Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ BORÍS Jeltsín lýsir yfir framboði til endurkjörs í Jekaterínborg. Jeltsín steypir sér út í mestu þolraun lífs síns Sjúklingfur eða bjargvættur? Reuter Borís Jeltsín Rússlandsforseti hefur ákveðið að bjóða sig fram til endurlgors. Samkvæmt skoðanakönnunum á hann erfítt verk fyrír höndum, en ýmsir telja að honum muni vaxa ásmegin. Karl Blöndal skoðaði stöðuna. FORSETAHÖLLIN í Grozníj var jöfnuð við jörðu með dínamíti á fimmtudag og föstudag, en það mun krefjast annarra taka og mjúkhentari að stilla til friðar í Tsjetsjníu, sem gæti skipt sköpum í kosningabaráttu Jeltsíns. BORIS Jeltsín, forseti Rússlands, lýsti yfir því á fimmtudag að hann hefði ákveðið að bjóða sig fram til endurkjörs og hét því að leiða Rússa gegnum „óreiðu, áhyggjur og óvissu“. Jeltsín er ekki vinsæll mað- ur í Rússlandi um þessar mundir og skoðanakannanir benda til þess að helsti keppinautur hans, komm- únistinn Gennadíj Zjúganov, hafi drjúgt forskot. Hann er heldur ekki sami maður og þegar hann hóf hnefann á loft ofan á skriðdreka í valdaránstilrauninni í Moskvu 1991 og bauð kommúnistum byrg- inn. Jeltsín hefur verið heilsutæpur og þeir umbótasinnar, sem hann hafði í kringum sig þegar hann settist í forsetastól, eru horfnir. Þó segir hann höfuðástæðu fram- boðs síns að hann vilji leiða þær umbætur, sem hann átti frum- kvæði að, til lykta. Hann vill fara í sögubækurnar sem bjargvættur Rússlands, maðurinn, sem feildi dreka kommúnismans og reisti Rússland á réttan kjöl. Forsetahöllin í Grozníj er tákn- ræn fyrir sjálfstæðisbaráttu Tsjetsjena. Höllin var rústir einar eftir að Rússar reyndu að kveða sjálfstæðishreyfingu Tsjetsjena niður í fyrra. Höllin var enn tákn baráttunnar þegar tsjestsjenskir mótmælendur kröfðust sjálfstæðis fyrir framan hana fyrir viku. Ekk- ert eitt mál hefur skaðað ímynd Jeltsíns jafn mikið, jafnt á Vestur- löndum sem heima fyrir, og Tsjetsjnía,. Á fimmtudag jafnaði rússneski herinn það sem eftir var af höllinni við jörðu með sprengjum. Tsjetsjnía lykillinn að endurkjöri? Fátt myndi reynast Jeltsín jafn vænlegt til endurkjörs og að finna lausn í Tsjetsjníu, en það mun ekki verða auðvelt. Nú virðist ljóst að Jeltsín hyggist beita pólitískum ráðum, enda myndi hernaðarleg lausn kosta mikið blóðbað ef eitt- hvað er að marka atburðina í Pervomaskoje og vart vera boðleg í lýðræðisríki, að ekki sé talað um þegar kosningar eru í vændum. Jeltsín sagði þegar hann lýsti yfir því í fæðingarborg sinni, Jekat- erínborg, að hann hygðist bjóða sig fram að helsta ástæðan væri sú að hann vildi koma í veg fyrir borgara- styrjöld í Rússlandi. Hann hefur heitið því að binda enda á deiluna og átökin í Tsjetsjníu, en ekki skýrt að fullu með hvaða hætti. I ræðu sinni sagði hann að verið væri að kanna ýmsar leiðir, en tvennt væri útilokað: að herinn yrði kvaddur brott og herinn færi um og skildi eftir sig sviðna jörð. Ef Jeltsín tækist að koma á friði í Tsjetsjníu yrði hann ekki að verj- ast ásökunum um að hefja stríð í héraðinu, heldur gæti státað af því að hafa bundið enda á það. Það myndi einnig auka hróður hans meðal fijálslyndra, sem þykja stjórnarhættir Jeltsíns orðnir heldur þunglamalegir og um fátt í anda lýðræðis. Þijú stórmál munu gnæfa upp úr í kosningabaráttunni: glæpir, efnahagurinn og Tsjetsjnía. Einnig verða skrifræði, spilling og mann- réttindamál ofarlega á baugi. Jelts- ín getur lítið gert til að draga úr glæpum eða bæta efnahaginn á næstu mánuðum, en lausn í Tsjetsj- níu gæti verið innan seilingar og því líklegt að forsetinn muni leggja hart að sér að koma þar á friði. „Eina tryggingin fyrir umbótum" Efnahagsumbætur hafa valdið miklum harðindum og milljónir manna búa nú við verri lífskjör, en í tíð Sovétríkjanna, um leið og myndast hefur stétt nýríkra Rússa. Jeltsín talaði ekki aðeins um Tsjetsjníu í Jekaterinborg. Hann notaði einnig tækifærið til að heita betri kjörum. Hann kvaðst veita „einu trygginguna fyrir umbót- um“, en yfirlýsingar hans undanf- arnar vikur hafa gefið ýmsum til- efni til að ætla að umbætur muni verða undir þegar Jeltsín fer að reyna að afla sér lýðhylli í kosn- ingabaráttunni. Ákvörðun Jeltsíns um að reka Anatolíj Tsjúbajs, sem hafði yf- irumsjón með efnahagsmálum, þótti bera keim af því að nú ætti að friðþægja kjósendur, sem hafa fengið sig fullsadda á því að lífs- kjör fjöldans versni á meðan þröng- ur hópur makar krókinn. Tilraun Jeltsíns á fimmtudag til að kaupa stuðning námamanna, námsmanna, kennara og eftirlauna- þega með loforði um beinharða pen- inga beint í vasann þóttu renna stoðum undir þessar efasemdir og gefa tóninn um það, sem koma skyldi. Jeltsín veitti ekki af einhveiju til að slá sér upp, ef marka má skoð- anakannanir. Þegar Jeltsín var kjörinn forseti í júní 1991 fékk hann 57% atkvæða, en eins og stað- an er nú má telja útilokað að nokk- ur frambjóðendanna nái hreinum meirihluta í kosningunum 16. júní og verður þá haldin önnur umferð milli tveggja efstu manna. Zjúganov með forskot Samkvæmt skoðanakönnunum hefur Zjúganov talsvert forskot á Jeltsín. Zjúganov er fyrrverandi háskólakennari og undir hans for- ystu tókst kommúnistum að ná undir sig rúmlega þriðjungi sæta í dúmunni, neðri deild rússneska þingsins. Zjúganov hefur hitt er- lenda fjárfesta að máli og fullvissað þá um að ekkert sé að óttast þótt kommúnistar nái völdum. Andstæð- ingar Zjúganovs segja hins vegar að hann tali tungum tveimur og muni hverfa frá þeim umbótum í átt til markaðsbúskapar, sem átt hafa sér stað í tíð Jeltsíns. Aðrir helstu keppinautar Jeltsíns hafa verið á svipuðu róli og hann í skoðanakönnunum. Þar má nefna þjóðernissinnann Vladimír Zhir- inovskíj og fijálslynda hagfræðing- inn Grígoríj Javlinskíj, sem báðir hafa notið ívið meira fylgis í könn- unum og annar hvor þeirra gæti jafnvel skotist framfyrir Jeltsín í fyrstu umferðinni. Mikhail Gorb- atsjov, fyrrverandi leiðtogi Sovét- ríkjanna, hefur einnig gefið til kynna að hann hyggist gefa kost á sér, en hann virðist ekki njóta mik- ils stuðnings. Því er hins vegar haldið fram að Jeltsín hafi náð botn- inum og nú sé fylgi hans að aukast á ný. Viðbrögð andstæðinga Zjúganov sagði á fimmtudag að næði Jeltsín endurkjöri hefði það „eyðileggingu Rússlands í för með sér“ og lýsti honum sem „máttlaus- um keppinaut". Javlinski var stuttorður um fram- boð Jeltsíns og sagði að möguleikar hans væru „sáralitlir". Jegor Gaidar, sem stjórnaði um- bótum Jeltsíns árið 1992, en sagði skilið við stjómina þegar hervaldi var beitt í Tsjetsjníju, sagði að ákvörðun forsetans væri „alvarleg mistök". Gaidar gaf í skyn að fijáls- lyndir kjósendur myndu ekki styðja Jeltsín í annarri umferð gegn Zjúg- anov og bætti við að framboð hans myndi „nánast tryggja sigur komm- únista". Gorbatsjov kvaðst þeirrar hyggju að möguleikar Jeltsíns væru litlir ef kosningarnar yrðu fijálsar og færu vel fram. Zhirinovskíj var einn andstæð- inga forsetans um að telja hann eiga möguleika á endurkjöri. Hann kvaðst búast við að Jeltsín, Zjúg- anov og hann sjálfur myndu fá 30% atkvæða hver í fyrstu umferðinni. „En haldi hann áfram umbótum í stjórninni og bipdi enda á átökin í Tsjetsjníu gæti fylgi hans farið upp í 40%,“ sagði Zhirinovskíj. Borís Fjodorov, fyrrverandi ljár- málaráðherra, lýsti yfir stuðningi við Jeltsín með semingi og sagði að málið snerist um það hvort kommúnistar kæmust til valda eða ekki. Viktor Tsjernomyrdín forsætis- ráðherra sagði á fimmtudag að hann myndi leggja allt kapp á að tryggja endurkjör Jeltsíns og bætti við að hann hefði lagt út á „erfiða og þyrnum stráða braut“. Tsjerno- myrdín var um tíma orðaður við forsetaframboð og flokkur hans, Heimili vort Rússland, er eina stjórnmálaaflið, sem hefur lýst yfir stuðningi við Jeltsín til þessa. Ræddi ekki við fjölskylduna Þeir, sem hafa skarað eld að sinni köku í stjórn Jeltsíns, vilja halda því, sem þeim hefur áskotnast, og hafa fæstir latt hann til framboðs. Kona hans, Naina, hafði hins vegar kveðist vera andvíg framboði Jelts- íns af heilsufarsástæðum. „Ég er mjög áfram um þetta,“ sagði Naina í samtali við fréttastofuna Postfact- um á fimmtudag. ,,Ég hef lengi fylgst með því hvernig hann tók ákvörðun í hljóði. Hann ræddi þetta ekki við fjölskylduna. Ég frétti einn- ig af ákvörðun hans í dag.“ Erlendis hafa ekki verið mikil opinber viðbrögð við framboði Jelts- íns. Alain Juppé, forseti Frakk- lands, lýsti yfir stuðningi við Jeltsín áður en hann hélt í heimsókn til Moskvu í síðustu viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.