Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1996 31 Þá komst ég að því að þessi hógláti og prúði starfsmaður var góður drengur og ýmsum kostum búinn sem sjaldgæft er. Hann gat sett sig í spor annarra í ýmsum orðræðum og álitamálum sem upp komu á vinnustaðnum. Hann gerði aldrei lít- ið úr skoðunum annarra þótt hann væri þeim ekki sammála. Hann var vinsæll og virtur af öllum sem með honum störfuðu. Mér fannst Bjarni alltof hógvær maður, stundum svo lítillátur að mér þótti alveg nóg urn þótt ég væri al- veg viss um að hann hefði metnað góðs og samviskusams starfsmanns, því að ég varð ekki var við annað en allt það sem hann vann í fyrirtæk- inu væri afskaplega vel gert. Utan fyrirtækisins þekktumst við lítið. Ég þykist þess fullviss að Bjami hefði kunnað mér enga þökk fyrir að hlaða á hann látinn lofi. Og það ætla ég mér ekki að gera. En ég get ekki stillt mig um að kveðja þennan nána samstarfsmann um margra ára bil hinstu kveðju með þakklæti fyrir viðkynninguna á lífs- ins leið. Hún var mér mikils virði. Góu, Valgerði og afastúlkunni litlu er vottuð dýpsta samúð, sem og öðrum vandamönnum, því þeir hafa mikið misst. Blessuð sé minning hans. Eiríkur Eiríksson. Okkur langar til að kveðja góðan dreng og einstakan samstarfsmann með örfáum orðum. Þrátt fyrir vitneskjuna um erfið veikindi Bjarna síðustu vikur kom fregnin um andlát hans eins og reið- arslag. í andliti fyrrum samstarfs- fólks mátti lesa djúpa sorg. 011 söknum við sárlega góðs drengs og frábærs samstarfsmanns. Minningin um hann er hlý og notaleg og þar ber engan skugga á. Senni- lega er það vegna þess hve einstak- lega gott var að vinna með honum og leita til hans með hin ýmsu mál. Það sem einkenndi viðmót Bjarna var jákvæðni. Hann tók öllu vel, hvort sem viðfangsefnið var erfítt eða auðvelt, skemmtilegt eða leiðin- legt. Bjarni var prentsmiðjustjóri POB til flölda ára. Það var erfitt og krefj- andi starf og mikill fjöldi viðskipta- manna á eftir að sakna Bjarna vegna hjálpfýsi hans og áreiðanleika. Þótt menn kæmu til hans með lítt mótað- ar hugmyndir hafði hann einstakt lag á því að laða fram kjarna' málsins og ráðleggja síðan sjálfur af smekk- vísi og fagmennsku þannig að út- koman yrði sú sem að var stefnt. Bjarni reyndist okkur nýgræðing- unum í prentiðnaðinum frábær kenn- ari og hjálparhella þegar við komum til samstarfs við hann í POB á sínum tíma. Hann miðlaði okkur ótæpilega af reynslu sinni og þekkingu og umgekkst okkur sem jafningja. Fyrir það erum við honum afar þakklátir. I Bjarni fylgdist vel með tækninýj- ungum og þróun í prentiðnaði, m.a. með lestri erlendra fagtímarita og samtölum við kollega. Hann var fag- maður fram í fingurgóma og naut sem slíkur virðingar starfsbræðra sinna um land allt. Þetta kom ber- lega í ljós á ráðstefnu um prentiðnað- inn sem haldin var í Reykjavík fyrir nokkrum árum. Þótt við samstarfs- ’ menn Bjarna vissum að hann væri i vel kynntur og virtur kom það okkur I á óvart að bókstaflega allir þekktu ' hann og heilsuðu honum með virkt- um. Bjarni var fróður maður og víðles- inn og víðsýnn eftir því. Hann var líka mikill mannvinur og náttúruunn- andi í bestu merkingu þeirra orða. Flestar frístundir notaði hann með Góu sinni austur í Sellandi. Þar áttu þau hjónin sumarhús sem segja má að hafí verið þeirra annað heimili. ) Til baka kom Bjarni ávallt hress og I endurnærður, tilbúinn til að takast á ' við verkefnin sem biðu. Að leiðarlokum kveðjum við mann- kostamanninn Bjama Sigurðsson. Veröldin er snauðari við fráfall hans. Elsku Góa, Valgerðúr og Sunna. Við vottum ykkur okkar dýpstu sam- úð og biðjum almættið að styrkja ykkur og styðja í sorginni. I Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. i (V. Briera.) Daníel, Eyþór og Jóhann. JÓN KRISTJÁN GUÐMUNDSSON + Jón Kristján Guðmundsson fæddist 31. október 1906 í Þórunnarseli í Kelduhverfi í Norður-Þingeyjar- sýslu. Hann andað- ist á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 12. febrúar sl. Foreldrar hans voru Guðmundur Björn Arnason, bóndi og hrepp- stjóri í Þórunnar- seli og síðar póstur á Akureyri, f. 15. október 1873, d. 22. mars 1968, og kona hans Svava Daníelsdóttir, húsfreyja f. 13. júní 1875, d. 29. apríl 1947. Systkin Jóns eru Arni læknir, f. 3. desember 1899, d. 10. októ- ber 1971, og Sigurveig, f. 3. maí 1909. Eiginkona Jóns var Sigurlína Guðlaug Gísladóttir, f. 17. ágúst 1906 á Tjörnum í Sléttuhlíð í Skagafirði, d. 20. JÓN Guðmundsson forstjóri á Ak- ureyri verður til moldar borinn á morgun og var nær níræður þegar hann lést. Hann var Keldhverfíngur að ætt og uppruna og var faðir hans bróðir Kristjáns Árnasonar kaupmanns í Versluninni Eyjafjörð- ur. Jón braust ungur til mennta og var í hópi sexmenninganna, sem fyrstir brautskráðust stúdentar frá Akureyri. Hinir voru Bárður ísleifs- son arkitekt, Brynjólfur Sveinsson menntaskólakennari, Eyjólfur Ey- jólfsson, síðast fulltrúi Loftleiða í Ósló, Jóhann Skaptason sýslumaður og Þórarinn Björnsson skólameist- ari. Jón var mikill námsmaður og náði næstbestum árangri á stúd- entsprófi á eftir sveitunga sínum Þórarni skólameistara. Hann var jafnvígur á allar námsgreinar, mik- ill tungumálamaður, frönskumaður góður og latínuhestur. Það átti þó ekki fyrir honum að liggja að fara í langskólanám, en var eitt ár í verslunarskóla í Danmörku. Jón gerði verslunar- og skrif- stofustörf að ævistarfi, einkum á sviði tryggingamála. Það segir sína sögu, að hann var forstjóri Vélbáta- tryggingar Eyjafjarðar í nær 50 ár frá 1941 til 1988 og annar umboðs- manna Sjóvátryggingafélags ís- lands í aldarþriðjung. Hann naut trausts í. starfi, strangheiðarlegur og talnaglöggur svo að af bar. Þá hafði hann umboð fyrir Happdrætti Háskóla íslands frá 1958 til 1992 og ráku þau það af myndarbrag, Sigurveig systir hans og hann, sam- hent og samrýnd. Jón átti gott bókasafn, sem hann maí 1990. Jón og Sigurlína áttu dótt- ur, Svövu Ástu, f. 8. apríl 1949. Eigin- maður hennar er Guðjón B. Stein- þórsson, f. 6. sept- ember 1947. Þau eiga tvö börn. Jón var í fyrsta stúd- entahópi MA 1927. Einnig stundaði Jón nám í Dan- mörku í einn vetur. Hann stundaði ýmis verslunar- og skrif- stofustörf og var umboðsmaður Olíu- félagsins Skeljungs, Sjóvá- tryggingaf élags Islands og Ilappdrættis Háskólans. Einnig var hann forsljóri Vélbáta- tryggingar Eyjafjarðar. Útför Jóns fer fram frá Akur- eyrarkirkju mánudaginn 19. febrúar og hefst athöfnin kl. 13.30. lét sér annt um, sílesandi og marg- fróður, vel að sér í sögu og íslensk- um bókmenntum. Hann var mikill íslenskumaður og ég ætla að hann hafi verið einhver mesti Sturlungu- maður um sína daga og hafði gam- an af því að sækja þangað tilvitnan- ir og svör. Hann var áhugasamur um íþróttir og lagði rækt við golf. Um áratugi léku þeir saman vinim- ir, Jón G. Sólnes og hann, svo að hægt var að ganga að þeim vísum uppi á golfvelli að loknum vinnu- degi. Vitaskuld kappsfullir að fara ekki halloka, en alltaf glaðir og reifir. Þeir urðu samtímis heiðursfé- lagar Golfklúbbs Akureyrar. Segja má, að Jón hafi leikið golf til hinstu stundar. Þannig var hann efra sl. sumar með kylfurnar sínar og kúl- urnar og naut sólskinsstundanna. Jón var hamingjumaður í einka- lífi. Sigurlína kona hans bjó honum fallegt og gott heimili og voru þau samhent í lífí og starfi. Það var honum mikið áfall, þegar hún lést fyrir sex árum, en hann naut ástrík- is systur sinnar og dóttur og fjöl- skyldu hennar. Jón var eftirminnilegur maður, hafði fastar skoðanir og vel grund- aðar. Hann var drenglundaður og vinur vina sinna, skemmtilegur í orðræðu og gat verið spaugsamur. Ég á engar minningar um hann nema góðar. „Er falls ván at fornu tré.“ Jón hélt starfsþreki sínu fram á níræðisaldur og kalla ég það að vera gæfumaður. Guð blessi minningu hans. Halldór Blöndal. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTBERGUR GUÐJÓNSSOIM flugumsjónarmaður, Móavegi 9, Njarðvík, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðar- kirkju þriðjudaginn 20. febrúar kl. 13.30. Valgerður Ármannsdóttir, Kristberg Kristbergsson, Guðrún Marteinsdóttir, Guðjón Olafur Kristbergsson, Berglind Friðþjófsdóttir, Ásta Kristbergsdóttir og barnabörn. Skrifstofa okkar í Ármúla verður lokuð eftir hádegi mánudaginn 19. febrúar vegna jarðarfarar Óskars Ingimarssonar | Skjaldborg t Útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, stjúpföður, tengdaföður og afa, ÓSKARS INGIMARSSONAR þýðanda, Asparfelli 12, fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 19. febrúar kl. 13.30. Áslaug Jónsdóttir, Þórunn H. Óskarsdóttir, Michael Pantano, Hrafnkell S. Óskarsson, Margrét Lísa Óskarsdóttir, Árni J. Baldursson, Ingimar Óskarsson Jonason, Sigurjón Þ. Ásgeirsson, Sólrún H. Jónsdóttir, Hlynur V. Ásgeirsson, Patricia M. Bono og barnabörn. t Ástkær faðir minn, stjúpfaðir, tengda- faðir og afi, GUNNAR HALLDÓR JÓSEFSSON fyrrv. bóndi, Ólafsdal, Bergþórugötu 15A, Reykjavík, sem lést 10. febrúar, verður jarðsung- inn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 21. febrúar kl. 15.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Ólafur J. Gunnarsson, Ingibjörg R. Guðjónsdóttir, Ásdís Þórarinsdóttir, Gunnar Jóhann Svavarsson, Sóley Kr. Ólafsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi, sonur og bróðir, BJARNI SVEINBJARNARSON framkvæmdastjóri, Dalsbyggð 1, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 20. febrúar kl. 13.30. María Tómasdóttir, Tómas Bjarnason, Guðný Björk Eydal, Bjarni Gautur Tómasson, Sigurður Jökull Tómasson, Arnar Orri Bjarnason, Unnar Snær Bjarnason, Sveinbjörn Jónsson, Elínborg Ólafsdóttir, Haukur Sveinbjarnarson, Sigriður Sveinbjarnardóttir, Erna Sveinbjarnardóttir. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu, dóttur, systur og mágkonu, ÖNNU ERNU BJARNADÓTTUR, Hraunbæ 25, Reykjavík. Sérstakar þakkir flytjum við starfsfólki á deild A-7 Borgarspítalanum. Magnús Karlsson, Kristín B. Magnúsdóttir, Páll G. Arnar, Þröstur Magnússon, Bjarni Bjarnason, Jónína Bjarnadóttir, Helga Bjarnadóttir, Hjalti Jóhannsson, Einar Bjarnason, Ester Ólafsdóttir og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elsku- legrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, INGIBJARGAR OLGU HJALTADÓTTUR, Bröndukvísl 22, Reykjavík. Héðinn Emilsson, Margrét Héðinsdóttir, Björn Guðmundsson, María Solveig Héðinsdóttir, Þórarinn Benedikz, Emil Björn Héðinsson, Margrét Björg Guðnadóttir, Magnús Héðinsson, Margrét Þórarinsdóttir, Davíð Héðinsson, Kristín Benný Grétarsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.