Morgunblaðið - 25.02.1996, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 25.02.1996, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1996 23 ERLENT Fymim kona Kims til Vestur- landa? Scoul. Reuter. FYRSTA eiginkona Kim Jong-il, hins leyndardómsfulla leiðtoga Norður-Kóreu, vill fá hæli á Vestur- löndum. Þetta var haft eftir suður- kóreskum embættismönnum á fimmtudag. Kunngjört var fyrir skemmstu að Sung Hye-rim, sem dvalist hefur mörg undanfarin ár í Moskvu hefði yfirgefið borgina og hygðist ekki snúa aftur til Norður-Kóreu heldur leita eftir pólitísku hæli erlendis. Óstaðfestar fréttir herma að hún sé í Hollandi ásamt systur sinni og frænku sem flúðu með henni. Heimildarmenn Reuíers-frétta- stofunnar sögðu á fimmtudag að Sung, sem þjónaði leikiistargyðjunni á yngri árum sínum, vildi fá landvist- arleyfi annaðhvort í Bandaríkjunum eða Evrópu. Þeir hinir sömu kváðust hins vegar ætla að hún myndi á endanum setjast að í Suður-Kóreu. Það gæti á hinn bóginn reynst olía á eldinn í samskiptum Norður- og Suður-Kóreu. Stjórnvöld í Norð- ur-Kóreu fóru hörðum orðum um ráðamenn í suðurhlutanum þegar fréttir bárust af flótta Sung og létu að því liggja að þessum „óhróðri" yrði svarað með vopnavaldi. Var því og lýst yfir að öllum ráðum yrði beitt til að „vetja forystusveitina í Norður-Kóreu“ en þar í landi þykir persónudýrkun hafa komist á nýtt og áður óþekkt stig. Gjarnan er vís- að til Kim Jong-il sem „merkilegasta manns sögunnar“ og látið að því liggja að fæðing hans inn í þennan heim hafi verið helgur atburður sem einungis standist samanburð við fæðingu föður hans Kim il-Sung. ------» ♦ ♦------ Skotpallur verður mmjasafn Helfaut-Wizernes, Frakklandi. Reuter. ÁKVEÐIÐ hefur verið að opna stríðsminjasafn við skotpall sem þýskir nasistar notuðu til að skjóta V-2 flugskeytum á England á árum síðari heimsstyijaldarinnar. Skotpallurinn sem er mikið stein- steypubyrgi er nærri bænum Saint Omer í Norður-Frakklandi. Það voru rússneskir stríðsfangar sem neyddir voru til að smíða skotpallinn sem er sérlega rammgerður. Breskum sprengjuvélum tókst ekki þrátt fyrir ítarlegar tilraunir að leggja byrgi þetta í rúst. „Hitler sagði að ríki hans myndi standa í þúsund ár. Blessunarlega rættist sá spádómur hans ekki. En hann lét byggja þetta ferlíki og það mun standa hér næstu þúsund árin,“ sagði franski sagnfræðingurinn Yves Le Maner. Gert er ráð fyrir að safnið verði opnað á næsta ári. Búist er við að um 250.000 gestir sæki það heim á ári hveiju. Kostnaður verður um 650 milljónir króna og mun Evrópusam- bandið standa undir hluta hans. Bútasab Til Danmerkur fyrir tuttugu þúsund krúnur i i \ 0 > I v-. i 11 1 11 i > \ \ SERSTMT FERÐATILBOÐ . ^ -aldir í stuttan tíma! / s\ & Eigum nokkur sœti laus til Billund: BROTTFARIR: 27. jiíní 4» júlí (ðrfá sætí) 11. júlí 18. júlí Ath.: Næturflug til Danmerkur BOKIÐ STRAX! Flug til Billund og til baka Verð pr.mann: Verð pr.mann: 2>j \ ■ % % % w % '% % s Enn óaýrari ferðir fyrir Islendinga. VISA FERÐIR Faxafeni 5 108 Reykjavík Sími: 568 2277 Fax: 568 2274 Farþegar PLÚSferða fljúga eingöngu með Flugleiðum. OPIÐA LAUGARDÖGUM kl: 10-14 £ l I o' 1 al I "l I -I I o« 1 I I —• I I ÚTSALA Bútfsala Trönuhrauni 6 • HafnarFtrði • Sími 565 1660 Opið mánud.-föstud. 10-18. laugard. 10-14 Suðurlandsbraut 50 V/Fákafen • Sími 588 4545 Opið mánud.-fimmtud. 10-18. föstud. 10-19. laugard. 10-16 Bútasalan hefst í fyrramálið kl. 10.00 Frábær verð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.