Morgunblaðið - 05.03.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.03.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1996 25 ) ) V' P D Þroskasaga frá Glasgow Biblían í handunnu skinn- bandi KVIKMYNDIll Bíóborgin Gullmoiar - kvik- myndahátíö Sambíó- anna og Landsbank- a n s Smágerð andlit „Small Fac- es“ ★ ★ Vi Leikstjórar: Billy og Gillie MacKinnon. Handrit: Gillie MacKinnon. Aðalhlutverk: Claire Higgins, Mark McConnoche, Ian McElhinney og Iain Robertson. Skotland. 1995. GLASGOW er þekkt hér heima einkum fyrir tvennt; verslunarleið- angra og Taggart. Skoska myndin Smágerð andlit, sem sýnd er á kvik- myndahátíðinni í Sambíóunum, ger- ist í Glasgow og glasgóskan lætur unaðslega í eyrum en -hún lýsir ann- arri veröld en þekkist af verslunar- ferðum og sjónvarpsþáttum. Hún gerist í verkamannahverfum borgar- innar árið 1968 og segir af átökum milli tveggja hverfisgengja og hvern- ig tveir ólíkir bræður flækjast inní þau með voveiflegum hætti. Þetta er nöturleg, sorgleg og miskunnar- laus þroskasaga og saga um bræðra- bönd gerð af tveimur bræðrum, Billy og Gillie MacKinnon, sem hafa góða innsýn í efnið og hún er lýsandi dæmi um skoskt þjóðfélagsraunsæi í bíómyndum síðustu ára. Sagan er rakin í endurminningum yngsta bróðurins af þremur og ólíkt endurminningamyndum dagsins (sérstaklega hinum bandarísku) er hún fullkomlega laus við væmnislega notkun tónlistar tímabilsins og grát- lega saknaðarkennd en er þvert á móti köld og hráslagaleg og óvægin eins og sá hluti Glasgowborgar sem hún gerist í. Sagan snýst um fjöl- skylduharmleik sem yngsti bróðirinn á óafvitandi sök á þegar hann reynir að hefna sín á foringja óvinagengis- ins. Mest mæðir á hinum unga leik- ara Iain Robertson. Hann leikur frá- bærlega vel yngsta bróðurinn, sem er 13 ára. Hann er fórnarlamb eigin ráðagerða sem enda á ófyrirsjáanleg- an hátt og smágert andlit Iain lýsir sálarangist og máttvana reiði og hefnigirni sem fylgir í kjölfarið. Hann er aðeins barn að ganga í gegnum lífsreynslu sem flestir fullorðnir gætu vart lifað með og tekur út þroska sinn alltof fijótt. MacKinnon-bræður vinna fjarska vel úr þessum efnivið sínum með endursköpun tímabilsins, raunsærri lýsingu á fjölskyldulífi í gleði og sorg og fínlegum smáatriðum æskunnar; strákurinn týnir öðrum skónum sín- um í öllum látunum og vanmáttur hans virðist algjör þar sem hann fer um á einum sokknum. Smágerð and- lit er prýðileg mynd og veitir forvitni- lega innsýn í skoska kvikmyndagerð. Arnaldur Indriðason BIBLÍAN er komin á markaðinn i handunnu skinnbandi. Bók- bandið er unnið af þeim Eggert ísólfssyni og Hallsteini Magnús- syni bókbindurum, notuð er út- gáfa Hins íslenska biblíufélags af Bibliunni. „Um er að ræða sérlega vand- að handunnið band og hefur ver- ið valið í bandið eitt besta skinn sem fáanlegt er (geitaskinn af OASIS gerð). Bókin er orðin hin glæsilegasta í alla staði, enda vandað til bands og frágangs hennar á öllum sviðum", segir í kynningu. Band bókarinnar er upphleypt á kili. Kross og biblíuáletrun að framan eru einnig upphleypt. Utan um bókina kemur svo askja, sem klædd er flaueli að innan og skinnklædd á öllum brúnum. I boði eru tveir litir á bandi bók- arinnar, svartur og rauður. Biblían fæst i Kirkjuhúsinu og í nokkrum bókaverslunum. Dreifingu annast íslensk bóka- dreifing hf. -----♦ ♦ ♦---- Lista- maður mánaðarins ÞRÁÐURINN hefur verið tekinn upp að nýju varðandi Listamann mánaðarins í klassískri tónlist. í þetta skiptið varð fyrir valinu ít- alska tónskáldið Giacomo Puccini (1858-1924) og munu verslanir Skífunnar kynna hann og verk hans næstu vikurnar. Listamaður mánaðarins kemur ávallt úr fremstu röð tónskálda, stjórnenda eða flytjenda og eru geislaplötur með verkum lista- mannsins boðnar með 20% af- slætti. „í boði eru fyrsta flokks upptökur með fremstu flytjendum klassískrar tónlistar fyrr og síðar og eru nokkrum þeirra gerð skil í sérprentuðu kynningarefni á ís- lensku,“ segir í kynningu. Á síðasta ári voru það sex lista- menn sem hlutu titilinn Listamaður mánaðarins og er stefnan að halda uppteknum hætti. Italinn Giacomo Puccini er án efa eitt virtasta óperuskáld sem uppi hefur verið. Hann samdi nær ein- göngu óperur, en önnur verk hans eru lítt þekkt og heyrast sjaldnar. Operur Puccini eru tíu talsins og býður Skífan nú upp á sjö þeirra. ..blabib Vonandi sérðu betur en þetta í myrkri Þaö getur verið þreytandi fyrir augun aö aka í myrkri. Við eigum oft erfitt meö aö greina hluti sem á vegi okkar verða meðal annars vegna Ijósa frá öörum bifreiðum. Við hofum lausnina! Carl Zeiss getur nú boðið upp á gler í hæsta gæðaflokki með sérstakri glampavörn sem reynist einnig vel þegar ekið er í þoku eða snjókomu. Merkið í glerinu er tákn um gæðin. Leitið upplýsinga og tryggið ykkur hágæðagler frá Carl Zeiss sem fást hjá eftirfarandi gler- augnaverslunum: ZEISS Reykjavtk: Akranes: Akureyri: Egilstaðir: Hafnarfj.: ísafjörður: Keflavík: Gleraugna Galleríið, Kirkjutorgi Gleraugnahús Óskars, Laugavegi 8 Gleraugnamiðstöðin, Laugavegi 24 Gleraugnaverslunin Mjódd, Álfabakka 14 Gleraugnaverslunin Sjáðu, Laugavegi 40 Sjónglerið, Skólabraut 25 Gleraugnaþjónustan, Skipagötu 7 Birta hf., Lagarási 8 Augsýn, Fjarðargötu 13-15 Gullauga, Hafnarstraeti 4 Gleraugnaverslun Keflavíkur, Hafnargötu 45 -4- t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.