Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C/D tYttiiiiMfiMfe STOFNAÐ 1913 41.TBL.84.ARG. SUNNUDAGUR 18. FEBRUAR1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Unaðsferð tilheljar HÓPUR 115 breskra ferðamanna hefur höfðað mál gegn ferðaskrifstofunni First Choice vegna slæms aðbúnaðar á hóteli á karabísku eyjunni San Andreas við strönd Kólumbíu. I ferðabæklingum var eyjunni lýst sem „stað sem tíminn hefur gleymt". Leiðtogi hópsins, Brenda Wall, lýsti ferð- inni. „Þegar við komum á staðinn fleygðu ferðamenn á heimleið klósettrúllum til okk- ar og hrópuðu: „Þið munuð þurfa á þeim að halda - velkomin til heljar!" Wall sagði að bak við hótelið hefði verið fen og þang- að verið beint skolplögnum en skammt frá hefði maturinn verið búinn til. Hann hefði verið óætur, oft hálfsoðinn og flugur hefðu alls staðar verið á kreiki. Margir ferðalang- anna hefðu orðið fárveikir. Vill að fólk fari sér hægt LETINGJAR sem eyða kvöldunum liggj- andi uppi í sófa geta nú svarað ásökunum heilsupostulanna fullum hálsi; hreyfingar- leysið bætir heilsufarið. Könnun lækna við Sheffield-háskóla í Bretlandi bendir til þess að líkamsþjálfun auki ekki hreysti fólks undir 45 ára aldri svo að mælanlegt sé. íþróttaslys hjá ungu fólki, sem æfí af miklu kappi, geti kostað heilbrigðisþjón- ustuna fimm sinnum meira fé en það sem sparast vegna bættrar heilsu að öðru leyti. Jon Nicholl, prófessor í Sheffíeld, segir að reglubundin líkamsþjálfun sé aðeins skyn- samleg fyrir þá sem komnir séu á miðjan aldur; roskið fólk gæti sín betur en ung- mennin og slasist síður. Kasparov sigraði Philadelphia. Reuter. HEIMSMEISTARINN í skák, Garrí Kasp- arov, sigraði í fimmtu og næstsíðustu skák- inni í einvígi sínu við IBM-tölvuna Djúpblá aðfaranótt laugardags í borginni Philadelp- hia í Bandaríkjunum. Tefla átti síðustu skákina í gær, laugardag, og hafði Kasp- arov hvítt. Kasparov hafði einn vinning yfír fyrir síðustu skákina og nægði jafntefli til að hreppa allt vinningsféð, rúmlega 26 millj- ónir króna, er samtök tölvuframleiðenda lögðu fram. Ef einvígið endaði með jafn- tefli yrði fénu skipt jafnt. Að loknum 30 leikjum í 5. skákinni var Djúpblá komin í vörn og lék nú marga leiki í röð er virtust marklausir. Heimsmeistar- inn lenti í nokkrum vanda eftir uppskipti en tölvan gafst loks upp eftir 47 leiki. Skákin stóð í fjórar stundir og 15 mínútur. Morgunblaðið/Ásdis MUKKINN FAGNAR LOÐNUNNI Deiluaðilar í Bosníu krafðir um svör í Róm Róm. Reuter. FORSETAR Bosníu, Króatíu og Serbíu, þeir Alija Izetbegovic, Franjo Tudjman og Slobod- an Milosevic, héldu til Rómar í gær til að ræða framgang Dayton-friðarsamkomulags- ins við fulltrúa Vesturveldanna og Rússa. Richard Holbrooke, aðstoðarutanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði að til umræðu yrðu mörg mál sem stefndu samningunum í hættu. Ónefndur stjórnarerindreki sagði að forsetarnir mættu búast við skamma- dembu vegna samningsbrota. „Það er margt sem veldur því að við kom- um saman hér. Við munum ítreka þær skuld- bindingar sem samið var um í Dayton," sagði Holbrooke í gær. „Við munum fara vandlega yfír málin, ekki aðeins eitt eða tvö atriði." Á fundinum var einnig Carl Bildt, sem stjórn- ar uppbyggingarstarfinu í Bosníu. Fundar- stjóri var Susanna Agnelli, utanríkisráðherra ítalíu, sem er í forsvari fyrir Evrópusam- bandið þetta misserið. Samskipti Atlantshafsbandalagsins, NATO, við her Bosníu-Serba hafa að undan- förnu verið í uppnámi vegna þess að múslim- ar handtóku nokkra Serba sem grunaðir voru um stríðsglæpi. Voru tveir mannanna sendir til Haag þar sem stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna mun fjalla um mál þeirra. Bosníu-Serbar telja að með þessum aðgerðum hafi múslimar brotið ákvæði Day- ton-samningsins um ferðafrelsi. Allir þrír deiluaðilar halda enn stríðsföngum í trássi við ákvæði um fangaskipti. Tólf fórust í lestarslysi Silver Spring i Maryland. Reuter. YFIRVÖLD í Montgomery-sýslu í Maryland sögðu í gær að 12 manns, að minnsta kosti, hefðu farist og 23 slasast á föstudag er Amtrak-járnbrautarlest ók á fullri ferð fram- an á kyrrstæða farþegalest er fer um út- hverfi Washington-borgar. Nokkrum sekúndum fyrir áreksturinn hlupu lestarverðir um síðarnefndu lestina og vöruðu fólkið við, sögðu því að fleygja sér á gólfið. Mikil eldur gaus upp í vögnunum, hríð geisaði á svæðinu og olli erfiðleikum við hjálp- arstörf. Hinir látnu voru allir í úthverfalestinni, að sögn slökkviliðsmanna á staðnum. Lestin hafði numið staðar vegna stöðvunarmerkis. Óljóst er hvað olli slysinu en Amtrak-lestin, sem flutti 175 farþega frá Washington til Chicago, var langt á eftir áætlun er hún ók á hina. Mortimer Downey aðstoðarsamgöngu- ráðherra sagði að rannsakað yrði ástand spor- anna, ýmiss tæknibúnaðar og merkjakerfisins en einnig hvort starfsmenn hefðu verið alls- gáðir. RAUNAROÐUR RÍKISÚTVARPSINS 10 srjmsmwmtiMw* Kastlfðsi beint ao Geirfinns- málinu áný VIDSKIITliaPWNNUIÍF Á SUIMNUDEGI 22 ÞJONUSTANNÆR VIÐSKIPTAVINUM Uttf' LOÐNIR LOFANA B

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.