Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ hvað Mona var að spyija um. „Við skulum vona að Kuoni komi í tímann á morgun, ég er alveg ringl- uð yfir þessu,“ sagði Mona að tíman- um loknum. „Hér er eitthvað á ferð- inni sem ég skil alls ekki.“ Kuoni var því vel fagnað daginn eftir. Fetin sat úti í homi og brosti eins og Mona Lása. Kennarinn skýrði málið fyrir Kuoni. Hvort hann vildi gjöra svo vel og spyrja Fetin hvaðan hún kæmi og til að mynda hver hún væri. Við hin biðum spennt meðan Ku- oni talaði háa og skýra japönsku við Fetin. Hún svaraði einhveiju og eftir nokkra stund gafst hann upp. „Hún talar mjög litla japönsku," sagði hann. Og bætti við að hún væri egypsk og frá Japan en hann skildi ekki hvort fólkið hennar væri hér eða ekki. Hún hefði ekki svarað neinu þegar hann hefði spurt hvort hún ætti örugglega að vera í þessum bekk. Hún hefði gefíð til kynna að það hefði farist fyrir hjá sér að læra japönsku, en hún væri egypsk þótt hún talaði ekki arabísku og hún segð- ist ekki skilja ensku. Á hinn bóginn dró hún fram plagg sem sýndi að hún hafði skrifað sig inn í þennan bekk og borgað fyrir námskeiðið. „Geturðu spurt hana hvar hún býr — hvort hún er hjá ættingjum hér í Kairó,“ sagði Mona og Kuoni gaf frá sér sannfærandi hljóð á japönsku við Fetin sem svaraði einhveiju ofurlágt. Það kom í ljós að hún bjó ekki hjá ættingjum og hún vissi ekki hvað hverfið hét sem hún bjó í. Þar við situr. Fetin mætir í hvem tíma og hún svarar oft rétt spuming- um sem er beint til hennar. Fram- burðurinn á arabískunni er ekki alveg í takt við það sem Mona vill heyra en hún er ekkert ein um það. Einn daginn þegar við vomm komnar fyrstar reyndi ég að spyija hana hvemig henni liði í dag, fyrst á ensku og svo á arabísku. Meira að segja reyndi ég íslensku. Hún brosti og svaraði ekki einu orði. Þegar Mona kom og heilsaði okkur litlu síð- ar svaraði hún heldur ekki. En þegar Mona krafðist þess eftir að tíminn var hafinn að við gerðum grein fyrir hvað við hefðum gert frí- dagana tvo sem við eigum í viku hverri svaraði hún — jafn lágróma og hikandi og fyrr en alvg rétt: Ég talaði við vini mína... Það má segja að okkur komi þetta ekki baun við. Samt emm við öll forvitin: Hveijir em vinir Fetin? Og umfram allt, hvaða mál tala þeir sín í milli? JK nir Vió aóhaefu fólki... Bókhaldstækni 84 kJst (126x40 mh) Markmiðið er að verða fær um að starfa sjálfstætt og annast bókhald allt árið. B/rjendum og óvönum gefst kostur á grunnnámi. Námið felur í sér dagbókarfærslur, launabókhald, gerð skilagreina um staðgreiðslu og tryggingargjald, lög og reglur um bókhald og virðisauka, gerð virðisaukaskýrslna, afstemmingar, merking fylgiskjala, gerð bókunarbeiðna, fjárhags- og viðskiptamannabókhald í tölvu. Innrfalin er skólaútgáfa fiártiags-og viáskiþtamannabókhalds og 30% afsláttur af verðskrá Kerfisþróunar að 45.000 kr. Tölvunám 64 fcfet (90x40 mín.) Almenn tölvufræði Windows stýrikerfi Word ritvinnslukerfi Windows stýrikerfi Excel 5.0 töflureiknir (cd. ixtlun og útboðsgógn) Intemet tölvufjarskipö (samband um allan heám) Frír aðgangur á Intemetinu meðan á námi stendur að Treknet, sem ve/ö'r Hafið samband eftir frekari upplýsingum Tölvuskóli Reykjavíkur Borgartúni 28. sími: 561 6699. fax 561 6696 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1996 29 Vestfirðir Aukin réttindi Vinnuvélanámskeiö hefst á Patreksfirði 23. febrúar og á ísafirði 11. mars ef næg þátttaka fæst. Námskeiðið er 80 kennslustundir og veitir rétt til verklegrar próftöku á allar gerðir vinnuvéla . Verð kr. 38.000. Nánari upplýsingar um kennslutilhögun og skráning í síma 587 7000 og 587 7009. lóntæknistofnun Samkvœmt kínversku tímatali h 19. febrúar og stendur til 7. feb Nú er það ór rottunnar sem teki svínsins. Lykilorð um þá sem fc©' stjörnumerki eru að þeir séu $ starfssamir, félagslyndir og sp o o

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.