hellt yfír það benzíni og kveikt í. Mikil leit var gerð í Rauðhólum en lík Geirfinns fannst aldrei. „Martröð er létt af þjóðinni“, voru orð Ólafs Jóhannessonar dómsmálaráðherra í Morgunblaðinu daginn eftir blaðamannafundinn í Borgartúni 7. Sakborningar drógu fátningarnar til baka Eftir að ákæra var gefin út á hendur sakborningum í Geirfinns- málinu 1977 drógu þeir játningar sínar til baka. Fyrstur tií þess varð Kristján Viðar. Hinn 6. júlí 1977 lét hann bóka að hann hafí aldrei komið til Keflavíkur og vissi ekkert um afdrif Geirfinns. „Eg er hættur að taka þátt í þessum skrípaleik," lét hann bóka eftir sér. Hinn 13. september 1977 snéri Sævar frá fyrri framburði og lét bóka að allur framburður hans í málinu væri rangur. Hann kannað- ist ekkert við hvarf Geirfinns. Framburður hans hafi þróast með lögreglunni og hann hafi aðeins staðfest sögusagnir hennar. Hinn 11. janúar 1980, aðeins nokkrum dögum áður en málflutn- ingur Geirfinnsmálsins hófst í Hæstarétti, dró Erla Bolladóttir framburð sinn til baka. „Ég hef þroskast", sagði Erla þegar ríkis- saksóknari spurði hana um ástæð- una. Loks gerðist það um síðustu helgi að Guðjón Skarphéðinsson dró til baka framburð sinn í Geirfinnsmál- inu nærri tveimur áratugum eftir að hann var gefinn. Ákæruvaldið hafí búið til sögu um afdrif Geirf- inns Einarssonar, sem hann hafi á þeim tíma fallist á að væri rétt. Þrýstingur á sig um að upplýsa málið og vafasamar rannsóknarað- ferðir hafi átt mestan þátt í því að hann játaði, sagði Guðjón. Umboðsmenn Akureyrí, RadJónaust Akranes, Hijómsýn, Byggingahúsió Blónduós, Kf Húnvetninga Bolungarvík, Laufið Borgarnes, Kf Borgfirðinga Búðardalur, Einar Stefánsson Djúpivogur, K.A.S.K. Drangsnes, Kf Steingrimsfjaröar Egilsstaðír, Kf Héraðsbúa. Eskifjðrður, Elís Guðnason Fáskrúðsfjórður, Helgi Ingason Flateyrí, Bjórgvín Pórðarson Grindavík. Rafborg Grundafjörður, Guðni Hallgrímsson Hafnarfj., Raftaekjav. Skúla Pórss., Rafmætti Hella, Mosfell Hellísandur, Blómsturveflir Hólmavík, Kf Steingrímsfjarðar Húsavfk, Kf Þingeyinga, Bókav. P. Stefánss. Hvammstangl, Kf Vestur- Húnvetnlnga Hvolsvöllur. Kf Rangæinga Hðfn Hornafirði, KÁt.S.K. ísafjörður, Póllinn NesKaupsstaöur, Verslunin Vlk Ólafsfjðrður, Valberg, Radíóvínnustofan Patreksfjóröur, Rafbúð Jónasar Reyöarfjörður, Kf Héraðsbúa Sauðárkróki, Kf Skagfirðinga Selfoss, Rafsel Siglufjóröur, Aðalbúðin Vestmanneyjar, Eyjaradíó Þorlákshöfn, Rás Þórshöfn, Kf Langnesinga Vopnatjöröur. Kf Vopnfirðinga Vík I Mýrdai, Kf Árnesinga Kfakkur WHIRP00L ÞVOTTAVÉL AWGT29 • 120 - 900 snúninga vinda • 21 prógramm, þ.á.m. sérstakt ullarprógram • Sparnaðarrofi • 2 stuttkerfi • Þyngdarskynjari • Mjög hljóðlát Verð: 65.600 AWG727 800 snúninga Verð: 59.000 Sæhska neytendablaðið Forbruker valdi þessa þvottavél "BEST I TEST" sem þýðir að þú færð afbragðs vöru fyrir lágmarks pening. L E IffoT’rrrtfl m AU7 AB M MÁNAÐA Heimilistæki hf SÆTÚN8 SÍMI 569 1500 Umboösmenn um land allt. DRÁTTARBRAUTIN i Keflavik, þar sem Geirfinnur á að hafa látió lífió ef tir átök. GEIRFINHSMALIÐ VAR OFARLEGA í ÞJÚÐFÉLAGSUMR/EÐUHNI Á SÍHUM TÍMA Orrahríó á Alþingi . GEIRFINNSMÁLIÐ var oft í opinberri umræðu eins og nærri má geta. Aldrei varð hvellur- inn hærri en í byrjun febrúar 1976, þegar málið barst inn í sali Alþingis. Upphaf málsins var það að Vil- mundur Gylfason ritaði grein í Vísi 30. janúar. Vitnað var í greinina á forsíðu blaðsins undir fyrirsögninni „Alvar- legar ásakanir á hend- ur dómsmálaráðuneyt- inu: Sakað um að hefta rannsókn Geirfinns- málsins." í greininni segir Vil- mundur að þegar rannsókn Geirfinns- málsins stóð yfir hafi dómsmálaráðuneytið sent bréf til lögregl- unnar í Keflavík sem þar hafi verið skilið á þann veg, að hætta ætti rannsókn á til- teknum manni tengd- um Klúbbnum, sem var til skoðunar. Enn- fremur sagði Vilmundur að Óiafur Jóhannesson dómsmálaráðherra hafi beitt sér fyrir því að Klúbbur- inn hafi fengið heimild til áfengis- sölu eftir að hann hafi verið sviptur leyfinu af lögreglustjóra vegna gruns um ólöglega áfengissölu. Leiðir Vilmundur getum að tengsl- um Klúbbsins og Framsóknar- flokksins, en Ólafur var formaður hans. Sighvatur Björgvinsson tók málið upp utan dagskrár í neðri deild Alþingis 2. febrúar og gerði grein Vilmundar að umtalsefni. Ólafur Jóhannesson svaraði Sighvati og var þungorður. Hann sagði að af- skipti dómsmálaráðuneytisins af málefnum Klúbbsins hafi verið full- komlega eðlileg. Þá sagði Ólafur að hann hefði alls ekki heft rann- sókn Geirfinnsmálsins, þvert á móti hafi hann beitt sér fyrir íjölgun rannsóknarmanna og gert ýmsar aðrar ráðstafanir til að flýta rann- sókninni. Málaferli vegna mafiuummæla Ólafur Jóhannesson sagði að mennirnir sem að Vísi stæðu bæru ábyrgð á þeim rógsskrifum sem þar birtust um hann og aðra „og hef ég leyft mér að kalla þann virðu- lega hóp mafíu“. Vegna þessara ummæla stefndu Þorsteinn Pálsson, þáverandi ritstjóri, og þrír af fimm stjórnarmönnum Vísis Ólafi. Tveir stjórnarmanna undirrituðu ekki kæruna. Annar þeirra, Gunnar Thoroddsen, þáverandi félagsmála- ráðherra, birti yfirlýsingu, þar sem hann sagðist hafa skömm á skrifum Vísis um dómsmálaráðherra. Dóm- ur féll í málinu í marz. Þar voru ummæli Ólafs dæmd ómerk og hann dæmdur til að greiða máls- kostnað, 20 þúsund krónur. í ræðu sinni á Alþingi var Ólafur Jóhannesson harðorður í garð Vil- mundar Gylfasonar og sagði hann verkfæri í annarra manna höndum. „Ég hef nú ekki ætlað mér að nota þennan | dag til þess að skjóta i á þúfutittlinga," sagði Ólafur í ræðu sinni. Var hann að vísa til þess að 2. febrúar, níu árum áður, hafði hann misst son sinn úr alvar- legum sjúkdómi. Það er athyglisvert að ná- kvæmlega ári síðar, 2. . febrúar 1977, hélt Karl Schútz hinn fræga blaðamannafund, þar sem hann tilkynnti að Geirfinnsmálið væri upplýst. Fundinn átti að halda 1. febrúar, en boð komu frá dóms- málaráðuneytinu að fundinum skyldi frestað um einn dag. Tilfinngar ráói ekki feróinni í leiðara Morgunblaðsins 3. | febrúar 1976 segir orðrétt: „í | stjórnmálum gildir það sama og við skipstjórn. Þegar öldur rísa og boð- ar brotna þurfa skipstjórnarmenn að sýna hæfni og æðruleysi. Á ýf- ingatímum eins og þeim, sem nú ganga yfir landið, hlýtur sú krafa að verða gerð til þeirra, sem í for- ystu eru, að þeir fari að öllu með gát og láti ekki tilfinningar sínar , og annarra ráða ferðinni. Á þetta er minnzt hér af augljós- um ástæðum, enda hefur Morgun- blaðið gert þær kröfur til sjálfs sín, að láta ekki tilfinningahita hlaupa með sig í gönur, en vegið og metið staðreyndir stjórnmála af kaldri skynsemi. Enda þótt á ýmsu hafi gengið í innanlandsmálum undan- farna daga og úfar risið með mönn- um og flokkum vegna ummæla um Ólaf Jóhannesson dómsmálaráð- herra og ummæla hans um þá, sem á hann hafa ráðizt, er ekki ástæða til að hlaupa upp til handa og fóta og fella endanlega dóma, heldur ættu menn að kynna sér rækilega öll rök og fullyrðingar með og móti og reyna svo sjálfir að mynda sér skoðun á þeim forsendum sem fyrir liggja. Morgunblaðið hefur birt heimildir þessa máls og vill með því gefa lesendum sínum tækifæri til að fylgjast sem bezt með því. Þann- ig telur blaðið sig bezt gegna því hlutverki sínu að vera langstærsta j blað landsins og mæta þeim kröfum 1 sem til þess eru gerðar sem slíks.“ Ólafur Jóhannesson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.