Morgunblaðið - 05.03.1996, Síða 12

Morgunblaðið - 05.03.1996, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Heilsugæslustöðin á Akureyri þarf að spara 5,5 milljónir Krabbameinsleit verður hætt og bílar heimahjúkrunar seldir KRABB AMEINSLEIT á vegum Heilsugæslustöðvarinnar á Akur- eyri verður hætt frá og með 1. júní næstkomandi, kostnaður vegna komu sérfræðings í heila- og tauga- sjúkdómum verður ekki lengur greiddur, þrjár af bifreiðum heima- hjúkrunar verða seldar og þá verð- ur flúortöflum ekki lengur dreift ókeypis í ungbarnaverndinni. Þetta er á meðal þess sem stjóm Heilsu- gæslustöðvarinnar á Akureyri hef- ur ákveðið til að ná fram 5,5 millj- óna króna sparnaði sem stöðinni er gert að ná á árinu. Guðmundur Sigvaldason, fram- kvæmdastjóri Heilsugæslustöðvar- innar á Akureyri, sagði að stöðin Formaður Einingar um breytingar á landvinnslu ÚA Hugmyndirn- ar verða skoð- aðar með opn- um huga ÞAÐ ER búið kynna fyrir okkur fyrstu hugmyndir varðandi breyting- ar á vinnutilhögun. Við erum samt ekkert farin að ræða þessi mál þar sem ekki liggja fyrir neinar fullmót- aðar tillögur. Það er því of snemmt að segja mikið á þessu stigi máls- ins,“ segir Björn Snæbjömsson, for- maður Verkalýðsfélagsins Einingar, um fyrirhugaðar breytingar á land- vinnslu Útgerðarfélags Akureyringa hf. Eins og fram kom í Mo'rgunblað- inu á laugardag, stendur fyrir dyrum uppstökun á allri landvinnslu félags- ins og ér ráðgert að hún komi til framkvæmda með haustinu. Þær breytingar kalla á aukna tæknivæð- ingu á flestum stigum framleiðslu- ferlisins og að vinnutilhögun verði tekin til endurskoðunar. í því sam- bandi er rætt um að taka upp tví- eða jafnvel þrískiptar vaktir í vinnsl- unni og um leið þarf að endurskoða það launakerfi sem nú er við lýði. Semja þarf um útfærsluna Björn segir fyrirliggjandi að skoða þær hugmyndir sem settar verða fram með opnum huga og í fram- haldi af því að semja um útfærsluna. Ásta Guðný Krisjánsdóttir, for- maður Starfsmannafélags Útgerðar- félagsins, STÚA, tók í sama streng og Björn, að enn væri of snemmt að tjá sig mikið um fyrirhugaðar breytingar. „Það sem ég hef þó séð og heyrt líst mér vel á og mér heyr- ist starfsfólkið jákvætt gagnvart fyrirhugðum breytingum. Framund- an er þó mikil vinna við að útfæra nánar þær hugmyndir sem liggja fyrir,“ segir Ásta Guðný. væri sú stærsta á landinu og þar væri mesti niðurskurðurinn. Árið 1995 hafði Heilsugæslu- stöðin á Akureyri 28,5 milljónir króna til ráðstöfunar í annað en laun, en á þessu ári hefur upphæð- in verið lækkuð í 25,5 milljónir króna. Stjórn stöðvarinnar tók í janúar þá ákvörðun að flytja starfsemi ungbarnaverndar úr núverandi húsnæði á 2. hæð yfir Akureyrar- apóteki og yfir í húsnæði Heilsu- gæslustöðvarinnar. „Við ætlum að reyna að koma þessari starfsemi fyrir hérna, þó plássið sé ekki mik- ið, en við höfum hreinlega ekki efni á því lengur að leigja þetta í ÞRIÐJA sinn í vetur hefur skautasvellið við Krókeyri þiðnað í sunnanvindi og hlýindum og sagði Magnús Finnsson, formaður ísknattleiksdeildar Skautafélags Akureyrar, að algjört ófremdar- ástand hefði ríkt í vetur. Fresta þurfti Islandsmóti unglinga sem vera átti um helgina og er það í annað sinn. Von var á um 180 börnum og unglingum á mótið. „Þetta er auðvitað gremjulegt og við sjáum ekki fram á annað en að verða að flytja mótið suður til Reykjavíkur," sagði Magnús. Þá hefur heldur ekki verið hægt að leika úrslitaleiki í ísknattleik þar sem svellið er horfið. Allar líkur eru því á að þá verði líka að flytja , suður. „Meistaraflokkurinn hefur ekki getað æft í þrjár vikur, við höfum misst af mörgum æfingum í vetur vegna veðurs.“ Að sögn Magnúsar er ekki útlit fyrir að hægt verði að setja ís á pláss sem ungbarnaverndin hefur haft til afnota," sagði Guðmundur. Óvíst um starfsemi krabbameinsleitar „Stærsta málið varðandi okkar sparnaðaráform er að leggja niður krabbameinsleitina, en það er óvíst á þessari stundu hvað um þessa starfsemi verður," sagði Guðmund- ur, en um er að ræða samstarfs- verkefni Heilsugæsjustöðvarinnar, Krabbameinsfélags íslands og heil- brigðisráðuneytisins. Kostnaður stöðvarinnar vegna krabbameins- leitar er um 1,2 milljónir króna á ári. Skauta- svellið þiðn- aðiíþriðja sinn í vetur svæðið á næstunni því framhald virðist vera á sunnanátt og hlýind- um norðan heiða, ekki sé mögu- leiki á að halda ísnum þegar hitinn er um 10 gráður. Oftast hefur tekist að hálda svellinu þokkalegu út marsmánuð. „Við stefnum að því að geta klárað tímabilið, en við ráðum ekkert við þetta veður. Það hefur verið jöfn og góð að- sókn þegar þannig viðrar, en hún dettur alltaf niður þegar við fáum Sérfræðingur í heila- og tauga- sjúkdómum hefur komið til Akur- eyrar einu sinni í mánuði að jafn- aði og hefur Heilsugæslustöðin greitt kostnaðinn. Guðmundur sagði að um mikilvæga þjónustu væri að ræða og hefði sparað fólki á svæðinu, sem þyrfti á þjónustu hans að halda, ferðir til Reykjavík- ur. í raun stæði það Trygginga- stofnun næst að greiða ferðir sér- fræðings norður, ella þyrfti stofn- unin að greiða fyrir fólkið suður sem gæti orðið umtalsvert dýrara þegar upp er staðið. Kerfið væri hins vegar afar stíft og ekki tíðkað- ist að greiða ferðir fyrir lækna. svona kafla. Þetta hefur áhrif á alla okkar starfsemi, þetta er fremur magurt ár og nýliðun i félaginu afskaplega lítil, krakk- arnir gefast upp,“ sagði Magnús. Svipaða sögu er að segja úr Hlíðarfjalli þar sem snjór er nú af skornum skammti og einungis. hefur verið hægt að hafa skíða- svæðið opið fyrir almenning í um 15 til 17 daga frá áramótum. „Ástandið er nú ekki eins og ég vil hafa það á þessum árstíma og það kemur lítið af peningum í kassann," sagði ívar Sigmundsson forstöðumaður. Keppnisfólk hefur eitthvað getað æft á efsta svaéð- inu, í Strýtu, en skíðafæri hefur ekki hentað almenningi. Von var á töluverðum hópi fólks til Akur- eyrar um helgina vegna snjó- brettamóts sem halda átti í Hlíðar- fjalli, en í miðstöð vetraríþrótta á Islandi viðrar lítt til slíkra íþrótta og var mótinu frestað. Hráefnisskortur hjá ÚA Engin vinnaí gær og í dag yiNNA lá niðri hjá starfsfólki Útgerðarfélags Akureyringa hf í gær vegna hráefniss- korts. Ekkert verður unnið í frystihúsinu í dag en ráðgert að vinna hefjist þar á morgun en þá kemur Harðbakur EA inn til löndunar. Mjög sjaldgæft er að vinna falli niður hjá fyrirtækinu vegna hráefnisskort og sagði Björgólfur Jóhannsson, fjár- málastjóri að slíkt hefði ekki gerst síðan hann kom til ÚA fyrir um 4 árum. Bilun varð í stýrisstamma Kaldbaks EA og hefur togar- inn verið í viðgerð hjá Slipp- stöðinni Odda hf. frá því í byrjun síðustu viku. Aðrir tog- arar ÚA eru á veiðum. Unnið var í frystihúsinu fram yfir hádegi á föstudag en laugardagskvöld var árshátíð fyrirtækisins haldin í KA-heimilinu. Kvöldvaka á kirkju- viku KVÖLDVAKA, sem er liður í kirkjuviku í Akureyrarkirkju verður í kvöld, þriðjudags- kvöldið 5. mars og hefst kl. 20.30. Blysför verður frá fram- haldsskólunum og einnig Gagnfræðaskólanum á Akur- eyri, Kór Menntaskólans leiðir söng. Leikhópar koma fram og Lýður Ólafsson leikur á gítar. Haukur Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri Æsku- lýðsráð Reykavíkurprófasts- dæmis, ræðir við unga fólkið og Blásara- og slagverksleik- arar úr Tónlistarskólanum á Akureyri leika. Kvöldvökunni lýkur með flugeldasýningu skáta. Trúar- þroski barna HAUKUR Ingi Jónsson ræðir um vitsmuna- og trúarþroska barna og segir frá Heimspeki- skóla barna á opnu húsi for- eldra með ung börn í Safnað- arheimili Akureyrarkirkju á morgun, miðvikudaginn 6. mars, frá kl. 10 til 12. Lítt vetrarlegt í miðstöð vetraríþrótta á íslandi f w i v tni' 11 Morgunblaðið/Kristján MAGNÚS Finnsson, formaður ísknattleiksdeildar Skautafélags Akureyrar hugar að svellinu, sem hefur verið að bráðna í sunnanátt og hlýindum síðustu daga. iddtu e kki rtíarbókunum Glerárgötu 28 - Akureyri Áskriftarsími 462 4966

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.