Morgunblaðið - 05.03.1996, Side 25

Morgunblaðið - 05.03.1996, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1996 25 ) ) V' P D Þroskasaga frá Glasgow Biblían í handunnu skinn- bandi KVIKMYNDIll Bíóborgin Gullmoiar - kvik- myndahátíö Sambíó- anna og Landsbank- a n s Smágerð andlit „Small Fac- es“ ★ ★ Vi Leikstjórar: Billy og Gillie MacKinnon. Handrit: Gillie MacKinnon. Aðalhlutverk: Claire Higgins, Mark McConnoche, Ian McElhinney og Iain Robertson. Skotland. 1995. GLASGOW er þekkt hér heima einkum fyrir tvennt; verslunarleið- angra og Taggart. Skoska myndin Smágerð andlit, sem sýnd er á kvik- myndahátíðinni í Sambíóunum, ger- ist í Glasgow og glasgóskan lætur unaðslega í eyrum en -hún lýsir ann- arri veröld en þekkist af verslunar- ferðum og sjónvarpsþáttum. Hún gerist í verkamannahverfum borgar- innar árið 1968 og segir af átökum milli tveggja hverfisgengja og hvern- ig tveir ólíkir bræður flækjast inní þau með voveiflegum hætti. Þetta er nöturleg, sorgleg og miskunnar- laus þroskasaga og saga um bræðra- bönd gerð af tveimur bræðrum, Billy og Gillie MacKinnon, sem hafa góða innsýn í efnið og hún er lýsandi dæmi um skoskt þjóðfélagsraunsæi í bíómyndum síðustu ára. Sagan er rakin í endurminningum yngsta bróðurins af þremur og ólíkt endurminningamyndum dagsins (sérstaklega hinum bandarísku) er hún fullkomlega laus við væmnislega notkun tónlistar tímabilsins og grát- lega saknaðarkennd en er þvert á móti köld og hráslagaleg og óvægin eins og sá hluti Glasgowborgar sem hún gerist í. Sagan snýst um fjöl- skylduharmleik sem yngsti bróðirinn á óafvitandi sök á þegar hann reynir að hefna sín á foringja óvinagengis- ins. Mest mæðir á hinum unga leik- ara Iain Robertson. Hann leikur frá- bærlega vel yngsta bróðurinn, sem er 13 ára. Hann er fórnarlamb eigin ráðagerða sem enda á ófyrirsjáanleg- an hátt og smágert andlit Iain lýsir sálarangist og máttvana reiði og hefnigirni sem fylgir í kjölfarið. Hann er aðeins barn að ganga í gegnum lífsreynslu sem flestir fullorðnir gætu vart lifað með og tekur út þroska sinn alltof fijótt. MacKinnon-bræður vinna fjarska vel úr þessum efnivið sínum með endursköpun tímabilsins, raunsærri lýsingu á fjölskyldulífi í gleði og sorg og fínlegum smáatriðum æskunnar; strákurinn týnir öðrum skónum sín- um í öllum látunum og vanmáttur hans virðist algjör þar sem hann fer um á einum sokknum. Smágerð and- lit er prýðileg mynd og veitir forvitni- lega innsýn í skoska kvikmyndagerð. Arnaldur Indriðason BIBLÍAN er komin á markaðinn i handunnu skinnbandi. Bók- bandið er unnið af þeim Eggert ísólfssyni og Hallsteini Magnús- syni bókbindurum, notuð er út- gáfa Hins íslenska biblíufélags af Bibliunni. „Um er að ræða sérlega vand- að handunnið band og hefur ver- ið valið í bandið eitt besta skinn sem fáanlegt er (geitaskinn af OASIS gerð). Bókin er orðin hin glæsilegasta í alla staði, enda vandað til bands og frágangs hennar á öllum sviðum", segir í kynningu. Band bókarinnar er upphleypt á kili. Kross og biblíuáletrun að framan eru einnig upphleypt. Utan um bókina kemur svo askja, sem klædd er flaueli að innan og skinnklædd á öllum brúnum. I boði eru tveir litir á bandi bók- arinnar, svartur og rauður. Biblían fæst i Kirkjuhúsinu og í nokkrum bókaverslunum. Dreifingu annast íslensk bóka- dreifing hf. -----♦ ♦ ♦---- Lista- maður mánaðarins ÞRÁÐURINN hefur verið tekinn upp að nýju varðandi Listamann mánaðarins í klassískri tónlist. í þetta skiptið varð fyrir valinu ít- alska tónskáldið Giacomo Puccini (1858-1924) og munu verslanir Skífunnar kynna hann og verk hans næstu vikurnar. Listamaður mánaðarins kemur ávallt úr fremstu röð tónskálda, stjórnenda eða flytjenda og eru geislaplötur með verkum lista- mannsins boðnar með 20% af- slætti. „í boði eru fyrsta flokks upptökur með fremstu flytjendum klassískrar tónlistar fyrr og síðar og eru nokkrum þeirra gerð skil í sérprentuðu kynningarefni á ís- lensku,“ segir í kynningu. Á síðasta ári voru það sex lista- menn sem hlutu titilinn Listamaður mánaðarins og er stefnan að halda uppteknum hætti. Italinn Giacomo Puccini er án efa eitt virtasta óperuskáld sem uppi hefur verið. Hann samdi nær ein- göngu óperur, en önnur verk hans eru lítt þekkt og heyrast sjaldnar. Operur Puccini eru tíu talsins og býður Skífan nú upp á sjö þeirra. ..blabib Vonandi sérðu betur en þetta í myrkri Þaö getur verið þreytandi fyrir augun aö aka í myrkri. Við eigum oft erfitt meö aö greina hluti sem á vegi okkar verða meðal annars vegna Ijósa frá öörum bifreiðum. Við hofum lausnina! Carl Zeiss getur nú boðið upp á gler í hæsta gæðaflokki með sérstakri glampavörn sem reynist einnig vel þegar ekið er í þoku eða snjókomu. Merkið í glerinu er tákn um gæðin. Leitið upplýsinga og tryggið ykkur hágæðagler frá Carl Zeiss sem fást hjá eftirfarandi gler- augnaverslunum: ZEISS Reykjavtk: Akranes: Akureyri: Egilstaðir: Hafnarfj.: ísafjörður: Keflavík: Gleraugna Galleríið, Kirkjutorgi Gleraugnahús Óskars, Laugavegi 8 Gleraugnamiðstöðin, Laugavegi 24 Gleraugnaverslunin Mjódd, Álfabakka 14 Gleraugnaverslunin Sjáðu, Laugavegi 40 Sjónglerið, Skólabraut 25 Gleraugnaþjónustan, Skipagötu 7 Birta hf., Lagarási 8 Augsýn, Fjarðargötu 13-15 Gullauga, Hafnarstraeti 4 Gleraugnaverslun Keflavíkur, Hafnargötu 45 -4- t

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.